Vísir - 19.04.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 19.04.1915, Blaðsíða 2
VISIR Annað hljóð í strokkinn? Fyrst þegar Þjóðverjar réðust inn í Belgíu, játuðu þeir að með því neföu þeir brotið alþjóða lög og rétt, og ælluðu sér að bæt? ríkinu skaða þess, að ófriðnum loknum. Þannig talaði að minsta kosti rík- iskanzlarinn, v. Bethmari Hollweg. En þegar mikill hluti landsins var unninn, og Þjóðverjar tóku þar við stjórninni, mátti heyra það á blöðum þeirra, að iitlar vonir væru til þess, að Belgía íengi að verða sjáifstætt og óháð ríki á svip- aðan hátt og áður var, þegar þeir væru búnir að berja á óvinaþjóð- um sínum. «Hér erum við, og hér verðum við«,- sögðu margir Þjóð- verjar í Belgíu. Það er nú eftirtektar vert, sem haft er eflir Dernburg, fyrv. nýlendu- málaráðherra Þjóðverja, um þetta mál. Hann hefur verið vestur í Am- eríku og birt !þar í blöðunum svar gegn ræðu Edvards Qrey. í því svari segir hann að Þjóðverjar ætli sér ekki að innlima Belgíu, heldur eigi hún að verða sjálfstæð að ó- friðnum loknum. Rökstyður hann svo mál sitt með því, að það hafi ekki verið nokkru ríki búhnykkur, að innlima land, sem önnur þjóð býr í. Megi sjá þessu mörg dæmi í sögunni, og nefnir hann það, að ó- samþykki Ítalíu og Austurríkis, sé eingöngu af þessum rótu.n ruunið. Beigía segir hann að hafi flæksí inn í ófriðinn vegna þess, að hún hafi átt að vera hlutlaus, en verið þó brjóstvirki Englendinga á meg- inlandinu. Ef marka má það, sem Bretar og Frakkar hafa efíir Þjóðverjum, þá eru nú fleiri þeirra farnir að tala nokkuð öðruvís um ófriðinn og horfurnar en þeir hafa áður gert, þanmg er það haft eftir bankastjóra I Beriin, að mjög hati Þjoðverjum brugöist vonir sínar um skjót úr- slit ófriðarins Er það að vísu ekki j meira en menn vita, en hins vegar nokkuð nýtt að heyra það viðurkent. Og það sem meira er, það er enn- fremur haft eftir þessum manni, að hugsanlegt sé það, aö Þjóðverjar verði neyddir til að sleppa nokkru af landsvæði því, er þeir hafa þegar undir sig lagt. En hins vegar búist hann ekki við því, að nokkurntíma verði unt að vinna af þeim nokk- uö til muna af landi sjálfra þeirra. Qeta mætti þess til, að það stæði eitthvað í sambandi við ilí ástand barida-þjóða Þjóðverja, ef heldur er nú farið að draga úi sigurvissu þeirra. Blöð bandamanna iáta nú mikið af því, hve illa Tyrkir séu nú staddir og megni Þjóðverjar ekki með öllum sínum dugnaði að hjálpa þeim svo að haldi komi. En auð- vitað er nú varasamt að trúa slíkum blaðafregnum skilyrðislaust. Úr frönskum bréfum og blöðui Eftir Thora Friðriksson. II. »Notre 75«. Allir þekkja söguna um gríska myndasmiðinn Pygmalion, sem hjó svo fallega konumynd, að hann varð sjálfur ástfanginn af henni og bað guðina að gefa henni Iíf og sál, svo að hann gæti átt hana. Og það varð. Þó að mikill munur sé á fögru líkneski og fallbyssu, þá dettur manni samt ósjálfrátt saga þessi í hug í sambandi við 75 millimetra fallbyssur Frakka. Ekki einungis skotliðsmennirnir éru hrifnir af henni og tala um hana sem væri hún lif- andi vera, heldur allir Frakkar, kon- ur jafnt og kariar, og í meðvitund þjóðarinnar er hún orðin átrúnað- argoð. í orðunum *notre 75« (75 fallbyssan okkar) felst hið sama traust, hin sama aðdáun og sami hugþokki eins og þegar Frakkar segja »notre Joffre«. Margir munu kannast við hr. C h o u i 111 o u , sem um undan- farin ár hefir rekið verslun hér. Kona hans skrifar mér, að hann sé ekki í stríðinu, heldur hafi hann umsjón á hendi í fallbyssuverk- smiðju í Le Havre, og hún bætir við: »Þér vitiö, hvað maðurinn minn er rólegur, en þegar hann talar um »75«, þá kemst hann all- ur á loft«. MóÖir hr. Barraud’s, sem kendi hér frönsku viö háskólann síðast- liðið ár, skrifar mér meðal annars: Vér mæðurnar, sem eigum syni í stríðinu, treystum því, að þeir beri sigur úi'^býtum með tilstyrk Joffre’s hershöfðingja og 75 milliníetra fall- byssanna. Eg tilfæri hér þessi ummæli af því þau lýsa hugarþeli frakkneskra kvenna til fallbyssanna 75, en úr greinum karimannana skal eg til- færa upplýsingar um þessa frægu faJlbyssu, sem allir dást að. Þegar þessi fallbyssa fyrst var búin til — fyrir hér um bil 20 ár- um, þótti hún taka öðrum mjög fram, en síðan hefir hún verið mjög endurbætt (það mun vera hinn frspgi hershöfðingi og vísindamaður Lang- lois, sem dó fyrir rúmu ári, sem lyrstur áfti hugmyndina að slíkum fallbyssum) og í þessu stríði hefir hún sýnt sig, sem drottning fall- byssna. Þjóðvejrar eiga eina hér um bil jafnstóra — 77 millimetra — en hún stendur mjög að baki hinni frönsku, sem er mjög handhæg, þó hún sé nokkru þyugri en sú pýska. Hun vegur 1100 kíló, en hin þýska 950. Húu hefir gert mjög nukinn usla í skotgryfjum óvinanna, af því að hægt hefir verið að hafa liana mjög nálægt þeim. Ur henni er hægt að hleypa 20 skotum á iriín- útu, og það sem sérstaklega er tal- ið henni til ágætis, er það, að hún haggast ekkert þegat skotið nður af, og með nokkurskonar hreyitvél kemst hún í samt lag aftur; og þarf því ekki að miða fallbyssunni eftir hvert skot eins og áður tíðkaðist. Hægt er að varpa með henni bæði holskeytum (shrapnells) og sprengikúlum. Holskeytin vega 7 kíl. 240 og í þeim eru 300 kúlur, sprengikúlurnar þar á móti vega aðeins 5 kíl. 300 en þær hrökkva í meir en 2000 parta og þekja þannig meir en 40 metra svæði. í bréfum sem dátarnir skrifa heim tala þeir um ‘ »notre 75 með mestu aðdáun, segja írá hvernig þær komi í þeytingskasti, dregnar af tfi sterkum hestum — sumar eru fest- ar á bifreiðar — og á tæpri mín- { útu er stórskotalyftingin tilbúin til að vinna. í frönskum stórskota- lyftingum eru 4 fallbyssur, en í þýskum eru, 6, þessi mismunur bætistuppviðþað, aðfrönskufallbyss- ttrnar eru hægri viðureignar, skotin ríða fljótar af og eru skæðari. »75« er versti óvinur flugvélanna þýsku, (Tauben) því hægt er einnig að skjófa með þeim upp í loftið og draga þær alt að 2000 melra hæð. Til þess að njósnarar — flug- vélar óvinanna sjái ekki stórskota- lyftingar þeirra, hlaða frönsku dát- arnir oft heyi og hálmi ofan á fallbyssurnar. Til að þjóna hverri 75 milli- metra fallbyssu, þarf 7 menn (við »77« mm. fallbyssur Þjóðverja eru 8 menn) og að dómi þeirra er vit hafa á, er það ekki að eins verk- fræðislegu (tekniskir) yfirburðir fall- byssunnar, sem hafa gjört hana svo fræga, hefdur líka framúrskar- andi dugnaður og lipurð stórskota- liðsins frakkneska, sem kann svo vel að beita þeim. Framh. Matvörur. Venjulegast liggja fyrir miklar bi'gðir af þessum vörum og því keypt mest hjá Jóni frá Vaðnesi. T 1 L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 1!. Borgarst.skrifát. í brunastöð opín v. d 11-3 og 5-7 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7v.d. íslandsbanki opinn 10-272 og 5L/a-V K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/2 siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 11 -21/, og ðVj-ö1/,. Banka- stjórn 12-2 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán.1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/j-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1. Samábyrgðin 10-12 og 4-6 Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Agætar útsáðs- og matar- kartöflur (danskar) á kr. 7,50 pr. 50 kgr,, ódýrari í stærri kaupum, fást hjá Petersen frá Viðey Hafnarstræti 22. Rúgmjöl, Maísmjöi, Hveitl, Kartöfiur, Smjörlíki er ódýrara en annarstaðar í stórkaupum hjá *)Da5xvesv. Höfuðsjöl og herðasjöl nýkomin í stóru úrvali. 0 Odýrust. Sturla Jónsson. Tóbak, munntóbak og neftóbak, allir sækjast eftir að fá þessar vörur hjá íóni frá Vaðnesi, því þær koma nýjar með hverri ferð. Det kgL octr Brandassurance Com p, Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur aiskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstf N. B. Nielsen. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.