Ameríka - 30.12.1873, Blaðsíða 1

Ameríka - 30.12.1873, Blaðsíða 1
Ameríka. 1. tölubláð. 30. Desember. 1873. KÆRU LANDAR! I fyrra vetur og í sumar var jeg nokkuð riðinn við hinn fyrirhugaða vesturllutning Norðlendinga, að því leyti, að jeg var einn í flokki þeim (um 400 manns af Norð- urlandi) sem ásetti sjer að flytja vestur um haf til Norð- ur-Ameríku, og var kjörinn, ásamt tveimur inönnum öðr- um, í nefud þá, er stýra skyldi framkvæmdum iyrirtæk- isins. Þannig gafst mjer kostur á að vita, hve mjög lítið og ónógt margir vesturfarar þekktu til lands þess, er þeir ætluðu að bólfestast í. Pctta er eðlilegt; því landafræðisbækur þær, sem til eru á íslenzku, gefa lítið meiri upplýsingu uui löndin, síst um Ameríku, en um af- stöðu þeirra eða legu á hnettinum, stærð þeirra og íbúa tölu fyrir mörgum árum, og inega inenn heita alveg ó- fróðir uin Ameríku, sem ekki hafa lesið annað um hana, en það, sein til er á voru máli. En eins og hverjum bónda þykir það áríðandi, að þekkja eða fá góða lýsingu af jörð þeirri, er liann girn- ist að búa á, svo er mönnurn eigi síður áríðandi að afla sjer allra þeirra upplýsinga sem unnt er, um land það, kosti þess og galla, er þeir girnast að velja sjer bústað í, fyrir sig og afkomendur sína. títflutningar hjeðan af landi eru líka, að kalla má í byrjun; því þótt fáeinir ungir og einhleypir menn færu vestur fyrir ‘2 eða 3 árum, þá var fyrst í sumar er leið nokkurt mark að vesturflutningi hjeðan, þar sem samtals fór af landinu til Norður-Ameríku um eða hátt á 3. hundr- 1 j H^SKÓLABÓKASAFM I

x

Ameríka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ameríka
https://timarit.is/publication/100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.