Saga


Saga - 2013, Blaðsíða 200

Saga - 2013, Blaðsíða 200
stuttlega bornar saman við gangabæina í Laufási og á Grenjaðar stað. Engin umfjöllun er um hvað lesa megi um stöðu Reykholts út frá þeim gripum sem fundust frá þessum tíma (bls. 115, 126, 143). Mjög greinilegt er að þessar yngri minjar voru ekki markmið rannsóknarinnar og þær fá því eins litla umfjöllun og hægt er að komast af með. Nánast engin fornleifafræðileg túlk- un er gerð á þeim og engin tilraun til að skilja þróun búsetu í Reykholti. Í bókinni er sérstakur kafli sem fjallar um helstu gripaflokka og einstaka gripi sem fundust við uppgröftinn. Þar eru vandaðar teikningar sem feng- ur er að. Gagnlegt hefði verið að merkja fundarstað einstakra gripa og gripa- flokka inn á teikningarnar úr uppgreftinum til þess að auðveldara væri að glöggva sig á tengslum þeirra við einstakar byggingar. Ítarleg umfjöllun Penelope Walton Rogers á textílum sem fundust við uppgröftinn er fróðleg og góðar litmyndir eru af þeim textílleifum sem fjallað er um. Niðurstaða hennar er að meðal þeirra textílleifa sem fundust sé ekkert sem bendir til ríkidæmis og hárrar stöðu fyrr en í fasa 4 (bls. 217). Kafli Rogers er einn sá áhugaverðasti í bókinni og mun eflaust nýtast vel sem samanburðarefni fyrir aðrar rannsóknir, en lítið hefur komið út um lífrænar leifar eins og textíl og leður sem fundist hafa í íslenskum fornleifarannsóknum hingað til. Í kaflanum um leirkersbrot sem fundust í Reykholti nýtir höfundur ekki nýlegar rannsóknir á efni frá Aðalstræti, Bessastöðum, Skriðuklaustri, Gásum og Tjarnargötu 3c. Engin rök eru færð fyrir því að nýta ekki efnivið úr nútímalegum uppgröftum sem til eru ýmsar skýrslur og greinar um. Það hefði a.m.k. þurft að útskýra af hverju þessi efniviður var ekki nýttur til samanburðar. Umfjöllunin um leirkerin sem fundust í Reykholti byggist að því er virðist einungis á samanburði við þann efnivið sem fannst á Stóru- Borg, en um hann er fjallað í bók höfundar Leirker á Íslandi. Þetta er miður og veldur því að túlkun höfundar á þeim leirkersbrotum sem fundust í Reykholti hefur lítið gildi. Í umfjöllun um steinsleggjur (stone hammers) sem fundust í Reykholti segir að þær þekkist ekki á íslenskum bæjum fyrr en eftir 1500. Fjöldi stein - sleggja hefur hins vegar fundist í jarðlögum frá 1226–1500 við uppgröftinn á Alþingisreit og nokkrar í jarðlögum frá 871–1226. Steinsleggjur hafa fundist við uppgröft á skála í Vatnsfirði í jarðlögum frá 10. öld, í jarðhýsi sem yfir- gefið var um 980 á Hofstöðum í Mývatnssveit og við uppgröft á miðalda- kaupstaðnum á Gásum. Þessi fullyrðing á því ekki við rök að styðjast þó vissulega sé rétt að fjöldi þeirra fari mjög vaxandi á 17. öld. Hér leiðir skort- ur á samanburði við nýlegar fornleifarannsóknir til ónákvæmni í niður - stöðum höfundar sem rýrir gildi þeirra. Stutt umfjöllun er um þau dýrabein sem fundust við uppgröft í Reyk - holti en varðveisla beina var afar slæm vegna þess hve jarðvegur þar er súr. Gagnrýnisvert er að ekkert er fjallað um þá aðferð sem beitt var við grein- ingu dýrabeinanna og óþarflega flókið er að átta sig á frá hvaða tímabili dýrabeinin eru. Í byggingu 10 milli fasa 2 og 3 fannst hluti af beinagrind ritdómar198 Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.