Saga


Saga - 2013, Blaðsíða 45

Saga - 2013, Blaðsíða 45
eftir einn til einn og hálfan mánuð, eins og ráðgert hefði verið. Hins vegar hefði lát Eðvalds þau áhrif að rannsókninni yrði hætt og sak- argiftir felldar niður.129 Það var ekki aðeins Zuroff sem reyndi að beita áhrifum sínum. Atli Eðvaldsson fór fram á það við Þorstein Pálsson í mars 1994 að rann- sókninni yrði haldið áfram í þeim tilgangi að hreinsa nafn föður hans og næstu kynslóðir fjölskyldunnar „af hinum ógeðfelldu ásökunum Simon Wiesenthal-stofnunarinnar“. Mæltist hann til þess að skýrsla yrði tekin af Einari Sanden, höfundi ævisögu Miksons.130 Ríkis sak - sóknari taldi hins vegar hvorki lagaheimild né tilefni til að halda rann- sókninni áfram131 og var dómsmálaráðuneytið samþykkt þeirri túlk- un.132 Ákvörðuninni um að stöðva rannsóknina varð því ekki haggað. Eftir þessi málalok var ekki fjallað um Mikson-málið næstu ár. Það var ekki fyrr en árið 1999 að Atli Eðvaldsson rifjaði það upp í við tali við Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Djöfullinn sefur aldrei“ og upplýsti að fjölskylda hans hefði fengið morðhótanir. Eins og Mikson áður taldi Atli að Sovétmenn hefðu sýnt föður sínum eins mikinn áhuga og raun bar vitni vegna yfirheyrslna hans yfir Säre. Mikson hefði sagt frá njósnaneti Rússa og vissi hvernig „áróðurs- maskína þeirra vann“. Og Þjóðverjar vildu refsa honum vegna þess að hann hefði ekki sagt þeim frá heiðursmannasamkomulagi milli Japana og Rússa sem gerði þeim kleift að forðast stríð á tvennum vígstöðvum. Loks fullyrti hann að Lennart Meri, forseti Eistlands, hefði lofað honum aðstoð við að hreinsa mannorð Eðvalds.133 Efraim Zuroff svaraði fyrir sig í aðsendri grein í Morgunblaðinu: Eðvald Mikson væri langt frá því að vera fórnarlamb kommúnista - ofsókna, heldur væri hann nasískur morðingi og samverkamaður. Síðan taldi hann upp í smáatriðum þau morð og þær nauðganir sem Mikson var sakaður um að hafa framið. Hann lauk greininni með þeim orðum að hefði fráfall hans ekki borið að hefði hann mjög lík- lega verið sóttur til saka á Íslandi fyrir morð. „Í þessu sambandi er mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 43 129 Morgunblaðið 29. desember 1993, bls. 16. 130 Skjalasafn ríkissaksóknara, mál Eðvalds Hinrikssonar, 10.20. 13, bréf, Atli Eðvaldsson til Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra, 24. mars 1994. 131 Sama heimild, 10.20. 14, bréf, ríkissaksóknari til dóms- og kirkjumálaráðu - neytis, 2. júní 1994. 132 Sama heimild, 10.20. 15., bréf, dóms- og kirkjumálaráðuneyti til Atla Eðvalds - sonar, 13. júní 1994. 133 „Djöfullinn sefur aldrei“, Morgunblaðið 3. október 1999, bls. B 6. Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.