Heimskringla - 04.03.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 04.03.1915, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. MARZ 1915. THE CROTO DRUG CO. WINNÍPEG Bætir fljótlega Ábyrgst RHEUMA TIC TREATMENT Ver8 $1.50 Rafmagns heimilis áhöld. Hughes Rafmagns Eldavélar Thor Rafmagns Þ»vottavélar Red Rafmagns í>vottavélar Harlev Vacuum Gólf Hreinsarar “Laco ’ Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns “Fixtures” “Universal” Appliances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 419 Portage Ave. Phone Maln 4064 Winnipeg Viógjörtiir af öllu tagl fljótt og vel af hendi leistar. D. GEORGE & C0. General House Repairs Cablaet Makera and Upholaterera Furntture repaired, upholstered and cieaned, french pollshing and Hardwood Finishing, Furni- ture packed for shipment Chairs neatly re-caned. Phone Sher. 2733 369 Sherbroeke St. THE CANADA STANDARD LOAN CO. Aiial Skrlfatofa, Wlnnlpeg $100 SKULDABRÉF SELD Tilþæginda þeim sem hafa smá upp- hæöir til þess aö kaupa, sér i hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fæst 6. skrifstofunni. J. C. Kyle, rfifismafiur 4SH Maia Street, Wlnnlpejg. Pian o stil/ing Ef þú gjörir árs samning um að láta stilla þitt Píano eða Player Píano, þá ertu æfinlega tíss um að hljóðfæri þitt er í góðu standi. í>að er ékki að- eins að það þurfi að stilla píano, heldur þar að yfirskoða þau vandlega. Samnings verð $6.00 um árið, borganlegt $2.50 eftir fyrstu stillingu, $2.00 aðra og $1.50 þriðju. H. HARR/S 100 SPENCE STREET CARBON PAPER for TTPEWRITER—PENCIX,— PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Klatur, töskur, húsmunlr eöa ann- aö flutt eCa geymt. ISABEL BAGGAGE AND TRANSFER ST0RAGE GAKKY 1008 83 ISABEL 9TRBBT Radd Framleiðsla Mra Ho laek, 4SS ArllnKton 9t. or relöubúln ah velta móttöku nem- •ndum t/rlr raddframlelöslu ot ■öng. Vegrna þess aö hún heflr kent aemendum á Skotlandl undlr Lond- on Royal Academy próf meö bezta árangrl er Mrs. Hossack sórstak- lega vel hœf tll þess aö gefa full- komna kenslu og meö láu veröl. Símið Sherb. 1779 Brúkaöar saumavélar meö hæfi- legn veröl.; nýjar Slnger vélar, fyrlr penlnga út 1 hönd eöa til letlgu Partar i allar tegundlr af vélum; aögjörö á öllum tegundum af Phon- nographs á mjög lágu veröL Sími Garry 82 1 J. E. BRYANS 531 SARGENT AVBS. Okkur vantar duglega "agenta" og verksmala. Hugarhvarf 1 um vestur- íslenzka menning. Erindi flutt af hr. Stefáni Thorson á fundi Menningarfélagsins þann 11. febr. 1915. (Niðurlag). Eg á nú eftir að minnast á viku- blöðin okkar, Lögberg og Heims- kringlu. Margir gjöra þá staðhæfingu, að hvert land eða ríki hafi þá stjórn, sem það eigi skilið, þar sem kosn- ingarréttur gildir; og sumir segja, að blöðin séu spegill af hugsunar- hætti þjóðarinnar. Hvorugt er rétt. Blöðin hafa að likindum meiri áhrif að skapa þann hugsunarháttinn, sem hjá oss ríkir, en margan grunar. í stjórnmálum ná stundum nokkr- ir menn völdum, sem ekki eru vand- ir að meðulum, og geta stundum haldið sér við völd um langan tíma með klækjum og brögðum og kosn- ingasvikum; þrátt fyrir það, þó þjóðin sé yfirleitt ráðvönd. En þar sem spliling er í stjórnarfarinu, er hætt við að hún breiðist út. A sama hátt geta blöð að talsverðu leyti mót að hugsunarháttinn; eins geta blöð skapað stefnuleysi í ýmsum atrið- um. — Hvað stjórnmáiastefnum hjá íslenzku blöðunum við víkur, þá eru þær svo kunnar, að á þær er naumast þörf að minnast. Hvað kyrkjuleg stefna þeirra er, vitum við líka; en hvað almenn menning- arstefna eða stefnuleysi þeirra hef ir verið er ekki eins ljóst. Ekki ætla eg að fella þungan dóm á ritstjóra islenzku vikublaðanna okkar. Það er meiri vandi en marg- ur hyggúr, að vera ritstjóri við dag blað eða vikublað, og leysa það vel af hendi. En ekki dylst mér það, að sumt virðist hafa farið úrhendis hjá þeim. Sumt, sem í sjálfu sér eru kostir, getur, ef langt er farið, orð ið ókostir. Eitt af því, sem blöðin hafa gjört hér, er að lofa þetta land, og er ekk- ert út á það að setja. Það er skylda þeirra, að gjöra slikt, ef það er gjört með sanngirni; en þau hafa stund- um farið feti of langt í þeim efnum, einkum Heimskringla. — f öllum nýlendum heimsins er efnishyggja meir ríkjandi en í þeim löndum, sem lengi hafa verið bygð. Orsakast það aðallega af því, að í hinum nýju löndum verða menn að treysta á sjálfa sig meir cn í hinum gömlu löndum. Menn verða að duga eða drepast. Sá, sem Iengst hefir verið ritstjóri Heimskringlu hefir verið framúr- skarandi dugnaðarmaður. Það væri því óhugsandi annað, en að dugn- aður væri í hans augum sá ákjósan- legasti kostur. Framförum landa vorra hefir æfinlega verið haldið á lofti í Heimskringlu, og hafi ein- hver íslendingur skara^ fram úr í einhverju, hvort heldur a andlegan eða líkaml.egan hátt, þá hefir Hkr. aldrei legið á liði sinu með að skýra almenningi frá slíku. Af auðsafni landa vorra hefir Hkr. látið mikið; og að mínu áliti hefir hún basunað það alt of mikið. Og er mér nær að halda, að alt það hól og skjall, sem sett er á menn fyrir auðsafn, sé að nokkru orsök til þess, hvað sumir hér vestra álíta þeir standi hærra en Austur-íslendingar, af því þeir (V.- isl.) séu svo ríkir. — Enn fremur virðist mér það lýsa menningar- skorti, að vera alt af að hringla pen- ingum í vösunum. Þegar eg heyri Vestanmenn státa af auð sínum við Austanmenn, þá fyrirverð eg mig, — kannske af því, að eg er ekki í þeirra tölu, sem ríkir eru. Mér verður það lengi í minni, að eg var í samsæti eitt sinn nokkrar mílur frá borginni. Þar voru nokk- urir fslendingar, allir hér úr borg- inni og einn mað.ur heiman frá lS- landi. Hænsaungar voru bornir á borð, einn fyrir hvern gest; á sam- sætinu voru um 14 manns eða fleiri, og vorum við allir keyrðir út í bif- reiðum, er nokkrir af þeim, er boð- ið sátu, áttu. Undir borðum bar ým- islcgt á góma, og einn, er helztur var talinn af þeim, er þarna voru saman komnir, spurði mann þann, er nýkominn var frá Islandi, hvort hann héldi, að hægt væri að finna svona stóran hóp meðal 3,000 ls- lendinga, er allir gætu ferðast á sín- um eigin bifreiðum. Vesaiingsmann- inum að heiman varð hálf hverft við, og það komu á hann vöflur, en svaraði þó loks, að það mundi vera omögulegt. Mér fanst eg verða svo lítill, þegar landinn kom með þessa spurningu, að mér datt í hug, hvort eg ætti ekki að reyna að skriða inn hænuungann. Eg var þess fullviss að maðurinn frá íslandi áleit sig ekkert minni martn fyrir það, þó hann ætti enga bifreið, og eg skildi vel, að honum þótti spurningin kynleg. Að miklast af því við hvert tæki- færi, hvað ríkir við séum orðnir og vera sifelt að minna þá bræður vora og systur heima á Fróni á það, hversu oft við höfum sent peninga heim, er sá ómenskuháttur, sem við þurfum að kveða niður; en þetta er svo ríkt hjá okkur, að jafnvel sumt af skáldunum í sínum hátíða- söngvum kváðu við þenna tón. Eg veit, að þetta er ekki gjört af nein- tim illum hug; það er blátt áfram af menningarskorti. Það er eðlilegur ávöxtur blaðamensku vorrar. Annað, sem Hkr. hefir gjört ís- lenzkri menning til skaða með, eru aðsendar ritgjörðir í bundnu og ó- bundnu máli, — eg meina ekki all- ar, en meginhlutinn af þessum að- sendu greinum, bera merki um tvent: andlega fátækt og auðlegð af hroka. En ætíð voru þó cinhverjir af lesendunum, sem fanst sumt ræ- kalli smellið, — og fundu svo, að raunar mátti nú jafnast á við þetta, og fóru svo sjálfir að rita, og sáu að það var þó ekki vitlausara en hjá hinum. Ritstjórnargreinar Hkr. hafa að öllum jafnaði verið sæmilega úr garði gjörðar, og undantekningar- laust mjög skilmerkilega ritaðar, þótt máske ekki á allra fágaðasta máli; og samkvæmt minni skoðun á pólitík, þá voru slikar greinar öfgafullar og ósanngjarnar. Fréttir voru heldur ekki sagðar hispurs- laust, heldur litaðar pólitiskri hiut- drægni. Á ritdómana, sem birst hafa i blöðunum, verð eg að minnast; þeir hafa verið afskaplegir, sumir hverj- ir. — Bókaútgáfa okkar, þó léleg sé, er ekki sjálfsagður vottur um það, að íslenzk menning sé i hrörn- un hjá okkur; en ritdómarnir, eins og þeir hafa verið hjá okkur, eru þess órækur vottur. Menn, sem ekki hafa snefil af þekkingu á skáldskap, hvorki í bundnu né óbundnu máli, rita hverja ritdóma-delluna á fætur annari um þcssa skáldsögu eða hina eða þetta leikrit eða hitt. Og ef rit- stjóri blaðs hefir nokkra skyldu gagnvart lesendum sínum, þá er hún sú, að taka ekki i blað sitt ramvit- lausa ritdóma athugasemdalaust. — Og svo, þegar vér förum að skygn- ast um, hverjir þessir ritdómarar eru (eg undanskil síra Rögnv. Pét- ursson, síra h'. J. Bcrgmann og einn eða tvo aðra), hvers verðum vér þá vísari? Eru þessir menn nokkuð authority i þvi, sem þeir rita um? Sannarlega ekki. Eru það sérstakir vitsmunamenn? Því fer fjarri. Þeir eru flestir úr þeim flokki manna, sem hafa gjört okkur Vestur-fslend- ingum meiri minkun í blöðum vor- um. Og eg vona, að þannig producls verði ekki framvegis tekin athuga- semdalaust. Eitthvað verður að minnast á Lögberg. Það er sérlega varkárt blað; flanar að fáu. Það minnir mig á mann nokkurn, sem eg þekti c;nu sinni. f hvert skifti og hann settist til borðs, — það gjörði ekkert til, hvaða matur var á borðum: kjöt, fiskur, brauð eða grautur —, þá var alt af viðkvæðið hjá honum: “Eg veit ekki, hvort eg má smakka á þessu, eg hefi svo vondar hægðir”. — Mér finst oft, þegar eg les Lög- berg, að blaðið andi að mér orðum á þessa leið: “Eg ætla nú að vera gott barn, og eg ætla ekki að segja neitt ljótt, og eg ætla að reyna að styggja sem fæsta, en reyna af sam- vizkuseini að gjöra það, sem hús- bændur mínir segja mér að gjöra; — ef cg get ekkert niðrandi sagt um þá, sem þeiin er i nöp við, án þess þó að hægt sé að hafa á þvi, þá ætla eg þó að forðast, að nefna þá á nafn”. En Lögberg hefir borið á sér meiri bókmcntalegan blæ en Hkr., og hcfir verið að mestu laust við, að flytja ritdóma-þvætting; og alt fram að þeim tíma, að það fór að flytja alþýðuvisurnar, var minna af leirburði, bæði bundnum og óbundn um, í þvi en Hkr. Það er naumast sanngjarnt, að gjöra samanburð á íslenzku blöð- unum, án þess að geta nokkuð um leið um það, sein að likindum er fyrirmynd þeirra. Aðalmálgagn Liberal flokksins er blaðið Free Fress hér í Winnipeg — blað, sem af flestum, er til þekkja, er álitið að standi engu blaði í Canada að baki, hvort held- ur með fréttir eða annað. Ritstjór- inn er hæfileikamaður mikill, og þótt blaðið sé flokksblað, þá nýtur það virðingar hjá andstæðingum sínum. — Lögberg hefir auðvitað mikið af sinni pólitík frá Free Press. öðru máli er að gegna með Hkr. Hún hefir sína pólitík úr Telegram, blaði, sem liklega ekkert blað hér í Canada stendur að baki; og væri rangt, að halda því fram, að Heimskr. með öllum sínum göllum, sé ekki og hafi ekki verið merkara blað cn Teiegram. Eg mintist á það, að minna af leir- burði hefði birst í Lögbergi cn Hkr. — alt þangað tii að alþýðuvísurnar fóru að koma þar. En síðan þær hófu göngu sína í því blaði, hefir það sannarlega ekki verið eftirbát- ur, hvað bull snertir. Mér þykir ekki liklcgt, að nokkurt blað, sem gefið hefir verið út nokkursstaðar á guðs grænni jörð, hafi flutt ann- að eins kynstur af þvættingi, borið saman við nýtilegt lesmál í blað- inu, einsog Lögberg flutti í sam- bandi við alþýðuvisurnar. Það er ekkert á móti því, að vel ort alþýðu- vísa komi öðru hvoru í blöðunum; en að bjóða lesendum blaðsins alt það bull, var óþolandi. Fyrst var nú meirihlutinn af þessum alþýðu- vísum enginn skáldskapur, hvorki að efni né búning, og ekki sjáan- legt, að sá, sem um þetta fjallaði fyrir blaðsins hönd, hafi skeytt hið minsta um það, eða þá enga hæfi- leika haft til að velja það úr, er eitthvert skáldskapargildi hafði. Og svo voru heilir dálkar af rifrildi um það, hvort þetta vísuorðið hefði vcrið svona, eða einlivern veginn öðruvísi, — og svo bættist það við, að sumum var leyft, að kveða níð um naungann, og birta það sem al- þýðuvísur. Ef nokkur getur bent mér á meiri ómenningarbrag á nokkru blaði, að undanteknum hin- um áminstu ritdómum i Hkr., þá skal eg gefa þeim hinum sama nýja skó til að dansa á á þjóðræknisball- inu hans Helga inagra. Neðanmáls sögunum i blöðunum skal eg játa, að eg cr ekki kunnug- ur nógu vel; en eg hygg, að fáar af þeim hafi nokkurt skáldskaparlegt gildi. Eg hefi tekið eftir því, að Lögberg hefir tekið 2 sögur eftir Ralph Connor. Það eru, held eg, fá- ir literary menn, sem álíta, að sög- ur þessa höfundar hafi nokkurt verulegt skáldskaparlegt gildi. En talsverður munur er á þeim. “Glen- garry schooldays” og “The man from Glengarry” cru langskástar; “The sky pilot” og “Black rock” býsna þunnar, en þó skárri en “The Doctor”. En “The foreigner”, sem í.ögberg er nú að prenta, er sú lang- lakasta af öllum hans bókum. Hvernig haldið þið nú að menta- mönnunum heima á fslandi lítist á þetta, — ritdómana og leirburðinn í Hkr. og alþýðuvisurnar og neðan- málssögurnar í Lögbcrgi? Þið máske scgið, að okkur megi standa það á sama, hvað þeir hugsi, við séum sjálfbjarga og séum ekk- ert upp á þeirra náðir komin. En eg ætla að beina spurningu minni til þeirra, sem fullyrða, að hér geti ís- lenzkt þjóðerni haldist við í fleiri aldir, — hvort þeim standi alveg á sama, hvaða ályktanir þeir draga heima af mentalegu ástandi voru hér? Eða er bókaútgáfa vor og blaðaútgáfa vor góður grundvöllur til að byggja á þjóðernisbygging vora, sem ætlast er til að standi í fleiri aldir? Eða er þessi grundvöll- ur svo glæsilegur, að hann dragi hugsandi fólk að sér til að reisa byggingu á? Er ekki einmitt mikil ástæða til að ætla, að viðhald ís- lenzks þjóðernis hér sé það grettis- tak, sem enginn er fær um að lyfta? Það er alls ekki meining mín, að hér meðal fslendinga vestan hafs sé engin menning; langt frá því. Mun- urinn á vestur-íslenzkri og austur- islenzkri menning er sá: almenn ingur beggja megin hafanna mun á líku stigi; en lærðu mennirnir, sem færir eru um að fræða þjóðina um eitt og annað, eru flestir austan hafs. Okkar lærðu menn hér vestra hafa elcki nema að svo litlu leyti samneyti með okkur, vegna þess, að mentun þcirra er ekki íslenzk; hún er hérlend. Við það verður ekki ráðið. Þeim nægir ekkert, nema hér- lend mentun, og eg er í stórum vafa um, hvort það væri æskilegt, að við gætum ráðið við það. En hitt væri æskilegt, að hægt væri að segja um vora vestur-íslenzku inenning, eftir að hún er horfin, að hún hafi fallið með sæmd. En ef skoðun mín á ís- lenzku blöðunum er ekki fjarri því rétta, þá er þar ekki um sæmdar- merki að ræða. — Hvað verklega þekking og menning áhrærir, er enginn vafi á, að Vestur-íslendingar standa Austur-fslendingum framar — i þeim greinumhöfum vér lært hér, og er sú menning engin sér- eign okkar. Það er hið stærsta lán fyrir hverja þjóð, að hafa góð dagblöð eða vikublöð, og stærsta ólán, að hafa þau léleg. Riistjórar þurfa að vera vitrir menn og fróðir, sann- orðir og sanngjarnir og samvizku- samir, og þeir þurfa að vera djarf- ír ekki einu sinni i ritstjornargrein- BLUE MBBON TEA Er bezta teið fyrir allar stéttir af fólki. Hin mikla sala sann- ar ágæti þess. Sendu þessa auglýsingu með 25 centum fyrir BLUE RIBBON matreiðslubókina. Skrifaðu nafn og heimili skýrt og greinilega samt, hvort vorir islenzku blaða- menn hafa fundið til hennar. Þeim af oss, sem ekki geta haft gagn af öðrum blöðum en liin- um íslenzku, er meiri hætta að vill- ast í hérlendum málum en þeim, sem lesa hérlend blöð. — En hvað viðvíkur ritdómum, neðanmálssög- um og alþýðuvísum, þá hygg eg, að ritstjórar hafi frjálsar hendur, og i þessum greinum hefir vorri íslenzk blaðamensku verið að fara aftur. Auðvitað hefir ritdóma-þvættingur- inn engin áhrif. * h- * UMRÆÐUR. Lárus Guffmundsson — Kvað fyrirlesarann naumast hafa vciið nógu sanngjarnan í dómum sínum, t. d. um blöðin. Benti moira á gallan en kostina, og ekki tekið tillit til fátæktar okkar og erfiðleika framanaf. Við ættum að vera þakk- látir fyrir að hafa nokkur blöð. Hæfasti ritstjóri. er vér hefðuin nokkru sinni haft, væri síra Rögnv Pétursson. B. B. Olson — Kvað hingað hafa flutt alþýðu- menn frá fslandi. Raráttan fyrir til- verunni ströng; fáir hefðu getað stundnð nám. Heinia á íslandi hcfðu menn staðið betur að vigi. Þrátt fyrir alt þyldi vor íslenzka blaða- menska samanburð við hérlend blöð. Einnig mætti nefna nokkra menn hér, er stæðu ekki að baki landa vorra heima að andlegu at- gerfi, t. d., son fyrirlesarans Joseph Thorson, Skúla Johnson, Thorberg Thorvaldsson, Vilhjálm Stefánsson, Barða Skúlason o. fl. r ir, ekki einu sinni i ntstjornargrein um sínum, heldur líka í þvi að neita óknytta-grcinum og bulli, sem eng- an varðar, nema þann, sem ritaði. Ef ritstjórinn hefir ckki þessa hæfi- leika í fullum mæli, getum vér naum ast búist við góðu blaði. Ekkert hefir eins mikil áhrif a hugsunarhátt fólksins einsog blöð- in. Þctta vita pólitisku flokkarnir hér, og þess vcgna er það, að það eru þeir, sem halda úti blöðunum. Það er naumast hægt að ætlast til, að jafn fámennur þjóðflokkur og vér Vestur-íslendingar erum, getum æf- inlega haft menn með þvilíkum hæfileikum, til að vera ritstjórar fyrir vikublöðum vorum; enda er ekkert svipað því, að þeir, sem að jafnaði hafa haft ritstjórn á hendi, hafi haft þessa kosti. Og þótt svo hafi komið fyrir, að maður með nokkrum af þessum kostum hafí komist í ritstjórasætið, þá hefir hann verið látinn fara við fýrsta tækifæri. Því þessum blöðum er ekki haldið út til þess að segja sannieikann, — allan sannieikann og ekkert nema sannleikann. — A- byrgð sú, er hvílir á blaðaútgefend- um og ritstjórum, er mikil; en vafa- Síra Guðm. Árnason — Kvaðst efast um, að réttmætt væri að tala um nokkra vestur-ísl. menning. Um sérkennilega menn- ing væri að eins að ræða hjá þjóð með glöggri þjóðar-meðvitund. Vér Vestur-íslendingar værum að eins brot af þjóð. Sama snið væri á menningu í Ameríku og Norður- álfu. Blaðamensku vorri hér ábóta- vant; en benda mætti á galla lika í þeim efnum efnuin heima á íslandi. Stórskáld rituðu þar stjórnmála greinar, sem stjórnspeki myndi naumast finnast í; og eitt blaðið í höfuðstaðnum hefði nú um lengri tíma verið að flytja greinar um dularfull efni, svo endemis vitlaus- ar, að fátt mundi við jafna^t. — Að vísu hefði ritstjórum vorum hér verið sérlega ósýnt um, að velja sög- ur í blöðin, sem gildi hefðu; en liið sama brinni við á íslandi. Nýlega hefði þar verið gefin út bók, sem nefnd er “A refilstigum” (“The Jungle”, efiir Upton Sinclair). Þeg- ar sú bók var gefin út hér vestra, hafði hún þýðingu i þá átt, að fletta ofan af ýmsum ósóma í sambandi við slátur- og niðursuðuhús ýmsra auðfélaga í Chicago borg; en bók- mentalegt gildi hefði sú bók alls ekkert. — Nú eftir dúk og disk er þessi samsetningur gefinn út heima á íslandi. — Auðvitað stæðu Aust- ur-íslendingar okkur framar í ýmsu. Vér höfum engin söguskáld á mots við þá, og ekki nema eitt stórskáh (St.G.St.). — 1 mörgum atriðum hefði fyrirlesarinn haft rétt fyrir sér; en honum virtist það alt fegra, sem fjariægt er, en það sem liggur nær. Sira Bögnv. Pétursson — Sagði, að sér findist réttmætt, að tala um vestur-íslenzka menning. — Fyrstu bygðir ísiendinga hér í álfu hefðu verið svo afskektar, að þar hefði aðeins íslenzk tunga verið töl- uð, og þessar bygðir hefðu verið alt að þvi eins íslenzkar og sveitir heima á fslandi; svo að hér óx upp íslenzk þjóðlíf í amerískum jarð- vegi. Að eins yngra fólkið hefði tal- að enska tungu. Um hérlent fólk var talað í þessum bygðum sem út- (Framhald á 3. bls.) Hospital Pharmacy Lyfjabúðin sem ber af öllum öffrum. Komið og skoðiff okkar um- feröar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frímcrki og gegnum öffrum pósthússtörf- um. 818 NOTRE DAME AVENTTE Phone G. 5670-4474 L - ■ ,------JP Phone Mnln 5181 179 Fort SL FRANK TOSE Artist and Taxidermist SendIJ5 mfir dýrn hiifolSln, nem þlV vlljlft Ifita Mtop|»o fit. Kaupi stór dýrshöfut5, Elk tennur, og ógörfuö loöskinn og húöir. um ókeypis bækling meTi myndum. ■|r>tn __-*T—~— m D0MINI0N BANK Hornl Notre Dame ob Sherbrooke Stf. H5fo9M6ll nppl)...... VaraMjóhiir. . . Allar elgnlr. . _ 0,000.009 , _ . . $ . _____STHtOOOfOOO Vér óskum eftir viTJsklftum ver*- lunarmanna og ábyrgumst aö gefa þeim fullnœgju. SparisJóÖsdeild vor er sú stœrsta sem nokkur banki hef- ir í borginnl. fbúendur þessa hluta borgarlnnar óska aTJ skifta vi?J stofnun sem þeir vita a?J er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygglng óhlutlelka. ByrJITJ spari lnnlegg fyrir sjálfa yður, konu og börn. W. M. HAMILT0N, Ráðsmaður PHONE GAKRY 3450 Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. UUIIVN, elKandl Kunna manna bezt að fara meV LOÐSKINNA FATNAÐ VlbgertSlr og breytingar á fatnaSI. Phone Garry 1098 83 Isabel St. horni McDermot BETUR BÚINN TIL Bragð Betri,—er Betri í merkur eða pott flöskum. Helt hjá öllum verzlunarmönnum eða frá E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.