Vísir - 19.04.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 19.04.1915, Blaðsíða 1
Útgefaadi: HLUTAPÉLAG. SÍMI 400. Skrifstofa og afgreiösla í Hótel Island. SÍMI -3f>0 5. árg. Mánudaginn 19. apríl 1915. 129. ibi. ®a GAMLA BIO *% SVARTI GIMSTBIIiníS Fallegur og áhrifamikill sjón- leikur í 3 þáttum, útbúinn með eðlilegum litum, hjá Pathe Freres í París. Leikinn af fegurstu leik- urutn Belga, ýmist i A N T- W E R P E N eða frumskógum Afriku, þar sem fram fara tigr isdýraveiðar gagntakandi og nátturlegar, sem eigi hafa sést hér áður. Ágætis efni. — Jafn skemti- legt fyrir börn sem fullorðna. „Gullfoss4 til Hafnatfjarðar. Eimskipafélagið auglýsti á laug- ardaginn að Ciullfoss færi til Hafn- arfjarðar á sunnudnginn kl. 10 ár- degis. Hækkaði þá brúnin á mörg- um, því marga langaði til að taka sér far með skipinu, bæði til þess að geta sagt að þeir hefðu ferðast á sínu eigin skipi, og til þess að j sjá það bruna inn á eina fegurstu höfn landsins, og leggjast við fyrstu hafskipabrygguna hér á landi. KI. 9 byrjaði fólkiö að streyma niður I bæjarbryggjuna í hundraða- ! tali, mátti þar líta margan gerfileg j an dreng og fallega blómarós. Fjöldi mótorbáta með stóra flutn- ingsbáta í togi flutti fólkið um borð, og höfðu þó naumast við, svo streymdi fólkið ört að. Dálítill norðan kaldi var, og því nokkur ókyrleiki við skipshliðar, svo tals- vert mátti gæta sín til þess að vökna ekki Þegar alt var komið á skipsfjöl, var alstaðar alskipað á skjpinu, og voru þrengsli svo mikil, að ekki máttu öllu meiri vera. Fóru menn þó strax að skemta sér, eftir því sem föng voru á, einkum við spil. Kl. rúml. 10 skipaði skipstj. að akkeri skyldu upp dregin og Gullfoss brunaði út Engeyjarsund. Þegar út úr sundinu kom, fóru Ieifar út- synningsins að gera vart við sig. Talsverð undiralda var komin, og sjóveiki fór að gera vart viö sig hjá sumum, þó voru ekki mikil brögö að því, enda beygði skipið fljótt við, og var samstundis kom- ið í logn og smásævi aftur. Þegar inn til Hafnarfjarðar kom, var múg- ur óg margmenni fyrir á hafskipa- bryggjunni, er heilsaði með marg- ^öldum húrraópum, en úti á skip- •nu voru sungin rnargrödduð ýms ®tjarðarkvæði. Þegar skipið hafði lagst við bryggj- una, söng Söngflo'.ckur Hafnarfjarö- j ar undir forustu Friðriks Bjarna- I sonar organista kvæði, er ort hafði Finnbogi Jóhannsson lögregluþj., og mun það veröa birt síðar. Síðan fór bæjarfógetinn í Hafn- arfirði, Magnús Jónsson, sýjlum., j upp á stjómpali Gullfoss og flutti I þessa ræðu : | »Þegar skipið »Gulhoss« í fyrsta i sinui sést koma hér inn höfnina, er sem íótur og fit sé uppi á öll- um, ungum sem gömluui, tll þess að aðgæta skipið og fagna komu þess, og finst mér það minna á þegar börnum, eins og allítt er á sveitalieimilum, árla morguns »sum- J ardaginn fyrsta« er hleypt út úr i sumrinu, en þótt dagur þessi sé kallaður sumardagur, er oft og ejnatt Jíiill sumarblær kommn um það leyti árs, er sál barn- anna fyllist svo sumarþrá, að þau taka ekki eftir kulda- og vetr- arblænum, sem er yfir öllu; sann- i færingin um að sumar sé komið í I nánd er svo sterk, að þeim finsl raun og veru. Eins virðist að nokkru leyti vera ástatt fyrir okkur, sem hingað erum komin til þess að taka á móti skipi þessu, suniarþrá barnanna er alment vöknuð, en langt er þó frá því að hér sé um tóma ímyndun að ræða. — Við sjá- um þegar vorgróðurinn — það er upprunninn sumardagur íslenskar þjóðrækni, er sýnir sig í verkinu — vottur verulegur uin að þjóðin öll er að vakna af vetrardvalanum, að klaki andvara — og samtaksleysis í samgöngum þjóðariunar er að bráðna, og vér allir sem einn erurn aö vakna til verklegra framkvæmda rneð samliug og sjálfsafneitun, — Eins og aðrar þjóöir, er hervald hafa og orðið hafa að verja land sitt með blóðsúthelhng, eins erum vér nú að sýna í verkinu eu á 1 annan hátt, að vér viljum leggja alt i sölurnar til þess ekki að vera upp á aðrar þjóðir koinnir eða þeim háðar að því er nauðsynlegan flutning frá og til þeirra snertir. — Verslunin, sem er nátengdust samgöngumáluiium, er þegar kom- in í þetta horr; áður var hún öll í höndurn erlendra rnanna, er hér voru eigi búsettir, en nú má það heita undantekning ein að svo sé. — Þetta fallega, gjörvilega og hrað- skreiða skip, er fullgert og hingað komið þrátt fyrir ógöngur þær og erfiðleíka, er heimsstyrjöldinni fylgja, sem er að þakka orðheldni skipa- smiðanna, atorku, dugnaði og ráð- deildarsemi stjórnar »Eimskipafé- lags íslands« og útgerðarstjóra þess. — Það hefir áður en hingað korn í þessari fyrstu ferð sinni, hafnað sig á tveim stöðum hér við land, en nú Iegst það hér upp að landi, — strönd íslands faðmar það. — Öndvegissúium að fornum siðmun eigi hafa verið kastað fyrir borð, þar tilgangur útgerðarinnar mun vera sá að nema alt en ekki neinn sérstakan hlut landsins, og hér í Hafnarfirði mun það nema land til viðskifta engu síður en víða ann- arstaðar hér við Iand, þessu byggð- arlagi til heilla og hagsældar. Vér óskum allir skipið »GuIloss«, frumburð skipa »Eimskipafélags ís- lands«, velkomið, árnum hinum mannvænlega skipstj. þess, landa vorum, allra heilla, svo og skip- verjum öllum, sem flestallir eru einnig landar vorir. Þeir minna okkur á sjógarpa forfeðra vorra og taka nú upp siðu þeirra, að halda uppi siglingum við umheiminn. Minnast ber og útgerðarstjóra fé- lagsins fyrir dáð og drengskap hans í þessu starfi sínu, sem hann hing- að til hefir, og framvegis mun leysa af hendi með sínum alþekta dugn- aði og ósérplægni, og engu siður en landi vor væri. — Að síðustu þökkum vér allir stjórn »Eimskipafélags íslands* fyrir þennan efnilega frumburð sinn, og óskum að henni og útgerðarfélag- inu í heild sinni megi auðnast að auka skipastól sinn, félaginu til hagnaðar, og Iandi voru til hag- sældar og sóma. — Veri skipið »Gullfoss« velkomið og farnist því vei, og lengi lifi »Eimskipafélag íslands.« — Sveinn Björnsson alþm. formað- ur Eimskipafélagsins, flutíi einnig ræðu, og mintist Hafnarfjarðar; gat þess m. a. að Gullfoss væri nú í fyrsta sinni landfastur á íslandi. Öll hafskipabayggjan var fánum prýdd, og fánar á hverri stöng í bænum og hátíðablær yfir öllu og öllum. Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdarstjóri Bookless Bros, fagn- aði Gullfoss með 3 stórum skotum, var það myndarlega gert. Reykjavíkur farþegarnir streymdu nú í land, en Hafnfirðingar út í skipið að skoða það. Voru jafn- mikil þrengsli og fólkstraumur á »Hótel Hafnarfjörður«, og fleiri veitingarstöðum í Hafnarfirði, og í sölum og farrýmum Gullfoss. KI. rúml. 7, var lagt af stað tii baka, og var þá kvatt með húrraópum. Ferðin gekk ágætlega og voru nú ailir vel frfskir og lentu í Reykja- vrk heilu og höldnu eftir einnrar stundar ferðalag. Kann eg svó ekki þessa sögu lengri. Ferðarnaður. NYJA BIO Bófafélagið ,Spaða-ás’ eða . Nick Winter aftur- genginn. Ákaflega spennandi leyni- lögreglusjónleikur í 3 þáttum, leikinn af alþektum frönskum leikurum. Foringja bófanna leikur hinn sami er áður !ék »ZIgomar«. i Myndin er einhver hin allra : besta leynilögreglumynd, sem hefir verið sýnd hér, útbúnað- ur allur gerður af hinni mestu snild. Verð hið venjulega. INNILEGT þakklæti mitt, barna minna og tengdadótt- ur fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns, Óiafs Sveinssonar gullsm. Þorbjörg Á. Jónsdóttir. INNILEGUSTU þakkir votta eg öllum þeim, sem viðjarðarför SteinunnarGuðjónsd sýndu hluttekningu sína, bæði með því að senda kransa og á annan hátt. Rvík, 16.-4.-’15. Ólcifur þórðarson. ,MEEIUB’. Fundur í kveld kl. 9 í Báru- búð (uppi). Þetta er seinasti fundurinn á vetrinum, og eru menn því beðn- ir að fjölmenna. S t j ó rn i n. Hvað vikublöðin segja. ísafold 17. apríl. — Efni: Þeg- ar Gullfoss kom heim í fyrsta sinni. — Utanför þrímenninganna. — Hjörtur Hjartarson. — Bóka- fregn (Hadda Padda og Lærebok i fo'.keret eftir N. Gjelsvik). — Eftir- mæli. — Fréttir. *\Uan aj Utvd\. Nýdáin er á Blönduósi frú Sig- ríður Sigurðardóttir, kona Kristjáns veitingamanns Halldórssonar: At- gerfis- og dugnaðarkona mikil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.