Vísir - 01.08.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 01.08.1915, Blaðsíða 4
v l S I K Húsnæði vantar prentsmiðju Gunnars Sigurðssonar, frá 1. okt. eða 1. nóvbr. þ. á. Semjið við Gunnar Sigursson (frá Selalæk). Tvö frumvörp. Björn Þorláksson fiytur þessi tvö bann-frumvörp á þingi: 1. Frumvarp til laga um viðauka og breyting á lögum nr. 44, 30. júl, 1909 um aðílutningsbann á áfengi, 1. gr. Skylt er hverjum skipstj. er frá útlöndum kemur, að tilkynna lögreglustjóra, um leið og hann sýnir skipsskjölin, hvort nokkuð á- fengi sé í skipinu, og þá hve mikið. Nú hefir skipið áfengi frá útlönd- um, er ekki á að fara til umsjónar- manns áfengiskaupa, og skal lög- reglustjóri þá á hinni fyrstu höfn, er skipið kemur til, setja embættis- innsigli sitt fyrir hið aðflutta áfengi, og ábyrgist skipstjóri, að innsigli séu ekki brotin, eða af áfenginu tekið fyr en skipið er alfarið frá latidinu, enda gangi lögreglustjóri úr skugga um það, áður en skipið Iætur úr síðustu höfn, að insiglin séu heil og ekkert hafi venð tekið af áfenginu. Rarinsaka skal lögreglustjóri jafn- an á fyrsí höfn, hvort áfengi er í skipinu. Ef áfengi hefir verið skotið und- an innsiglan, varðar sem innsiglisrof, Ekkert íslenskt fiskiskip má flytja nokkurt áfengi til landsins. Skipsfjóri ber ábyrgð á brotum öllum gegu þessari grein. Fyrirmæli þessarar greinar ná ekki til herskipa. Sleppa má rannsókn og innsigl- an í erlendum fiskiskipum, sem koma hingað í höfn eða að landi snöggvast, ef lögreglustjóri telur það hættulaust. 2. gr. Nú er maður ölvaður á almannafæri, og má þá láta hann sæta seklum frá 10 til 100 króna. Þá skal hann og gera grein fyrir því, hvernig hann hefir fengið á- fengi það, er hann hefir ölvaður af orðið. Geti hann ekki fært sönn- ur á, að hann hafi fengið það, án þess brotin væri lögin um aðflutn- ingsbann á áfengi, skal hann talinn brotlegur gegn 1. gr. Iaga nr. 44, 30. júlf 1909. Taka má fasfan hvern þann mann, er ölvaður er á almannafæri, en ekki má hafa hann í gæsluvarðhaldi lengur en 24 klukkustundir. 3. gr. Nú verður það uppvíst, að einstakir menn hafa áfengi í vörslum sínutn, sem ekki hefir verið sagt tilfsamkvæmt því, sem ráð erfyrir gert í 11. gr. nefndra laga, innan 4 vikna eftir að lög þessi öölast gildi, og skal þá líta svo á, að þeir hafi gerst brotlegir gegn 1. gr, oít greindra laga frá 1909. Lögreglustjóri skal, hver í sínu umdæmi, auglýsa ákvæði þessarar greinar, á þann hátt, sem gerist um opinberar auglýsingar, í síðasta lagi 14 dögum áður en umgetinn frest- ur er liðinn. 4. gr. 8. gr. oftnefndra aðflutn- ingsbannslaga orðist svo: Öllum, sem samkvæmt lögum þessum hafa heimild til innflutnings á áfengi, er óheimilt að veita það, gefa, selja eða Iáta af hendi til ann- ars manns, nema það sé áður gert óhæft til drykkjar. Þó mega lyfsalar og héraðslækn- ar selja mönnum eftir lyfseðli Iög- gilts læknis það áíengi, sem lög- gilt er til lækninga. Bannað er að löggilda til lækn- inga í iyfjaskrá landlæknis þá á- fengisvökva, sem ætlaðir eru tíl neyslu, Um sölu Iyfja þeirra, sem áfengi er í, setur landlæknir reglur því til tryggingar, að áfeng lyf verði ekki höfð til neyslu, heldur eingöngu til lækninga. Um sölu áfengis, sem gert hefir verið óhæft til drykkjar, selur Stjórn- arráðið reglur því til tryggingar, að það verði ekki haft til þess að brugga úr því áfenga drykki. 5. gr. Brot gegn 1. gr. laga þessaia varða 200 fil 2000 króna sektum, er renna í landssjóð. Áfengi, er íslensk fiskiskip flytja til Iands- ins, skal uppfækt og er það eign landssjóðs. 6. gr. 5., 8. og 13. gr. laga nr. 44, 30. júlí 1909 eru úr gildi feld- ar. 7. gr. Lög þessi öðlast gildi þeðar í stað. og annast stjórnarráð- ið um, að þau séu kunnger öllum lögreglustjórum landsins jafnskjótt. Frumvarp til laga um bann gegn tilbúningi áfengra drykkja o. fl. 1. gr. Á íslandi er bannað að brugga eða búa til áfenga drykki- En það er áfengur drykkur eftir lögum þessum, sem í er meira en 274% af vínanda eða alkohóli að rúmmáli. 2. gr. Það er og bannað að gera áíengi, sem er eða gert hefir verið óhæt't til drykkjar, aftur drekk- andi. 3. gr. Brot gegn 1. gr., varðar 200—2000 króna sektum. 4. gr. Brot gegn 2. gr., varðar 50—500 króna sektum. Tilraunir varða sömu sektum. 5. gr. Allar sektir renna í lands- sjóð, 6. gr. Öll áhöld, er notuð hafa verið við bruggun eða tilbúning áfengra drykkja eða við tilraun til þess að gera áfengi, sem er óhæft til drykkjar, aftur. drekkandi, svo og áfengið, sem búið hefir verið til eða reynt hefir verið að gera aftur drekkandi, ásamt ílátum, skal vei'a upptæk og andvirðið renna í lands- sjóðs. 7. gr. Með brot gegn lögum þessum, skal fara sem með almenn lögreglumál. 8. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað og falla um leið úr gildi lög um bann gegn tilbúningi áfengra drykkja frá 12. janúar 1900. Prentsm. Gunnars Sigurðssonar. Afmæli á morgun. Guðm. Jónsson, trésm. Pálmi Pálmason verkam. Guðm. Þorsteinsson prentari Marta Pétursdóttir húsfrú Hans Hoffmann verslm. Filippus Ámundason verslm. Guðjón Jónsson dyravörður. Þorsteinn Benediktsson prestur. Guðm. Kamban las upp sögur og kvæði á Víf- ilsstöðum í gær. — Þar var al- mennur frídagur sjúklinganna, og var það fallega gert af Kamban, að hjálpa til þess, að gera daginn skemtilegari. — Hinn besti rómur var gerður að upplestrinum, sem vænta mátti. Vit og strii Fyrir þingið hefir verið lagt frv, til laga um stofnun kennaraembætt- is í hagnýtri sálarfræði við Háskóla íslands. Embættið mun vera ætlað Guðm. Finnbogas. og er honum ætlað að kenna sjómönnum að róa vísindalega, og bændum að slá. — Það þarf víst mikið strit til þess að finna vit í þessu. Ceres fór héðan í gær áleiðis til útl. Til Vestm. eyja fóru: Halldór Gunn- laugsson læknir og kona hans, Gísli Johnsen, Sörensen bakari, Arinbj. Arinbjarnarson verkfr., öll úr Eyj- um> Siggeir Torfason kaupm. og kona hans, frú Stefanía Guðmunds- dóttir með 3 börn sin. Til Khafnar fór C. Bech verkfr., umsjónarm. hafnargerðarinnar ? Vestm. eyjum. Afli er hér ágætur á opna báta, 15—25 kr. hlutur á dag. Nýjar kartöflur, íslenskar, voru seldar hér í bæn- j um í gær á 20 aura pundið. !“ I Trúlofun sína opinberuðu á Akureyri í gærkvöld, ungfrú Svanlaug Árna- son stud. art. í Rvík og Hinrik Thorarensen stud. med. á Akureyri. Samsæti hjá O. C. Thorarensen lyf- sala í kvöld. Séra Jóh„ Þorkeísson, dómkirkjupr. kom heim í gær úr skemtiferð um Árnessýslu. Nýjar ísl, kartöflur fást á Klapparstíg 1 B, Sími 422. Kaupakona óskast. Uppl, á | Laugav. 27 B, uppi. KAUPSKAPUR Vatnsheldu ferðafötin — góðu — eru nýkomin á Uaugaveg 1. JÓN HALLGRÍMSSON. H æ s t verð á ull og prjónatusk- um er í »Hlíf«. Hringið upp sím i 503. Bókabúðin á Laugavegi 22 verslar með brúkaðar bækur inn lendar og útlendar. Á b u r ð kaupir Laugarnesspítali. Barnavagn óskast Afgr. v. á. Grammafón óskast. Af- greiðslan vísar á. G o 11 píanó fœst til kaups. Afgr. v. á. Isl. fáni, sama stærð og er á Alþingishúsinu, nærri nýr, rétt ge>ö, til sölu með afslætti. Á afgr. HUSNÆÐI j|| Gott húspláss,3 herbergi og eldhús, óskast frá 1. okt., helst í Austurbænum. Uppl. gefur Carl Ólafsson ljósmyndari. 2 herbergi lil leigu 1. ágúst í Þingholtsstræti 21. B a r n 1 a u s hjón óska eftir 2 eða 3 herbergja íbóð með eldhúsi ná- Iægt miðbænum frá 1. okt. Tilboð merkt »íbúð« sendist á afgr. Vísis. F y r i r einhleypa karlmenn eru herbergi til ieigu 1. okt. Vonar- stræti 2. 2 herbergi til Ieigu nú þegar, til 1. okt. Afgr. v. á. G o 11 herberg imeð sérinngangi, (eða tvö lítil) óskast 1. okt. n. k. handa einhleypum. Lokuð tilboð merkt »500« sendist afgr. Vísis fyrir 7. þ. m. L E I G A F j ö g r a manna tjald óskast leigt í nokkra daga. Afgr. v. á. I TAPAÐ — FUNDIÐ j Peningabudda, með dálitlu af peningu, 2 silfurmillum og reikn- ingum, tapaðist í gær. Skilist á afgr. Vísis. ^ Vátryggingar, Vátryggið tafalaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Britx hish Dominion General Insur- ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason. FÆC! F æ ð i fæst I miðbænum. Afgr.v.á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.