Vísir - 31.07.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 31.07.1915, Blaðsíða 4
V 1 S I H Bæjarfréttir. Frh. frá 1. síðu. Knattspyrnan. Knattspyrnumótinu er nú lokið. Úrslitaglíman milli Fram og Reykja- víkur fór fram í gær, og Iauk lienni svo að Fram vann 2:1. — Kapp- leikurinn fór mjög vel frarn, og var yfirleitt unun að horfa á hann. Samleikur mjög góður hjá báðum flokkum og kapp hæfilegt. — Geta má þess, að markmenn beggja stóðu ágætlega í stöðu sinni. Frá Vestm.eyjum komu þeir í gærkveldi, Gísli Johnson ræðismaður og Sörensen bakari. Fföfðu þeir farið á bifbáti úr Eyjum upp í Landeyjar, og þaö- an ríðandi og í bifreið. Síðustu 20 rastirnar fyrir innan Elliðaárnar fóru þeir á 27 mínútum og «fluttu kell- mgar» eftir veginum. Islensku kolin voru reynd í eldavél í eldhúsinu í alþingishúsinu í gær, og er Vísi það mikil ánægja, að geta fært les- endum sínum þær fréttir, að þau reyndust ágætlega. — Fra því kl. 6 var engu bætt í vélina og kl. 9 var mikill eldur í henni; hafði þó ekki verið lagt meira í en vanalega af útlenduin kolum. Kolin brenna alveg að ösku, en askan er allmikil Reynslan er því sú, að kolin eru eins hitamikil og eins drjúg og kol þau, sem hér hafa verið notuð. Eins og sést í Vísisglugga, hefir Guðmundur aðgreint kolin í nr. 1. 2 og 3. Við þessa tilraun í al- þingishúsinu var öllum tegundum brent í einu, og brann alt — upp til ösku. Undarlegur staur. Á horninu milli Túngötu og Suð- urgötu stendur undarlegur staur. — Það er símastaur, sem stendur beint upp í loftið — en það er ekkert undarlegt, það gera flestir símastaurar, sem gera skyldu sína. En þessi staur hagar sér alt öðru vísi en aðrir símastaurar. Staurarn- ir í Suðurgötu hafa allir flutt sig upp að grindum þeim, sem gang- stéttin fyrirhugaða á að liggja fram með — nema þessi staur. Hann virðist hafa »neilað vendingu«, og hefir bæjarstjórnin sýnilega orðið að »Iáta í minni pokan« fyrir hon- um — því þetta er erkistaur, og stendur beint upp úr gangstéltar- brúninni. »Hingað og ekki Iengra* segir hann við stéttarsteinana að | norðan og »hingað og ekki lengra«, við stéttarsteinana að sunnan. Og bæjarstjórnin dúðar hann í cementi á aila vegu, til þess að stéttarstein- arnir meiði hann ekki. En staur- inn virðir að véttugi þessa hugul- semi og hlakkar yfir því, hve marg- ir bæjarmenn, fullir og ófullir, í björtu og dimmu muni enda líf sitt við fætur hans. Og cg gruna hann um að hugsa bæjarstjórninni þegjandi þörfina, ef hún skyldi einhvern tíma hætta sér fram hjá honum, þegar búið er að slökkva götuljósin í vetur eða tunglið gerir ekki skyldu sína. E.s, «St. Helens« á að fara héðan í dag, áleiðis til Skotlands. Á mánudagitin 2. ágúst verða bankarnir lokaðir allan daginn og pósthúsið eftir kl. 1. Listir utan við ,pólitík*. Fyrir nokkru skrifaði eg grein í »Vísi«, þar sem eg benti á hversu óholt og óviðeigandi það væri að blanda pólitík inn í dóma um lista- menn og þeirra verk, eins og ó- neitanlega hefir átt sér sfað undan- farið, þar sem alþingi sjálft hefir skamtað hverjum listamanni náðar- brauðið, sem að einhverju leyti hefir, verið styrkur af almannafé. Undir atkvæði manna, sem engin skilyrði hafa til þess að dæma um listir, hefir það oft verið komiö, hvort hann fengi einu hundraðinu meira eða rninna. Um það munu flestir vera sam- mála í hjarta sínu, að slíkt er ekki holt listavísi vorum, Stjórnin hefir nú síungið upp á því, eins og minst hefir verið á hér í blaðinu áður, að þingið veiti ákveðna upphæð á fjárhagstímabil- inu og væri vel farið ef það næði fram að ganga. Það er heppilegt, það er eðlilegt og rétt að þingið ákveði einhverja fúlgu, sem verja skuli til listamanna. Þá kröfu er hægt að gera til þingmanna allra, að þeir geti skorið úr því með at- sínu, hversu landið megi verja stórri upphæð á ári í þessu augnamiði. Þingmennirnir vita allir hvernig hagur Iandsjóðs er og hversu stórar byrðar megi binda honum og það verður að heimta það af hverjum einum þjóðfulltrúa, að hann beri skyn á það hvers virði það er fyrir þjóðina að eiga sanna listamenn og láta þá ekki veslast upp af hungri. Stjórnin hefir ennfremur lagt tilj að henni yrði trúað fyrir að úthluta þessu fé meðal hinna verðugu. Þaö er fráleiít. Vonandi glæpist þingið ekki á slíku. Landsstjórnin er pólitísk, hætt við að hún verði einhliða og þar að auki vofir sú hætta yfir að dýrk- endur listanna verði háðir stjórn- inni bæði í hugsunum og verki. Það hefir verið stungið upp á því hér í blaðinu af einhverjum, að setja listamenn á föst laun, að gera þá að embættismönnum? Ekki held eg, að það sé rétta leiðin. Eftir hverju ætti að fara ? Hver ætti að veita og hvaða kröfur ætti að gera til þeirra, sem væru verðugir launanna ? Ætli slík Iauna- veiting kæmi ekki stundum of seiut að gagni. í fyrri grein minni um þessi efni stakk eg upp á því, að sérstakri nefnd væri falið að úthluta heiðurs- laununum til listamannanna. Gat eg þess, úr hvaða flokki manna þeir ættu að vera, sem nefndinaskipuðu. Þessari nefndarhugmynd minni fann einhver það til foráttu, sem skrifuðu á móti grein minni í Vísi, að henni mundi svipa mjög til Veiðileyfi. 1 Elliðaánnm. Af sérstökum ástæðum er veiðiréttur fyrir eina stöng til sölu á morgun, sunnudaginn 1. ágúst. Menn snúi sér til Péturs Ingimundssonar, Miðstræti 5, fyrir kl. 10 í kveld. »Akademianna« erlendu, en það held eg að sé óþarfa hræðsla. Nefndina hugsaði eg mér skipaða mönnum úr ýmsum stéttum, með mismun- andi smekk og ólíkar skoðanir og á ýmsu reki. í »Akademiunum« sitja, að því er eg hygg, vanalega gamlir menn, og fá þau víst víðast orð fyrir það að vera einhliða — hættir til að fylgja einhverri sér- stakri Iistastefnu. Þessi andmælandi minn fann það líka að nefndarhugmynd minni, að eg hefði sneitt hjá þinginu, er eg mintist á hverjir ættu að skipa menn í hana. Eg ætlaðist nú reyndar til, að stjórnarráðið færi með umboð þings- ins og kysi einn mann, en annars finst mér ekkert mæla á móti því, að þingið sjálft velji einn manninn í nefndina. Fyrir mínum sjónum er það að- alatriðið, að úthlutun á listamanna- styrkjum verði algerlega haldið ut- an við flokkadeilur og flokkadrátt, og verðlaunin séu veitt vegna list- arinnar og einskis annars; þess vegna er það tíka nauðsynlegt, að þeim einum sé trúað fyrir að verð- leggja afreksverk listamanna, sem hafa skilyrði til þess að skilja þau, meta þau og mæla eftir réttum mælikvarða. Vonandi sigrar nefndarhugmynd- in á þinginu í sumar. Civis. Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 5—6l/2 e. m. Talsfml 2501 Vátryggingar. KAUPSKAPUR Vatnsheldu ferðafötin — góðu — eru nýkomin á Laugaveg 1. JÓN HALLGRÍMSSON. H æ s t verð á ull og prjónatusk- um er í »HIíf«. Hringiö upp síma 503. Bókabúðin á Laugavegi 22 verslar með brúkaðar bækur inn- lendar og útlendar. Á b u r ð kaupir Laugarnesspítali. Barnavagn óskast Afgr. v. á. T i 1 sölu nú þegar tvíhólfuð gaseldavél, sömuleiðis góð undir- sæng. Ingólfsstræti 4 (niðri). Ý m s i r brúkaðir húsmunir í góðu standi, til sölu með tækifæris- verði á Laugaveg 22 (steinh.) Grammafón óskast. Af- greiðslan vísar á. G o 11 píanó fœst til kaups. Afgr. v. á. Isl. fáni, sama stærð og er á Alþingishúsinu, nærri nýr, rétt gerö, til sölu með afslætti. A. v. á. H USNÆÐI Gott húspláss,3 herbergi og eldhús, óskast frá 1. okt., helst í Austurbænum. Uppl. gefur Carl Ólafsson Ijósmyndari. 2 herbergi til leigu 1. ágúst í Þingholtsstræti 21. B a r n I a u s hjón óska eftir 2 eða 3 herbergja íbóð með eldhúsi ná- Iægt miðbænum frá 1. okt. Tilboð merkt »íbúð« sendist á afgr. Vísis. Vátryggið tafalaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Britx hish Dominion General Insur- ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason. TAPAÐ — FUNDIÐ 2 R a u ð u r foli þriggja vetra mark biti fr. vinstra, er í óskilum í Lamb- haga í Mosfellssveit. Verður seldur eftir 7 daga ef eigandi gefur sig ekki fram, og borgar áfallin kosnað. Kaupakona óskast. Uppl. á Laugav. 27 B, uppi. F y r i r einhleypa karlmenn eru herbergi til leigu 1. okt. Vonar- stræti 2. 2 herbergi til leigu nú þegar, til 1. okt. Afgr. v. á. 2 herbergi með aðgang að eldhúsi til leigu á sólríkum stað, fyrir áreiðanlega fámennna og hrein- lega fjölskyldu. Uppl. á Bergstaða- stíg 33. F æ ð i fæst í miðbænum. Afgr.v.á. J&est aS \ ‘'Otsv. Prentsm. Gunnars Sigurðssonar. ±

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.