Vísir - 04.07.1915, Síða 1

Vísir - 04.07.1915, Síða 1
Utgefaadi: hlutafelag. Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400. RSkrifstofa og afgreiðsla í Hótel I s I a n d . SIMI 400. 5. á rg. Sunnudaginn 4. júlí ISIS. 204. tbl. /. S. /. Knattspyrnukappleikur verður háður sunnudaginn 4. júlí kl. ö'\2 sfðd. suður á Iþróttavellinum milli knattspyrnufélaganna V A L U R (k. f. u. m.) og F R A M Þetta verður fjörugur og spennandi kappleikur. | Aðgangur 0,25 og 0.10 (börn). Vinnur Fram enn? Þíngmálafundur fyrir Reykjavíkurkjördæmi verður haldinn í barnaskólagarðinum í dag (sunnud. 4. júlí). Fundurinn hefst kl. 3 síðd. Reykjavík, 2. júlí 1915. Jón Magnússonj Sveinn Björnsson. GAMLA BIO Tveir bræður. (Pathé-Film). Áhrifamikiil sjónl. í 3 þáttum. Snildarlega vel leikinn. Mjög spennandi og efnisríkur. Fjölmennið! því myndin er afbragðs góð. Eldeyjarför Eins og að undanförnu verður reynt að ná súlu unga úr Eld- eyjum í ágúst og september í haust.— Hver ungi er 3—5 kíló og er ágætur matur og verður seldur svo ódýrt sem hægt er. Þeir sem vilja kaupa ungann ættu að panta hann í júlí, helst næstu daga, hjá undirrituðum. TJi. Kiarval. Hótel ísland nr. 28. I verslunina á Frakkastíg V komu með e/s Gullfoss margar góðar tegundir af reyktóbaki og cigarettum. Enn fremur vindlar, rjól og skraa o. fl. o. fl. Alt sérlega gott og ódýrt. — Sími 286. — Fjárl agaf r u m va r pi ð ---- Niðurl. Til samgöngumála ganga 1,383, 810 kr. í stað 1,256,200 kr. síðast. — Póstmálin eru auðvitað léttari á fóðrunum, en síðast, er verið var að reisa nýja pósthúsið hér, en aðrir llöir hækka töluvert. (2. og 3. póst- afgr.m. f Rvík um 200 kr. á ári hvor, ný póstafgr. í Hofsósi 300 kr., bréfhirðingamenn hækka um 400 kr. og póstflutningur um 4000 kr. árl. o. s. frv.). — Vegabótafé er fært úr 352,800 kr. bæði árin nið- ur 1 325,300 kr. Mikið breytt til utn flutningabrautir, eins og vant er‘ Húnvetningabraut er hæst, vegna brúar á Vatnsdalsá (25 þús. og 15 Þús.), þá Grímsnesbraut 15 þús. ] hvort árið, Þjóðvegafé lækkar mik- ið, enda ekki gert ráð fyrir nema einni brú (á Djúpá í Ljósav.sk. fyrir 3000 kr.). Fjallvegafé Iækkað úr 5. þús. kr. í 4 þús. á ári. Búast mætti við því, að þingið vildi eitt- hvað lengja þessa liði. — Útgjöld til samgöngumála á sjó hækka úr 267,800 kr. upp í 314,100 kr. bæði árin. Nú er 40 þús. kr. styrkur til Eimskipafélags ísiands hvort ár- ið, samgöngumálaráðunautúr hverf- ur, en 77,300 kr. áætlaðar til strandferða síðara árið í stað 60,000 áður. Klipnar eru af Faxaflóabát 1.500 kr. hvort árið. — Símarnir eru með 349,760 kr. bæði árin í stað 249,000 kr. áður. Þar af eru 28.500 kr. fyrra árið og 50,000 kr. síðara árið til nýrra símalína. Á fyrst að leggja síma frá Keflavík til Grindavíkur og Keflav.—Hafnir, Kópasker—Raufarhöfn og svo línu til Hvammstanga. Nú á ekki að heimta 30°/0 kostnaðar af héruðum, heldur aðeius 20%, því að þau, sem svo seint fá síma, hafa orðið út undan. Allvíða þarf að bæta við starfsfólki og hækka laun. Vitamál eiga að kosta 127,450 kr. bæði árin, í stað 95,600 kr. síðast. Á að reisa 2 nýja vita (Malarrifs og Bjarnareyjar) fyrra árið, en 3 (Akraness, Straumness og Selvogs) síðara árið. Auk þess leiðarstaura frá Knappavallaós að Hvalsíki fyr- ir 2,500 kr. o. fl. sjómerki. Til kirkju- og kenslumála eru ætlaðar 740,290 kr. (síðast 785,160 \ kr.). — Þar af til andlegu sléttar- j innar 111,950 kr. (bæði árin) í stað i 136,900 kr. áður. Framlag til prest- | launasjóðs fer nú minkandi. — Styrkur til Háskólans liækkar nokk- uð (náms- og húsaleigustyrkur, sakir fjölda stúdenta, fé til bókakaupa og útgáfu kenslubóka o. s. frv. — Um Mentaskólann er lítt breytt, feldar niður 600 kr. til söngkennara. Sama er að segja um Akureyrarskólann. Kennaraskólinn fær 2500 kr. við- gerð. , Þá kemur 15. greinin, sem mörg- um þykir hvað bragðbest, styrkur til vísinda, bókmenta og lísta. í þeirri grein eru áætlaðar 185,880 kr., en í núgildandi fjárl. 187,770 kr. — Landsb.safnið á að fá 1000 kr. meira en áður hv. árið til bóka- kaupa og dálitla viðbót til bókbands og auk þess 1500 kr. síðara árið til þess að gefa út 100 áta minn- ingarrit sitt. — Landsskjalasafnið 500 kr. viðbót hv. árið til afritun- ar á skjölum erlendis. — Þjóð- menjasafnið 200 kr. viðbót hvort árið til gripakaupa, og auk þcss ítrekar stjórnin fyrri tilmæli um að veita 2000 kr. fyrra árið til aðgerð- ar á Þingvöllum. — Um skáld- styrks nýbreytnina hefir áður verið talað hér í blaðinu, þá, að veita 14000 kr. til þeirra allra í einu hv. s NYJA BIO Loksins einsömul Mjög skemtilegur gamanleikur, sem ómögulegt er annað en að hlœgja að. Aðalhlutv. Ieika: Rasmus Christensen og fröken Luzzi Werren. árið og láta stjórnina skamta þeim. — Allmargir styrkir eru niður feld- ir, svo sem ritstarfastyrkir þeirra Bjarna Jónssonar frá Vogi, Boga Th. Melsteds og Sig. Guðm. cand. mag. Enn fremur tvö þúsundin til Stórstúkunnar o. s. frv. Til verklegra fyrirtækja eru áætl- aðar 465,220 kr. í stað 372,920. — Þar í eru 13,000 kr. til Mikla- vatnsáveitunnar og 18 þús. til rann- sóknar á járnbrautarstæðinu. Til Bjargráðasjóðs ganga 20 þús. hv. árið og til hafnargerðar í Vestm.- eyjum 62,500 kr. síðara árið. Ánægju mun það vekja víða, að af fé þvf, er veitt er til eftirlauna og styrktarfjár, er áætlað að veita 400 kr. hv. árið til uppeldis börn- um Þorsteins heitins Erlingssonar. Tekjuhallinn er áætlaður fyrst um sinn kr. 129,641,92, og væri það ekki blöskranlegt, með þeirri áætl un, sem höfð er á tekjunum, ef ekki væri hætt við, aö þingið hækk- aði hann ef til vill eitthvað. — Fá- einum lánum er gert ráð fyrir úr viðlagasj. til nauðsynlegustu fyrir- tækja, en vextir af því fé hækkaðir úr 4 upp í 478%) nema símalánum. Frá Mexikó. í Mexikó er alt í uppnámi, sakir borgarastyrjaldar þeirrar, sem þar geisar. Útlendingar sem þar eiga heima, flýja nú land. Um miðjan fyrra mánuð, komu 500 útlendingar til Vera Cruz, frá höfuðborginni Mexi- kó. Ræöismenn Breta og Banda- ríkjamann fylgdu þeim til strandar. Flóttamennirnir sögðu matvöruskort uppi í landi. í&est aS au^l^sa \ *>D\s\

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.