Morgunblaðið - 26.11.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1914, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Leikfélag Reykjavíknr Drengurinn minn sunnudaginn 29. nóv. kl. 8 síðd. í gíðasta sinn! Aðgöngumiða má panta®í Bók- verzlun Isafoldar i dag. Erl. simfregnir. Frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.). Khöfn, 25. nóv. kl. 8,20 árd. Anglo Dane, skip sameinaða fé- lagsins, rakst á þýzkan tundurbát í nánd við Dragör aðfaranótt mánu- dags. Tundurbáturinn sökk. Tveir menn fórust. Anglo Dane kom hingað i auka- ferð fyrir nokkru siðan. Serbar og Tyrkir. Tyrkir og Serbar hafa slitið við- skiftasambandi sín á milli og kvatt sendiherra sina 'neim. Ekki mun þó koma til vopnaviðskifta miili þeirra,. með þvi að Búlgaría á land þar á milli. Fallegra mælt. Það var einu sinni maður sem lót fánamáliS mikiS til sín taka, einkum þegar um þaS var rætt, að gerð fán- ans yrði breytt. Og hann barðist með hnúum og hnefum gegn breytingunni — óð berserksgang út í opinn — blá- inn. En er tillögur nefndarinnar komu um þrílita fánann, vóg hann tveim höndum að þeirri fánagerð. Reist hann þeim fána níð og valdi mörg hæðileg orð. Meðal annars nefndi hann nýja fánann »Blesa<( og vildi láta það nafn við hann festast. En skjóthverft er veðrum, og hafði naumast liðið missirið er hann snaraS- ist fram á vígvöllinn í annað skifti og kallaði það þá landráð að láta sór ekki á sama standa hvernig gerð fánans væri. Fór hann um það mörgum fögr- um orðum og lét þau á »þrykk út ganga«. En sjá — í annað skifti snerist vind- urinn og þá segir hann um þessa rit- smíð sina að hún só »óhugsaö frum- hlaup og vindhögg út í bláinn«. Þetta er svo fallega mælt, að það má aldrei fyrnast. Hefðu allir svarið fyrlr það að maðurinn mundi s v o n a hrein- skilinn. Elendínus. ------ DAGBÓFJIN. C=J Afmæli í dag: Helga M. Einarsdóttir, jungfrú. Sigríður Þórðardóttir, húsfrú. Valgerður Þórðardótir, jungfrú. Þórunn Pálsdóttir, húsfrú. Hannes Hannesson, póstur. Jónas Jónason, lögregluþjónn. Afmæliskort fást hjá Helga Árnasyni í Safnahúsinu. Sólarupprás kl. 9.32 f. h. S ó 1 a r 1 a g — 2.57 síðd. V e ð r i ð í gær: Ym. s.v. andvari, hiti 1.8. Rv. a. kaldi, frost 2.5. íf. logn, frost 5.1. Ak. s.a.a. andvari, frost 8.0. Gr. s.s.v. andvari, frost 9.5. Þh., F. v.n.v. gola, hiti 2.3. Þjóðmenjasafnið opið 12—2 P ó s t a r í dag: Ingólfur frá Borgarnesi. Kaupmaður nokkur hór í bæn- um fekk símskeyti frá Kaupmanna- höfn þess efnis, að bannaður væri út- flutningur á íslenzkum hestum frá Danmörku. A 11 a 1 a ð hefir verir hór í bænum að Skálholt væri ekki komið fram til Leith. Chr. Zimsen konsúll tjáði oss í gær, að Skálholt hefði farið frá Þórs- höfn þann 13. og frá Leith þann 17. þ. m. Zimsen hafði símað til útlanda til þess að fá nákvæmar fregnir. T e 1 p a, dóttir Sigurðar Briem póst- meistara datt í fyrradag, er hún var á leiö í barnaskólann og fekk heila- hristing. Hún er nú á batavegi. Eftirtekt mikla vakti það í fyrradag, er hálka var töluverð á göt- unum, að sandur var víðast hvar bor- inn á gangstóttirnar, Munu margir hafa þakkað borgarstjóranum í huga sínum. Sýnir það ljóst að borgarstjór- inn ætlar ekki að láta marga menn fót- eða bein-brotna vegna hálku í vetur; því þetta var fyrsti hálkudag- ur á vetrinum, en sandur þegar bor- inn á strætin. M e n n bíða með töluveröri óþreyju fregna frá ráðherranum. Hvar sem tveir eða fleiri menn hittust i gær, var mest talað um stjórnarskrána og fánann. Vonandi verður ekki langt að bíða þangað til vissa er fengin fyrir því, hvernig málunum hefir reitt af, því ríkisráðsfundur kvað hafa verið í gær. Ráðherra sjálfur er væntanlegur hingað með Botníu, sem fer frá Kaup- mannahöfn á morgun. Þeir bræður Haraldur og Jón frá Kallaðarnesi hóldu heimleiðis i gær eftir nokkra daga dvöl hór í bænum. S k ý r s 1 a frá þeim Ólafi Johnson og Sveini Björnssyni um Amerijsuför þeirra, er um þessar mundir að koma út f íslafold. — Meinleg misprentun hefir þar læðstinn í skýrsluhlutanum, sem birtist í blaðinu í gær. S t e r - lingspund í stað d o 1 1 a r a á all- mörgum stöðum. Dr. Hellrung, frændi Ludv., Kaabers ræðismanns dvaldi hór í bæn- um um hríð í sumar. Hann er læknir í New-York og er nú þangað kominn úr ferðalaginu um Norðurlönd. Danska blaðið »Nordlyset«, sem gefið er út í New-York, hefir átt viötal læknirinn og beðið hann segja frá förinni hing- að. Ritar Dr. Hellrung allítarlega grein f blaðið og lofar mjög bæði náttúrufegurðina og gestrisni lands- manna. Segist hann muni koma hingað að sumri — og miklu oftar — á hverju sumri, ef hann geti því við komið. Stjórnarráðið hefir úrskurðað að í bæjarstjórn skuli sitja 15 full- trúar a u k borgarstjóra —- eins og lögin mæla fyrir. Verða því þrír nýir fulltrúar kosnir í bæjarstjórnina þ. 5. des. í stað þeirra P. G. Guðmundssonar, Jóh. Jóhannessonar og Kn. Zimsens. í s 1. g 1 í m a n : Er okkar íþrótt. Læriö að glíma. Gangið í Ármann. Verzlun Danmerkur. Eins og kunnugt er hefir Danfflörk þótt flytja meira inn af matvöru, eo góðu hófi gegndi, og hafa EnglenÁ ingar grun um að Þjóðverjar matvælabirgðir um Danmörku. Full' trúi dönsku stjórnarinnar í Londoo, herra Haraldnr Faber, hefir ritað grein í Lundúnablaðið Times i°’ nóvember og sýnir þar með rökutn að engin ástæða sé til að ætla það, að Þjóðverjar fái vörur um Danmörku, þó að þangað sé flutt meira af koru- vöru frá Ameríku, en áður hefir tíð- kast. Grein hans er á þessa leið: Smáríkin eiga ílt aðstöðu á þessuffl ófriðartímum, og ekki batnar um fyrif þeim þegar stöðugt er verið að kasta á þau grun í blöðunum. Eg er sannfærður um að þessi grunur, eí eingöngu bygður á þvi að menu þekkja ekki til, hvernig á stendur i þessum litlu löndum. Danmörk kaupir nú mikið af korU' vöru og gripafóðri og vill selja syk' ur. Af þvi halda menn að um DaU' mörku fái Þjóðverjar korn til sio,, en komi sykri sínu þar út. Þess- ir menn segja að Danmcrk flytji mikið út af jarðyrkjuafurðum og því eigi hún eigi að þurfa að flytja mik' ið inn af þeirri vöru. Danmörk Rithönd Maeterlincks. Fáir frægir rithöfundar skrifa jafn ljóta og ólæsilega rithönd og Maurice Maeterlinck. Það eykur heldur ekki á fegurðina, að honum sjálfum þykir reglulega gaman að hafa hana sem ljótasta og ólæsilegasta, til þess að koma mönnum i sem mest vand- ræði. Einu sinni var hann beðinn aé halda ræðu við afmælissamkomu fé- lags nokkurs. Skemtiskráin var ó- venjulega löng og leiðinleg. Maeter- linck gat ekki fengið sig til að segja þvert nei, heldur skrifaði bréf með bleki og penna, sem ekki var styttra en fjórar blaðsíður þétt skrifaðar. Skrifari félagsirís gat ekki með sín- um bezta vilja komist fiam ur bréf- inu og út úr vandræðum afhenti hann það stjórn félagsins. Enginn þeirra gat heldur ráðið fram úr því. En^ vest af öllu þótti þeim það, að þeir gátu ekki með nokkuru móti vitað hvort hann mundi koma eða ekki. Skrifari félagsins afréð því að lok- um að senda skáldinu línur þær, sem hér fara á eftir: »Því miður get eg ekki með nokkru móti ráðið af hinu kærkomna bréfi yðar, hvort þér ætiið að flytja ræðu á afmælissamkomu vo’rri eða ekki. Ef þér viljið sýna oss þá vel- vild að gera það, vilduð þér gera svo vel að setja kross undir svar yðar, en ef ástæður yðar leyfa yður ekki að verða við bón vorri, þá að setja núll?€ Með næsta pósti kom bréf frá Maeterlinck, en skrifarinn varð grá- hærður við að finna út hvort merk- ið var kross eða núll. (Lögberg). hafi heldur eigi verið álitin sykurút- flutningsland. En þessu er ekki sso farið og vonast eg til, að mér getí tekist að eyða þessum grun, setn annars gæti orðið til þess að spill^ vinfengi Breta og Dana. Matvæli og fóður. Árið 1913 flutti Danmörk út 200' 750 smálestir af kéti, 91000 smá' lestir af sméri og 56800 smálestir af rjóma og eggjum. Uppskeran hjí okkur er langt frá því nægileg til þess að framleiða öll þessi ósköp- Árið 1915 var uppskeran, heyfengut og annað 5690000 smálestir, metið til kornverðs. Það ár voru fluttaí inn 1600000 smálestir meira, en út var flutt. Sést. á þessum tölum að bæta hefir orðið við uppskeruna, hét um bil t/4, til þess að fæða fólki^ og framleiða vörur til útflutningsi sem að ofan er getið. Þvi er svo farið um griparækt í Danmörku $ hún er lík mörgum enskum iðna^' argreinum að því leyti til, að mikið af óunnum efnum er flutt inn, setf1 síðan er flutt út, sem unnin vara- Af korni því, sem flutt var $ Danmerkur, kom hér um bil helo1' ingurinn frá Þýzkalandi, þar á meðai allur rúgurinn, og auk þess kemft hér um bil helmingurinn af hveitif13 og t/é—Vb af maisnum frá Bremef og Hamburg, en þangað er það flutt frá Bandaríkjunum. En þessi Bo&’ ingur teptist þegar ófriðurinn hófst' Hér um bil l/K af olíukökul1’ kemur frá Rússlandi. Þær hættu a flytjast þegar ófriðurinn hófst minka varð tilbúning á fóðnrköku1^ i Danmörku vegna þess að heftllJi\ kom á innflutning efna, sem i P eru notuð. Afleiðingin af þessu varð fóðurefni varð mjög dýrt um það og menn halda að sú oí “f mat^1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.