Morgunblaðið - 16.09.1914, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.09.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ *4S9 B=3 DAGBÓEflN. t= Afmæli í dag: Elín Thorarensen, húsfrú. Kristín Benediktsdóttir, kensluk. Magnea Kristjánsdóttir jungfrú. Chr. Jónasson, fyrv. kauptn. Theodor J. Jensen, ritari. Vilhj. J. Þorsteinsson. P ó s t a r í dag: Hafnarfjaröarpóstur kemur og fer. Álftanespóstur kemur og fer. Pústar á morgun: Vestanpóstur fer. Norðanpóstur fer. Ingólfur til Borgarness. Sterling á að koma frá útlöndum. Sólarupprás kl. 5.53. Sólarlag — 6.51. H á f 1 ó ð kl. 2.36 f. h. og 3.2 e. h. Heinr. Marsmann’s Yindlar La Maravilla eru langbeztir. Aðalumboðsmenn á Islandi: Nathan & Olsen. Nordmænd paa Island bör holde Tidens Tegn, alsidig, lotlæst og underholdende. Pris 96 Kr. [pr. Aar — tilsendt to gange ukentlig. Veðrið i gœr: Vm. n., andvari, hiti 2.7. Rvk. logn, hiti 0.8. ísaf. n., hvassviðri, hiti 2.2. Ak. n.n.v., kul, hiti 3.5. Sf. logn, hiti 1.1. Þórsh., F. logn, hiti 8,4. Ekkert samband við Grímsstaði á Hálsfjöllum í gærmorgun. Björn Björnsson bóndi á Litla-VelH hór f bæ, dó 13. sept, varð hann 66 ára, vel metinn dugnaðar- maður; lætur eftir sig konu og upp- komin börn. Árni Árnason, tómthúsmaður á Laugav. 46, andaðist á Landakots- spítala í gær, 15. sept. Margir bæjar- búar kannast við Árna sál., því að um mörg ár var hann starfandi við dóm- kirkjuna, hafði á hendi ræsting henn- ar. Var hann ötull og trúr starfs- maður. Hann var kvæntur, og er kona hans og börn mörg á lífi. Húsanúmerunum á Hverfis- götu hefir verið breytt þessa dagana.' Opinber tilkynning um það þó enn ókomin, en hennar kvað vera von bráð- lega. Breytingin olli töluverðum óþægindum í gær, þeim sem erindi áttu í einhver viss hús, en gátu ekki fundið þau vegna breytingarinnar á númerunum. Þ u r k u r var um alt land í gær. Forvextir í bönkunum eru nú 7%. Snorri Sturluson kom frá Bretlandi í gær. General Gordon, brezkur botnvörpungur, kom hingað í gær beina leið frá Bretlandi. N 0 r a, sfldarskip P. J. Th. & Co. fór í gær til Vestmanneyja hlaðið síld. Morgunblaðinu hafa borist bíezk blöð til 10. þ. m. Mikið af fróttunum f blaðinu í dag er úr þeim. Meira kemur næstu daga. F1 e b t i r kaupmenn bæjarins hafa nú fengið töluvert af matvörum í verzlanirnar. Fermingarbörn dómkirkju- safnaðarins eru beðin að koma heim til prestanna, hvors fyrir sig, í dag kl. 4 síðd. H i n g a ð kom í gær kaupfar frá Grænlandi, gufuskipið Ajax. Kom það hingað frá Ivigtut og með því tveir farþegar, dr. Norman-Hansen, sem hór hefir oft verið áður, og frk. Mickelsen. Hefir hún dvalið tvö ár f Grænlandi en læknirinn að eins verið þar í sum- arleiðangri. Farþegarnir komu inn á skrifstofu vora í gær og fengu allar nýjustu fregnir frá ófriðnum. Vissu þau lítið um styrjöldina, en höfðu þó sóð eitt eintak af St. Johnsblaði frá 4. ágúst, sem komið hafði til Grænlands. Þeim var forvitni á að heyra sem mest um ófriðinn og fengu þau að skilnaði hjá oss allstóran blaðastranga. Skipið fer hóðan beina leið til Khafnar. Earl Hereford kom hingað frá Bretlandi U gær. Hannes Thorsteinsson cand. juris., kom í gær heim úr 12 daga ferðalagi um Árnessyslu. S n j ó r fóll mikill á Kolviðarhóli, Hellisheiði og Svínahrauni í fyrri nótt. Ofriðarsmælki. Löwen. Þýzk blöð hafa nú til- kynt að Löwen hafi ekki alveg verið lögð i auðn eins og fyrst var frá sagt. Ráðhúsið kvað enn vera óskemt og Péturskirkjan ekki ver leikin en það, að vel megi gera við hana. En málverk borgarinnar öll og listasöfn eru alveg óskemd. Frá Þrándheimi. Talsmenn verka- mannaflokksins í bæjarstjórn Þránd- heims, leggja það til að bæjarstjórn- in skuli sjálf annast alla kolaverzlun meðan á stríðinu stendur og hafa matgjafir í barnaskólunum. Fangar berjast. í Köln á Þýzka- landi eru geymdir rússneskir, fransk- ir og belgiskir fangar, sem teknir hafa verið í ófriðnum. En þeir eru svo herskáir og illir hver í annars garð, að menn hafa neyðst til að stia þeim sundur og hafa hvern þjóð- flokk sér, svo þeir yrðu ekki hverir öðrum að bana. Flugbann. Tyrkir hafa bannað öll- um erlendum flugmönnum að svífa yfir landi sínu. Hafa öll vígi þeirra fengið stranga skipun um það, að skjóta á hvert það loftfar er dirfist að brjóta þetta boðorð. Kitchener var sjálfboðaliði í her Frakka í fransk-þýzka ófriðnum 1870 —71, tvítugur að aldri. 1 byrjun ófriðarins var talað um það i Canada að senda 25,000 menn til hjálpar Bretum, og skömmu síðar var liðsmanna talan hækkuð upp í 50,000. Nú ætla Canadabúar að safna 100,000 hermönnum og senda þá. Fyrstu herdeildirnar voru um það leyti að leggja af stað þann 4. þ. m. segja ensk blöð. 2 milj. sterlingspunda hafa Bretar skotið saman til líknar bágstöddum meðan á ófriðnum stendur. Prins- inn af Wales var forgangsmaður að því að þau samskot voru hafin. »MínnÍ8t Löwen«. Stúdentar í Wales hafa i hyggju að mynda sveit og ganga í herinn og hafa að bar- dagaópi: »Minnist Löwen«. Þýzk beitiskip kvað hafast við skamt frá Trafalgar og hindra þar sigiingar Breta. Konungur á hrakningi. Þann 3. þ. mán. yfirgaf Vilhjálmur Albaniu- konungur ríki sitt — einu sinni enn. ítalskt herskip flutti hann til Venedig. Gamla Biö sýndi í gærkvöldi mynd, sem nefnist »Maxim stúlkan*. Myndin er óvenjulega skemtileg og vel leikin. Margir munu án efa kannast við myndina, því hún var sýnd í Gamla Bíó fyrir hálfu öðru ári, — og mun þá langa til að sji hana aftur. En hinir eru þó fleiri sem aldrei hafa séð hana, og fyrir þá er myndin sama sem ný. — Hún verður ekki sýnd oftar en í kvöld og annað kvöld. Aukamynd er »Járnnámur í Ertz- -fjöllunum* mjög falieg náttúrumynd og lærdómsrik. X. T v ö þ ý z k beitiskip söktu nýlega 15 brezkum botnvörpungum í Norður* sjónum þ. 5. þ. m. Á einum þeirra var einn íslenzkur sjómaður. fms sölubuðargögn, peningakassi (Kontrolkassi) og ritvélar fæst með tækifærisverði hjá 6. Gislason & Hay. cfíQtjfií ýsa, dlayRt sitóf dZayfítur lax fæst i Liverpool. Reyktóbak, ýmsar enskar tegundir, þar á meðalr Latakia og Glasgow Mixture nýkomið í tóbaksverzlun %3t. <3*. JZavi, og selst — þrátt fyrir stríðið — með sama verði og áður. Með S.s. „Botnia" fekk eg stórar birgðir af óáfengum öltegundum: Krone-porter, Hafnia-porter Krone-lager, Hafnia-lager og fleiri öltegundir. Alt sel eg nú fimm aurum ódýr- ara, þar sem eg hefi komist að betri kaupum. Kaffl- og Matsölnhnsið Langav. 23. K. Johnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.