Vísbending


Vísbending - 04.12.1992, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.12.1992, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 4. desember 1992 48. tbl. 10. árg. Spár um hagþróun á næstunni Nýjustuefnahagsaðgerðirstjómvalda rýra kaupmátt almennings, en hann hefur raunar minnkað talsvert undanfarin ár. Svo gæti farið að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann yrði 18-20% minni á næsta ári en 1987. Mikill uppgangur var á árunum 1985-1987, vaxandi afli og hækkandi fiskverð erlendis. Halli á ríkisrekstri ýtti enn undir þensluna. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um tæp 50% 1984-1987. Síðan 1987 hefur afli minnkað og landsframleiðsla nánast staðið í stað. Fólki fjölgar um 0,5-2% á ári, þannig að hver og einn ber minna úr býtum en áður. Þá hefur skattheimta aukist mikið og ráðstöfunarfé almennings minnkað afþeimsökum. Amótikemuraðfélags- leg þjónusta eykst, þannig að ráðstöfunartekjur segja ekki alla söguna. Þó er enginn vafi á því að lífskjör hafa verið á niðurleið undanfarin ár. Þenslan semhérvarfyrirnokkrumárumerhorfin og í stað hennar komið atvinnuleysi. A hinn bóginn hefur verðbólga minnkað mikið. Horfur eru á að samdrátturinn haldi áfram. Hér á eftir má sjá vanga- veltur um þróun helstu hagstærða næsta árið. Spá í haust: Minni fram- leiðsla og atvinna Áður en gengi krónunnar var fellt spáði Þjóðhagsstofnun að lands- framleiðsla myndi minnka um 0,6% frá • Hagspár • Iðnaður og auglýsingar • Hlutabréf 1992 til 1993. Spáð var nokkru meiri samdrætti þjóðartekna vegna lækkandi fiskverðs á erlendum mörkuðum. Stofnunin taldi að verðbólga myndi enn lækka frá því sem verið hefur. Aðeins var spáð 2% hækkun verðlags frá árinu sem er að líða. Þar skipti miklu að ekki var búist við launahækkunum á næsta ári, en raunar gerir stofnunin sjaldan ráð fyrir mikilli hækkun launa í spám sínum. Því var spáð að skráð atvinnuleysi ykist úr tæpum 3% 1992 í um 3,5% á næsta ári, en nú er viðurkennt að sú spá hafi verið í bjartsýnni kantinum. Aðrir hafa nefnt mun hærri atvinnuleysistölur. Atvinnuleysi hefur lengstum verið afar lítið hér á landi og því torvelt að spá því Þróun hagstærða undanfarin ár og spár um 1993 (á myndunum sést spá Vísbendingar fyrir 1993) Landsframleiðsla 1980=100 81 83 85 87 89 91 93 Viðskiptajöfnuður % landsframleiðslu -9% 81 83 85 87 89 91 93 Verg landsframleiðsla breyting frá fyrra ári á föstu verði Spá Þjóðhagsstofnunar Spá fyrir aðgerðir eftir Vísb. 1990 1991 1992 1993 0,4% 1,5% -2,7% -0,6% -1,4% -0,5% Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann Spá Þjóðhagsstofnunar Spá fyrir aðg. eftir Vísb. 1990 1991 1992 1993 -4,6% 2,0% -2,7% -0,8% -4,4% -2,8% Viðskiptajöfnuður % af vergri landsframleiðslu Spá Þjóðhagsstofnunar Spá fyrir aðg. eftir Vísb. 1990 1991 1992 1993 -2,2% -5,0% -3,3% -3,1% -2,1% -2,5% Verðbólga frá fyrra ári Spá Þjóðhagsstofnunar Spá fyrir aðg. eftir Vísb. 1990 1991 1992 1993 14,8% 6,8% 4,0% 2,0% 4,5% 4,0% 140 Kaupmáttur ráðstöfunartekna 81 83 85 87 89 91 93 Verðbólga frá fyrra ári 81 83 85 87 89 91 93

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.