Vísir - 31.07.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 31.07.1915, Blaðsíða 2
V i S i R | VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel f Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- | um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 5-6. Sími 400.— P. O. Box 367. Frá alþingi. Neðrí deild. í gœr. Frh. 5 . m á 1 á dagskránni var frv. til I. um heimild fyrir landsstjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norður- álfuófriðnum eða Dýrtfðarf rumvarpið. Frams.m., Sv. B., gerði grein fyrir br.tillögum nefndarinnar, en fréttaritara Vísis vantaði þá blý- ant. En hann var sóttur, þegar Sveinn fór að tala um, að meiri hl. nefndarinnar vildi jafnvel láta koma til mála, að takmarka vöruverð hér. Það þótti minni hl. óþarfi. Verk- kaup manna hefði vaxið. — Sveinn var ekki almennilega á því — og svo gætu menn étið fisk. En Sveinn var ekki viss uiu, að hann yrði ó- dýr heldur. Þá skildi og nefndina á um það, hvort menn hefðu vit á að selja ekki hross sér í mein, eða ekki. Yfirleitt vildi meiri hl. gefa stj. heimildarlög, til þess að hún þyrfti ekki að grípa til bráðab.- laga og reyna að tryggja mönnum matbjörg og helst með því veröi, að menn geti notað það, en minni hl. áleit hina ofhrædda, að vilja grípa til þeirra óyndisúrræða, sem að heimila bann á flestum útfl. vör- um. Það megi ekki fyrr en að- flutningar teppist. Og svo sagði Sveinn, að minni hl. hætti til að halda, aö sjóplássunum hætti við að öfunda bændur af háu verði á afurðum þeirra. — Það var glögt af umræðunum, að hér var hags- munum kaupstaða og sveita lent saman í alvöru, ef til vill í fyrsta sinn í verulegri alvöru. Þorl. J. talaði af hálfu minni hl. og kvaðst geta skiliö, að þ.menn Rvíkur létu undan átroðningi blaða og kjósenda, sem vildu fá matínn fyrir lægra verð en byðist erlendis, en þá iiggi nær, að landið rétti þeim á annan veg hjálparhönd, er illa verða úti. Það sé siður, er voða beri að höndum, og sé þó ekki vant að kvarta fyrr en í fulla hnefana, þótt sveitamenn biðu skaða. J. E. tók enn fastar í sama streng, og var nokkuð þungorður til þeirra, sem vildu fara ofan í vasa bænda. — B. J. vildi láta stj. hafa heimild til að banna útfl., en ekki skapa verð á útflutningsvörum. — Sv. B. ‘Cá\^WX\\U^- Samkvæmt samþykt bæjarstjórnar frá 15. júlí þ. á., hækkar verð á öllu gasi frá 1. ágúst næst- komandi, og reiknast gas frá þeim tíma þannig; Gas til Ijósa á 27 aura teningingsmeter hver. Gas til suðu, hitunar og gangvéla á 20 aura tenm. Automat-gas á 25 aura teningsm. Allir þeir gasnotendur, sem hafa Automat, verða að borga mismun þann, sem af hækkuninni leiðir, eftir reikning um leið og gasmælarnir eru tæmdir. 28. júlí 1915. Gasstöð Reykjavíkur. Brjóstsykursverksmiðjan í Stykkishóimi býr til ails konar brjóstsykur úr besta efni. Pantanir afgreiddar um hæl um alt land. Styðjið íslenskan iðnað. Reynið Stykkishólms- sætindin — og þér kaupið aldrei annarsstaðar. Einar Vigfússon. Hittist á Hótel ísland nr. 9, fyrst um sinn. Atvinna, Nokkrir menn geta fengið nú þegar góða atvinnu fram í október. Afarhátt kaup í boði I Semjið sem fyrst við Olaf Gfslason Kárastíg 13. svaraði nú. Kvað alls eigi horfa svo nú, að ekki geti tepst allar skipa- göngur hvenær sem er. (S. S. Já, en þá má banna úlfl.). Já, en til hvers er það, ef þá verður búið að flytja vörurnar út? — Jóh. sagði að þá væri að kaupa þær strax, en þetta varð til þess, að Sveinn fór að minna hann á, hvað Reykjavík væri landinu, og komst ekki að þeirri niðurstöðu, að hún þyrfti að gera sér að góðu, að hlusta á aðr- | ar bygðir Iandsins kalla sig neinn ómaga, og væri ekki ótrúlegt, að sumir sveitamenn, sem enn lifa í þeirri trú, að Rvík sé það, sem hún var fyrir 20 árum, kynnu að hafa setf upp nokkuð stór augu, ef þeir hefðu heyrt til Sveins. — E. P. tal- aði hóflega máli minni hl., kvaðst vilja sýna alla hugsanlega forsjálni. — Það hefði m. a. veriö stungið upp á því, að bærinn gerði út botnvörpuskip o. fl. o. fl. — Tók að Iokum aftur br.till., sem hann og P. J. höfðu komið fram með. — Þá tók ráðh. til máls. Hann »krítiseraði« fyrst all-harðsnúið br.- tillögur minni hl. og bar saman við ráðstafanir annara þjóða, Var auðheyrt, að hann vildi hafa heim- ildirnar stj. til handa sem víðtæk- astar og láta treysta henni og vel- ferðarn. til þess, að grípa ekki til þvingunarráðstafana nema nauðsyn bæri til. Síst af öllu skildi hann það, að bændum mætti ekki standa á sama, þótt landar þeirra éti mat- itin þeirra, e f þeir eigi þó að fá jafnt fyrir. Ekki sé gagn að hall- ærislánum, ef maturinn sé ekki til. Lögin séu ekki fremur fyrir Reykja- vík, en aðra kaupstaði og sjóþorp. — Kl. 3 var fundi frestað til kl. 5., en kl. 5 var máliö tékið út af dagskrá. Gassuðuvélar fást hjá Jónasi Gu ð m undssyn i, Laugaveg 33. Sími 342. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. lil 11 Borgarst.skrifst. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 úUöYvdum. Forn mannvirki til sölu. Á slétíunum fyrir norðan borg- ina Salisbury á Englandi eru forn I mannvirki, sem menn vita eiginlega engin deili á. Halda sumir vísinda- menn að þar hafi verið kastali áð- ur en sögur hófust, en aðrir aö þar hafi verið hof. Er sú skýring talin réttust. Þarna á sléftunum hafa verið reistir geysistórir steindrangar í hring, en í miðjunni er hið svo- kallaða altari og er úr bláum mar- mara. Steindrangarnir eru ýmist úr sandsteini eöa granít. Rústir þessar þykja álíka merkilegar fyrir England eins og pýramídarnir fyrir Egyptaland, enda fá menn ekki skil- ið hvernig menn svo snemma á öld- um hafa getað flutt og reist slík heljarbjörg, sem notuð hafa verið í steindrangana. Eru sumir steinarn- ir 200 smál. eða meir. Nú hefir eigandi eignarinnar, sem mannvirki þetta stendur á, boðið hana til kaups. Vill hann selja hana a 2 milj. og 400 þús. kr., og eru ensk blöð sammála um að stjórnin eigi að kaupa hana og gera að þjóðareign, en óvíst er talið hvort hún vill verja til þess svo miklu fé, þar sem í svo mörg horn er að líta meðan ófriðurinn stendur yfir. Síbería. Dr. Friöþjófur Nansen getur þess í bók, sem hann hefir nýlegaskrif- aö um rannsóknarferð þá, sem hann fór til bíberíu síðastl. ár, að fyrstu 3 aldirnar eftir að Rússar slógu eign sinni á landið, hafi ekki flust þangað nema um 3 milj. manna. Nú á síðari árum eru Rússar farn- ir að gefa landinu meiri gaum, svo að á árunum 1905—1914 fluttust þangað jafnmargir menn og á síö- astliðnum 3 öldum þar áður, enda er landið ákaflega frjótt og málm- auðugt. í ár eru Rússar að leggja tvö- föld járnbrautarspor á Síberíubraut- ina, og fá efni til þess mestmegnis frá Kanada.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.