Vísir - 01.02.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 01.02.1915, Blaðsíða 4
Smávegis frá ófriðnum. »Þokkalegt skyldfólk*. Einu sinni sem oftar var ViU hjálmur keisari að vitja sárra manna á austur-herstöðvunum. Meðal ann- ars var minst á Breta, sern ekki eru nú sísta umtalsefnið þar í stað, og heíir þeim víst ekki verið borin sem best sagan. Alt í einu rís þar upp við olnboga gildur karl frá Bæ- heimi og segir: »Já, yðar hátign! Það er þokkalegt skyldfólk, sem þér eigið!« — Öllum féllust orð, er maðurinn gerðist svo djarfmælt- ur, en keisari gerði ekki annað en reka upp skellihlátur, gekk svo yfir að rúmi mannsins og klappaði kunn- inglega á öxlina á honum. Kvaddi hann svo með handabandi, þegar hann fór. Jolffre »á gatl* í þýsku. Þegar Joiffre, sem nú er yfirfor- ingi alls Frakkahers, gekk inn í fjöllistaskóla, 17 ára gamall, varð hann ekki nema 14. í röðinni, af því að hann stóð sig illa — í þýsku! — Sagt er, að hann hafi tekið sér fram í þýskunni sfðan. Versti óþjóðalýðurinn. Þjóðverjar hafa það eftir Amer- ikublaði einu, að það sé nú ekkert, þótt Bretar hafi dregið saman gegn Þjóðverjum skríl frá Japan og Ind- landi. Þeir ætli og að siga á þá blámönnum og mannætum frá Suð- urhafseyjum, en það sé þó ekki það wersta. Aunað sé enn voða- legra, Á Englandi sé til sú teg- und apannkysrs, sem engu eirir, ekki einu sinni sínufi löndum, og það séu atkvæða-kvenvargarnir! Þær séu versti óþjóðalýðurinn, og nú egi að slá þeim lausum. Sé þá af og frá, að unt sé að tala um nokkra siðmenningu í hernaðinum þaðan í frá, en hitt sé skiljanlegt, að Bretar verði sjálfir guðs fegnir, að losna við skrílinn. Biblíufróðir hermenn. Á búgarði einum í Noröur-Frakk- landí, er Þjóðverjar tóku í annað sir n, fundu þeir áletrun, frá því er landar þeirra höfðu verið þar áð- ur, er Frakkar höfðu eigi hirt um að má burtu. Þar stóð skrifaö: »Jesú Sýraksbók, 31, 13«. Þetta skildi enginn, og enginn hafði biblíu til þess að fletta upp í henni á þess- um stað, fyrr en liðsprestur nokkur kom þar. Hann gat sagt þeim, að á þessum stað f biblíunni stæði: »Ætlið eigi að hér sé mikið til að éta!« — Það hafði verið orð og að sðnnu. &pU $at&v\ns */r ^ilo 25 aura. EpU Stavetvst, V, kilo 15 aura. Laugaveg 55. AXtan aj f 4. f. m. andaðist í Eyrarbakka- hreppi (í Árnessýslu) húsfreyjan Jón- ína Árnadóttir, kona hr. Quðmund ar Jónssonar, breppsnefndaroddvita þar. Hún fékk lungnabólgu, eftir það, er gerður hafði verið á henni hold- skurður, og leiddi það hana til bana. Jarðarför hennar fór fram 19. f.m. Dómur milli háseta og útgerðarmanna. Dómur í máli milli tveggja út- gerðarfélaga (P. J. Thorsteinsson & Co. og H. P. Duus) og háseta nokkurra, út úr því. hve hátt verð félög.n væru skyld að greiða fyrir fisk hálfdrættinga, er nú fallinn, — í hinu síðara á fimtudaginn og er hann svo: Því dæmist rétt vera: Stefndur, firmað H. P. Duus, greiði stefnanda, Jóni Benediktssyni, verð það, sem óvilhallir dómkvaddir menn, er þekking hafa á fiskiútgerð og fiskverslun, meta eftir almennu fiskverði hér í bænum sumarið og haustið 1913 framangreindan afla stefnanda á fiskiskútunni Hákoni sama ár, fullverkaðan og uppúr salti, að frádregnu því verði, er stefndur þegar hefir greitt fyrir aflann, þó svo að stefndur ekki greiði meíra alls en 72 krónur 89 aura. Málskostnaður falli niður. Mála- flutningsmanni stefnanda, Sveini Björnssyni yfirréttarmálaflutnings- manni, greiðist 25 króna þóknun af almannafé. Dóminum að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans aö við- lagðri lagaaðför. Jón Magnússon. að grafa þar eftir fornmenjum í gömlum rústum, og fann þá afar- mikið ritsafn á steintöflum, og fund- ust þar um 20,000 töflur. Letrið á töflum þessum segja fornfræð- ingar að hafi verið skrásett meir en 4000 árum fyrir Krist. Dýr útgáfa. Líklega hefir aldrei verið varið eins miklu fé til útgáfu einnar bók- ar, eins og Bandaríkjastjórn veitti til útgáfu sögu frelsis-stríðsins með öllum skýrslum, sem þar að lutu. Bókin er 130 bindi, um 1000 bls. hvert til jafnaðar, með 2000 mynd- um og 178 landauppdráttum, og 12615 eintök voru prentuð af hverju bindi. Flestar bækurnar voru gefn- ar bókasöfnum og skólum víðs vegar um Bandarfkin, og sumar voru gefnar öðrum þjóðum. Út- gáfan kostaði stjórnina 2,848,514 dollara og 67 cent. Dýrmæt bók. Hin dýrasta eða dýrmætasta bÓK í heimi, er Codex Sinaiticu®. Það er gamalt handrit af biblíunni skrif- að á forn-grísku, líklega á 4 öld e, Kr. Hinn frægi biblíufræðingur, Tischendorf( fann það í klaustri á Sfnaí—fjalli og gat látið flytja það þaðan með a*stoð Rússa árið 1859, og síðan hefir það verið geymt í bókhlöðu Rússakeisara í St. Péturs- borg. Annað grískt handrit af bibl- íunni er í páfahöllinni i Rómaborg — Codex Vaticanus. — Það er talið eldra en Codex Sinaiticus en sumt af því er glatað og skemt. Bæði þessi handrit eru dýrmeetari en svo, að þau verði keypt fyrir peninga. Ef þau yrðu einnvern tíma seld, þá mundu þau naumast verða boðin fyrir vissa fjárupphæð, heldur fyrir hæsta verð sem fyrir þau fengist. --mT-riw.1 msmyj-rin-u^ «tr,no. E 1 R sem kynnu aö vilja koma kúm til beitar i Bessastaða- nes, á næstkomandi sumri. eru vinsamlega beðr.ir að snúa sér til undirritaðs, scm fyrst. Flutning á mjólkinni og mjöltum veröur þann- ig hagað, að það verði hlutaðeig- endum sem ódýrast. Einnig verða hestar teknir til beitar á sama stað, og annast um sókn og flutning þeirra, Sevt SuBmun&ssoxv Suðurgötu 14, (upp:). Massage-læknir Gruðm. Pétursson Garðastrætl 4. Heima kl.6—7e. ti. Sími 394 fi KENSLA S t ú 1 k u r geta fengið að læra að taka karlmannafata-mál. Uppl. á Vesturg. 33. Brúkað reiðhjól óskast til kaups, með sæmilegu verði. Afgr. v. á. Matarsíld góða og ódýra, 5 aura stykkið, er best að kaupa á Litla-Seli. Mjólkurhúsiö á Greltisg. 38, vill minna fólk á hina ágætu 20 aura nýmjólk, er þaö selur. Samtíningur. Lftil bók. Minsta bók, sem til er í heimi, er ein útgáfan af Divina Comedia eftir Dante. Sú bók er 208 blað- síður og á hverri blaðsíðu 9 línur, Pappírinn er afar þunnur, og hvert blað er aðeins fjórir tíundu úr þumlungi á lengd og einn fjórði úr þumlungi á breidd. Þessi bók var prentuð árið 1615, og íetrið er svo smátt, að smásjá þarf til að lesa það. Til eru margar mjög smáar út- gáfur af biblíunni, og það var einu sinni tíska, að bera þær á úrfestum og hálskeðjum. H nar minstu af þeim eru um einn þumlung á lengd, þrfr fjórðu úr þumlung á breidd og hálfur þumlungur á þykt, og letrið á þeim er svo smátt, að það verður ekki lesið nema með stækkunargleri. Gerði skipun húsbóndans. »Eg get ekki passað að þeir, sem koma að finna yður, fari ekki upp til yðar«, sagði vikadrengur rit- stjórans við hann. »Þegar eg segi að þér séuð ekki ''eima, segjast þeir mega til að sjá yður. Fg ræð ekkert við þá«. »Segðu þeim, aö það sé það, sem allir segi. Mér er sama, þó þú skrökvir að þeim, bara að eg fái að vera í friði«, sagði ritstjórinn. Eftir hádegið þann sama dag kom vel búin kona og óskaði að fá tal af ritstjóranum. Drengurinn sagði það væri ómögulegt og lét ekki bifast f neinu. »En eg má til að sjá hann«, sagði konan, »eg er konan hans«. »Þaö er það, sem þær segjaall- ar«, sagði drengurinn. Þann dag var honum vikið úr vistinni. Líkkistur O o 11 pfanó óskast til leigu f nokkra mánuði. Afgr. v. á. V I N N A Sendisveinar fást ávalt i Söluturninum. Opinn kl. 8—11. Sími 444. Á G r u n d a rs t í g 5 fæst strau- aö fyrir lágt verð, sömuleiðis teknir als konar saumar, tóvinna og við- gerð á fötum. H ú s v ö n stúl ka óskast nú þeg- ar til 14. maí á Grettisg. 38, uppi. H ÚSNÆÐI kvrz H e r b e r g i nálægt miðbænum fæst til leigu nú þegar með eða án húsgagua. Afgr. v. á. 2 g ó ð herbergi og eldhús ósk- ast til leigu frá 14. maí. Afgr. v. á. Elsta rit. Elsta rit eða bók, — ef svo má kalla það, — sem menn þekkja, fanst fyrir nokkru í jörðu, skamt frá Babýlon, í smábæ er Nippur heitir. Prófeasor Hilprecht frá Pen- sylvania, frægur fornfræðingur, var fást með öllum vanalegum litum af ýmsri gerð, einnig úr eik, sléttar eða skornar ef óskað er. Helgi Helgason, Hverfisgötu 40 (áður 6). Sími 93. T A P AЗFUNDIÐ | D ú f a, ljósgrá að lit, í óskilum á Frakkastíg 25. PfentewWja Sveins Oddssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.