Vísbending


Vísbending - 20.07.1983, Blaðsíða 3

Vísbending - 20.07.1983, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Framfærsluvísitala, byggingarvísitala og lánskjaravísitala. Spá til ársloka 1983. Framfærsluvísltala vísitala, 1.1.1981=100 ... júlí ágúst geptember október nóvember desember 350 362 372 385 393 402 br. frá síðasta mán 6,4 3,4 2,3 3,5 2,1 2,3 br. síðustu 3 mán 23 21 13 10 9 8 br. síðustu 12 mán 101 101 93 90 86 83 Byggingarvísitata vísitala, 1.10.1975=100 .. 2076 2161 2234 2283 2355 2403 br. frá síðasta mán 4,6 4,1 3,4 2,2 3,2 2,0 br. síðustu 3 mán 17 17 17 10 9 8 br. síðustu 12 mán 82 85 85 74 78 78 Lánskjaravísitala vísitala, 1.6.1979=100 ... 690 732 786 820 841 867 br. frá síðasta mán 5,2 6,1 7,3 4,3 2,6 3,2 br. síðustu 3 mán 21 21 20 19 15 10 br. síðustu 12 mán 85 89 96 94 89 84 Skýringar. Allar breytingar í töflunni eru í prósentum. Lánskjaravísitalan er reiknuð með venjulegum hætti. í þeim mánuðum þegar ný gildi fyrir framfærsluvísitölu eða byggingarvísitölu eru mæld (þ.e. í febrúar, mars, maí, júní, ágúst, september, nóvember og desember) er láns- kjaravísitala samsett af nýjustu þekktum gildum á framfærsluvísitölu (2/3) og byggingarvísitölu (1/3). í mánuðunum janúar, apríl, júlí og október er lánskjaravísitala samsett af nýjustu þekktum gildum f.vís. og b.vís. (2/3) og spám um næstu gildi f.vís. og b.vís. (1/3). Sjá nánar grein Eiríks Guðnasonar, Framkvaemd vaxtastefnunnar, í Fjármálatíðindum, 2,1979. í þessum reglum um reikning lánskjara- vísitölu felst að þegar ný lánskjaravísitala tekur gildi í upphafi mánaðar eru upplýsingar um f .vís. og b.vís. sem í henni felast að meðaltali 50 daga gamlar. Þessi töf er helsta skýringin á því að ekki fer að draga að marki úr hækkunum lánskjaravísitölu fyrr en í október. Nú hefur verið ákveðið að taka upp mánaðarlegar mælingar framfærsluvísitölu til næstu áramóta. Einnig hafa breytingar á reglum við útreikning á lánskjaravísitölu verið til umræðu. Gjaldeyrisstýring: Sagan um Laker Airways. Flugfélagið Laker Airways varð gjaldþrota fyrir um það bil einu og hálfu ári eins og kunnugt er og námu skuldir þess við upp- gjör um 255 milljónum dollara. Gengisáhættan af erlendum lántökum félagsins var eitt af því sem varð fyrirtækinu aö falli. Það er ef til vill að bera í bakka- fullan lækinn, en fjármálahlið Laker-ævintýrisins verður nú rakin í stuttu máli til að sýna fram á hversu nauðsynleg gjaldeyrisstýring er fyrirtækjum í erlendum viðskiptum. Á árunum 1978-1979 fjár- magnaði Laker-flugfélagið kaup á 11 DC-10 breiðþotum með 124 milljóna dollara láni frá bandaríska Export-lmport bankanum. Þegar lánið var tekið var gengi pundsins á milli 2,10 og 1,80 dollarar og vextir voru undir 10%, en lánstíminn var níu ár. í janúar 1981 var tekið 131 milljón dollara lán í gegnum Midland Bank Inter- national til að fjármagna kaup á þremur A-300 breiðþotum. Þetta lán var til 10 ára og vextir íkringum 10%. Á fjárhagsárinu 1981-1982 átti Laker að greiða jafnvirði 47 milljóna punda í vexti og afborganir af þessum lánum. Sumarið 1981 voru greiddar 23,5 milljónir punda. Afgangur- inn hefði átt að falla í gjalddaga á tímabilinu frá janúar til mars 1982, en Laker óskaði eftir greiðslufresti þar til síðar á árinu 1982. í áætlunum Lakers var gengi pundsins 2,5 dollarar. Flaustið 1981 vargengi punds- ins komið niður í 1,80-1,95 dollara. Þriðjungur af tekjum fyrirtækisins var í erlendri mynt en afgangurinn í pundum. Auk þess var verulegur hluti kostn- aðar, til dæmis eldsneyti og lendingargjöld, í dollurum. Þá má geta þess að bresku skatta- lögin eru á þann veg að ekki er tekið tillit til gengistaps fyrir- tækja vegna erlendra skuld- bindinga. Spurningin er því hvort réttlætanlegt hafi verið að stofna til svo mikilla skulda í dollurum þegar gengisáhættan var svo augljós? Almennt talað er ekkert skilyrði fyrir lántöku í ákveðnum gjald- miðli að tiltekinn hluti tekna fyrirtækisins séu í þeirri mynt. Kjör á erlendum lánum eru oft hagstæðari en á lánum sem bjóðast heima fyrir og sé rétt að farið geta erlend skammtímalán á góðum kjörum bætt fjárhag fyrirtækja. Þegar um löng lán er að ræða er hins vegar tryggara að halda sig við sömu myntir og búist er við að tekjur fyrirtækis- ins verði í á lánstímanum. Það sem varð Laker að falli var án efa rangt mat á markaðsaðstæð- um almennt en ekki gengistap eingöngu. Fyrirtækinu var ætl- aður ailtof skjótur vöxtur á of skömmum tíma. Á lengri tíma hefði stærri hluti bandaríska markaðarins vafalaust unnist og til að lágmarka áhættu hefði átt að miða löng lán í dollurum við áætlaða markaðshlutdeild í dollurum. En fleira kemurtil við gjaldeyrisstýringu en að jafna

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.