Ísafold - 02.09.1914, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.09.1914, Blaðsíða 2
264 IS AFOLD Khöfn 29. ág. kl, 11 f. h. Orusta hefir nú staðið i 4 daga í Lothringen. Úrslitafregn enn ókomin. London 29. ág. kl. 6 síðd. Brezka flotanum hefir tekist ágætlega. Hann kom að óvöru að þýzri flotadeild í nánd við Helgoland, sökti þrem beitiskipum og tveim tundurbátum, en skemdi nokkra aðra tundurbáta. Þetta var geysilegt hreystiverk þar sem sjórinn alt i kring var fullur af þýzkum tundurduflum og hefir vakið feikilega aðdáun og eftirtekt. Fiéttastofa brezku stjórnarinnar tilkynnir að Belgar hafi á þriðjudaginn rekið á flótta þýzkar hersveitir, sem hörfuðu undan á ringulreið til Löven (á belgisku Louvain, bær skamt fyrir austan Brussel). Þjóðverjaher í Löven skaut á landa sina, sem á flótta höfðu lagt, af þvi þeir viltust á þeim og Belgum. Að því búnu létu Þjóðverjar eins og íbúarnir hefðu skotið á flóttamennina og brendu bæinn. Þar brann meðal annars hin mikilfenglega dómkirkja og háskólabygging. Margir þjóðkunnir menn voru skotnir. Rússar hafa unnið orustu við Romanoff. Þeir eru nú 20 mílur frá Lemberg. Hafa þeir tekið Allenstein, en ráku Þjóðverja áður á flótta. I dag hafa ekki borist neinar mikilfenglegar fréttir af viðureign Frakka og Pjóðverja og er svo að sjá sem þeir hafist ekkert að sem stendur. R e u t e r. Romanoff er lítill bær í Galiciu, um 25—30 mílur frá Lember^. En sá bær er höfuðborgin í Galiciu og hefir um 170 þúsund íbúa. Allenstein er bær í Austur-Prússlandi og liggur við Allefljótið. Bærinn hefir 25 þúsund ibúa og afarmikið setulið. Khöfn 29. ág. kl. 9 e. h. Sjóorusta hefir staðið við Helgoland. Fjögur þýzk her- skip sukku en ekkert brezkt skip. Þjóðverjar hafa lagt Louvain i eyði undir því yfirskyni að íbúarnir væru þeim fjandsamlegir. London 30. ág. kl. 3 e. h. Fréttastofa brezku stjórnarlnnar tilkynuir, að staðið hafi fjögra daga orusta, frá 23. til 26. ágúst. hafi liðiS friðþægingardauða í vorn stað eins og Jesús sjálfur og lærisvein- ar hans kendu, þvl það getur víst eng- um dulist, nema J. H. eða þeim sem ekki vilja skilja, að þegar Jesús segir, að hann sé kominn til þess að gefa líf sitt til »lausnargjalds fyrir marga« (Matth. 20, 28), þá meinar hann, að hann láti líf sitt f vorn stað, svo vér hinir seku mættum lifa. Sjálft orðið »lausnargjald« ber það með sór. Og aftur sagði Jesús: »Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, sem er úthelt fyrlr marga, til syndafyrirgefningar« (Luk. 26, 28 — ekki 26, 17, sem þó skal játað að benda til hins sama). Hór er skýringin á orðunum »fyrir marga« þessi, að það er »til syndafyrirgefn- ingar« a.ð hann líður eða blóði hans »er úthelt«. J. H. telur þessa kenningu um »frið- þægingardauða Krists« fara í bága við þá hugsun, að Guð só »m i s k u n n- samur faðir« og hafi verið það frá eilífð; og hann byggir svo aftur á því, að sú skýring á orðum Jesú, sem beldur því fram, að hann telji sig muni líða friðþægingardauða, só röng. Þetta er það sem kallað er að ganga út frá því sem á að sanna, eða fara í hring. Fyrst er að skilja og skýra orð og kenningu Jesú og svo að álykta hvílíkur guð só, en ekki að hugsa sór fyrst hvernig guð só og álykta þar af hvað Jesús hefir sagt. Orð Jesú standa föst og óhögguð hvað sem mig eða J. H. »langar til að byggja á þeim«. En svo fáfróður er eg eða sljór, að mór finst það engin óvirðing á guði, að hugsa sór að hann só róttlátur og krefjist þess, að þeir sem koroa til hans sóu róttlátir; annars skilst mór að syndin og spillingin gætu komist inn í sjálft guðsríkið, svo hið illa gæti þá einnig tekið sór þar bólfestu. Og á hinn bóginn finst mór það ekki bera vott um harðýðgi eða kærleiksleysi og grimd, að guð gaf oss soninn sinn til þess að líða það sem oss bar að líða, samkvæmt öllu róttlæti, og það þótt það kostaði hann dauða á krossi. Þvert á móti er mór það skýrasta, og jafn- framt einasta áreiðanlega sönnun þess, að guð elskar oss, er og hefir ver- ið oss miskunsamur faðir, sem »ekki vill dauða syndugs manns, heldur að hann snúi sór og lifi«. Hitt á eg bágt með að »melta« hvers vegna Jesús var krossfestur og svo margir af lærisveinum hans ofsótt ir og líflátnir, fyr og síðar, vegna þessa fagnaðarerindis, ef það er þýðingar- laust fyrir sáluhjálp mannanna, virðist sem það væri undarleg ráðstöfun hins allsráðanda guðs. Ef guð fyrirgefur alt skilyrðislaust fyndist mór þetta vera tilgangslítill en hálf hroðalegur leikur. J. H. gerir sér mikinn mat úr því, að eg sagði að Páll postuli og »hinir tólf« hefðu haft þá skoðun, að Jesús hefði liðið friðþægingardauða f vorn stað, af því að vór höfum að eins rit eftir þrjá af þessum tólf fyrstu læri- sveinum Krists. Vel má vera að eg hafi orðað þetta illa, en eg bjóst ekki við að J. H. þyrfti að nota hártoganir og útúrsnún- I»ar mistu Bretar 5—6 þúsunxl, en mannfall Þjóöverja var afskaplegt. Fyrirliði Belga tilkynti fréttastofu stjórnarinnar, að vígin í Namur gætu ekki staðist skothríð þrjátíu þýzkra stórskotaliðsflokka, sem hefðu 11 þumlunga fallbyssur. Belgisk herdeild varði borgina, en áður en þeir gáfust upp, höfðu belgískar hríðskotabyssur unnið í»jóðverjum ógurlegt tjón. I»eir sóttu að í þreföldum fylkingum og voru ágætt skotmark. 200 þýzkir fangar og særðir frá Helgoland-sjóor- ustunni hafa verið fluttir til Engiands. I»eir, sem komust lífs af, segja að ensku failbyss- urnar hafi verið hræðilega beinskeytar og harðskeyt- ar. Flestir menn á þiljum þýzku skipanna fórust. Setuliðið í köstöluuum í Thorn og Graudenz tóku þátt í ófriðnum í Austur-Prússlandi. Rússar hafa umkriugt Köningsberg alla vegu (á landi) með mörgum umsáturstallbyssum. R e u t e r. Thorn og Graudenz eru við Weichselfljót. London 31. ág. kl. 6 síðd. Samkvæmt skýrslu stjórnarinnar um Helgolands- orustuna, er það fullsannað að Bretar hafa betra púður og sterkari tundurbátaspilla. Skipshafnir á þeim 5 þýzku skipum, sem sukku, voru samtals tólf hundruð manns, þar af fórust 870. Skýrsla Kitcheners um fjögra daga bardagann sýnir að Bretum tókst að hindra tilraun I»jóðverja að umhringja þá. Skýrsla Kitcheners hefir og eytt tröilasögum urn aðstöðu (heranna) á Frakklandi. Bandamenn hafa nú góða aðstöðu. Ennfremur eru Þjóðverjar neyddir til að senda talsverðan her- afla frá vestur-landamærunum austur á bóginn til þess að verjast árás Rnssa. Menn eru nú enn þá öruggari en áður um það, að bandamenn muni sigra að lokum. I»jóðverjar á Samoa-eyjum hafa gefist upp (tyrir Ástralíuflota). Reuter. Samoa-eyjar eða Skipstjóra-eyjar heyra til Astralíu-eyjanna í Kyrra- hafinu, í norðaustur írá Fidji-eyjum. Eyjarnar eru margar, en flestar smáar mjög. Eru þar um 40 þús. íbúar. Árið 1899 var þeim skift milli Bandaríkjamanna og Þjóðverja, en áður höfðu orðið töluverðar skærur þar í landi milli ibúanna og Þjóðverja. Khöfn 31. ág. kl. 9 síðd. Köningsberg er umkringd. Þjóðverjar hafa sent töluvert at liði sínu frá Belgiu til Austur-Prússlands gegn Rússum. Bretar hafa rnist 5000 manns síðustu viku. | inga ti) þess að verja sig ög skoðanir sínar með. Annars kemur það oft fyr- ir — þótt það só máske ekki alveg rétt —, að þegar aðalleiðtogar ákveð ins hóps manna, sem starfa fyrir sama málefni, halda einhverju fram, er öll- um hópnum tileinkað það; og vana- lega hneykslast enginn á því. Auk þess getum vór farið nærri um, þótt vór höfum ekki rit eftir fleiri en þrjá af »hinum tólf«, að skoðanir þeirra voru ekki mjög ólíkar um þetta atriði, annars mundi, að öllum líkum, getið um það í postulasögunni, ekki síður en þess er getið þar, að postul- arnir og öldungarnir hafi komið saman til að ræða um umskurn heiðingja og hvort þeim bæri að halda lögmál Móse. Allir elztu söfnuðirnir virðast enn fremur hafa verið á sömu skoðun um það, að Jesús kom i heiminn, leið og dó vor. vegna og í vorn stað, svo þeir hafa því naumast kent sitt hvað um það þessir »tólf«. Ef þetta er of veikur grundvöllur til þess að byggja á, þá fer grundvöll- ur nýguðfræðinga að vera hrörlegur, er þeir tala um hugsun Jesú og k e n n i n g u, sem nokkuð alt annað en sagt er í guðsspjöllunum eða Nýja- testamentinu. Fáir munu þekkja þau rit, sem þeir byggja þá á nýguðfræð- ingarnir. Þá neitar J. H. því, að Páll postuli og þeir þrír af hinum »tólf« sem vér höfum rit eftir, kenni það, að Jesús hafi dáið friðþægingardauða í vorn stað, og lætur samt í veðri vaka að hann telji eitthvað af Nýjatestamentinu á- byggilegt. — Gaman þætti mór að vita hvað það er, sem hann telur alveg áreiðanlegt úr þessu. — Að Mattheus hafi trúað því og kent það, sem hann segir að Jesús hafi sagt (Mt 20, 28), er sannarlega engin ástæða til að efast um, og þar táknar þó víst »fyrir marga«, sama og staðinn fyrir marga«, því þar er not- uð forsetningin antí. Jóhannes segir: »Vór höfum árn- aðarmann hjá föðurnum, Jesúm Krist hinn róttláta, og hann er f r i ð þ æ g- ing fyrir vorar syndir, og ekki einungis fyrir vorar syndir, held- ur líka fyrir allan heiminn« (I. Jóh. 2, 2). »í þessu er kærleikurinn: ekki að vór elskuðum guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til þess að vera friðþæging fyrirvor- a r s y n d i r (I. Jóh. 4. 10). Þetta virðist nægja til þess að sýna fram á kenningu Jóhannesar um frið- þægingardauða KristB. Pótur segir: »Því að Kristur leið líka einu sinni fyrir syndir, róttlátur fyrir rangláta, til þess að hann mættl leiða oss til guðs« (I Pót. 3, 18). Hór meinar Pótur auðvitað fyrir vorarsynd- ir mannanna eða í vorn stað; annars væru þessi orð melningarlaus. Páll segir: »Kristur elskaði yður, og gaf sig sjálfan út fyrir oss sem fórnargjöf og sláturfórn, guði til velþóknunarilms« (Ef. 5, 2); »í honum (þ. e. Kristi) höfum vór endur1ausnina fyrir blóð h a n s, fyrirgefningu afbrotanna, eftir Frá styrjöldinni. Erlend blöð, sem hingað hafa bor- ist til 26. ágúst, segja fátt tíðinda fram yfir það, er símskeytin hafa þegar hermt. Þá áttu Þjóðverjar ófarnar 150 enskar mílur að Parísarborg, en Rússar 180 enskar mílur að Berlín- arborg. Þetta eru engar úrslitaorustur sem enn segir af. Þær bíða þess, er Bretar, Rússar og Frakkar hafa kom- ið sér svo vel fyrir með herafla sinn, sem þeitn líkar. Hingað til hefir Þjóðverjum vafa- laust veitt betur yfirleitt en banda- mönnum og brezk blöð verða jafn- vel við það að kannast, en þau bæta við, að skamt muni að bíða þess, er blaðinu snúi við. Annars mun í næsta blaði reynt að gefa heildarlegt yfirlit yfir gang ófriðarins, aðalorustur og landvinn- inga fram að þessu. Úr Rangárvallasýslu er ísafold skrifað á þessa leið: Héðan úr bygð ekkert sérlegt að frétta. Sláttur alment byrjaður í 14. sumarviku. Tún talin með lakara móti sprottin, en dágóð von um va'llendisengi, enda er það að spretta, og heldur áfram að spretta í hentugri tíð fram í septbr. Og tíðin hefir verið mjög góð hér yfirleitt síðari hlutann af júlí og það sem af er ágústmán. Og oft mjög mikill hiti, yfir 2o° C. norðan í móti, Mikil hey hefir fólk enn ekki fengið í garð, en ágætlega gott er það, sem komið er. Og verði sláttartíðin eftir þetta hin sama sem hingað til, eru beztu vonir um góðan og sæmilega mikinn heyafla. Skiftir þá miklu um nú eða í fyrrasumar. Heilsufar fólks er alment gott, og peningur gerir dágott gagn. Bjargræðishorfur því dágóðar yfir höfuð fvrir sveitir hér, og góðar vonir um fljóta viðreisn og bót eftir síðustu vetrar- og vor-harðindi, ef ekki ber neitt nýtt eða annað óáran til. En nú eru margir uggandi og iðandi útaf styrjaldarhorfum um alla álfu vora. ríkdómi náðar hans« (Ef. 1, 7). »Þann sem ekki þekti synd, gjörði hann að synd vor vegna, til þess að vór skyld- um verða róttlæti guðs í honum« (II Kor. 5, 21). »En guð auðsýnir kær- leika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vór enn vorum í syndum vorum« (Róm. 5, 8). Hór getur »fyrir oss dáinn« eins vel tákn- aðístaðinn fyrir ossdáinn eins og dáinn »0 s s til heill a« eða »b 1 e s s u n a r«, enda bendir síðari hlutinn á að svo só, yrði annars mein- ingarlítill. Annars skal þess getið J. H. til at- hugunar að forsetningin hýper getur vel þýtt: í s t a ð i n n f y r i r, og er lögð þannig út í brófi Páls til File- mons f 13. versi, í nýju bibliuþýðing- unni útg. 1912, svo það er ekki ann- að en vanaleg nýguðfræðileg fullyrðing þegar J. H. segir, að orðin »fyrir oss« þar sem þau eru notuð í sambandi við dauða Krists geti a 1 d r e i táknað* »í vorn stað«; eða hvers vegna mætti ekki einnig þar nóta þessa forsetning í sömu merkingu og hún er notuð annarstaðar, þegar hugsun og sam- hengi málsins krefst þess? Að eins þetta getur maður sagt, að þar eð hin umrædda forsetning getur haft þá merkingu, sem J. H. eina tekur gilda, og sýnilega hefir hana í 2. Kor. 5, 15, þá væri friðþægingarkenningin um dauða Krists í vorn stað ekki fullsönn- sönnuð með þeim ritningarstöðum ein- um, þar sem orðin »fyrir oss« eru not' uð í sambandi við dauða Krists, ef það fyndist hvergi skýrara kent í bibl'

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.