Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Page 3

Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Page 3
Rabbað við útvarpsmann, sem er eldri í starfinu en ríkisútvarpið Vilhjálm Þ. Gíslason, skólastjóra, þarf ekki að kynna útvarpshlustendum; það hefur hann sjálfur gert svo rækilega, öll þessi ár, sem útvarpið hefur starfað, að aðrir geta þar ekki um bætt. Óþarft er líka að reyna að bæta þar fyrir honum; hann er einn vinsælasti út- varpsmaðurinn, sem við höfum eignast, og einn þeirra fáu, sem fólk virðist ekki hafa orð- ið leitt á, þótt hann hafi, að Helga Hjörvar undanskildum, ef til vill verið manna tíðast- ur gestur við hljóðnemann. í tilefni af tutt- ugu ára afmæli Ríkisútvarpsins hugðist ég hafa tal af Vilhjálmi; gerði ráð fyrir því, að hann ætti þá einnig tuttugu ára afmæli sem útvarpsmaður, en það kom í ljós, að sem slíkur er hann eldri en útvarpið. Það er að segja, eldri en Ríkisútvarpið. — Ég talaði í útvarp, sem starfrækt var hérna áður en Ríkisútvarpið tók til starfa, segir hann. — Það mun hafa verið einkafyrir- tæki og var til húsa í Búnaðarfélagshúsinu, að mig minnir. Síðan gerðist ég starfsmaður ríkisútvarpsins, þegar er það tók til starfa; vann fyrst við fréttirnar, ásamt séra Sigurði Einarssyni. Ekki man ég eftir fleiri föstum starfsmönnum við dagskrána þá, en okkur Sigurði, Ásgeiri Magnússyni, og þeim hljóm- listarmönnunum, Emil heitnum Tliorodd- sen, Þórarni Guðmundssyni og Páh ísólfs- syni. Starfsskilyrði voru þá vitanlega öll önn- ur en nú, og starfstilhögun sömuleiðis. Við hlustuðum á erlendar útvarpsstöðvar, skandi naviskar, enskar og þýzkar, skrifuðum síð- an fréttirnar og lásum þær sjálfir, að því búnu. Þá var okkur ætlað að verja nokkrum hluta fréttatímans til flutnings menningar- legra og bókmenntalegra frétta eða frásagna, og varð sá þáttur þeirra stundum í lengra lagi, þegar hlustunarskilyrði voru slæm. Að sjálfssögðu hafði þessi starfstilhögun sína an- marka, en ekki er ég frá því, að fréttaflutn- ingurinn hafi verið gæddur persónulegra lífi, þegar það var sami maðurinn, sem hlust- aði á fréttirnar, skrifaði þær og flutti, held- ur en nú er. Þess má ef til vill geta, að ég var ekki að öllu leyti óvanur sem fréttamað- ur, þegar ég byrjaði það starf hjá útvarp- inu, þar eð ég hafði áður unnið við fréttir við blaðið „Lögréttu“, hjá föður mínum. — Þá tók ég fljótt að flytja ýmsa útvarps- þætti eða sjá um flutning þeirra. Fyrst flutti ég yfirlitsþætti í sambandi við erlendu frétt- irnar; um langt skeið flutti ég bókmennta- þætti, hef oft flutt þáttinn „Frá útlöndum“ og „Um daginn og veginn“. Einnig hef ég undirbúið ýmsa þætti til flutnings; einu sinni flutti Útvarpið til dæmis „íslenzk ættjarðar- kvæði“, og voru kvæðin ýmist lesin eða sung- in og viðeigandi hljóðfæraleikur á milli, einn- ig fluttum við „íslenzk ástarkvæði“ á sama hátt. íslenzkir fornsöguþættir voru og flutt- ir með ekki ósvipuðu sniði, sögukaflarnir lesnir og hljómlist flutt og Völsungakviðu fluttum við einnig með tali og tónum, og munu tónverk þau, er flutt voru, flest hafa verið eftir Wagner. Sjálfur hef ég lesið ís- ÚTVARPSBLAÐIÐ 3

x

Útvarpsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.