Helgarpósturinn - 04.03.1983, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 04.03.1983, Blaðsíða 10
10 tlelgai--------- Föstudagur 4. mars 1983 ná^fl irínn Helgi Gíslason heggur st... ítalski listfræðingurinn Gillo Dorfles segir að á síðustu áratug- um hafi framgangur málaralistar og höggmyndalistar verið samstíg- ur, en ekki sé hægt að segja það sama um byggingalistina. Hvað sem því líður, þá tel ég að manna- bústaðir séu að líkjast stöðugt meira höggmynd, jafnvel hér á Iandi. Þó örlar á „húsvitund” hjá íslenskum byggingarlistarmönn- um. Við höfum löngum átt góða myndhöggvara og gleymda snill- inga á borð við Einar Jónsson, og gætir furðu hvað hann er gleymd- ur og talinn vera mikill forngripur. Slík er fjarstæðan og blindnin hér. eftir Guðberg Bergsson En við höfum líka átt mynd- höggvara sem eru fremur smiðir en myndhöggvarar. Við höfum átt Sigurjón Ólafs- son sem reyndi á síðustu árum að sameina útskurð og mynd höggvn- ar í tré. Við eigum enn ljúflinginn Jón Gunnar Árnason, en útlínur verka hans eru Ijóðlínur, einkum ef hann vinnur með víra og járn. Við eigum Hallstein sem leitar ævinlega að kjarnanum, þyngdar- punktinum (reyndar gera það allir myndhöggvarar) og leyfir högg- myndinni sjaldan að vera „holdi klædd”. Við eigum hana Ólöfu Pálsdótt- ur sem leitar að hinni óþægilegu stellingu, sem er henni eðlileg stell- ing, stelling sem er oft i engu eða litlu samræmi við heildina. Þannig minnir hún okkur á að höggmynd- in er form, þótt mannslíkaminn sé notaður, en ekki hold. Hún á nokkrar styttur í görðum og maður klappar þeim á hnéð í hvert sinn sem leið liggur fram hjá þeim, enda eru þær að gera sínar æfing- ar í einrúmi. Hin glaðlega einsemd lýsir úr svip þeirra. Við eigum Þór Vigfússon sem steypir myndir sínar og leyfir loft- inu í mótunum að ,,móta formin”. Hann minnir helst á það sem er að gerast í höggmyndalist núna í Frakklandi. Myndhöggvar- ar steypa oft í klump ýmiss konar efni: möl, sand, múrsteina, víra og annað efni — jafnvel allan fjand- ann — og síðan beita þeir meitlin- um á þetta tilbúna gerviefni. Þeir nota ekki brons, járn, marmara eða annað „göfugt” efni. Útkom- an verður oft afar skemmtileg og í mörgum litum. Þetta væri svona áþekkt því að húsagerðarmenn blönduðu litar- efni í steypuna og steyptu til að mynda rauð hús, græn hús eða jafnvel skjöldótt hús. Franskir myndhöggvarar eiga það líka til að blanda saman steyptu efni og „göfugu” efni: graníti eða öðru því um liku. Og við eigum Helga Gíslason sem sýnir núna að Kjarvalsstöð- um. Flest i höggmyndalist nútímans er sprottið frá Gargallo og Giaco- metti. Og list Helga er að vísu með ýmsu ættarmóti þeirra en hún er miklu fremur í ætt við málverk. Til að mynda eru hendurnar á höggmyndunum í ætt við fingur og hendur engla og manna á mál- verkum E1 Grecos. Þetta gerir myndir Helga afar frumlegar og ættstórar, því ég tel þá list vera mikillar ættar sem á stóran ætt- boga en er engu að síður sjálfstæð sem einstaklingur. Þvi eins og Taine sagði: Ekkert listaverk er einangrað heldur hluti af heild sem bregður ljósi á það. Myndir Helga eru oft líkar hylki sem maðurinn hefur farið úr og týnt í stöðugri myndbreytingu sinni. Þessi léttu bronshylki eru áþekk stökkunum sem persónur E1 Grecos eru stundum í; en stakk- arnir þrengja að líkamanum. Þeir eru ekki gæddir þeirri vídd sem er í verkum Helga, enda tímarnir ólíkir sem myndirnar eru gerðar á; en lögun fingra á persónum E1 mynd í bókum, í málverkum, í leikhúsunum o.s.frv. Ef hreyft er harkalega við þjóðfélaginu rísa þegnarnir upp til varnar. En ekki verður sagt að ungir listamenn séu harðir í horn að taka. Allir eru þeir með gúmmíhorn. Eitt af furðum okkar fslend- inga er það hvað við byrjum vel en endum illa. Þetta kemur fram í íþróttunum, listunum og í stjórn- málunum, og jafnvel líka í átinu. Vegna þess að við byrjum sem át- vögl en endum sem magasjúkling- ar. Fyrri hálfleikur í knattspyrnu er jafnan „ frábærlega leikinn af strákunum”. Á skákmótum eru ís- lenskir skákmenn alltaf í byrjun nálægt þeim efstu, en svo sígur á ógæfuhliðina og við rekum lest- ina. Við erum þjóð hinna frábæru byrjenda og hinnar ergilegu elli. Hversu oft hafa ekki komið prýðilegir málarar frá námi er- lendis og haldið sýningar sem eru sambærilegar því besta „ á megin- landinu”. Það sama er að segja um UM. Allt er þetta jafn ágætt og hjá starfsbræðrum þeirra er- lendis. En hvernig verður fram- haldið? Og hvers vegna er fram- haldið eins og framhaldið hefur ævinlega verið hjá okkur? Stafar það af svefnþörf innan um sætar kökur? Er þjóðfélagið ekki nógu örvandi? Skortir gagnrýni? Eða erum við bara ungt fólk og síðan ekki söguna meir? Svo er eins og við islendingar finnum hlutina á okkur, en gæð- Helgi Gíslason sýnir að Kjarvals- stöðum - hér er kominn fram myndhöggvari sem gerir myndir af fólki og slíkir myndhöggvarar eru blessunarrikir Grecos og Helga er áþekk, krampakennd. í bók sinni Rudi- ments of connoiseurship segir Berenson að áhorfandinn eigi einkum að gefa gaum að eyrum, höndum, hári, augum, því að í gerð smáatriðanna sé helst að finna einstaklingseinkenni mynd- Iistarmannsins. En það er að segja um myndhöggvarann að hann hefur alltaf verið í vandræðum með augun frá því að gríska og rómverska höggmyndin dó. Líkt og oft hjá pólskum myndhöggvur- um virðist hafa verið límdur hefti- plástur yfir augnlokin í myndum Helga. Tilgangurinn hjá honum er þó annar: persónurnar horfa inn í sig; það hefur ekki verið límt fyrir sjón þeirra af ytra valdi. Blinda þeirra eða innsæi er þeim í sjálfsvald sett. Ungir myndlistarmenn sýna á Kjar- valsstöðum - en hvernig verður framhaldið? spyr Guðbergur Bergsson, sem nú hefur að nýju skrif um myndlist í Helgarpóstinn. um þessa tilfinningu engri skyn- seini, og þess vegna hlýtur innsæ- ið enga kjölfestu. Mér datt þetta í hug þegar ég sá nokkur málverk á sýningunni, sem voru í ætt við málverk Archimboldo og skop- skyn hans. í íslensku útgáfunni voru það lík sem Archimboldo lét vera fiska eða aldin. Og það var engu líkara en íslenski málarinn hefði lesið grein Marcel van Jole um L’humour dans l’art (um skop í list), grein sem hefur vakið tals- verða athygli meðal listfræðinga og birtist í september. Það eru þessi kynlegu atriði sem vekja furðu manns, miklu fremur en verkin sjálf. Sökum þess að við, eins og aðr- ar þjóðir, höldum innreið okkar í tíð frítímans fjölgar þeim stöðugt Og svo minnst sé á innsæi og til- finningar, þá er hér kominn fram myndhöggvari sem gerir myndir af fólki. Slíkir myndhöggvarar eru blessunarríkir. Það er ævinlega þörf fyrir þá, að gera myndir í brons af biskupum, stjórnmála- mönnum o.s.frv. — og þeir „svíkja” ekki listina þótt þeir vinni „eftir pöntunum”. Á myndum Helga af fólki lýsir ekki hin innri skapgerð úr svipn- um. Þetta er öfugt við útfærðu höggmyndirnar, þær sem eru ó- hlutbundnari. Heldur hefur tím- ans tönn unnið á andlitunum, höggvið sitt mark á þau. En eins og flestir vita er tímans tönn meit- ill sem aldurinn stjórnar, veðrin og umhverfið — hinn mikli mynd- höggvari. Sumar myndir eru á háum prik- um. Hinum þjáða manni er ekki reist níðstöng með því. Hinn þjáði maður er hafinn á stöng, sem var forðum píningaraðferð, og hann hnígur niður með líkamsparta sína. í myndinni sem Reykjavíkur- borg hefur keypt reynir maðurinn að hefja sig til flugs og tyllir rétt niður tánni, og fóturinn er líkur stöng, en meðan efri hluti líkam- ans lyftist frá jörð og þráir flug frá heimi, þá hnígur hálsinn niður og það vinst upp á hann þannig að höfuðið verður í jafn óþægilegri, óeðlilegri stellingu og fæturnir eru oft hjá Ólöfu Pálsdóttur. Þannig fæst einn við það sem annar sleppir. Þannig er samheng- ið í íslenskri höggmyndalist byggt á leit eftir ólíkum leiðum. sem mála og skrifa. Leikhúsin hleypa engum leikara inn á svið sem ekki kann að leika, og það sama er að segja um hljómsveit- irnar. En þá gutla bara gutlararnir á gítara og áhugamannaleik- félögunum fer sífellt fjölgandi. Það er orðið algengt erlendis, meðal „rithöfunda” að þeir fjöl- rita einhvern skáldskap, láta hann í umslög, fara í símaskrána og senda fólki bækurnar ásamt gíró- seðli. Þessu fylgir svo hjartnæmt bréf um það að viðkomandi eigi í erfiðleikum, sé veill á taugum, eiginmaðurinn hafi barið hana o.s. frv., þannig að komið er við hjartataugarnar og þá veit fólk að 130 krónur er lítið fé og borgar gíróseðilinn, og gleðst í hjarta sínu yfir að hafa unnið góðverk. Slíkt nútímabetl er orðið algengt og talið til lista og nefnd Gíró- seðlaljóðlist. En fyrsti hálfleikur var góður hjá „listamönnunum ungu” á Kjarvalsstöðum. Vonandi verður seinni hálfleikur það líka. Að sjálfsögðu mundu Kjarvals- staðir aldrei bjóða raunverulegum málara að sýna ókeypis, vegna þess að það er aldrei neinn þrýst- ingur frá hinum hæfa einstakl- ingi, heldur frá fjöldanum, og það vita stofnanirnar og þeir sem stjórna þeim, Þrátt fyrir aukinn frítíma og „skilning” stofnananna verður eftir sem áður jafn erfitt að vera listamaður. Um UM Oft er það núna að þegar gestur kemur á sýningar, einkum erlend- is og sér málverkin að þá dettur honum helst í hug að hann þekki illa listasöguna, eða að kannski sé verið að draga fram í sviðsljósið þriðja flokks málara frá dögum expressionismans þýska, suma af þeim mikla sæg sem hvílir jafnan í skugganum af stórmennunum og aldrei verður neitt úr nema heimiliserjur. En við nánari at- hugun þá gerir sýningargesturinn sér grein fyrir að þetta eru ekki eftirlegukindur frá góðæristíma málaralistarinnar, heldur hitt fyrirbrigðið, að ellimörkin eru nú það alyngsta og ferskasta í málaralistinni. Eftir uppreisn æskunnar kring- um 1969 eru komnir eftirlegu- kindatímar, einslags jórturstund- ir. Og blómabörnin flest eru undir geðvernd. En öðru fremur veit maður það um nútímann að við lifum á tím- um frítímans. Frítíminn er haf- inn. Og málverkin eru eftir Tata- fiore, Chia, Cucchi, Longobardo, ef um er að ræða Ítalíu, en nöfnin breytast eftir löndum þótt efnið sé keimlíkt. Listin er orðin að al- þjóðlegri vitleysu. Það eru einkum vinstrisinnar af blindingjaskólanum sem halda því fram að nú ríki sömu tímar og í kreppunni kringum 1930. „Það er kreppa innan kapítalismans”, segja þeir. En frítíminn er hafinn, sá frítími sem sósíalistar sáu fram á í lok nítjándu aldar, einkum Paul Lafargue, og rétt mannsins til letinnar, aðgerðarleysis og alls- nægta. Því er að „atvinnuleysingj- ar” nútímans fara aldrei aftur út á vinnumarkaðinn, og verkalýðs- leiðtogar ættu að gera sér grein fyrir þjóðfélagsaðstæðunum, og reyndar þjóðfélögin lika yfir höfuð, því að hin sjálfstýrðu at- vinnutæki, tölvur og vélmenni munu vinna erfiðið. Maðurinn í allri sinn eymd og stærð verður að fást við frítíma sinn, gæða frí- tímann lífi. Það erfiði verður vandamál framtíðarinnar, að ótalinni baráttunni gegn frjósem- inni. Að lokum verður stefnt í slíka fólksfækkun að allt mann- kynið geti stundað einhverja vinnu og ráði við sjálft sig, frelsi sitt og sjálfstæði. Líkt og jafnan er fyrst hægt að greina hræringar þjóðfélagsins innan listarinnar, vegna þess hvað hún er næm á umhverfið og sýnir það þjóðfélagsþegnunum í meltri IITVAKP Föstudagur 4. mars 7.10 Gull I mund. Veslings Stebbi. Ekki reykir hann og svo þarf hann að hlusta kurteis á röflið í liðinu. Er enginn hér með fullu viti? 9.05 Morgunstund hundanna. Fraeö- sluþáttur um beinakex og annað kjarnfóður. 10.30 Það er svo margt að minnast á. En hlnu er líklega best að gleyma. Og œtli það só ekki enn meira, þegar farið er ofan I saumana á því? Torfi Jónsson. Laugardagur 5. mars 9.30 Óskalög sjúklinganna. Lóa Guð- jónsdóttir er komin á fulla ferö einu sinni enn. Passaðu þig Lóa mín. 11.20 Blandaöur þáttur fyrir krakka. Grundin úti hrímuð er. Vantar höf- uðstafi. Sigga Eyjiórs i Vesturbæn- um. 15.10 fdægurlandi. SvavarGestsergóð- ur maöur, góður maður Svavar. Hringhenda dýr. 19.35 Átall. Pólitiskur viðundraþáttur fyr- ir minnihlutamellur. Sunnudagur 6. mars 8.00 Morgunandakt. Ég stend alveg dolfallinn frammi fyrir sköpunar- verkinu. Ég grip Andann á lofti og tek hann með hælkrækju. 10.25 Út og suður. Friðrik Páll jónsson og ferðalangar fátæka mannsins. Eru það kannski ferðalanganir? 11.00 Messa. Ungdómsmessa í útvarps- sal á vegum Skálholtsskóla og æskulýðsstarfs kirkjunnar. 13.15 Handbolti. Hvar er Palli? Island- Holland. 14.00 Kaupmannahöfn — París Norð- urlanda. Félagi Sigmar segir okkur skemmtisögu í samvinnu við aðra. 18.00 Það var og. Þráinn keypti ýsu. Von- andi smakkaðist hún vel. Varla fer hann á fylleri í þessum þætti eins og siöast. Nema hann fari á kvennafar. 19.25 Veistu svariö? Nei, ég er nú fremur slappur. 20.45 Nútlmatónlist. Þorkell er góður maður. Sigmar lika. Ég ætla að sækja um djobb hjá þeim. 23.00 Kvöldstrengir. Alice býr hér ekki lengur. Hún er flutt norður. X.IÓXVAI*I> Föstudagur 4. mars 20.40 Á ystu nöf. Birna Hrólfsdóttir dembir okkur fram af hengiflugi menningarinnar og við svífum með óminnishegranum yfir sígræn engi. Var þetta draumur? 20.50 Prúöuleikararnlr. Gekk ég fram um sjó og land og gettu hvaö ég sá? 21.15 Kastljós. Helgi Etícus Helgason og Ögmundur Jónasson velta sér upp úr fréttnæmum atburðum handan hafs og hér. 22.20 Fyrirsætan (The Model Shop). Frönsk bíómynd, árgerð 1969. Leik- endur: Anouk Aimée, Gary Lock- wood. Leikstjóri: Jacques Demy. Demy er einn af þessum snilling- um, sem eiga erfitt uppdráttar I kvikmyndagerðinni. Hérsegirhann okkur frá ungum manni, sem geng- ur erfiðlega að borga af bilnum sín- um, og allt er I hassi. Laugardagur 5. mars 16.00 iþróttir. Ætlar hann að sýna leikinn við Sviss? Ætlar hann aö sýna list- skauta? Ætlar hann að sýna skiði? Ætlar hann að sýna glímu? Ætlar Bjarni að láta sjá sig? 18.00 Hildur. Spennan vex og vex og allt- af er Kjartan að þvælast fyrir okkur. En hvers vegna talar þetta fólk ekki kúltiverað tungumál? 18.25 Steini og Olli. Ég man minn fífil fegri, þegar ég hló og hló sem barn. Hvar er barnið i mér? 18.45 Enska knattspyrnan. Skemmtileg- ir leikir og skemmtilegt fólk, Tjall- arnirl 20.35 Þrigmamannavist. Mikiöerégfeg- inn. Eg spila bara tveggjamanna- vist og horfi þess vegna ekki á þetta. 21.00 Ein á báti (Population of One). Kanadísk sjónvarpsmynd, árgerð 1980. Leikendur: Dixie Seatle, Tony Van Bridge, R.H. Thompson, Kate Lynch. Leikstjóri: Robert Sherrin. Ung kona og doktorsgráöan henn- ar í bókmenntum ætla að ná sér I á- litlegan mann i stórborginni. En ekki er allt gull sem glóir og gónir. 22.20 Hreinn umfram allt (The Impor- tance of being Ernest). Breskur gleðileikur. Leikendur: Coral Brown, Michael Jayston, Julian Holloway. Leikstjóri: James Mac- Taggart. Drepfyndinn gamanleikur um nafnaruglingogtvöfaltsiðgæöi. Höfundurinn er bara Skari villti. Sunnudagur 6. mars 16.0G Sunnudagshrollvekja. Akureyskur prestur flytur. 16.10 Makkað f mýrinni. Synir ráöherr- ans og dóttir kaupmannsins fara I læknisleik í njólarunna. 17.00 Listbyltingin mikla. Framtíöin var og hét ekki neitt. Horföu reiður um öxl og reyndu að betrumbæta á- standið sjálfur. Enginn gerir það fyr- ir þig. 18.00 Stund milli striða. Bryndis Björg- vinsdóttir reynir að róa liöið. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Magnús Bjarnfreðsson æsist bara um allan helming og hrekkir okkur með gull- kornum. 20.50 Glugginn. Minn er negldur aftur, enda hef óg ekki menningaráhuga. Aumur maöur. 21.35 Kvöldstund með Agötu Kristí. Parker þrjóturinn Pyne meö hjú- skapariniðlun miðaldra eiginkonu. Það fór nú á annan veg en ég ætl- aöi. 22.30 Albanía. Tvihöföa örninn er undar- legur nokk og einbúl. Dásamlega fallegt land og stjórnarfarið eftir því. Ég ætla að flytjast þangaö og fjölga rithöfundum landsins um helming. Blessi þig Jósep minn gamli góöi vin.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.