Vísir - 01.08.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 01.08.1915, Blaðsíða 3
V i S 1 K SawUas s\tvot\ o$ fe&mpavta. Svm\ \9ö. Tíl Ferðalaga! Stormföt, miklu úr að velja. Olíuföt, margar tegundir og hentug fyrir ríðandi, gangandi og hjólandi, fyrir veiðimenn og ,sport’-fiskimenn. Sportföt — Sportbuxur — Sportsokkar — Sporthúfur Sportpeysur — Sportskyrtur. Bókatöskur — Burðarbretti (bogmeis), ómissandi fyrir þá, sem bera þungar baktöskur. I Attavitar* ómissandi á ferðalögum, bæði sumar og vetur. Tjöld (4 manna) áreiðanlega vatnsheld. Vega að eins 4V2 kgr. með öllu tilheyrandi og kosta kr.: 30,oo. Mýslör, frá 0,50 hvert. Brauns Verslun, Reykjavík. Aðalstræíi 9. Atvinna. Nokkrir menn geta fengið nú þegar góða atvinnu fram í október. Afarhátt kaup í boði I Semjið sem fyrst við Olaf Gfslason Kárastfg 13. Reykið A 11 Right fæst að eins í Landsstjörnunni. 'i Reykið að eins Chariman og Vice-Chair Cigarettur. Kandis- sykur fæst hjá Jes Zimsen. Brjóstsykursverksmiðjan í Stykkishólmi býr til alls konar brjóstsykur úr besta efni. Pantanir afgreiddar um hæl um alt land. Styðjið íslenskan iðnað. Reynið Stykkishólms- sætindin — og þér kaupið aldrei annarsstaðar. Einar Vigfússon. Hittist á Hótel ísland nr. 9, fyrst um sinn. Fást hjá öllum betri verslunum. Tóma poka | undan rúgi og hrísgrjónum (200 pd.), kaupir Versl. „Hlíf“ Grettisg. 26 háu verði. Hringið 503. j Det kgL octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr. N. B. Nielsen. Sewdvl &uc^s\tigM ttmat\le$&. 'ól \xí Qt$etl\t\ti\ Súkú VJrskurður hjartans Eftir Charles Garvice. Frh. »Alveg rétt, öldungis rétt«, sagði jarlinn. Hann þagnaði eitt augna- blik, skygði hönd fyrir augu og horfði fast á unga manninn. Talbot heyrði hann ekki segja neitt, en var- ir hans bærðust þó og hann var að tala við sjálfan sig: »Hvers vegna ekki? Hann er, hygg eg, ekki verri en fólk er flest. Hún sómdi sér vel sem greifafrú af Lynborough. Mér geðjast ekki að honum, hann er hennar ekki verður. En hvaða maður er verður nokk- urrar konu? Á eg að stinga upp á því? Varla nauðsynlegt. Honum deúur það sjálfum nógu fljótt í hug, grunar mig.« Hann glotti og bætti við upphátt: »Veronika er orð- in fögur stúlka, eða finst þér það ekki, Talbot?« Talbot gaut augunum til hvíta andhtsins, sem var svo líkt sfinx- uiium í Egyptalandi. Þvínæstsagði hann festulega og innilega: »Hún er indæl stúlka. Eg varð alveg hissa, þegar hún kom inn í stofuna í gær- kvöld, það var nrðið svo langt síð- an eg hafði séð hana.« »Hún verður góður kvenkostur«, sagði jariinn gletnislega. »Það er ekki of mikið sagt, að hún sé að- dáunarverð. Þótt hún hefði ekki fengið þessar eignir, heföi hún sjálf- sagt fengið góða giftingu.« »Alveg áreiðanlega«, sagði Talbot og stóð á fætur. »Á eg ekki að leiða yður inn í dagstofuná, Sir?« »Þökk, nei. Ef þú vilt gera svo vel að hringja á þjóninn niinn, ætla eg að fara að hátta. Eg vil ekki ónáða ykkur Veroniku.* Útidyrnar voru opnar og Talbot fór út og gekk þar um gólf nokkra hríð, áður en hann fór inn í dag- stofuna. Hann hafði ekki náð sér eftir fregnina, sem hann hafði feng- ið. Hann og enginn annar vissi, hve mjög hann þurfti á peningum að halda. Það var beinlínis ómöguiegt fyrir hann að vera án þeirra. Lof- ræða jarisins um Veroniku hafði heldur ekki verið þýðingarlaus. Já, hún var yndisleg kona. Hann hat- aði það að; kvænast, vildi draga það í lengstu lög, en — Hann leit inn í gegnum glugg- ann á dagstofunni. Veronika sat þar við píanóið, og studdi annari hendinni féttilega á nóturnar, en lék þó ekki. Hinni hendinni sfuddi hún undir kinn. Hún horfði beint fram undan sér og var auðsjáanlega hugsi. Hún var hrífandi fögur, en Talbot, frænda hennar hitnaði þó ekki um hjartaræturnar. Hann bar hvorki aðdáun né ást í brjósti. Hann sá einungis stúlkuna, tökubarnið, sem hafði rænt hann fé frænda4ians. Hann varpaði ólundarsvipnum, og gekk síðan brosandi inn í dagstof- una. »Viljið þér gera svo vel að syngja fyrir mig, Veronika?« spurði hann. Veronika varö dálítið hissa á því, hve rómurinn var hlýr og vin- gjarniegur. Henni datt ekki í hug, að jarlinn hefði sagt honum, að hún væri orðin erfingi jarlsins. Þótt henni hefði dottið það í hug, heföi hún þó aldrei getað grunað neinn mann í Talbots stöðu um, að hann léti slíkt hafa áhrif á sig. Hann stóð upp við píanóið, á meðan hún söng fyrir hann og vottaði henni þakklæti sitt í sama hlýja og vingjarnlega rómnum. »Söngrödd yðar hefir tekið mikl- um framförum«, sagði hann. »Hún var ávalt fögur og skær, en nú syngið þér eins og listamaður.* »Eg hefi notið yðar kenslu«, sagði Veronika, sem var glöð yfir lofi hans, enda þótt henni geðjað- ist ekki að honum. »Lynborough lávarður hefir verið mér svo góður.« »Það er ekki undarlegt«, svaraði hann. »Hvernig gæti hann — hvern- ig gæti nokkur verið öðruvísi við yður?« Hann hallaði sér áfram og horfði í augu hennar með auð- sýnilegri aðdáun. Hann sá það á undrunarsvipn- uin, sem korn á andlit hennar, að hann fór of geyst af stað, og byrj- aði því að tala um heilsu jarisins og fólkið á heimilinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.