Morgunblaðið - 25.05.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1915, Blaðsíða 1
^iðjudag 25. öiaí 1915 HOBfiUNBLADID 2. árgangr 199. tðlnblað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja Afereiðsluslmi nr. 499 I. 0. 0. F 975259. Rlíll Reykjavíkur Din O | Biograph-Theater | DIU Talstmi 475. I Hrífandi þýzkur sjónleikur í 3 þáttum eftir Urban Gad. Aðalhlutverkið í þessari fyrir- taks góðu mynd, leikur af venju- legri snild frægasta kvikmynda- leikkona heimsins Frú Asta Nielsen. Sýning j kvöld kl. 9. Verðið hið venjulega. ...... Theodor Johnson Konditori og Kafé stærsta og fullkomnasta kaffihiis í höfuðstaðnum. Bezta dag- og kvöldkaffé. — ^ljóðfaarasláttur frá 5—7 og 9—1 Ix/a Conditori & Café Ökjaldbreið fegursta kaffihiis bæjarins. ^nhomustaður allra bcejarmanna. Hlj6mieikar á virkum dögum kl. ' 11 Va» sunnudögum kl. 5—6. A.V. Mikið úrval af áqœtis kökum. Ludvig Bruun. j. F. U. M. Liblíulestur í kvöld kl. 8^/g Allir karlmenn velkomnir. Chivers’ ávextir, svo sem jarðarbei Sattia 4 °' era éviðjafnanlegii vör0r Banni segja nm fleii C'kivers’, t. d. 6nltntar sát,n(|,?hhananK> kjöt- og fisk-sós e nft, eggjaduft og lyftiduft. Oldj í.?*ka S*°zka * * FKfek<un tfr.amjölið 1 1 k'1W«W ** h Byggingarefni! Ofnar, eldavélar ailsk., eldfastur steinn, eldfastur lelr. þakpappi allsk., veggjapappi, strigi, pappasaumur. þakjárn, þaksaumur. Málaravörur allsk. frá Forenede Malerm. Farvemölle, altaf fyrirliggjandi hjá Carl Höepfner, pakkhús Hafnarstræti 21. Talsími 21. í dag (þriðjudag) hefst Tltj úfsala í Bergsfaðasfr. 27 Þar verða seld brauð frá bakaríi Björns Simonarsonar. Ennfremur verður selt: Mjólk (í glösum og samkv. pöntun), egg, gosdrykkir, öl, niðursoðið kjöt, kæfa og Sætsaft o. fl — íslenzk frímerki (óbrúkuð) verða þar einnig til sölu. — Erl. símfregnir. Opinber tilkynning frá brezku ntanríkisstjórninni í London. III veður á vestri vlgstöðvunum. London 22. maí. Sir John French, yfirhershöfðingi brezka liðsins í Frakklandi hefir sent eftirfarandi skýrslu 21. þ. m. í við- bót við skýrsluna 17. þ. m.: 111 veður hafa hamlað hernaðar- framkvæmdum, en vér höfum sótt töluvert fram fyrir austan og sunn- an Quinquerue. Fótgöngulið vort hefir enn á ný sýnt mikla hreysti og hefir tekið margar stöðvar að baki hinnar fyrri herlínu óvinanna. Annarstaðar á orustuvellinum hafa að eins orðið smá stórskotaliðs- skærur. Bandamenn sækja fram, Útdráttur úr skýrslum Frakka 19— 22. mai. London 22. mai. Tvo undanfarna daga hafa ill veð- ur hamlað nær öllum hernaðarfram- kvæmdum. Það hafa að eins staðið smá stórskotaliðsorustur og einstaka áhlaup hafa verið gerð. Nóttina milli 20. og 21. mai gerðu Þjóðverjar áhlaup á skotgrafir Frakka fyrir norðan Ypres, austur af Yser-skurðinum. Unnu þeir í fyrstu á, tóku skotgröf, en voru rekn- ir þaðan aftur með gagnáhlaupi. Náðum vér þá og svæði fyrir fram- an vorar upprunalegu stöðvar og tókum margt fanga. Þessi framsókn vor er töluvert þýðingarmikil. Fyrir sunnan hafa Bretar sótt fram norður af La Bassée. 21. maí gerði lið vort mjög hreysti- legt áhlaup á suðurhlíðar Notre Dame de Lorette. Tóku Frakkar þar stöðvar Þjóðverja á hinum svo- nefnda »hvíta vegi«. Alt Lorette- fjallið og hlíðar þess, sem óvinirnir hafa varið af mesta ákafa í freka 6 mánuði, er þannig á voru valdi. Vér höfum einnig tekið nokkurn hluta Ablain St. Nazaire og náðum mörgum föngum. Óvinirnir gerðu ekkert gagnáhlaup. Hjá Beausejour í Champagne höf- um vér sótt fram að skotgröfum óvinanna. í Argonne hrundum vér af oss áhlaupum hjá Bagatelle. í D’ailly-skógi náðum vér nokkrum skotgryfjum og héldum því svæði, sem vér höfðum áður tekið. Frá Hellusundi. London 22. mai. Eftirfarandi opinbert skeyti frá yfirforingja flotans i Miðjarðarhafinu viðvikjandi viðureigninni hjá Hellu- sundi, var birt í Cairo í dag: NÝ J A BÍ Ó Auðæfi einstæðingsins Sjónl. i 2 þáttum leikinn af Pathe Fiéres-félaginu í París. Alþektir og ágætir leikarar: Etievant. Angelo. Frú Revonne. Þareð eg mun dvelja nokk- urn tíma i Reykjavík býð eg hér- með háttvirtum eigendum Orgel-Harmonia að líta eftir og gera við hljóðfæri þeirra. — Gott og traust verk ábyrgist eg. Menn eru beðnir að snúa sér til min sem fyrst. Svend Steenstrup úr firmanu Petersen & Steenstrup. Spítalastig 9, fyrsta lofti. Viðstaddur 1—3. 19. mai sótti lið Frakka með að- stoð brezka liðsins mikið fram á syðri hluta Gallipoliskagans ogstyrktu þeir stöðvar sínar mjög, þær, er þeir þá tóku. Flugmenn vorir vörpuðu sprengi- kúlum á hjálparlið Tyrkja, sem var að lenda hjá Ak-Bashi-Liman. Mann- fall Tyrkja var mjög mikið. Aðfaranótt 19. gerðu Tyrkir grimmilegt áhlaup á stöðvar Astraliu- manna og New-Zealandsliðsins. Áhlaupunum var öllum hrundið. Óvinirnir mistu ógrynni manna, alls frek 7000, og af þeim féll um 2000. Mannfall vort er tæp 500. Frá Rússum. London 22. maí. Útdráttur úr skýrslum Rússa 19. —22. maí. 18. og 19. maí héldum vér áfram að reka óvinina úr Shavlihéraðinu. Vér tókum stöðvar hjá Kurszany, náðum nokkrum hundruðum fanga og fjölda vélbyssna. Fyrir vestan Shavli hörfa óvinirnir undan á löngu svæði. í Galiciu heldur orustan áfram og er barist af enn meiri ákafa en fyr. Mikið óvinalið, sem hafði tekist að komast yfir Sanfljót eftir grimmilega orustu, hefir ruðst inn á svæðið Taroslav-Radowna-Sieniawa, en hliðar- fylkingar vorar á þessu svæði hafa unnið mikið á á vinstri bakka San- fljóts eftir grimmilega orustu. Milli Przemysl og hinna miklu mýra hjá Dniester hafa áhlaup óvin- anna náð hæsta stigi og hafa þeir þar látið ógrynni manna. 19. og 20. stóð grimmileg orusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.