Morgunblaðið - 26.11.1914, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.11.1914, Qupperneq 1
Pimtudag 26. nóv. 1914 MORGDNBLAÐID 2. argran«rif 26. tölublao Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. Isafoldarprentsmiðia Afgreiðslusimi nr. 140 Tals. 475 Kaupmannahöfn á dögum ófriðarins. Aukamynd. Bræðurnir Njósnarsaga i 2 þittum. Aðalhlutverkin leika: Clara Wieth, Carlo Wieth og Gunnar Tolnes há Þjóðleikhúsinu i Kristianiu og Wunu margir kannast við hann því “ann lék í hinni fögru mynd »Asta- aldur* sem fyrir skömmu var sýnd i Gramla Bio. Carlo og Clara Wiffth Pukkja ailir Bio-gestir og þessi mynd er, eins og allar aðrar, er þau leika i, flestum höfuðkostum búin. Shrifstofa Eimskipaféfags isíancfs Landsbankanum (uppi). Opin kl. 5—7. Tals. 409. Nýja verzlunin — Hverfisgötu 34 — í'iestalt (utast og inst) til kvenfatnaðar og barna og margt fleira. ^ófiar vörur! — Odýrar vörur! Kjólasaumastofa. Öood skóhlífarnar amerísku, reyn- ast hér á landi allra skóhlífa beztar. ^ood-Milne slöngur og gummihringir á bifreiðar, með stál-plöturo, og án, eru notaðir um allan heim. ^eerless regnkápurnar ensku, mæla með sér sjálfar. '"koðsmaður fyrir ísland, G. Eirikss, Reykjavík. áhlaup á nokkrum stöðum, en þeim hefir verið hrundlð. Áhlaup þessi hafa einkum verið áköf í Argonne- héraði. Þar höfum við unnið á í nánd við Fonr de Paris. Engar nýjungar frá svæðinu milli Argonne og Vogesafjalla. Niðaþoka hefir hindrað mjög fram- kvæmdir. Heilsufar meðal hermanna er mjög gottt. Rússar vinna á við Weichselfljótið. London 25. nóv. kl. 1.20 árd. Skeyti frá aðalstöðvum Rússa, sem komu i kvöld, flytja mjög góðar fregnir, er þangað hafa borist frá vigstöðvunum millí Weichselfljóts og Warta. Tilkynt er að Þjóðverjar hörfi undan frá mjög þýðingarmikl- um aðstöðum. Sigur Rússa í Kákasus. Herstjórnin í Kákasus tilkynnir að Rússar hafi unnið sigur bæði við Kara Kilisse og i héraðinu við Khanessuphæðirnar. Þar tóku Rúss- ar nokkurn hluta stórskotaliðs óvin- anna. Stórskotalið Þjóðverja er miður gott. Sjónarvottur á orustusvæðinu í Frakklandi leggur mikla áherzlu á hve miklu betra sé stórskotalið Frakka heldur en Þjóðverja. Nokkr- ir stórskotaliðsflokkar Þjóðverja hafa verið eyðilagðir og bygging hergarða hefir verið hindruð. Sjónarvottur lofar mjög fótgöngulið Frakka. Sjónarvottur lofar mjög áhuga hins frakkneska fótgönguliðs, sem þykir sómi sinn liggja við þvi, að þeir nái aftur hverju því svæði, er þeir áður hafa mist. Sir John French sendir heiilaskeyti. Sir Jolin French hefir sent heilla- óskir til liðsmanna fyrstu herdeildar, eftir að hún hafði unnið sigur á líf- varðaliði Þjóðverja. Kveður Sir John það vera hið mesta hreystiverk í sögu brezka hersins. Þýzkur tundurbátur sekkur I Eyrarsundi. Þýzki tundurbáturinn S 124 sökk eflir árekstur við danskt gufuskip í suðurhluta Eyrarsunds. Opinber tilkynning ^ brezku utanríkisstjórninni í London. Viðureignin i Frakklandi. L°ndon °Pinber siðd egis ^firleitt 24. nóv. kí. 5,33 siðd frönsk tilkynning, send í dag, hljóðar svo: hefir litil breyting orðið Var á°ðun«i siðan i gær. Víðast arða ,°rnstusvæðinu gera óvinirnir í>ióðk0thrið með köflum. ‘ QVerÍar hafa gert fótgönguliðs- De Wet. Uppreisnarforinginn De Wet er nú flóttamaður. Tveir af sonum hans hafa gefist upp og einn er fall- inn. Menn hafa hitt á slóð De Wets sjálfs og nú er verið að elta hann. Ósigur Tyrkja I Austurálfu. Það sem eftir var af liði Tyrkja hjá Basrah hefir lagt á flótta og skilið eftir fallbyssur sinar og rifla. Zobeir, sem Tyrkir hafa haidið, hef- ir gefist upp. Það er sagt að 2000 Tyrkir hafi orðið sárir i orustunni I7. nóvember. Arabar þeir, sem kvaddir voru til herþjónustu, en nú eru sendir heim, eru mjög óánægð- ir yfir meðferð Tyrkja á sér. Viðureignin I Vestur-Afriku. Fregnir eru komnar um það, að enskar og franskar liðsveitir hafi unnið sigur milli Nigeriu og Came- roons. Bandamenn hafa tekið Victoria, hafnarborg Bua, þar sem nýlendu- stjórnin þýzka hefir aðsetur sitt. Smábardagar hafa verið háðir á landamærum Nigeriu og hafi vorir menn rekið Þjóðverja at höndum sér. Undirróður Þjóðverja. Landsstjórinn í brezku Bornu hafði i höndum 8. okt. yfirlýsingu frá Þjóðverjum á arabisku, þar sem sagt er að Tyrkjasoldán sé vinur Þjóð- verja, og að orsök ófriðarins sé sú, að England vilji taka Miklagarð og afhenda heiðingjum borgina. Þetta var næstum því mánuði áður en ó- friðurinn við Tyrki hófst. Tilraunir hafa verið gerðar til þess að æsamúhameðstrúarmenn til óhlýðni — en þær reynst árangurslausar. — Mörg hollustuávörp hafa komið frá múhameðstrúarmönnum. Bornu er svertingjaríki í Sudan, vestan við Tsadvatn. Árið 1900 skiftu Englendingar, Frakkar og Þjóð- verjar því á milli sín. íbúar eru 5 miljónir og ramir Múhamedsmenn. Hermaður og trúboði. Það hefir komið í ljós, að Þjóð- verji sá, sem reyndi að sprengja brezka herskipið »Dwarf« í loft upp með vitisvél, var trúboði. Þegar hann var spurður hvernig hann færi að samrýma þetta verk við stöðu sína, þá svaraði hann því, að hann væri fyrst og fremst hermaður og þar næst trúboði. Viðureignin við Weichel. London 25. nóv. kl. 1.20 e.h. Eftirfarandi opinber tilkynning hef- ir komið frá herstjórn Rússa: Orustan milli Weichel og Warta heldur áfram og virðist muni verða langvinn enn norður af Lodz. Allan daginn þ. 22. þ. m. gerðu Þjóðverjar æðisgengin áhlaup, en voru alstaðar brotnir á bak aftur. í Wieltunhéraði kom fram nýtt lið Þjóðverja, sem reynir að hrekja vinstra herarm vorn aftur á bak. Engin breyting hefir orðið milli Czestochovo og Kraká. 21. nóvember tókum vér meira en 5000 austuriska fanga. Frá Kákasus. Eftirfarandi tilkynning hefir komið frá aðalherstöðvum Rússa í Kákasus: NÝJA BÍÓ mtt prógram í kvöíd! Hjálpræðisher- inn. Minnist þess að stabskapt. Grauslund flytur erindi fimtudaginn 26. nóvbr. kl. 8V2. Ennfremur að ljósm. Magnús Olafsson sýnir skuggamyndir föstudaginn 27. nóvbr. kl. 8V2. Hrís til uppkveikju í 40 punda böggum á 1 kr., til sölu í vöruhúsi landssjóðs (hjá Völundi). Framsóknarlið vort, sem heldur í áttina til Erzerum, hrekur óvinina stöðugt á undan sér. Flutningalest óvinanna sem hafði meðferðis skotfærabirgðir handa hern- um, var hertekin. Suður af Kara Kilisse hafa orðið nokkrar smáskærur okkur í milli Kúrda og hermanna vorra. Tyrkir biðu ósigur í Khanessar-héraði. Tyrk- neskt stórskotafylki hefir verið hand- samað. Brezk herskip skjóta á Zeebriigge. London 25. nóv. kl. 1.45 e. h. Flotamálastjórnin kunngerir að i gær hafi tvö brezk herskip látið ákafa skothrið dynja á öllum þýð- ingarmestu herstöðvunum í Zee- brugge. Viðnám Þjóðverja var lítil- fjörlegt. Ekki er enn kunnugt hve mikill skaði hefir af þessu hlotist. Biezku skipin komu aftur heil á húfi. Indverjar vinna sigur á Þjóðverjum. London 25. nóv. kl. 2 e. h. Indverskar hersveitir hafa með hreysti sinni náð aftur nokkrum skotgryfjum, sem óvinirnir unnu í gær. Þrjá þýzka liðsforingja, rúmlega 100 óbreytta hermenn, r fallbyssu og 3 vélbyssur tóku þeir þar her- fangi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.