Heimskringla - 04.03.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.03.1915, Blaðsíða 4
 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. MARZ 1915. !■' • iiciinskringla (Stofnuð 1886) Etmnr út á hverjum flmtudegl. trtgefendur ogr elgendur THE VIKING PRESS, LTD. VertS blatSsins i Canada og Bandarikjunum $2.00 um áríö rirfram borgatS). ent tll lslands $2.00 (fyrlrfram borgatS). Allar borganlr sendlst rátSs- manni blatSsins. Póst etSa banka Avisanlr stýllst til The Viklng Press, Ltd. Ritstjdrl M. J. SKAPTASON Ráttsmaður H. B. SKAPTASON Skrifstofa 729 Sherbrooke Streel, Wionipeg BOX 3171. Talsfml Garry 4110 Fjármálaræðan. Fjármálaráðgjafi Ilon. Hugh Arm- strong lagði fram skýrslu um fjár- mál fylkisins og flutti um leið sköru- lega og snjalla ræðu, og var hvert á- heyrendasæti skipað í þingsalnum, þvi fjöldi fólks var saman kominn, «uk þingmannanna, að heyra ra'ðu hans. Hér verður að eins tekinn út- dráttur litill úr henni. En allir geta lesið hana i Winnipeg Telegram 24. febrúar sl. , Mr. Armstrong er æfinlega ljós •g skýr í máli. Það var sem sæti hann á fundi félags eins og skýrði fyrir félagsmönnum fjárhaginn, svo Ijóslega og flækjulaust, að hver og •inn sá, hvernig hverju centi hafði verið varið. Lýsti raðgjafinn því þegar yfir, að þrátt fyrir striðið væri fjárhagur fylkisins sérlega góður, svo að hvergi væri hann betri i nokkru fylki Canadaveldis. Tekjur hefðu reyndar minkað; en þó gæti hann •ýnt þeim, að tekjurnar væru meiri •n útgjöldin, svo að munaði $18,766 •g 44 centum. Þetta væri þó i raun- inni ekki alveg rétt, því eiginlega væri tekjuafgangurinn meiri, því að 956,331.65 hefði verið lagt í vara- •jóð, en eiginlega mætti telja það með tekjuafgangi og væri það gjört, 1>* væru hinar vanalegu tekjur $75,- 108.09 meiri en útgjöldin. En hvað aukatekjurnar snerti (consolidpted revenue), þá væru gjöldin meiri en tekjurnar, og munaði $126,465.54. Skýrði Mr. Armstrong þá vandlega eðli og tilgang varasjóðsins og sýndi, hve nauðsynlegtr hann væri fyrir fylkið. Hann veitti fylkinu lánstraust. Gat hann þess, að öll •kuldabréf fylkisins (stock issue) væru nú upp á $11,266,333.33. En Þegar til lúkningar skuldarinnar kæmi, þá hefði varasjóðurinn gjört það að verkum, að ekki þurfti að borga meira en $5,913,389.17. Afföllin á tekjunum hefðu inest rerið á erfðaskattinum. Það hefði ▼erið áætlað, að fylkið myndi taka inn undir þeiin tekjulið $500,000; en það urðu að eins $283,480.53. Og að auki $300,000, sem ennþá eru Atistandandi, en /rust-félögin standa í ábyrgð fyrir. Ef alt hefði gengið til *em vanalega, þá var Mr. Arm- •trong sannfærður um, að tekju- grein þessi hefði verið meiri, svo að munaði $200,000. En einsog stæði ▼ildi stjórnin ekki ganga hart eftir ákuldum þessum; það væri engin hætta á að tapa þeim. Hann mintist á sölu skuldabréfa fylkisins í New York. Það væri í fyrsta sinni, sem fylki þetta hefði leitað á peningamarkaðinn í New York. En þeim hepnaðist svo vel, ■ð selja þar skuldabréfin, að það einmitt sýndi, hve fjárhagur fylkis- ías stóð á föstum fótum. Kaupend- ur skuldabréfanna grensluðust ná- kvæmlega eftir fjárhag fylkisins, áð- wr en þeir keyptu þau, og komust fljótt að þvi, að þar var ekkert að Attast. Mr. Armstrong fór glögt og ná- kvæmlega út í það að sýna, hvað stjórnin hefði haft afgangs útgjöld- «m þessi 14 ár, sem hún hefir setið •ð völdum. Gjörði hann mönnum Ijóst, að afganginum hefði verið var- ið til hinna miklu, nýju og skraut- legu bygginga, sem stjórnin hefir látið reisa í fylkinu og nú eru fylk- isins eign. Þetta atriði var nokkuð mikilsvert, því að andstæðingar ■tjórnarinnar hafa ▼erið að hampa þvi, að stjórnin hefði $7,000,000.00 eða vel það i peningum nú. En! þarna sýndi fjármálaráðgjafinn, hvar þessar sjö millíónir væru nið- ur komnar. Mr. Armstrong lauk svo ræðu sinni með því, að tala um vatnsafl fylkisins, og hvernig hugsandi væri að nota það á eftirkomandi tima, og gat hann þess, að Dominion stjórn- in hefði orðið ásátt við Manitoba- stjórnina um það, að selja ekki eða leigja neitt af afli þessu, án þess að ráðgast um það við stjórn fylkisins. Kvenfrelsismálin. Til skýringar á leiðréttingar-grein Mrs. Guðrúnar Pétursson, vil cg geta þess, að með auglýsingunni frá Political Equality League, sem Hkr. tók, fylgdi prentuð grein, og var þar skýlaust tekið fram, að þetta is- lenzka félag, sem Mrs. M. Benedicts- son stofnaði, væri nú ekki lengur til. Það er þvi ekki ritstjóri Heims- kringlu, sem ber ábyrgðina, heldur félagið sjálft, Political Equality League, sem lét prenta þetta fyrst á ensku og bað svo Heimskringlu að taka það. Oss er lítið kunnugt um Potitical Equality League og vitum ekkert hverjir eru i Canadian Suf- frage Association. En eftir grein Mrs. Pétursson, sem birtist á öðrum stað í blaðinu, litur svo út, sem hið islenzka kvenfélag hafi horfið inn í það félag. Vér vitum eiginlega ekk- ert um þetta umbeiðslu-skjal, eða hvort á því eru hundruð eða þús- undir nafna. En alt fyrir þetta tök- um vér fúslega og stillilega þessari leiðréttingu, þvi vér höfum verið meðmæltir jafnrétti kvenna og látið það í ljósi oftar en einu sinni. Það er ljóst sem dagurinn, að Mrs. Guðrún Pétursson þarf að snúa sér til Political Equality League hér í bænum og láta félag það kannast við, að islenzka félagið er lifandi en ekki dautt. Það er æfinlega leiðin- legt, að vera talinn dauður meðan liftóran blaktir i manni. Vér viljum gjarnan vera lausir við deilur i þessu máli og kemur málið ekki vitundarögn við úr þessu. — Þær verða að gjjöra út um þau sin á milli, konurnar. Seinni hluti bréfsins er pólitik,— fyrst dálítið persónuleg. Vil eg taka fram um herbergið eða salinn, þar sem stjórnarforjnaðurinn tók á móti nefndinni i. Það er salur eða skrif- stofa eða bara stofa, þar sem vana- legt er að taka á móti öllum nefnd- um, sem koma að heimsækja stjórn- ina, og einmitt nú, þegar kvenfólk- ið er að heimta jafnrétti við karl- mennina, þá má það ekki kvarta, þó að því sé gjört jafnt undir höfði og karlmönnunum. Þarna hafa þeir komið á fund stjórnarformannsins ár eftir ár og sumir staðið, þeir, sem ekki gátu sæti fengið að minsta kosti og aldrei hefir það komið fyrir, að salurinn hafi ekki rúmað nefndina. En við því gat ekki Mr. Roblin gjört, að mikill múgur manns fylgdi nefnd inni á fund hans, og kvenfólkið hef- ir náttúrlega ekki getað gjört við því, að svo margir skyldu fara með þeim af forvitni, að heyra hvað þar gjörðist. Herbergi þetta gctur tekið á móti einum 40 manns og mannfleiri hefir nefndin tæplega verið. En siðleysi köllum vér það af óviðkomandi mönnum, að troðast inn með nefndinni og gjöra henni þannig óhagræði og ama. Hvað undirtektir Mr. Roblins á- hrærir, þá getur kvenfólkið ekki kvartað yfir þeiin. Þær vissu, að persónulega var hann á móti því, fyrir ári siðan, að veita konum bón sína, enda var þá fremur sótt af kappi og hörku mál þeirra en forsjá. En hið fyrsta skilyrði fyrir, að þær fái rétt sinn, eða eigi það skilið að fá hann, er að viðurkenna, að hrer maður hafi rétt til sannfæringar sinnar, geti hann rökstutt hana. Þá er fyrir þær að hrinda rökunum, en hlaupa ekki á persónuna. En nú tók Mr. Roblin eins þiðlega og mjúklega á móti þeim einsog mögulegt var að hugsa sér. Hann lofar þeim að yfirvcga málið, lofar að leggja það fyrir ráðaneyt- ið; segir þeim beint út, að það sé ef til vill mögulegt að sannfæra sig. Hann hrósar þeim fyrir kurteisi og hógláta meðferð málsins. Þser hafa þarna unið svo mikið, að enginn hefði búist við þvi fyrir ári síðan. En þær mega ekki undrast yfir því, þó að Mr. Roblin sjái torfærur á leiðum þessum. Það er alt annað mál, að vcita konum jafnrétti á ís- landi.Svíþjóð, Noregi eða hér í landi f þessum löndum er að eins ein þjóð með líkum hugsunarhætti og jafnari mentun, sérstaklega á fslandi, þar sem að eins eru um 80 þúsund ibú- ar, og mentun kvenna þar nokkurn- vegin sæmileg, þær kunna að minsta kosti allar að lesa og skrifa. En hvernig er það hér? Hér eru ótal þjóðflokkar á mjög mismunandi mentunarstigi. Sumir vel mentaðir, sumir laklega og sumir lítið sem ekkert, bóklega að minsta kosti. Hér er fólk í stórhópum úr öllum lönd- um Norðurálfunnar. Vér íslendingar þekkjum ekki nema suma þeirra, af þvi að vér tölum ekki tungur þeirra. Hér eru t. d.: Serbar, Tyrkir, Grikk- ir, Búlgarar, Rúmenar, Slovakar, Csekar, Slovenar, Ruthenar, Pól- verjar, Ungverjar, Svertingjar og Múlattar, Halfbreeds og Indíánar.— Um mentun margra þessara flokka vitum vér lítið; sumir eru mentaðir, sem kallað er, eða kunna að lesa sitt eigið mál og klóra nafnið sitt; en hjá mörgum er hún mjög lítil, og af því, að konur hjá þjóðum þessum hafa verið i niðurlægingu, þá eru þær vanalega miður mentaðar, en karlar þeirra, eða með öðrum orð- um: hvorki læsar né skrifandi. Þeg- ar nú svona undir eins á að fara að skipa öllum þessum konum á sama bekk og gjöra þeim jafnt undir höfði, eða fá þeim hið sama vopn í hendur, þá geta komið fram ýmsar spurningar, hvort sambúðin geti orðið farsæl, með habridunni og hinni hvítu hefðarfrú, með svert- ingja konunni og Indíána stúlkunni og hvítu stúlkunni á silkikjólnum. Þetta er ábyrgðarhluti, og alt ann- að en þar, sem menn eru af sama kyni og með sömu tungu, svo að hver skilur annan, eða sömu lifnað- arháttum. Hér eru lifnaðarhættir þeirra svo ólikir, að þar er himin- geimur á milli: Sumar búa í 20,000 dollara höllum, en aðrar i loggakof- um, eða skinntjöldum. Óg kröfurn- ar til lífsins eru hjá þeim ennþá meira mismunandi, en hið ytra út- lit. Og ef að öllu þessu væri svo hleypt saman í einn kosningaslag, þar sem engin skilur hugsanir cða tilfinningar annarar, ekki einu sinni tungur þær, sem talaðar eru, hverj- ar yrðu afleiðingarnar? það er varla hugsandi til þess. En þegar á þetta er litið, þá má þær ekki undra, konurnar, þó að Mr. Roblin sé hikandi. Hefði eins verið ástatt á íslandi, þá hefðu land- ar þar verið hikandi, að veita kon- um jafnrétti. En það er einsog menn heimti, að Mr. Roblin eigi að vera fyrstur allra í allri framfaralöggjöf. Það hafa engin áhlaup verið gjörð á stjórnarformenn hinna fylkjanna, út af þvi, að veita ekki konum jafn- rétti, og engum þeirra komið það til hugar. Það hefir hvergi nokkurs- staðar hér nærlendis, og þó viðar væri leitað, verið gjört jafnmikið fyrir bindindismál og Mr. Roblin hefir gjört með lokun hótela og vín- söluhúsa og local option. Ekkert fylki hcfir lög, sem komist nokkuð nærri lögunum hér. í miklura meiri- hluta fylkisins er vinbann, og það er skýlaus stefna stjórnarinnar, að gjöra sitt til, að loka öllu fylkinu fyrir vini með local oplion. Þær mega vita það, konurnar, að ef að Mr. Roblin snýst á sveif einhverja, þá er hann þungur á henni. Og það væri meira varið í það fyrir konurn- ar, að hafa hann með sér, þó að einn væri, en hcilan hóp »f gjálfurmönn- um. Eg er ekki að rita þetta i þeim skilningi, að setja út á ritgjörð Mrs. Guðrúnar Pétursson, heldur af þvi, að eg er meðmæltur málstað kvcnna og vil að hann hafi sem bezta og lið- ugasta göngu. Konur eiga að hafa jafnan rétt við kartmenn, en um leið jafnar byrðnr, jafnar tkyldur. Hitt er annað, að eg þykist sjá margar torfærur á leið þeirra, sem flestar byrja, þegar rétturinn er fenginn. Og hér á útkjálkunum og i þjóða- samsteypunni, geta mörg þau spurs- mál komið fram, sem ekki þekkjast þar, sem allir eru af sama þjóðcmi, með sömu tungu, sömu lifnaðarhátt- um, líkri menningu, og meira eða minna likum hugmyndum. Það væri óskandi, að þetta gengi alt sem allra bezt, og þökk á Mrs. Pétursson skil- ið fyrir áhuga sinn og starfsemi fyrir málefni kvenna; hún er ötul og frmakvæmdarsöm og væri osk- andi, að hún starfaði lengi og far- sællega bæði i þeim málum og öðr- um. , Eimskipafélag Islands. Vera má það innilegt gleðiefni öllum þeim íslandsvinum, sem með hlutakaupum i þessu félagi, hafa stutt að því, að siglingalegt sjálf- stæði (slands er nú orðinn sannur veruleikí. “Gullfoss” tekið til starfa. Sú fregn hefir borist vestur um haf, að Suðurlandsskipið, sem nefnist “Gutlfoss”, hafi komið til fslands þann 26. febrúar sl., fermt vörum til landsins. Norðurlandsskipið, sem á að heita “Goðafoss” er og langt til fullgjört, svo að ætla má, að það verði bráð- lega i förum milli landa, og er þá félagið í fullri starfrækslu, nákvæm- lega á þeim tima, sem upphaflega var ákveðið. Fjárlánið fengið. Lántaka félagsins utanlands hefir og gengið æskilega og samkvæmt upphaflegum samningum, svo að hægt er að greiða verð beggja skip- anna að þeim fullgjörðum. íslands hluthafar borga að fullu. Hluthafar félagsins á íslandi hafa þegar fyrir nokkru borgað að fullu alt hlutafé sitt, sem er nokkuð á fjórða hundrað þúsund krónur. Vestur-íslendingar á eftir. Það tekur íslands-nefndin fram í bréfi til bankastjóra Th. E. Thor- steinssonar, féhirðis Winnipeg- nefndarinnar — nú nýkomnu hing- að —, að sér “þyki leitt, að ekki skuli ganga greiðar með innborgan- ir á hlutafénu vestra, og verði hún þvi enn á ný að biðja nefndina hér, að gjöra alt, sem i hennar valdi standi til þess að afborganir fari reglulega fram einsog um var sam- ið”. í þessu sambandi óskar íslands- nefndin þess, að hún megi gefa út ávisanir á hlutasölu-nefndina hér fyrir 4 þúsund dollars, sem borgist 15. apríl næstkomandi. í tilefni af þessu hefir Winnipeg- nefndin nýlega átt fund með sér, til þess að ihuga umkvörtun og tilmæli (slands-nefndarinnar. Á þeim fundi var samþykt, að verða við tilmælum (slands-nefndarinnar, I því fulla trausti, að vestur-íslenzkir hluthaf- ar reyni af itrasta megni að greiða áfallnar hlutaborganir sinar til fé- hirðis nefndarinnar hér, svo tím- anlega, að féð verði til hans komið fyrir 15. apríl næstkomandi. öllum hlýtur að vera það ljóst, að einmitt nú er fjárþörf Eimskipafé- lagsins afar brýn, og vér megum ekki skorast undan þeirri skyldu vorri, að borga það af hlutafé voru, sem vér erum frekast færir um að greiða, og nú er fallið í gjalddaga. (slands-nefndin hefir i samning- um sinum öllum og fjárhagslegum útreikningum algjörlega reitt sig á hlýhug vorn til félagsins og gjald- þol vort, til þess að standa í skil- um, ekki siður en þeir, sem búsettir eru á (slandi. (slenzkir hluthafar hafa reynst skilvísir. útlendir auðmenn hafa staðið nákvæmlega við loforð sín um lán til félagsins; og þeir, sem að sérstöku smíði skipanna hafa unnið, hafa einnig staðið við samning sinn við félagið. Vestur-íslendingar einir standa völtum fæti á sviði skilvís- innar við félagið. Þess vegna send- ir stjórnarnefnd félagsins hingað hverja umkvörtunina á fætur annari og þess vegna hefir hcnni hug- kvæmst það ráð, að senda á oss á- vísan fyrir nokkrum hluta þess fjár, sem átt hefði fyrir nokkru að vera i hennar höndum, en hefir til þessa tíma ekki greiðst. í raun réttri stendur málið hér vestra þannig, að ýmsir þeir, sem leyft höfðu, að láta rita nöfn sín fyrir hlutakaupum, hafa enn ekkert borgað í þeim hlutum, og sumir beint út tjáð sig fráhvorfna kaupun- um; aðrir eru ekki finnanlegir, svo tilkynninga-bréf, sem þeim eru send koma ekki til skila, en mennirnir gefa sig ekki fram til greiðslu á af- borgunum sem þeir skulda. Nýjir hluthafa óskast. Af þessu leiðir, að um 25 þúsund króna virði af hlutum þarf enn að seljast hér vestra, svo að fullnægt verði óskum íslends-nefndarinnar, og til þess verða nýir hluthafar að bætast félaginu. Alvarleg áskorun. Winnipeg-nefndin skorar þvi hér með alvarlega á alla þá hluthafa, sem ennþá eiga ógreiddar afborgan- ir á hlutum þeirra, að þeir nú reyni af ítrasta megni, að sinna kröfum félagsins og þörfum, með því að greiða áfallnar afborganir af hlut- um þeirra til féhirðis vors hér, svo timanlega, að hægt verði að mæta 4,000 dollara ávisaninni þann 15. april næstkomandi. Sömuleiðis óskar nefndin, að þeir, sem unna stofnun félags þessa og finna sig efnalega færa til þess að styrkja það, vildu gjörast hluthaf- ar í félaginu sem allra fyrst, og að senda hlutapantanir sínar með af- borgunum til féhirðis nefndarinnar hér. Hlutabréf félagsins nú útgefin. Látið Skal þess getið, að nýkomin eru hingað vestur lögformleg hlut- eignarbréf til allra þeirra, sem bún- ir voru að borga hluti sína að fullu svo tímanlega, að féð væri komið í umsjá stjórnarnefndarinnar i Rvík við árslokin síðustu. Framvegis verða hluteignarbréfin send til hluthafa hér eins ört og fullborgan- ir frá þeim koma i hendur stjórnar- nefndarinnar í Reykjavik. Winnipeg, 1. marz 1915. B. L. Baldu’inson. Mœling hitaeininga. Uppfinding Thorbergs Thorvalds- sonar, prófessors við háskóla Saskatchewan fylkis. 1 febrúarheftinu af Journal of the American Chemical Society er prent uð grein ein, sem hlýtur að hafa mikla þýðingu fyrir allar efnafræð- is rannsóknir, og er einn af höfund- unum herra Thorbergur Thorvalds- son, sem nú er prófessor við háskól- ann í Saskatchewan. Um það, hvað mikilsvirði þessi uppgötvun Th. Thorvaldssonar sé, geta menn ráðið af ritdómi Dr. N. S. Davis við háskólann í Manitoba, í blaðinu The Manitoban. Dr. Davis farast þannig orð: “Til þess að geta metið, hve mik- ils virði þessi uppgötvun sé, þarf fyrst að gjöra mönnum það ljóst að í mörg ár hafa efnafræðingar um allan heim verið í vandræðum hin- um mestu, að mæla einingar hitans. I Vísindamenn á Þýzkalandi komust að alt annari niðurstöðu en vísinda- menn á Frakklandi eða Rússlandi. Og oft var það, að ef að þeir reyndu aftur að endurtaka hinar sömu til- raunir sínar, þá komust þeir að alt annari niðurstöðu, en þeir höfðu sjálfir fengið rétt áður. Varð úr þessu glundroði mikill og óvissa. Hvar, sem þessar tilraunir eru gjörðar, þá eru þær allar komnar undir því, að finna rétt hitastig á hitamælana. Hnífréttir hitamælar til þessa eru lögákveðnir (standard- ized) í Frakklandi, Þýzkalandi og nú seinast i Bandaríkjunumá skrif- stofum þjóðarinnar, sem stjórnin hefir eftirlit með, og eru þeir seldir háu verði. Efnafræðingar hafa bor- ið fullkomið traust til þeirra. Það var sem heiðindómur og óhæfa, að hafa hinn minsta grun á verkfærum þessum. Thorvaldsson gjörði nú margar tilraunir eða mælingar, er voru ná- kvæmari, en nokkrar mælingar, sem áður hafa verið gjörðar, en komst að fullri vissu um, að niðurstaðan var óskiljanleg og óskýrandi, nema þvi að eins, að hinir lögboðnu frönsku og þýzku hitamælar væru rangir eða ónákvæmir. En h;.nn lét ekki hér við staðar nema, heldur fann hann upp alveg nýja aðferð til mælinganna, eða hvernig hitamælar þessir skyldu gjörðir. Og þegar hann fylgdi þessari hinni nýju að- ferð sinni, þá fyrst gat hann gjört nákvæmar mælingar, sem ekki skeikuðu. “óðara var farið að nota þessa nýju aðferð hans, og urðu menn þess þá visari, að við það skýrðist margt, sem hafði verið óskiljanlegt áður. Og það er meira: Það er eins og þetta sé byrjunin á algjörðri bylt- ingu á nýrri tíma “Thermo-Chem- istry”. “Dr. Thorvaldsson er fæddur á íslandi, og kom ungur hingað til Canada. Hann gekk á Wesley Col- lege í Winnipcg og varð Batchelor of Arts árið 1906- Fór hann síðan til Harvard háskóla við Boston, Mass., U.S.A., og varð þar Doctor í heimspeki árið 1911, og tók að verð- launum Sheldon Travelling Fellow- ship. Næstu tvö árin fékst hann við nám á Englandi og Þýzkalandi. — Árið 1914 fór hann til Harvard aft- ur, og tók að vinna þar í félagi við Prof. T. W. Richards við það, að halda áfram rannsóknum í Thermo- Chemistry, og árangurinn af rann- sóknum þessum er sá, sem getið er um hér að ofan. “Nýlega hefir prófessor Richards við Harvard háskóla skrifað hon- um, að allir þeir, sem hjá sér lærðu, væru að fást við rannsóknir þessar, og gat Thorvaldsson þess við rit- stjóra blaðsins Phoenix í Saskatoon, að ef þessi aðferð hin nýja reyndist vel, þá mundi hún víða verða upp- tekin, því hún væri létt numin og handhæg. Joffre yfirhershöfðingi Frakka, Menn eru nokkuð farnir að kynn- ast honum, þessum þögúla, ötula og varkára, en stálharða hershöfðingja Frakka. Sumir líkja honum við Napóleon gamla. En þeim er eigin- lega ekkert sameiginlegt, og hern- aðaraðferð þeirra er svo ólík, sem nokkuð getur verið. Napóleon hefði aldrei barist einsog Joffre gjörði við Marne og Aisne. Einfeenni Napóle- ons voru þau, að koma óvinum sín- um að óvörum, ráðast á þá þar, sem þeir áttu ekki von á neinni árás. — Það er nú orðið ómögulegt. Flug- mennirnir sjá nú úr lofti ofan, hvar herskararnir fara og geta i tækan tima gefið vinum sínum vitneskju um það, hvcrt þeir stefni. Allir eru því viðbúnir. Nú snúast herflokkarnir hver um annan, og hver veit af öðrum. öll striðsaðferð er breytt orðin. Joffre sést varla nokkurntíma á hestbaki, einsog Napóleon, en meirihlutann af degi hverjum er hann í hrað- skreiðum mótorvagni, frá einum enda fylkinganna til annars, og öku- maðurinn dugir honum sjaldan lengur en hálfan daginn, þá verður annar að taka við. En þegar hann er ekki á ferðinni, j)á situr hann yf- ir landabréfum inni i bóndabæ ein- hverjum eða í hlöðu, eða í ein- hverri skotgröfinni að baki her- deilda sinna, og með honum heill hópur aðstoðarmanna hans og hers- höfðingja. Þar hafa þeir kortin á stórum borðum og merkja þar á með prjónum hverja hersveit sína og ó- vina sinna. Þangað liggja svo raf- þræðir frá öllum herdeildunum, og nú færa þeir til prjónana með flögg- in, einkum ef bardagi er; og vilji þeir láta eina eða tiu herdeildir færa sig til og ráðast á óvinina, þá senda þeir skipanir með rafþráðum eða loftskeytum til foringjanna, og þegar deildin er komin á nýjan stað, þá er prjónninn sá fluttur á kort- inu. Þarna veit Joffre á hverri mín- útu hvar hver einasta deild þessara 2 millíóna Frakka er á liinum langa vígvelli, og þurfi hún hjálpar við, þá er hjálpin komin á stað á sömu mín- útunni frá sveitum þ eim,sem eru á bak við þá, sem eru i skotgröfunum. Aldrei má Joffre fara svo langt frá þessum stöðvum, að hann geti ekki innan fárra mínútna fengið fregnir um það, ef að eitthvað sérlegt bæri við, eða ef að Þjóðverjar gjörðu skyndilega áhlaup. Napóleon átti hvorki kost á jafnskjótum sendiboð- um og rafmagnið eða loftskey.tin eru og ekki heldur á öðrum eins njósnarmönnum og flugmennirnir eru, sem heita mega altsjáandi eða alskygnir. — Það eitt er líkt með þeim báðum, að Joffre er heldur smár maður og feitur nokkuð, eins- og Napóleon var á fyrri árum. Er það nokkuð einkennilegt, að flestir hinir mestu hershöfðingjar heims- ins hafa verið smáir menn, svo sem Alexander mikli, Gengiskan, Atli Húnkonungur, Genseric, Tamerlan, Pipin litli — voru allir litlir vexti og sumir haltir. Joffre er enginn hégómamaður og hirðir ekkert um lofgjörð blaða- mannanna; honum er meinilla við allan vind og blástur; hann er ekk- ert gefinn fyrir að sýnast. Honum er alveg sama, hvort hann er hafinn upp til skýjanna, eða hann er atyrt- ur og skammaður. Hann fyrirlítur orðróminn. Það sem honum er ant um, er að gjöra skyldu sina og vera að gagni. En þó að hann skifti sér ekkert af því, sem um hann er sagt, þá lítur hann eftir öðrum og hlustar á leið- beiningar annara, og er sérstaklega kurteis. Hann er mjög vandlátur að því að öll fyrirtæki séu vel hugsuð út í æsar, hvert eitt einasta smáat- riði; og einmitt fyrir það hefir hon- um aldrei verið “á kné komið”. Hann er þjóðveldismaður og fri- múrari. Það, sem hann fyrst lagði mikl» áherzlu á, var það, að fá góða fyrir- liðasveit (gencral staff). Er sagt að hann hafi hina skörpustu og gáfuð- ustu fyrirliða, sem til eru á Frakk- landi, og hlýða þeir honum orða- laust og tafarlaust. Alla pólitík hef- ir hann þverbannað í herbúðunurm. Og beztu hershöfðingjar hans og að- stoðarmenn eru andstæðingar hans i pólitík. Mest traust ber hann til hershöfðingjanna De Castelnau og Pau, hins einhenta. Fimm yfirhers- höfðingja rak hann undir eins og hann tók við yfirstjórninni og fjölda annara, sem höfðu fengið stöðu sina •fyrir fylgi hinna pólitisku flokka.— Hann vildi ekki taka í mál, að hafa þessa inenn. Uppgangur Joffre. Hann varð baccalaureus (Batche- lor of Science) 16 ára gamall; 17 ára gamall fór hann á fjöllistaskólann. Þá koin striðið 1870. Fékk hann þá þegar orð á sig fyrir framkomu sina og var gjörður að undirforingja; síðan var hann látinn fara að byggja víggirðingar. Um Parísarborg var hann látinn starfa að víggirðingum og likaði Mac Mahon hershöfðingja það svo vel, að hann gjörði hann að kaptein, þcgar hann var 22. ára. Úr þvi fékst liann mest við þetta starf, og tókst svp vel að byggja varnar-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.