Ísafold - 30.06.1915, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.06.1915, Blaðsíða 3
IS AFOLD 1 Að gefnu tilefni lýsti þm. Borg- firðinga yfir því, að hann væri enn eigi búinn að taka úrslitaafstöðu til staðfestingaskilm ála stj .skrárinnar. Út af »drengskaparbragðinu« var í einu hljóði samþykt þessi tillaga: »Fundurinn lýsir mikilli óánægju yfir heitrofum Ingólfsmanna«. í Dalasýslu hafa nokkurir þing- málafundir verið haldnir. Eigi hefir frétt komið um fjölda fundarmanna og þess konar. En einhverjar til- lögur voru samþyktar um, að full- nægja beri fyrirvaranum o. s. frv. — þ. e.: um sjálfsagða hluti. Landar erlendis. Nýr doktor. Alexander Jó- hannesson magister hefir nýlega hlotið doktorsnafnbót við háskólann í Halle á Þýzkalandi fyrir ntgerð um skáldskap Schillers. Jönas Gudlaugsson hefir hlotið danskan skáldstyrk, iooo kr., úr sjóði Carls Möller. Sakatnálsrannsókn. A Svignaskarða- fundinum inti Sv. Bj. alþm. Ben. Sveins- son ritstjóra eftir því hvað eftir ann- að hver framið hefði »drengskapar- bragðið«, þ. e. hnuplað afriti af þrí- menningaskjalinu. B. Sv. reyndi í lengstu lög að humma fram af sór að svara, en að lokum kom þó þetta svar: »Eg ætla að láta Sv. Bj. vita, að hann er enginn sakamálarann- 8Óknardómari!« Verður þetta Bvar eigi öðruvfsi skil- ið en skýring á því, hvers eðlis sjálf ur ritstjóri Ingólfs telur »drengskapar bragðið«. Siðustu teygjurnar. Fyr má nú vera »þversum«-skapur- inn að vera enn að vonzkast, eftir að bæði fána og stjórnarskrá hefir verið komið hyggilega í höfn, án þess að nokkuð röksemdaagn verði móti því fært, að öllu sé fullnægt, sem síðasta alþingi óskaði í fyrirvaranum. Breytingar þær, er ráðherra fókk fram á hinu upprunalega þrímenninga- skjali taka af allan vafa, hafi hann einhver verið. Eigi að síður eru þeir enn með furðulegar æsingar og blekkingatil- raunir þversum-mennirnir, bæði í Ing- ólfi og Þjóðviljanum. störf að íást, er landspólitíkinni til- heyra, ef vel eiga að fara úr hendi, er þó ekki að eins hjá þingmönnum. Hann er í fyrsta lagi líka hjá lands- stjórninni. Henniber að sitja við stýrið, þótt aðrir sé undir árum eða vindi upp seglin. Altaf eru einhverir óánægðir með landsstjórnina, sem mjög er eðilegt, bæði af því, að aldrei get- ur hún gert svo að öllum líki, og eins af hinu, að alt of sjaldan hefir hér hjá oss verið að henni nokkurt mannsbragð eða röggsemi. Margt hefir lent í útúrdeyðun og ærið ver- ið ógert látið af því, sem gera þurfti. Eitt af því, sem hverri þjóð er einna nauðsynlegast alls, er duqlesf lands- stjórn, vitur og framtakssöm; ann- ars er fárra þrifa og framfara að vænta. Þar gildir áreiðanlega sama reglan og i hinum smærri verka- hring; og eins og þér vitið: Stjórn- laust bú er dauðadæmt. En í framtíðinni væntum vér betri landsstjórnar en vér að jafnaði höf- Dtn átt við að búa áður. Þegar á þessum tímum er ýmislegt, er gef- Auglýsingin til Danaum fyrirhuguö afskifti ríkis- þings a f uppburðinum — þetta var ásteytingarsteinn i n n, sem Sjálfstæðismenn gátu ekki unað við. Nú er hann fallinn burtu — sór hvergi einusinni móta fyrir honum. Engin auglýsing, engin afskifti ríkis- þings! Að birting fundargerðar í ríkisráði, undirskriftarlaus, geti nokkurntíma nálgast nokkuð í þá áttina að vera »samningur« — það er einfeldnislegri staðhæfing en svo að taka megi alvar- lega. Þessu er þó verið að reyna að halda á lofti — í síðustu teygjum hins fylgis- lausa andófs Ingólfs og Þjóðv. Á líka bók lært er það, sem nú er verið að rita um f á n a n n í sömu blöðunum : Máttlausar tilraunir til að spilla gengi hans og sumar svo vit- lausar, að engu tali tekur. T. d. reynir einn höf. í Þjóðv. að byrla mönnum inn, að dannebrog eigi framvegis að blakta á ö11um opinber- um byggingum, þótt sannleikur- inn só sá, að hinn n/i fáni verður á þeim öllum, og dannebrog h v e r g i, nema hjá stjórnarráðinu. ReyklaYÍkai-annáll. Gullfoss fór vestur í fyrrakvöld með fjölda farþega. Meðal þeirra voru: Guðm. Kamban rithöf., jungfr. Asth. og Ingibjörg Briem, Páll Btefánsson umboðssali o. fl. Goðafoss var í gær á Fáskrúðs- firði. Símskeyti frá Nielsen fram- kvæmdarstjóra hermir, að skipið hafi reynst bezta sjóskip, farið lCfl/g mílu á vöku með 1400 smál. (Dödvægt). Vesta varð að snúa aftur við horn vegna íss og var komin aftur til ísa- fjarðar i gær. Flora var á vesturleið, komin til Siglufjarðar, en varð að snúa aftur þaðan austur á við vegna íss. Hjúskapur : Síra Asmundur Guð- mundsson og jungfr. Steinunn Magn- úsdóttir (prófasts á Gilsbakka). Gift 27. júní. íþróttasaiuband íslands hélt aðal- fund á sunnudag. Stjórn endurkosin að mestu. Sú lagabreyting ger, að framvegis skuli aðalfundur haldinn í aprílmánuði. Stórstúkuþing hefir staðið síðustu daga. Nýr stórtemplar kosiun G u ð m . Guðmundsson skáld. ðkomunienn. Ari Jónsson sýslu- maður Húnvetninga er nýkominn á bankaráðsfund. Þorleifur Jónsson þm. Austur- Skaftfellinga kom hingað landveg um helgina. ur vonir í þá átt — og get eg ekki stilt mig um, hér á þessum stað, að eins að benda á það. Þessu hér- aði hefir hlotnast sá heiður, að nú er hafinn til æðstu tignar í landinu bóndasonur úr þessu bygðarlagi, maður, sem með frábærum dugnaði hefir komist áfram, á skömmum tíma, til álits og metorða. Tiltölu- lega ungur enn þá hefir hann getið sér það orð, að hann sé einna dng- mestur allra vísindamanna vorra — og hann hefir unnið á því sviði, er oss má mestur metnaður í verða, á réttindasviðinu; nú er hann orð- inn ráðherra. Slíkt á þetta hérað, og hvert hérað, er þvílíku ætti að fagna, að telja sér til sóma, þvi að frá því er hann þó kominn. All- miklar vonir eru til, að hann reyn- ist dugandi í stjórnarsessi, og nokk- ur afrek hefir hann þegar gert, sem til þjóðþrifa miða. Verði á því gott framhald I — Auk þessara aðilja, í landspóli- tíkinni, er nú hafa verið nefndir (þingmanna og landsstjórnar), er Bráðabirgðalög um bann á útflutningi frá íslandi á vörum innfluttum frá Bretlandi o. fl. Eftirfarandi lög hefir konungur vor gefið út 19. þ. m. Eru þau sett til þess að greiða fyrir því, að eyfi fáist framvegis til útflutnings á vörum frá Bretlandi til íslands. 1. gr. Bannað skal að flytja út frá íslandi vörur, hverju nafni sem uefnast, sem þangað eru fluttar frá Bretlandi. Tekur bann þetta til hverrar þeirrar vöru, sem flutt er á land á íslenzkri höfn eftir að lög þessi öðlast gildi. Þó er heimilt að birgja upp skip, er sigla frá íslandi til næstu erlendr ar hafnar, sem það ætlar að koma á, sv’o og íslenzk fiskiskip meðan þau stunda fiskiveiðar við ísland. Nú breytist ástandið svo, að stjórnarráð íslands telur banns þessa ekki þörf lengur, og er því þá heim- ilt að létta banninu af með auglýs- ingu, að einhverju leyti eða með öllu. 2. gr. Samskonar útflutmngsbann og getur um í 1. gr. er stjórnarráði íslands heimilt að leggja með reglu- gjörð á vörur, sem til íslands flytj- ast frá öðrum löndum, ef það telur hættu á, að ella taki að einhverju leyti eða öllu fyrir vöruflutninga frá þeim löndum til íslands. 3. gr. Brot gegn lögum þessum og reglugjörðum þeim, sem út verða gefnar samkvæmt lögunum,\yarða sektum til landssjóðs alt að rooo kr. eða fangelsi, ef brot er stórvægi- legt eða itiekað og fer um mál ú\ af brotum þessum sem um almenn lögreglumál. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Erl. símfregnir frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn 29. júní. Rússar hörfa undan hjá Dniestr. Þjóðverjar hafa farið yfir ána á þrem stöðum. Þýzki herinn sækir fram frá Lemberg og hygst að umkringja rússneska herinn í Galizíu. Kaupmannahöfn, 30. júní. Rússneski hermálaráðherrann Soukhomlinoff hefir sagt af sér embætti. Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. London, 23. júní. Eftirfarandi opinber tilkynning um viðureignina við Hellusund var birt í Kairo 22. júni. Milli kl. 7 og 8 síðdegis þ. 19. þ. m. eyddu Tyrkir eitthvað um 450 stórum sprengikúlum (high ex- plosive shells) á skotgrafirnar vinstra megin og sáu menn að þeir höfðu dregið þar lið sarnan til áhlaups. En þá bilaði óvinina kjarkinn og varð ekki neitt úr áhlaupinu, annað en skothriðin. Klukkan hálf átta gerði eitt stórfylki af liði voru áhlaup á skotgröf Tyrkja, en mistókst áhlaup- ið. Tyrkir gerðu gagnáhlaup og hröktu stórfylkið úr forvigi, sem vér höfðum tekið 4. þ. m., en gat ekki náð skotgröfinni aftur og kom 5th Royal Scots (tvífylkið) því til hjálpar. Áhlaup þetta var vel undir- búið og tókst ágætlega. Herteknir menn af Tyrkjum sögðu að þeir hefðu búist við að stórskota- hriðin hefði hrakið oss alger’ega úr skotgröfunum og voru hissa á þvi litið hún hefði fengið á oss. Skot- grafirnar voru þó allmjög skemdar. Það er ekki of mikið ílagt að 1000 Tyrkir hafi legið fallnir á því svæði. Siðar meir unnum vér tals- vert á eftir 24 kl.st. harðan og óslit- inn bardaga. Eins og fyr er frá sagt, sóttu miðfylkingar vorar talsvert fram í mrustunni 4.— 5. júní, en hvorki megri né vinstri fylkingararmarnir gátb orðið samferða sökum þess að stöðvsr Tyrkja gegnt þeim voru ramlegav viggirtar og vel í sveit komið. \ í gær nóf Gouraud hershöfðingi átás á ramlega viggirtar stöðvar með- fram Kereves Dere. Um hádegis- bil hafði 2. herdeild Frakka tekið allar fremstu og næstfremstu skot- grafararaðir Tyrkja gegnt henni, þar á meðal hið fræga Barecotvígi með öllum girðingum þar í kring og skotgryfjum. 1. berdeild Frakka gerði áhlaup hægra megin við 2. herdeild og náði skotgröfum Tyrkja, sem voru gegnt fylkingarbrjósti hennar, eftir harða bardaga. Tyrkir gerðu þá svo grimmilegt gagnáhlaup, að herdeild- in varð að láta undan siga. Hún gerði þá áhlaup aftur og tók stöðvarnar en varð að hörfa frá f annað sinn. Var nú aftur hafin skothríð á vinstri fylkingararm Tyrkja og veittu brezkar fallbyssur og howitserbyssur stórskotaliði Frakka aðstoð eins og i fyrri áhlaupunum. Um kl. 6 siðd. var gert áhlaup og teknir 600 metrar af fremstu skotgrafaröð Tyrkja, og þeim héld- um vér þrátt fyrir áköf gagnáhlaup um nóttina. Óvinirnir mistu fjölda manna. Flugmenn vorir sáu tyrkneskt her- fylki koma sínum mönnum til hjálp- ar og var það næstum því strádrep- ið með 75 millimetra fallbyssukúl- um, áður en það gat dreyft úr sér. Allir dáðust að hugrekki hinna nýju ungu frönsku liðsmanna, sem ekkert skeyttu um hætturnar. Franska herskipið St. Louis veitti ágæta hjálp með því að skjóta á vigin Asíumegin við sundið. London 23. júní. Útdráttur úr opinberum skýrslum Frakka 19.—23. júnl. Orusta stendur enn í Arrashéraði. Eftir stutta viðureign náðum vér mynninu á Buvaldalnum þar sem Þjóðverjar höfðu búist ramlega við og varist ákaft síðan 9. júní. Vér náðum nokkrum vélbyssum, en hand- tókum eigi nema fáa menn. Síðar gerðum vér áhlaup frá þessum stað J áttina til Souchez og miðaði oss áfram hér um bil einn kilometer vegar. Á Lorette-hæðum náðum vér nokkrum skotgröfum og tókum 300 manns höndum. Sunnan við hæðir var herlína vor flutt fram á bóginn norðaustur af Labyrinth. Óvinirnir gerðu æðistrylt áhlaup oss og náðu af oss nokkrum hluta af samgöngugröf, en vér náðum nni þó aftur daginn eftir. 21. júni miðaði oss enn meira im i áttina til Souchez. Óvinirn- ir gerðu áhlanp á oss eftir ákafa stórskotahríð, en voru algerlega brotn- ir á bak aftur nema suðaustur af Souchez náðu þeir fótfestu í nokkr- um hluta einnar skotgrafar. Áköf stórskotaliðsorusta stendur enn í Arrashéraði. Að kvöldi hins 21. júni skutu óvinirnir aftur 14 sprengikúlum á Dunkirk með langdrægri fallbyssu. Biðu þá nokkrir borgarar bana. Dag- inn eftir skutu þeir 15 sprengikúl- um á borgina. Á hæðunum hjá Meuse höfum vér haldið öllum teknum stöðvum og sótt lengra fram. enn sá þriðji: Almenningur, kjósend- urnir, og er eg þá farinn að færast nær yður, háttvirtu áheyrendur. Þeir af yður, körlum og konum, sem ekki eru kjósendur nú þegar, verða það brátt. Karla og konur nefndi eg, því að nú eru konurnar líka komnar upp í kjósendabekkinn, eins og þær nú hafa óhindraðan aðgang til alls, sem karlmönnum einutn hefir áður þótt sæma að hafast að. Með stjórnarskrárbreytingunni, sem nú er að komast í gildi, eftir langa mæðu, fá allar konur (auk vinnumanna) kosningarrétt og kjörgengi til al- þingis, reyndar fyrstu árin þær ráðn- ari og rosknari að eins, en síðar allar 25 ára gamlar, jafnt og karl- menn. Ef það hefir verið áríðandi áður, að kjósendur væru vandir í vali — og enginn neitar því, — þá er það auðvitað áriðandi enn, eins fyrir þessa fjölgun, og margir mun segja: ekki síður fyrir hana. — Eg hefi nú verið þeirrar skoðunar, að kvenfólk- ið ætti að sjálfsögðu að fá þennan rétt, það væri ekki með réttum rök- um hægt að neita þeim um hann, enda þótt gagngerð krafa frá kven- þjóðinni íslenzku hafi aldrei um hann komið, né heldur nein barátta um hann orðið, eins og víða annars- staðar. Brýn pörý á honum, þessum rétti, til handa kvenfólkinu, verður ekki sagt að hafi átt sér stað. Og fjöldi kvenna kærir sig ekkert um hann. En nú haýa þær fengið hann; marg- ar munu ekki neyta hans að neinu verulegu leyti, að minsta kosti ekki fyrst i stað. Það, sem um er að tefla, er það, að þegar þær neyta þessa réttar, þá geri þær það vel o% sóma- samleqa. Þær geta sem sé verið viss- ar um, að hér eftir fá þær smjör- þefinn af ávítunum ýyrir pað, sem aýiaga ýer, enda bera þær nú þá ábyrgð með, er áður var lögð á herðar karlmannanna einna. Eins og þér sjálfsagt hafið hug- mynd um, háttvirtu áheyrendur, er sú krafa gerð til þingmanna, og þí; kjósenda um leið, að þeir skoði sig vera ýyrir landið alt, í ýyrstu röð, og þar næst fyrir sitt kjördæmi. Og liklega til þess að framfylgja þeirri kröfu, fáum vér nú með stjórnar- skrárbreytingunni nýja þingmenn (í stað hinna konungkjörnu), sem eiga að heita landspingmenn. Með öðrum orðum: Þess er krafist, að menn forðist, svo sem verða má, alla Hreppapólitík. Og er eg með því kominn á endastöðina í þessum »pólitíska« leiðangri. Hreppapólitíkin er gamall kunn- ingi yðar, býst eg við. Þar með segi eg ekki, að þér séuð meiri eða verri »hreppapólitikusar« en al- ment gerist í héruðum þessa lands. Þér þykist nú eiga von á, sýnist mér, að eg fari að ausa mér út yfir þessa tegund af pólitík, telji hana óalandi og óferjandi; en það geri eg ekki, þótt merkilegt sé. Mér finst einmitt góður snefill af hreppa- pólitik eitt af því allra skiljanlegasta og sjálfsagðasta í fari kjósenda og þingmanna eins kjördæmis, ekki hvað sízt, eins og tilhagar á landi hér. Þar með á eg ekkí við þann

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.