Vísir - 04.07.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 04.07.1915, Blaðsíða 2
VISIR eitvs 0$ áBttt <^oBa ttotttU f\»sia \)ev3v\ O F N A Og ELDAVÉLAR a II s konar, frá hinni alþektu verksmiðju »De forenede Jernstöberier Svendborg«, Miklar birgðir fyrirliggjandi. Útvega ofna af öllum gerðum og eins miðstöðvar-hitavélar. Laura Melsen. (Joh. Hansens Enke) Austurstræti 1. Vonarsxræti, Slippfélagið í Reykjavik mælir með sínum ágætu málningarvörum, þar á meðal Halls’ Distemper, Aperfectol og reykháfs-málning (Funnel Paint) blá, rauð, svört, hvít, o. fl. Bifreiðarfélag Bvíkur 1915 hefir bifreiðar í gangi alla daga tii Hafnarfjarðar og upp um sveitir. Skrifstofan er opin frá kl. 9 árd. til kl. 10 síðdegis. Sími 405. — sími 405. Baðhusið opið v. d. 8-8, ld.kv. iil 11. Borgarst.skrif,st. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.sunnd. 8V2 siðd, Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið lVa-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-bi Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vífilsstaðahæiið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ómissandi menn Blað eitt á Englandi bað les- endur sína að segja til, hverja 12 menn þeir teldu landið mega síst án vera, á þessum tímum. Fjöldi manns sendi lista, og er talið var saman, höfðu þessir menn fengið flest atkvæði og í þeirri röð, sem hér segir: 1. Lloyd George 2. Kitchener lávarður 3. Asquith 4. Sir John French 5. Sir John Jellicoe 6. Sir Edward Grey 7. Balfour 8. Churchill 9. Sir Jan Hamilton 10. Bonar Law 11. Beatty 12. George V. Það er eftirtekíar vert, að sá mað- urinn, sem fiest atkvæði hefir fengið, er einmitt sá hinn sami, sem mest hefir verið skammaður allra Eng- lendinga áður, en vafalaust líka sa maður, sem ber höfuð og herðar yfir alla samtíðarmenn sína á Eng- landi og þótt víðar væri leitað. — Meðan hann var fjármálaráðherra, beitti hann sér fyrir ýmsum svo mikilfenglegum endurbótum í inn- anlandsmálum, að byltingarkent mátti kalla, og svo þótti auðkýfingum landsins hann ganga á rétt þeirra, að þeir hötuðu engan mann eins. — En nú, þegar landinu lá mest á, og þegar alt virtist undir því kom- ið, að útvega hergögn — fram- leiöa ný.skotvopn og magna allan herbúnað, þá var tekið það ráð, að skipa sérstakan ráðherra, til að ann- ast herbúnaðarmálin og til þess kjörinn Lloyd George, að því er virðist að samhuga ráði allra flokka. — Þetta er því einkennilegra, þegar þess er gætt, að L. G. var einmitt einn af þeim fáu innan ráðuneyt- isins, sem voru mótfallnir þáttöku Engla í stríðinu. VISIR kemur fyrst um sinn út kl. 12 á hádegi, Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 5-6. Sími 400.— P. O. Box 367. ÖJt\Bu\ttm, Skotfæragerð Eng- lendinga. Englendingar leggja nú sem mest kapp á að auka skotfæraframleiðslu hjá sér. Lloyd George, hinn nýi hergagna- eða skotfæra-ráðherra þeirra, ferðast um landið þvert og endilangt til að hvetja bæði verka- menn og vinnuveitendur til þess að afkasta sem mestu. Víða koma Hallgerði bitlingar og eins má segja um EngJendinga, þeir ráða lögum og lofuro á sjónum og geta því flutt að sér skotfæri það- an, sem þau eru að fá. Svo sem kunnugt er, hafa þeir pantað og fá stöðugt skotfærabirgðir frá Banda- ríkjunum. Er sagt að félög og einstakir menn hafi látið reisa skot- færasmiðju síðan ófriðurinn hófst, til þess að geta afgreitt pantanir Englendinga. Einnig fá Englend- ar skotfæri frá Canada. Fyrir skömmu stóð í einu blaði þar vestra, að í Canada væru nú 300 verksmiðjur, sem eingöngu ynnu að skotfæra- gerð. Á þingi Ástralíumanna var gerð fyrirspurn um það til stjórnarinnar, hvort ekki væri hægt að búa til skotfæri þar í Jandi, sem senda mætti tii Englands, Fischer stjórnarfor- seti svaraði fyrirspurninni svo, að nú þegar væri farið að búa þar til skotfæri, og mundi þó meir síðar. Kosningar á Grikklandi. Venezelos í meiri hluta. Á Grikklandi fóru fram kosning- ar um land alt um miðjan fyrra mánuð, og lauk þeim svo, að stjórn- in var í algerðum minni hluta, en flokkur Venezelos, fyrrum forsætis- ráðherra, varð lang fjölmennastur. Gounaris, sá sem nú er stjórnar- forseti, ætlar þó ekki að segja af sér fyr en þing kemur saman í lok þessa mánaðar og jafnvel ekki þá, að því er blöð hans manna segja. Konungur Grikkja hefir verið hættulega veikur um hríð og hefir eigi getað gegnt stjórnarstörfum, en í stjórnarskrá Grikkja, eru engin á- kvæði um það, að skipa megi rík- isstjóra í fjærveru eða veikindum konungs. Patris, eitt af blöðum Venezelos- flokksins, segir að stjórn- in hafi jafnvel í huga, að stofna til nýrra kosninga aftur, til þess að þrautreyna um fylgi þjóðarinnar við sig. Samkomulag mílli Breta og Þjóðverja. Utanríkisráðherra Englendinga bað sendiherra Bandaríkjanna í Lundún- um að skýra þýsku stjórninni frá, að Bretar hefðu flutt skipshafnir þær af kafbátunum »U 8«, »U 12« og »U 14«, sem bjargað hefði verið, úr einangrunar-varðhaldi, og framvegis yrðu þeir látnir sæta sömu meðferð og aðrir fangar. Enska stjórnin kvaðst því vænta þess, að 39 enskir foringjar, sem Þjóðverjar höfðu einangrað, yrðu fluttir aftur til annara herfanga. Þýska stjórnin svaraði um hæl, að úr því að Englendingar væru hættir því, að láta kafbátaskipshafnir sæta annari meðferð, en aðra fanga, þá mundu þeir þegar í stað láta þessa 39 foringja lausa úr einangr- uninni og gæta þeirra sem annara hertekinna foringja. Lítið Ms á góðum stað, fæst keypt með taekifærisverði og er laust til íbúðar 1. okt. ef samið er fyrir 7. júlí. Afgr. v. á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.