Ísafold - 27.02.1915, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.02.1915, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Bókaverzlun ísafoldar. Nýkomið: Blek í sjálfblekunga. Hringbækur (vasabækur með lausum blöðum, sem má taka úr og setja í eftir vild). Skrifborðsalmanök (blöðin leggjast afturfyrir, til geymslu). Pappírsserviettur o. m. fl. Altaf eru fyrirliggjandi birgðir af pappir, umslögum, bleki, blokkum, reikningsfærslubókum og allskonar nýtízku skriffærum og skrifstofu- áhöldum. eyðilögðu Frakkar nokkur bjálkahús fyrir övinnnum. Skýrsla Þjóðverja um það að þeir hafi yfirgefið Norry í Lothringen er aigerlega ósönn, því að Frakkar unnu alt það 'svæði þann 18. þ. m. Þann 19. hrundu Frakkar tveimur fjandmannaárásum nálægtBonhomme og sóttu fram norðan og sunnan við bóndabæinn Sudelbe í Elsass, sem þeir náðu á sitt vald þann 17. þessa mánaðar. Þ. 19. náðu óvinirnir fótfestu á 607. hæðinni i þessu héraði, en voru hraktir þaðan með gagnáhlaupi, og þrátt fyrir ákafar árásir þeirra héldu Frakkar þar velli. Öll brezku og frönsku loftskipin, sem skutu á Ostende og Ghistelles komu aftur heil á húfi. Hellusunds víyín í voða. Herskip Frakka og Breta skjóta vægðar- laust á þau. London 20. febr. Flotamálastjórnin tilkynnir, að einn brezkur bryndreki, nokkur brynvarin beitiskip og tundurbátar, ásamt öfl- ugri frakkneskri flotadeild, alt undir stjórn Cardons flotaforingja, hafi hafið skothríð á varnarvirkin við Helleshöfða og Kum Kali i mynni Hellusunds í gær. Skothríðin var hafin á löngu færi með þeim árangri, að tjón varð mik- ið á tveimur virkjum og kúlurnar hæfðu oft önnur tvö virki. Tjónið vita menn ekki. Kl. 2.45 síðdegis var þaggað nið- ur í virkjunum og gátu þau ekki lengur svarað skothríðinni. Nokkr- um hluta herskipanna var nú skipað að hætta skothríðinni, halda nær varnarvirkjunum og hefja skothríð á þau með minni fallbyssum. Skot- hríð var nú hafin úr landi á skipin, frá virkjunum báðum megin við sundið. Herskipin »Vengeance«, »Cornwall«, »Triumph«, »Saffren«, »Gaulois« og »Bouvel« skutu á virkin á stuttu færi, en skipin »In- flexible« og »Agamemnon« á löngu færi. Nú var algerlega þaggað nið- ur í virkjunum Evrópumegin við sundið og aðeins skotið frá einu virki Asiumegin. Herskipin hættu nú skothríðinni, því myrkur var komið. Engin kúla hæfði nokkurt skip bandamanna. Skipin hafa hafið skot- hrið að nýju í morgun, eftir að loft- far hafði verið sent til njósna. Loft- skipið »Arc Royal« er með flotan- um og fjöldi loftbáta og flugvéla. Frá Bretum. London 23. febr. Skýrsla French hershöfðingja: Óvinirnir eru talsvert á ferli hjá Ypres og hafa herirnir gert áhlaup á víxl. 21. þ. m. eyðilögðu óvin- irnir eina skotgryfju fyrir oss með sprengivél. Önnur skotgröf var gerð þar skamt fyrir aftan og sett- ust vorir menn í hana. Óvinirnir gerðu aftur /hlaup en unnu ekkert á. Hjá Givenchy tók fótgöngulið vort eina skotgryfju af óvinunum og sprengdu hana í loft upp. Stór- skotalið vort hafði áður beint skot- um sínum á skotgryfjuna. Stórskotalið vort hamlaði fram- sókn Þjóðverja hjá La Bassée skurð- inum. Fyrir sunnan Lys hefir borið meira á fallbyssuskotum. Lið vort hefir borið hærra hlut í þeirri viður- eign. Hellusnnds-vígin. London 23. febrúar. Flotamálastjórnin tilkynnir að óhag- stætt veður, suðvestan ofsastormur og dimmviðri, háfi truflað árásina á Hellusunds-vigin. Yztu vigin voru stórskemd með skothrið þ. 19. þessa mánaðar. Skothriðin á Hellusundsvigin. London 26. febrúar. Fiotamálastjórnin tilkynnir: Vegna þess að veðrið hefir batn- að, hefir skothrið á ytri Hellusunds- vígin verið hafin á ný kl. 8 í rnorgun. Deild orustuskipa skaut á vígin á löngu færi 25. febr. og síðar um daginn á styttra færi. Öll vígin við mynni sundsins, hafa verið lögð í eyði. Skothriðin heldur áfram. Hafnbannið og siglingar. London 26. febr. Flotamálastjórnin tilkynnir: Vikuna frá 18.—24. febr. söktu þýzkir kafbátar alls 7 brezkum skip- um. Á sama tímabili hafa alls kom- ið og farið frá brezkum höfnum 7381 skip. Síðan í ársbyrjun hafa að jafnaði 1413 skip komið og farið frá brezk- um höfnum á viku hverri. Það er ósatt, sem Þjóðverjar segja, að brezkum herflutningaskipum hafi verið sökt. London 26. febr. Skýrsla French hershefðingja. Undanfarna daga hafa herirnir ekki ázt við sökum þess að niðaþoka hefir verið á og rigningar. Engar fótgönguliðsorustur hafa orðið nema smáskærur við Ypres- skurðinn. En þær hafa ekki breytt afstöðu herjanna. Tveggja brezkra hermanna er sér- staklega getið. Þeir vörðu þvergröf alllengi einir síns liðs. Vélbyssuflokks er og sérstaklega getið er vann óvinunum mikið tjón. Erl. simfregnir frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn 24. febr. Þjóðverjar hafa lýst því yfir, að Orkneyjar og Shetlandseyjar séu innan ófriðarsvæðisins. Þýzkur kafbátur sökti norsku skipi i gær fyrir framan Dover. Kaupm.höfn 26. febr. Þjóðverjar hafa tekið Przasnysz með áhlaupi. Þýzkir kafbátar halda áfram að skjóta tundurskeytum á hlutlaus skip. Mannalát. Hinn 10. ágúst 1914 andaðist í Hafnarfirði, Hróbjartur Jónsson, fyrr- um bóndi í Arpessýslu. Hann var fæddur hinn 11. des. 1846 á Syðra- Seli í Hrunamannahreppi. Foreldrar hans voru heiðurshjónin, )ón Jóns- son og Guðrún Jónsdóttir frá Hörgs- holti, af hinni velþektu Hörgsholts- ætt. Ólst hann upp og dvaldi hjá foreldrum sínum til 25 ára aldurs, og giftist þá Elínu Jónsdóttur frá Auðsholti í Biskupstungum. Þau byrjuðu búskap við lítil efni þar í tungunum og fluttust 4 árum síðar í Hraungerðishrepp í Flóa, og bjuggu þar síðan um 30 ár í Oddgeirshóla- hverfi og Oddgeirshólum. Þau eign- uðust 13 börn, sem öll komust upp, utan 1 er dó í æsku, og eru öll þau systkin mannvænleg, dáðrík og fjörmikil, sem ættfólk þeirra. 1. af þeim, Gísli, efnispiltur á bezta aldri, druknaði fyrir fáum árum. Hin 11 sem lifa, eru Guðjón bóndi á Stokks- eyri, Guðmundur, bóndi, járnsmiður í Hafnarfirði, Jón, bóndi, vélstjóri í Reykjavík; ógiftir eru Geir, járnsm. í Hafnarf., Guðmann, sjómannaskóla- nemandi og Þorsteinn, í Vesturheimi; Ingibjörg, kona Guðmundar bónda í Reykjanesi í Grímsnesi, Elínbjört, ekkja í Hafnarfirði; ógiftar eru: María-Elín, Vilborg og Guðlaug. Þessum hóp sínum kom Hróbjartur sál. vel fram án nrnara tilstyrks, og er slík afkoma fágæt af efnalitlum einyrkja, enda var hann hygginda- og kappsmaður hinn mesti og af- kastamaður með afbrigðum til allra verka. Kona hans, sem enn lifir við allgóða heilsu, var honum einnig mjög samhent í öllu, leysti hún með sníld af hendi hinar mörgu og stóru móður — og húsmóðurskyldur sínar, var hún táps- og fjörkona hin mesta, enda efldist hagur þeirra hjóna'eftir því sem börnin komust úr ómegð, og stóð bú þeirra i góðum blóma á síðari árum og báru þau byrgðar hárra útgjalda. En er yfir þau færð- ist aldur og þreyta, minkuðu þau við sig bú og fluttu til Hafnarfjarðar árið 1908. Nokkru síðar kendi hann sjúkdóms þess er að lokum dró hann til dauða, sem var lifrarveiki. Holskurður var gerður á honum og gekk hann með það sár sitt opið í 3^/2 ár, gekk hann meslan þann tíma að smíðum, oft með veikan mátt, því viljaþrekið var þá enn ólamað, og undruðust menn hörku hans og þolgæði og eigi æðraðist hann um ástand sitt. Hróbjartur sál. var harðger að upplagi, enda mátti lesa úr orðum hans og svip óblandaða hreinskilni, óbilugan kjark og staðfestu, en vin- sæll var hann, hjálpfús og hjarta- góður, fastlyndur og matina trygg- astur, og spilti kona hans ekki kost- um þeim. Hann var smiður góður, og þótt hann ætti sjaldan heimangengt, þurftu nágrannar hans og sveitungar oft á verkum hans að halda, var hann þá stundum seinn til að lofa en þess fljótari til að efna, því aldrei gekk hann á gefin loforð að gamni sér. Varkár var hann mjög í því að gjöra eigi á hluta annara ^ð fyrra- bragði, en rösklega varði hann rétt sinn og hendur ef á hann var leit- að að ósekju, tjáði fæstum að etja við hann ofurkappi og mat hann þá litils manngreinarálit. Eigi var hann margmáll hversdaglega en glað- beittur og ræðinn gat hann verið ef honum féll viðtalandi vel í geð, hann elskaði sannleik og réttlæti, hreysti og hugprýði. Ráðvandur var hann i fylsta skilningi og jafnan vel þenkjandi, og er það ekkert oflof, sem hér hefir um hann sagt verið, og lifir minning hans í blessun meðal vina og vandamanna, og i heiðri og virðingu meðal allra þeirra er skildu rétt og þektu skapsmuni hans og mannkosti. Kunnuqur. Um Þorstein Erlingsson hefir mjög mikið verið ritað vest- an hafs, bæði í bundnu máli og óbundnu, svo að eigi mun um nokk- urn íslenzkan mann hafa verið skrif- að annað eins. í menninqarjélaqinu i Winnipeg var einn fundurinn helg- aður alveg minningu hans. Flutti síra Rögnv. Pétursson aðal-erindið um æfistarf Þorsteins og skáldskap. Einn ræðumanna þar fann að því, að yfir Þorsteini var sungið hið gull- fallega sálm erindi Haligrims: »Af því að út var leiddur*. En hann hefir eigi vitað hversu vænt Þorsteini þótti um kveðskap Hallgríms og einkum þetta vers, og að það var einmitt með það fyrir augum, að það var sungið við jarðarför hans. Svii einn, sem hér var fyrir nokk- um árum, Vigqo Zadig, hefir ritað einkar fallega um Þorstein látinn í eitthvert helzta blaðið í Stokkhólmi, Dagens Nyheter, og lætur þar fylgja sænska þýðing af kvæði Þorsteins: M y n d i n, eftir sjálfan sig. 1. 2. löjlur. t a f 1 a. Aðfluttar vörur (verzlsk. bls. XX—XXIX.. 2 < fí 0 ~ a '-r > ™ g o? ^ I—• <JZT £0 D C—■ Yi ^ O* 3Q. 5; O' o c *“! r-+ rt> CfQ c o O- fD 7T PT* o- ►—< 00 00 Ni o N) *-h H |0 IO \D *-• o ^ K> ON'sO ON -4- >-< OS 4- tO ^ QO K> ON NO CO > co i j K> h-1 Jv> on JO 3 4^ 4^ "ON 4^ fiJ <] o\ K> vA) E3 D cr ►H > O v-w K> 0 OO 3 4^ b b b b b <J w 4» KD KD fí D 0 D ►H ►H N> ►H ON 4*. VD nf ^ OO ►H ON C\ v» vW 3 3 O 0 VO *-* * fiJ rr: a D u* 2. tafla. Ársgjöld embættismauns } sveit, 5 menn. 1. Útlend matvæli 1 211,00 2. Munaðarvara j 3- Fatn. og vefnaður 210,00 4- Glysvarningur og lyf 5,oo 5- Isl. matur (ekki mjólk) 273,00 6. Mjólk 84,00 7- Ljósmeti 38,00 8. Kol (eldiviður) 105,00 9- Húsgögn 160,00 10. Ferðakostnaður 20,00 11. Húsaleiga 300,00 12. Bækur, tímarit og blöð Ábyrgðargjöld 87,00 n- 150,00 i4. Opinber gjöld 100,00 15- Félagagjöld 8,00 16. Vinnulaun 80,00 17- Rentur af skuldum 25.00 18. Óviss gjöld 70,00 Alls kr. 1926.00 3. Athugasemdir við reikninginn. 1. og 3. liður. Matvæli útlend og munaðarvara er á reikn. 211 kr., en samkv. skýrsl. (1. tafla) er mat- væli og munaðarvara á 5 manna heimili, með búðarverði (þ. e. aðfl. verð + 25 °/0) kr. 337,70. Reikn. er með öðrum orðum þriðjungi lægri. 3. liður. Fatnaður og vefnaður er er 210 kr., en samkv. skýrsl. á 5 manna heimili kr. 165,45. Þegar þess er gætt, að embættismenn þurfa að eyða meiru i klæðnað, en yfirborð alþýðu, að töluvert er unnið í landinu sjálfu, og að hér með er talið fiður í sængurföt og sauma- laun, þá er það ljóst. að liðurinn er að miusta kosti ekki óeðlilega hár. 4. liður. Glysvarningur og lyf er í reikn. 5 kr., .og er upphæð sú samkv. verzlunarskýrsl. 8—10 kr. á meðalheimili. Það er lítið í lagt. y. liður. íslenzkur matur, auk mjólkur. Hér er talið kjöt, sldtur, fiskur, smjör o. s. frv., en brauð- meti talið í útlendri matvöru. Til sveita skakkar það minnu, en i kaupstöðum tjáir ekki að reikna þannig, þar sem bökunarlaun eru goldin. 6. liður. A. þe?su heimili eru ekki ungbörn, en þar, sem þau eru, þarf meiri mjólk, og má gera ráð fyrir 2J/2 pt. á dag, en það er með 16 au. verði á pt. 146 kr. á ári. Nú er að líta á, hvort ekki yrði ódýrara, að hafa kú, og heyja og kaupa hey handa henni. Ef henni eru ætlaðir 15 hestar af töðu á 150 pd., og pundið er 4 au. heim komið, þá verður taðan 90 kr. Ger- um ráð fyrir að heyja 25 hesta af útheyi í viðbót. Til þess þarf 1 mann í viku (auk vinnukonu embættis- mannsins)á2o kr. með fæði; slægju- leigu má ætla 6 kr. og hesta til heimflutnings 4 kr. Útheyið kostar þá 30 kr., en heyið alt 120 kr. Svo er gert ráð fyrir að ký in komi að gagni í 10 ár, og verður þá verð hennar, með rentum, um 15 kr. á ári, eða mjólkurkostnaður alls 13 5 kr. Hér er ekki reiknaður hagi og hús, en ætla mætti, að 5. liður yrði ef til vill nokkru lægri, vegna mjólkur- innar (minna kjöt). 7. liður. Um ljósmeti er ekki hægt að fara eftir verzlunarsk,, þar sem vitanlega er eytt miklu minna af olíu til sveita, en emb.- maður getur komist af með. Ekki heldur hægt að miða við kaupstaðina, þar sem mikið af olíu fer til annara nota. 8. liður. Kolum er slept í töfl- unni hér að framan, og eru til þess gildar ástæður. Mikið af kolum er, svo sem kunnugt er, notað til ým- issar framleiðslu, einkum kol flutt til Rvk. Sé nú slept kolum, er flytjast til Rvk, og fólkstala hennar dregin frá, þá eru aðfl. kol til lands- ins utan Rvk 736740 kr. og mann- fjöldi utan Rvk 73583; verður búð- arverð þá 12,50 á mann, eða 62,50 á 5 m. heimili. En alþýða brennir miklu af innlendum eldivið og kola- verð hefir hækkað síðan. Þá er verð á skpd. úti um land 1 kr. hærra en í Rvík og má þá reikna, að úti um land verði kolaskpd. um 6 kr. Ef áætlað er af kolum 16 skpd. til ársins, þá er það 96 kr., og eru þá 9 kr. eftir fyrir öðru eldsneyti, sam- kvæmt reikningnum. 9. liður. Hér er auðsjáanlega ekki hægt að fara eftir verzl.sk. þar sem þau eru eru aðeins 15—20 kr. á meðal heimili, enda vita allir, að lít- ið er um aðflutt húsgögn upp til sveita. Gjörum ráð fyrir, að emb.- maður kaupi húsgögn fyrir 1500 kr. í byrjun, og greiði vexti og af- borgun af því láni; það verður með 8 °/0 leigu í rentu og afborgun 120 kr. á ári. Vitanlega minka þessar afborganir, en húsgögnin fyrnast, og kaupa þarf í skarðið. Við það bæt-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.