Vísir - 01.08.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 01.08.1915, Blaðsíða 2
V 1 S I R VISIR I Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 5-6. Sími 400.— P. O. Box 367. Seínlátt réttarfar. Sumarið 1912 var myrtur mað- ur í New York, Rosenthal að nafni, og var einn af yfirmönnum lögregl- unnar sakaður um morðið. Hafði Rosenthal þessi haldið spilahús í borginni og mútað lögreglunni til þess að hylma yfir með sér, en ein- hverra hluta vegna urðu lögreglu- mennirnir hræddir um, að Rosent- j hal mundi kæra þá, og tóku þeir það ráð, að stytta honum aldur. Oekst einn af yfirmönnunum fyrir því, Becker að nafni, og fékk menn til þess að skjóta hann úti á götu. Mál var höfðað gegn Becker þá um haustið og hann dæmdur af lífi eftir mikið þjark. Becker skaut máli sínu til æðra dóms. Var málinu þar vísað heim til nýrra rannsókna og dómsálagningar. Var þá komið fram í febrúarmánuð 1914. Enn var dómur upp kveðinn í þessu máli í ; maímánuði 1914, og fór hann á | sömu leið, að Becker var dæmdur til dauða. Hann skaut enn málinu j til ^öra dóms og krafðist nýrra | rannsókna, og stóð í stappi um það ' þangað til í maímánuði í vor, að yfirrétturinn neitaði um nýja rann- sókn í málinu. Er því talið víst, að Becker muni nú tekinn af líf, i en Bandaríkjablöðunum þykir það ærið seinlátt réttarfar, að ekki skuli koma fullnaðardómur í morðmáli ! fyr en 3 árum eftir að það er höfðað. Washburn, Crosby & Co.? Minneapolis Pillsbury Flour Milis Company, Minneapolis United Flour Mills Company, New York ásamt enn þá ýmsum stærri amerískum millum, hefir A. Obenhaupt, Rvlk, --- umboðssölu fyrir. : ------------ EN GIN N kaupmaður eða kaupfélög ættu að ákveða sig með haust-innkaup sín á ameríkönskum mélvörum án þess að hafa spurst fyrir hjá mér um verð og gœði. — Verðið er hrein nettó + fragt og vátryggingu; annar kostnaður svo sem bankakostnaður eða ómakslaun er {tefcf ekki reiknaður. ----------- Tilboð til afgreiðsiu með Goðafossi um miðjan október í New York kem- ur eftir nokkra daga. O F N A Og ELDAVÉLAR "■ alls konar, —— frá hinni alþektu verksmiðju »De forenede Jernstöberier Svendborg*. Miklar byrgðir fyrirliggjandi Útvega ofna af öllum gerðum og eins 0 miðstöðvar-hitavélar. 5^aAáw atmenn\ng$ » Ofriðarskattur. Laura Melsen. (Joh. Hansens Enke) Austurstræti 1. Grein Jóns Ásbjarnarsonar yfir- dómslögmanns í ísafold 21. þ. m um stríðsskattinn, á mikla athygli skylda, og þing það er nú situr má ekki ganga svo frá störfum sín- um í sumar, að það taki ekki till. hans til greina í flestum eða öllum atriðum. Mun verða vandfundin föst rök móti þeim. Er svo vel og ítarlega fyrir þeim mælt, sem unt er í stuttri blaðagrein, þó margt fieira mætti færa til, einkanlega um það, hve tollar þeir, sem nú eru á öllum lifsnauðsynjum koma hrapa- lega rangt niður, og hart á kaup- staðalýð þann, sem lifir á vinnu sinni einni, eða launamenn. En ekki ætla eg við að auka, enda er þetta mál svo skýrt. að öllum má liggja í augum uppi, og ekki get eg ætlað bændur eða aðra fram- leiðendur í þessu landi svo lítil- siglda að hugsunarhætti, né svo ó- hygna og óframsýna, að þeir vilji skorast undan svoafar sanngjörnurn álögum, sem þeim, er höf leggur til að verði gerðar á svo gífurleg- an og óvæntan tekjuauka, er engan þeirra hefði getað dreymt um fyrir 10—14mánuðum og jafnvel skemmri tíma. (X það hygg eg, að ef ein- hver hefði í fyrra sumar boðið bændum að koma ullarverðinu upp í í 4 kr. kg., gegn því, að sá ætti það sem hann gæti komið því fram yfir þá upphæð, þá mundu bænd- ur hafa tekið því boði allfúslega, og mundi sama mega færa til dæm- is um aðra framleiðendur, og verð- hækkun á öðrum vö um. Þessa gífurlegu verðhækkun má með full um rétti líta á sem hvalreka á fjöru hvers einasta framleiðanda í land- inu, og væri því afar ranglátt að sleppa svo feikilegum gjaldstofni frá því að leggja á hann skatt til landssjóðs. Virðasl mér tillögur Jóns Ásbjörnsson mjög stilt í hóf um upphæð þessara gjalda, o6 að T I L MINNIS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifst. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8‘/2 siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið l‘/2-2‘/2 siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart>mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 þau mælti síst Iægri vera, en öllu fremur hæiri á sumum hlutum, svo sem hrossum og ull. Um það fer eg ekki fleirum orð- um, en ætla mér að víkja að einu alriði í þessu máli, sem hér ætti úr að skera, ef mönnum þætti á tvennu leika um þetta. Það atriði er, að enginn veit hve lengi þetta stendur, og auk þess getur vel dunið yfir óáran hér í landi hve- nær sem er. Bæri nú svo til, að saman færi snögt verðfall á inn- lendum varningi, verðhækkun enn frekari en orðin er á útlendum vör- um, og misæri í landi, þá tel eg víst, að engir mundu harma, þó hinn mikli verðauki á innlendum vörum hefði verið notaður í ítrasta lagi, til þess að auka tekjur lands- sjóðs meðan hann stóð, jafnvel svo mjög, að eitthvað talsvert yrði fram- yfir útgjaldaþarfir á næsta fjárhags- fímabili. Mætti þá létta gjöldum af þjóðinni, ef út af bæri um góð- æri og hátt verð á innlendum varn- ingi. Enginn veit hvenær styrjöldinni léttir, og þó framleiðsluöfl þjóða þeirra, er við hafa átst, verði æöi lömuð eftir, og þarfir þeirra miklar, þá er hætt við að kaupmögn þeirra verði ekki síður lömuð. Má fylli- lega búast við sem flestu illu að ófriðnum loknum, og hnignun á viðskiftalífi, aö minsta kosti um sinn, og væri þá gott að geta minst þess, að hafa »gripið gæsina þegar hún gafst«. Þetta ættu löggjafarnir að athuga. Reykjavík 22. júlí 1915. Árni Árnason. Kaupið Verden og Vi. Besta vikublað á danska tungu. Kostar 3 kr. um ársfjórð- unginn. 40 blaðsíður með mðrg- um myndum. Má panfa hjá böksöium. "V»\ \s\. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.