Morgunblaðið - 16.09.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.1914, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 1458 Taííeg og góð Gardínutaa, Dúkar og Serviettur mikið úrvat, Divanteppi smekkíeg er komið fit Tt). Tt)„ Ttusfursfr. 14, Reykjavtk. Serbar sigra. Orustan við Jadar. Hrakfarir Austurríkismanna. Síðustu fregnir frá viðureign þeirra Serba og Austurríkismanna eru á þessa leið: Stórorusta hefir staðið við Jadar, en endaði þannig að Serbar höfðu fullkom- inn sigur og ráku Austurríkismenn af höndum sór og róðust inn í Bosníu. Þeir tóku þar að herfangi: 100 fallbyssur, 2500 hesta, þrjá sjúkraskála með 3000 rúmum, 37 hrað- skotabyssur, 37000 Mauserrifla, 114 skotfæravagna með 500 sprengikúlum fyrir hverja fallbyssu, 5 flutningadeild- ir af púðri og sprengiefnum, 4600 fanga, þar á meðal marga herforingja, heila hljóðfærasveit, fjárhirzlur þriggja her- deilda fullar af peningum og eina flug- vél. A vígvellinum lágu 30—32000 dauðir Austurríkismenn. Yourichitch herforingi segir að herdeild sín hafi ein jarðað 10 þús. fallinna óvina. Skýrslur annara Berbneskra herforingja sem voru í orustunni, eru enn ókomn- ar. Þetta er hinn stærsti og glæsilegasti sigur, sem Serbar hafa unnið. Annan sigur unnu þeir á Austurrík- ismönnum hjá Vischegrad, borg í Bosníu sem stendur við ána Drina. Tóku þeir borgina herskildi og halda uú áfram rakleitt til Sarajewo höfuðborgarinnar f Bosníu. Montenegro. Svartfellingar taka land af Austurrikismönnum. Þrjár hafnarborgir unnar í Dalmatia. Að eins Cattaro óunnin. Milan 5. Sept. Fróttaritari »Corriere della Sera« í Lovchen í Montenegro símar þær fregnir að Svartfellingar hafi fyrir fá- um dögum náð á sitt vald tánni af Dal- matía sem liggur milli lands þeirraog sjávar. Þar hafa þeir náð hafnarborg- unum Spizza, Castel Lastua og Budua. Halda þeir nú sigri hrósandi lengra áfram og eru fremstu hersveitir þeirra komnar fram að sjó í nánd við sund- in hjá Cattaro. Það verður þeim auð- vitað þrautin þyngri að taka þá borg, en þeir ætla að safna öllum her sínum saman við Lovchen og í kringum sund- in hjá Cattaro. Pótur konungsson hefir sagt frótta- ritaranum að hann treysti sór til þess að taka Cattaro ef ensk eða frönsk herskip veittu sór fulltingi. Fróttaiitarinn segir enn fremur að tvö austurríksk herskip hafi skotið á Lovchen hálfa klukkustund, en sú skothríð hafi ekki valdið neinu tjóni. Meðal Þjóðverja. Það hefir verið sagt að fréttaritar- ar blaðanna mættu ekki koma ná- lægt framfylkingum heranna. Annað reyndist Hamilton Fyfe fréttaritara íDaily Mail«. Hann var staddur í Beauvais á Frakklandi 2. þ. m. Frétti hann þar að Bandamanna- herinn hefði hörfað undan suður á bóginn en enginn vissi hve langt. Vildi því forvitnast um hvar her- inn væri og hvar næsta orusta mundi verða. Við vorum tveir saman, Mr. Moore fréttaritari »Times« og eg. Við héldum á stað frá Beauvais til Clermont, sem er 24 kílómetrum austar. Sú leið var sögð örugg, því menn höfðu ekki áttað sig á hve skjótt Þjóðverjum hafði miðað áfram. Á miðri leið til Glermont mætt- um við franskri herdeild. Við lögð- um þá krók á leið okkar til þess að þurfa ekki að fylgja með hernum. Fám mínútum síðar sáum við 18 þýzka riddara koma á móti okkur. Franska herdeildin var þá ekki lengra á undan en svo að við hefð- um getað kallað til hennar. Nú var sú stund komin sem all- ir fregnritarar höfðu talað um frá því ófriðurinn hófst. Hvað skyldu þeir gera við okkur ef þeir kæmust að því að við værum fréttaritarar. Mundu þeir skjóta okkur þegar i stað eins og við værum njósnar- menn? Taka bílinn okkar? Fara með okkur til aðalherstöðvanna og senda okkur til Berlínar eða hvað? Eg hafði verið svo forsjáll að fela í stígvélinu öll vegabréf og með- mæli, sem sýndu að eg var frétta- ritari. Ferðaleyfisbréfið, sem við höfðum sýndi ekki hverjir við vor- um. Það leit helzt út fyrir að við værum einhverjir angurgapar, sem hefðum gaman af að ferðast þar sem mest væri hættan. »Þjóðverjar«, sagði eg við Moore. »Býst við því«, sagði hann, rétt eins og hann hefði lagt af stað til að hitta þá. Við tókum upp vega- bréfið og vorum vongóðir. »Sýnið skjölin*, sagði fyrirliðinn á góðri frönsku. Hann las vega- bréfið vandlega. »Opnið«, sagði undirforingi, sem stóð hinu megin við bílinn, og benti á töskur okkar. Hann miðaði á okkur skammbyssu, en einn af liðs- mönnunum ógnaði vagnstjóranum með burtstöng. Hinir sátu kyrrir eins og steinstyttur, nema þrír sem riðu áfram til að halda vörð, Undirforinginn tók úr tösku minni nokkur kort, hinu dótinu fleygði hann ofan í hana aftur. Ekkert grun- samt fanst heldur í tösku félaga míns. Þegar skoðað var í tösku vagnstjórans, lá þar efst skammbyssa. Undirforingjanum var sjáanlega skemt. Hann stakk skammbyssunni í vasa sinn og leit til fyrirliðans eins og hann vildi segja: »Þarf frekari sannana við?« Fyrirliðin var góð- látlegur maður og skeytti ekki um undiríoringjann. »Hvaðan komið þið ?« »Frá Beau- vais.« »Hvert ætlið þið?« »Til Parisar.« »Á, til Parísar?* »Lyftið upp sætinu,« sagði undirforinginn á þýzku. Við gerðum það. Þar var ekkert falið. »Fáið þið mér þessi kort (ferðakort okkar)«. Við brostum og réttum honum þau. Öllu var snúið um í vagninum, en ekkert grunsamt kom i ljós. Alt í einu sagði fyrirliðinn »A11 rightD Við máttum halda leiðar okkar. Þjóðverjar skeltu á skeið. Við eyddum heldur ekki tímanum til ónýtis. »Áfram« sögðum við við vagnstjórann og hann lét ekki segja sér það tvisvar. Við fórum nú ýmsa króka til að komast á þjóð- veginn aftur og til frönsku her- sveitarinnar. Hún sást hvergi. Við spurðum okkur fyrir á bæjunum hvert Þjóðverja hefði ekki orðið vart. Okkur var sagt að svo væri — átta aura pundið, — ódýrara í 100 pundum. Klapparstíg 1B. ekki. Héldum við þá áfram til Cler- mont. Þegar við komum að yztu hús- unum í Clermont komu þrír mentr hlaupandi á móti okkur og kölluðu til okkar. »Snúið við, Þjóðverjar eru í bænumU Nú sáum við hvers vegna fyrir- liðinn þýzki hafði slept okkur. Hann sá að við vorum á beinni leið í hendur Þjóðverja og mundum verða teknir síðar. Eg hefi aldrei á æfi minni séð bíl snúið eins fljótt við og vagn- stjórinn okkar gerði. Við þutum nú aftur sömu leið og við komum. Við mættum fjórum frönskum her- mönnum í vagni, sem voru á leið til Clermont. Þegar þeir heyrðu að Þjóðverjar væru þar fyrir, stukku þeir út úr sínum vagni og upp í bílinn. Innan stundar vorurn við komnir til Beauvais aftur. Banatilræði við Zarinn. Hamburger Fremdenblatt segir frá* því i. sept., að Rússakeisara hafi nýlega verið sýnt banatilræði. Keisarinn hafði verið við heræf- ingu og var á heimleið til hallarinn- ar um Newsky Prospekt, sem er helzta gatan í Petrograd. Ungur maður skaut þá á keisarann nokkr- um skotum úr 50 skrefa fjarlægð. Einn af fylgdarmönnum keisarans féll dauður niður en keisarann sak- aði ekki. Tilræðismaðurinn heitir Asakoff. Frá Berlin. 2. september. fafnaðarmannablaðið »Vorwarts« ritar: Núna, þegar fyrsti mánuður ófrið- arins er liðinn, getur maður með sanni sagt að horfurnar fyrir þýzka herinn séu miklu betri en nokkur maður hafði vonað að verða rnundi. Þó gengurj enginn að því gruflandi að alvarlegir tímar eru fyrir hönd- um. Vöruverð er hér hið|sama og á friðartimum. í matreiðsluhúsi borg- arinnar borða daglega 4500 menn heitan miðdegisverð og gjalda fyrir hann eina 10 pfennig. Auglýsið í Morgunblaðinu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.