Heimskringla - 04.03.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 04.03.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 4. MARZ 1*15. HEIMSKRINGLA Bl-A. 5 • • Vér afgreiöum yöur fljótt og greiöilega og gjörum yöur í fylsta máta ánægöa. Spyrjiö þá sem verzla viö oss. THE EMPIRE SASH AND DOOR C0„ LIMITED Phone Main 2511 Henry Ave. East Winnipeg Spánnýr Vöruforði vigi i hinum mörgu nýlendum Frakka, að hann fór að verða hrædd ur um, að hann myndi aldrei annað gjöra, það sem eftir væri æfi sinn- ar, en framar öllu öðru langaði hann til að stýra herliði. Loks var honum falið það fyrst í Cochin China (Suður-Kina), og síð- an í Soudan i Afriku, og fórst hon- um hvorttveggja vel. Síðan varð hann prófessor i þessari aðalfræði- grein sinni, vélafræði og víggirðing- um, og kendi á hcrmannaskólanum í Fontainebleau, skamt frá Paris og munu víst fáir lærisveinar hans þar hafa ætlað það, að hann myndi sið- ar verða yfirhershöfðingi yfir öllu herliði Frakka og mest metinn allra manna á Frakklandi. Hann er svo blátt áfram og hrokalaus, og laus við alla tilgjörð og spjátrungshátt; þess vegna var hann i litlu afhaldi hjá fínu frúnum og dansmeyjunum. Hann var ekki þeirra maður. Hann var hermaður og vísindamaður um leið. Og hann skildi hermennina svo vel og vissi, hvað hann gat heimtað af þeim, óbreyttu liðs- mönnunum. Hann er stuttorður og fáorður, og sem dæmi þess er ávarp hans til hermannanna i Marne bar- daganum mikla og langa. Það er á þessa leið: — “Þér verðið að deyja, heldur en að hopa undan. Löðurmenska þol- ist ekki". Þetta er mjög ólikt þvi, er Napó- leon ávarpaði hermenn sina, sem að vísu ætíð var einkennilegt og bar vott um frábæra vitsmuni. Þau voru skáldleg, ávörpin hans, en æf- inlega full af stóryrðum og fagur- gala. Menn þektu Joffre svo sem ekk- ert, þegar hann tók við yfirher- stjórn og fáir til þess að gjöra höfðu heyrt hann nefndan. Þegjandi hafði hann uunið og starfað öll þessi ár. Nú eru menn farnir að geta sér til þess, að Frakkar muni að stríð- inu loknu taka sér konung eða keis- »ra, annanhvorn þeirra: Albert Belgakonung eða Joffre. En fyrst og fremst er það óvist og svo hitt, að líklega kærir sig hvorugur um það. BÆKUR. Hreinasta furða er það, hvað ís- lendingar hér halda út að koma bókum á markaðinn, öðrum eins örðugleikum og þau fyrirtæki eru þó bundin. Fyrst eru kaupendurnir hér fáeinar hræður, og fer altaf fœkkandi eftir því, sem lengra lið- ■r, jafnvel meðal eldri kynslóðar- innar. Auk þess feikna annmörk- nm háð öll viðskifti, sem yfir liafið liggja, hvort heldur að sækja heim prentun eða sölu. En prentun ókleyf hér vegna dýrleika, þó verra verk en heima. Þá er ægilega þreytandi staut við alla útsendingu með prívat bréf- um til ótal manna, meir og miður kunnugra, til áheits um aðstoð við útsöluna. Gengur næst kosninga- hríð að fyrirhöfninni til, en stendur að eins margfalt lengur. Ekki er að ræða um útgefendur; heldur verður hver höfundur að standa útgjalda- strauminn af sinum andans afurð- um. En svo er hvergi hjá siðuðum þjóðum. Hitt hefir að eins til viljað, að efnarýrum hefir verið “hjálpað” af fjáðari vildarmönnum, vanalega þá að eins með láni fyrir kostnað- inum. Fyrir alla armæðuna fær höf- undurinn stundum borgaða prent- un, pappír og burðargjald, oft eftir æði langan tíma; stundum ekki nema nokkurn part af “útlögðum eyri”. Ritlaun eða laun fyrir ómök i útgálfunnar þágu fást aldrei. Tveir hafa þó enn á ný lagt á vað- ið (eða vaðleysuna). • • • /. Þorskabitur. Eg minlist fyrir ekki als löngu á ritlinga eftir tvö af skáldunum okk- ar, St. G. St. og Þ. Þ. Þ. — Nú er sá þriðji fram kominn: Þorskabítur; alkunnur orðinn af Ijóðum sínum fyrir fáum árum, og uppáhald eink- um frjálslyndra alþýðumanna. Er útgáfa þessi gjörð að tilhlutun Borg- firðingafélagsins, er stendur straum af verkinu (prentun og útsölu), og leggur féð fram; — þó að eins að láni léð. Er útgáfan gjörð heima, og hefir verið rúmt ár á leiðinni frá því handrit var heim sent; sjálf- sagt meðfram stríðinu að kenna. — En dágóður er líka frágangurinn, þegar bókin kemur, bandið snoturt og prentun þokkaleg. Gallinn helzt sá, að prentið er of smátt. Verður bókin þvi bæði of lítil í sniði, og nær ekki heldur viðunandi þykt; því pappirinn er þunnur. Það er tæpast hægt að segja, að Þorskabítur sé mjög einkennilegur höfundur, þótt víða sé hann snjall- máll. Virðist hann einkum hafa orðið fyrir áhrifum af þeim Stgr. Thorsteinssyni og Þorst. Erlings- syni, einnig Gröndal. Skoðanirnar alveg samstæðar við skoðanir Þor- steins. Hefir þó óvíða náð þeim létt- leik í meðferð, sem Erlíngssyni var gefin; ekki heldur hinum hrífandi liáðblæ hans, né inargbreytni. Brag- arhættirnir eru mestmegnis algeng- ir átta linu bragarhættir. Efnið i ljóðunum yfirleitt er á- deilur á trúar-þröngsæi og rangan þjóðfélagsanda. Auk þess mikið af hugleiðingum als konar. Fagrar lýs- ingar á stöku stað, en fátt um sterk áhrif. Mörg erfiljóð; og eru þau yfir- leitt bezt gjörð. Skal þar einkum til- tekið erfiljóðið eftir Árna hrepp- stjóra á Oddstöðum; afbragð að öllu leyti, efni, hljóm og orðalagi.— Ástaljóðin hefir höfundi mistekist mcð, í samanburði við önnur efni. Hugfrelsi og hreinskilni skín út úr hverju ljóði, og þó fyrst og síð- ast: skynsemi. En talsverður ágalli er það, hvað höfundur er langorður víðast. Slikt hefir einkum loðað við ýms alþýðuskáld. Sárfá kvæðin hafa eiginlega lyfting í sér fólgna. En hljómurinn er ágætur, rétt alstaðar, og orðalagið snjalt og smellið. Á stöku stað verður þó vart við gam- aldags alþýðublæ á máli, til óprýði. Mjög óviða fyndni. Þó bregður henni fyrir. T. d. að nefna kvæðið “Himnaförin”. Yfirleitt mætti vafalaust segja það með jöfnum rétti um Þorskabít, sem sagt hefir verið um St. G., að ljóð hans séu fremur snjallar ritgjörðir og lýsingar i stefjum, heldur en eig- inleg orðamálverk. Má vafalaust segja það um Þorskabít um fram flesta okkar menn eystra sem vestra, að skáldskapur hans sé skynsemis- ljóð (sbr. skynsemistrú). En þó ljóðasafn þetta heri, ef til vill, eigi í sér mjög mikið af skáld- skap í allra hæstu merking, þá er liinú óneitandi: Bókin er sómi is- lenzkum alþýðumönnum, hvar sem hún fer; og Þorskabítur lnngbezta skáld íslenzkt vestan hafs af þeim, sem engrar skólagöngu nutu (og þótt miklu fleiri væru taldir), — að einum undanteknum, Stefáni G. * ¥ * II. Þá er nú sira Rögnvaldur með ferðalýsingar sinar. — Það er oft eins og rauð dula sé hrist framan i naut, ef einhverju er haldið á lofti eftir Únítara, ekki þá sízt, ef Úni- tara-prestur á i hlut. Hefir þau áhrif á allan földa lútherskra hér. Meðan þessar lýsingar komu út í Heims- kringlu, varð eg þess þó var, að fjölda fólks af lesandi kynslóðinni (sú yngri vitanlega undanskilin) likaði greinarnar mætavel; saknaði þeirra, þegar höfundurinn varð að hverfa frá blaðinu, og þær hættu að koma út Hér áttu hlut að lúth- erskir sem aðrir. Bendir á ,að eitt- hvað hafi verið við þessar frásög- ur. Eg hefi lesið ekki svo mjög fáar ferðalýsingar, að öllu samanteknu. Einkum enskar, þýzkaf og danskar frá íslandi. Svo frá ýmsum öðrum löndum og álfum, á þeim fáu mál- um, sem eg skil (sumar þá þýddar af öðrum tungum); þar í bækur þeirra Stanleys, Nansens og Hed- ins. Flest á islcnzku i ferðasögu- formi nú siðari árin, hvort heldur bækur eða blaðagreinar; hér um heimferðir, heima úm utan- og hingað-ferðir, svo og innanlands beggja vegna (þar á meðal frásagan um veitingar á “heimili” allra “hjóna” í Álftavatns-, Mountain- og Argyle-bygð (i Lögbergi), — sem ágætt þótti, helzt þó auðvitað “hjón- unum” sjálfum; einnig umgangs- lýsingar búförumanna, svo sem Sig- urðar alþýðukennara Þórólfssonar og Þórhalls bibliulesara Björnsson- ar milli góðbænda um sláttinn heima; “Kring um Manitobavatn”; og svo síðast en ekki sízt ferðasög- ur þeirra Sigfúsar Pálssonar, Arin- björns og Aðalsteins). Þetta gjörði nú talsverðan búnka á borði. Segi eg það þó sizt mér til miklunar; því margir hafa lesið hundrað sinnuni meira. Hitt er annað, að enga ferða- sögu hefi eg hitt enn, betur ritaða að vissu leyti, en þá, sem hér er um að ræða. Víða meiri fróðleikur, sumstaðar fegra mál i frásögn, all- viða lýsingar ýtarlegri og frá greint fleiru. En þá er það, að ljósari sjón á því, sem við er Iitið, hefir ekki fyrir mér orðið; einkum þó djúp- hyggja fágæt og fegurðartignun, bygð á traustri og vel græddri sögu- og bókmenta-þekking. Sést þetta ekki sízt í frásögninni af Lundúnum og lýsingum Norðurlanda. Ekki fljota mannúðarmálin ofan á; en vel verður þeirra þó vart undir í straumnum, svo sem i “Húsunum á eyðimörkinni”. Þjóðrækt og þjóð- ernis- (Norðurlanda-) -rækt skín út úr allri bókinni. Ekki sýnist höf- undur leggja neitt kapp á, að sýna lesendum einstaklinga (merkis- menn) ofan í kjölinn. En þau tök, sem hann tekur þá, virðast vera: glögg skil á aðaleinkcnnum þeirra. Svo er a. m. k. um þá, sem mér eru kunnir. — Ekki virðist höfundur leggja sig fram um aðfinslur eða i- högg við menn. Fremur samhygðar- tónn hvar sem farið er. Frásögnin er létt, fjörug og víða fyndin; bregður fyrir háði, svo sem um “þá bláklæddu’. Verður bókin því miklu læsilegri, heldur en ef bláköld alvaran færi þar sifeldan þembing. — Orðaval er sumstaðar einstakt, sem á var minst í Heims- kringlu fyrir nokkru. Efast eg um, að almenningur gjöri sér fulla grein fyrir gildi sliks orðalags, og taki það sem .skyldi til fyrirmyndar. Það er auðséð, að höfundur lætur sér ant um málskjarna og málstign, reynir af alefli að ná sem bezt stilt- um tökum i þeim efnum. Eg finn ekki, að neitt sé ofmælt, þótt eg láti í ljós þann huga rninn, að ferðalýsingar þessar séu ein bezta bók íslenzk, er út hefir komið nýlega. Set hana næst postillu Jóns Bjarnasonar af Vesturheims-bókum (islenzkum) i óbundnu máli. Tel al- víst, að höfundurinn geti orðið með hæstu bókmenta-tindum, ef hann fer að gefa sig af alhug við þeim efn- um. Lakast, að hann skuli þá ekki njóta sín meðal langt um fjölmenn- ara lesendaliðs, heldur en islenzki hópurinn er. Þorsteinn Björnsson. Bréf frá Thor Blöndal. Salisbury Plain, 28. jan. 1915 Kæri Skaptason! — Það hefir dregist fyrir mér, að senda þér línu siðan eg kom til Sal- isbury Plain, og átt þú það þó skilið að heyra frá mér, fyrir að senda mér “Kringlu” gömlu með svo góð- um skilum; eg fæ hana oftast viku- lega, og er það allgott, þvi langt er á milli. Það eru nú ekki margar fréttir héðan af sléttunum annað en það, að hér hefir verið versta hundaveð- ur alla heilu tíðina sem við höfum verið hér. Við höfum verið á eilíf- um flutningi fram og til baka um slétturnar, og erum við nú í sein- asta plássinu, sem við verðum i á Salisbury Plain, þvi að við höf- um nú fengið skipun um, að vera tilbúnir að fara frá Englandi á mánudaginn; en ekki veit eg neitt, hvort við förum til Frakklands, eða á einhvern annan stað, þar sem mest þarf við; en þó er liklegt, að það verði Frakkland. Og er það oss sannarlega velkomið að losna héðan Allir eru því nú glaðir, og ólmir, og hafa bölvað minna nú í siðastliðna tvo daga en áður, — þótt að rigndi. Við höfum alls verið á fjórum stöðum síðan við komum á Salis- bury Plain. Pon Farnu var okkar fyrsti staður og lifðum við þá i tjöldum, og var jiað hundalíf, því að alt af rigndi þar dag og nótt. Það var stundum þurt á kveldin, þegar við gengum til hvilu; en vanalega rigndi einhverntima nætur og vökn- uðum við oft við það, að það lak of- an á hausana á okkur, og urðum við þá að vefja okkur i segldúk eða hverju öðru, sem við náðum i. Þvi að þetta voru sumartjöld, sem við vorum í, og voru þau ekki vatns- held. Siðan vorum við fluttir til Bulford og voruhi við þar i smáhús- um, sem voru bygð fyrir herinn; þar höfðum við það gott; það voru mörg smáherbergi í hverju húsi, og vorum við 8 í .hverju þeirra, og við höfðum þar eldivið, svo okkur leið þar vel. Við höfum gengið hart fram i her- æfingum, og hefir það ekki ætið verið sem skemtilegast, þvi að aur- inn og bleytuna veður maður þar í hné á mörgum stöð'um. En dreng- irnir hafa þolað það alt vel, og þeg- ar heim kom, verið glaðir og skemt sér vel. Við höfum haft mjög lítil veikindi í okkar herdeild, og er það furða, því að menn eru blautir í gegn allan daginn, og verða oft að fara i blautt á morgnana. Mitt aðalverk er að sja um, að menn gangi ekki með of langt hár, því að það hefir oft illar afleiðingar, þar sem margir búa saman; og stend eg þar vel i stöðu minni. En heyrt hefi eg, að eg eigi að gefa upp þá góðu atvinnu og i staðinn fá að keyra motor-ambu- lance, þegar við komum til Frakk- lands, þvi mest af hestum okkar hef- ir verið tekið frá okkur og við feng- ið mótor-vagna í staðinn, og eru þeir mikið betri. Canadiskum hermönnum hér hef- ir verið gefið mikið fri til að fara heim til átthaga sinna, og öðrúm til að sjá sig um, og hafa þeir víst haft góða skemtun af. Eg hefi nú verið þrisvar sinnum i London og i fyrstu tvö skiftin hafði eg 4 daga í hvert sinn, og skemti eg mér vel; fór um þessa stóru borg eins mikjð og eg gat, sá alla helztu staði, sem þar eru. En i siðasta sinnið var eg sendur inn á eitt sjúkrahúsið þar til upp- skurðar við varicose veins, og var eg þar i 3 vikur. Þetta var um jólin, svo að á jólunum var eg á sjúkra-1 húsinu og var eins vel af þar og þótt að eg hefði verið á Salisbury Plains. Eg var á sjúkrahúsi, þar sem ekki eru nema hermenn, og eru það mestmegnis menn, sem særðir voru i striðinu. Eg kyntist mörgum þeirra og eru jieir flestir ^góðir drengir, og marga er hægt að finna i þvi liði, sem hafa haft góða stöðu á friðar- tímum, ekki siður en í canadiska hernum. Margar hroðasögur höfðu þeir að segja úr striðinu, og voru margar þeirra Þýzkum ekki til heiðurs; sér- staklega, hvernig þeir fara með fólkið, sem ekki tekur neinn þátt i stríðinu, svo sem börn, kvenfólk og gamalmenni, og segja þeir, að mörg um hörðum manni hafi vöknað um augu, að sjá þá meðferð, sem það fólk hefir orðið að þola af hendi þýzka hundsins. Það var farið mjög vel með okk- ur á sjúkrahúsinu. Jólin komu og fengum við þá rnargs konar jóla- gjafir, bæði frá blöðunum og öðr- um. Konungur sendi okkur mynd af sér og drotningunni, og eru nöfn þeirra árituð. Fjöldi fólks kom að sjá okkur þar, og hafði það nög af tóbaki og öðru góðgæti að gefa okk- ur. Eg þurfti aldrei að kaupa neitt tóbak eins lengi og eg var á sjúkra* húsinu. — Drotningin af Portúgal, sein einu sinni var, kom einn dag- inn að sjá okkur, og gaf hún hverj* um box af góðum cigarettum. Svo var Hall Caine gamli þar einn dag- inn að sjá okkur, og talaði hann við okkur alla. Honum þótti skrítið að mæta íslendingi, og átti eg tal við hann æðistund; hann veit meira um lsland en nokkur annar útlcnding- ur, sem cg hefi talað við, cnda hefir hann skrifað um land vort 2 sögur. — Það voru haldnar söngsamkoinur fyrir okkur á sjúkrahúsinu, og var mest til þess fengið fólk frá leikhús- unum; það var vanalega þriðja hvert kveld. Rikt fólk sendi bifreið- ar sinar til að taka þá út fyrir keyrslu, sem á fætur voru komnir; og varð eg tvisvar fyrir þvi láni, að keyra um borgina á þann hátt og var það gaman. Eg kyntist mörgu góðu fólki þar á sjúkrahúsinu, og hefi þvi marga fleiri kunningja í London en áður, og eg á mörg heim- boð þar, sem erfitt verður að fá tækifæri til að nota það, þvi mjög er nú stutt, þangað til við förum úr þessu landi. — Það sýnist, að enska fólkið geti ekki gjört of mik- ið fyrir hermenn sina. Eg hefi ekki hitt neina cinn landa i herbúðunum um langan tíma; en eg er viss um að þeir eru allir þar, sem einu sinni lögðu af stað. Mér þótti vænt um að heyra hr. S. J. Austmann taka í strenginn, þegar verið var að gefa þær sögur út, að sumir þeirra hefðu strokið, og veit eg sjálfur, að i þvi er engin tilhæfa. Fort Garry Horse eru nú i sömu herbúðum og við, en ekki veit eg hvenær þeir fara í bardagann. Jæja, eg þakka þér fyrir blaðið aftur, en ekki veit eg nú, hvernig eg fæ það eftir þetta; en það verða ein- hver ráð með póstinn. Utanáskrift min er ennþá sú sama, sem verið hefir. — Eg skal senda þér línu, þegar eg get. Thor Blöndal. Kaupendur Heimskringlu. eru vinsamlega beðnir, að geta þess við auglýsendur, þegar þeir hafa viðskifti við þá, að þeir hafi séð auglýsinguna i Hkr. Það gjörir blaðinu og þeim sjálfum gott. AFURÐIR OG MATVÆU EPLI 1 TUHNtíM Baldwins $4.50 Spies $5.00. HVEITI—Bezta tegund$5.0« upp 1 $3.25 100 pundin. Fyllilegra jafn gott og Five Roses a'Ö lit. VIDUR—Vit5 getum skaffaTJ allar tegundir af Tamarak, Jack Pine og Poplar. Hvert sem er i vestur- landinu, og vit5 höfum æfinlega nægar byrgöir. KORN TIL FÓDURS—Bændur og aörir geta sparaö sér peninga meD því aö slá sér saman og panta “carload”. Vert5 veröur 85c til 86c busheli'ö, símiö eftir ver?5i. Skrifit5 eftir veröi á öllum matvælum. All- ir ofangreindir prísar eru F.O.B Wlnnipeg. Sendið okkur bús afurði ykkar. ViÖ seljum þær ykkur í bag, sölu- laun aöeins 5 prósent Ný egg 25c tll 30c dúsíniÖ;verö gildir í 10 daga. Hirnini 12c tll 13c pundiö. Fuglar í)c til tOc pundiö. (án hausa og fóta) Knlkunnr 15c og 16c pundio. Andir og GiPHlr 13c og 14c pundiö (óverkaöar meö haus- um og fótum). Smjðr No. 1 mótaö. 23c til 24c. Krukku smlör 21c tli 22c. No. 1 Dairy Bricks í krukkum eöa kollum l«c tll lSc. Vegna þess hvaö markaöurinn er óstööugur er ráölegt aö bændur sendi afuröi sína til markaös í umboði: D. G. Mc BEAN CO. 241 Príncess SL, Winnipeg. JOHN SHAW VINSALI (áöur ráösmaöur Hudson's Bay Company’s Brennivíns deildar- innar) 328 Smlth St., Wlnnlpefg, Man. Gegnt nýja Olympia Hótelinu. suöur af Walker leikhúsinu, Winnipeg, Man. Ný opnuö verzlun á ofangreind- um staö og æskir eftior viöskift- um yöar. VerÖ mjög ranngjarnt Pantanir fljótt afgreiddar. Sim- iö pantanir yöar. Sími Maln 4160 Póst pantanlr — Undirbúnings veröskrá er nú til. SendiÖ eftir ukeypis veröskrá. Allar Póst Íiantanir eru vandlega og tafar- aust afgreiddar. SendiÖ mér eina pöntun til refnslu. Hérna sjáið þér mynd af víkinga skipinu þýzka Emden sem sökti svo mörgum verzlunarskipum Bret- lands og skipinu Australíumanna Sidney sem loksins elti það upp og svo af Von Muller, kapteini á Em- den, sem æfinlegai sá um að menn- irnir kæmust af skipunum áður en hann sökti þeim, heiðarlegum og hugprúðum þýzkum manni. THE HMPEN the: SVDtMEV Símið pantanir.. . Sími Main 4160 ™ Bættu útlit þessa Jakka og Vestis með nýjum og fallegum buxum. Við höfum einmitt það sem þú þarft, á réttu verði; meir að segja, Tweed og “Worsted” buxur með smekklegu sniði. Verð$2.00; $2.50; $3.00 til $5.00. Venjið yður á að verzla við: WHITE & MANAHAN LTD. soo M.h sir»t

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.