Vísbending


Vísbending - 20.07.1983, Side 1

Vísbending - 20.07.1983, Side 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 1-1 20. JULI 1983 Bandaríkin:______________ Hátt og stöðugt gengi dollarans Gengi Bandaríkjadollara hefur verið afar hátt það sem af er þessu ári. Frá janúarbyrjun og fram í júlíbyrjun hækkaði gengi dollarans um 6-7% gagnvart þýsku marki, um 4-5% gagn- vart sterlingspundi og um 14% gagnvart franska frankanum. F>á hefur dollarinn einnig verið hátt skráður gagnvart yeni, sé litið á fyrri helming ársins. Gengi dollarans gagnvart ís- lensku krónunni hefur hækkað um 49% frá áramótum, dollar- inn var skráður á kr. 18,50 í janúar, en er í síðari hluta júlí- mánaðar skráður á um kr. 27,60. Eftir að vegið raungengi dollar- ans hafði hækkað um 11 % 1981 og enn um 9% 1982 töldu ýmsir að staða dollarans hlyti að veikjast í ár og fengu slíkar skoðanir byr undir báða vængi þegar gengi hans féll um tíma síðastliðið haust. Aðrir telja að gengi dollarans muni haidast hátt talsvert lengur. Langvarandi halli á fjárlögum í Bandaríkjunum stuðlar að há- um vöxtum þar og áframhald- andi fjárstreymi þangað frá öðrum löndum. Einnig gefast góð tækifæri til fjárfestingar á bandarískum - fjármagnsmark- aði og á tímum óvissu í efna- hagsmálum og óstöðugleika í stjórnmálum víða um heim leita fjármunirtil Bandaríkjanna. Við- skiptahalli Bandaríkjamanna það sem af er þessu ári er minni en búist hafði verið við. Öll þessi atriði styrkja stöðu dollar- ans á alþjóðlegum gjaldeyris- markaði, en að auki má nefna að staða Bandaríkjanna í við- skiptum við önnur lönd er talin mun sterkari en opinberar tölur um greiðslujöfnuð gefa til kynna vegna mælingarskekkju. Stærstu skekkjurnar við upp- gjör á viðskiptajöfnuði eru taldar vera í þjónustuútflutningi og í fjármagnstekjum. Ef halli og afgangur í viðskiptum allra landa eru lagðir saman ætti útkoman að vera núll. Svo er þó ekki og nam samanlagður halli allra ríkja um 50 milljörðum dollara 1981 en 80-100 mill- jörðum dollara í fyrra. Hlutur Bandaríkjanna í þessum van- reiknaða útflutningi gæti numið 15-20 milljörðum dollara, og gæti breytt 8 milljarða skráðum halla 1982 í 12 milljarða afgang. Hallinn í viðskiptum Bandaríkj- anna við útlönd í ár er áætlaður um 25 milljarðar dollara miðað við venjubundna reikninga en gæti nánast horfið sé tillit tekið til vanhalda í skráningu á þjón- ustuútflutningi. En það eru fleiri þættir í utanrík- isviðskiptum Bandaríkjanna sem vekja nokkra bjartsýni og styrkja um leið stöðu dollarans. Meðal þeirra eru minni olíuinn- flutningur og nokkur aukning á útflutningi eftir næstum 11% minnkun í fyrra. Þá má nefnaað raunvextir í Bandaríkjunum eru enn mjög háir og verða senni- lega hærri þar heldur en í Pýskalandi og Japan vegna hærri áhættuþátta; en síðar- töldu löndin eru kunn fyrir styrka fjármálastjórn og ákveðin markmið í verðbólgu- málum. Fessir háu vextir geta dregið úr líkunum á aukinni fjár- festingu og hagvexti, en þeir styrkja stöðu dollarans á alþjóð- legum peningamarkaði. Þótt gengi dollarans gæti hald- ist áfram hátt eru ýmis öfl sem spyrna á móti. Talið er að vest- ur-þýska markið gæti hækkað á næstunni. Aukning peninga- magns í júnímánuði í Þýska- landi var að vísu ofan við mark- miðið um 4-7%,ai|kningu'. ren árshækkun verðlags til maí var aðeins 2.4% sem er lægraen í Bandaríkjunum. Þá varafgang- ur í viðskiptum Þýskalands við útlönd í maí sem nam 1.4 mill- jörðum marka. Allt styrkir þetta stöðu marksins gagnvart dollar. Þá er talið að japanska yenið sem aðeins hefur sigið gagnvart dollara á síðustu vikum, sé of lágt skráð. Hærra gengi yensins yrði m.a. jap- önskum fyrirtækjum hvatning til að beina athyglinni meira að heimamarkaði en Japanir hafa sem kunnugt er verið gagn- rýndir fyrir of mikinn útflutning á ýmsum sviðum. Minni af- gangur Japana í viðskiptum við útlönd yrði þeim einnig hvatn- ing til að fjármagna heldur halla á rekstri ríkissjóðs heima fyrir í stað þess að bæta upp fjárvönt- un bandaríska ríkiskassans. Vegið raungengi, viðskiptavog Mars 1973=100 1982 1983 Að sjálfsögðu eru skiptar skoð- anir um stöðu dollarans á næst- unni. Fremur líklegt virðist að gengi hans haldist áfram hátt miðað við meðalgengi á síð- asta áratug, - og þótt lækkun dollarans hafi víða verið spáð allleljigi eru enn ekki merki þess í skráðum gengistölum að gendi hans sé farið að veikjast.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (20.07.1983)
https://timarit.is/issue/230952

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (20.07.1983)

Handlinger: