Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 09.07.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1992, Blaðsíða 1
PRENTIÐNAÐUR: Steindórsprent og Gutenberg sameinuö /4 TRYGGINGAR: Skandia blæs til sóknar á íslandi/6 JlbnypitstUb^tt^ VJÐSKIPTIAIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992 BLAÐ J-Þ Chile gæti orðið stökkpall- ur fyrir íslenskar vörur * * segir Sverrir Guðmundsson viðskiptafulltrúi Utflutningsráðs Islands sem nýkominn er frá Chile eftir 3 mánaða dvöl „CHILE er áhugavert svæði fyrir íslendinga að skoða og þá fyrst og fremst í tengslum við sölu á vörum og þjónustu fyrir sjávarútveg,“ sagði Sverrir Guðmundsson viðskiptafulltrúi Út- flutningsráðs íslands í samtali en hann er nýkominn til landsins eftir 3 mánaða dvöl í Chile þar sem hann var að kanna mögu- leika á sölu íslenskra vara. Hann sagðist sjá Chile sem stökk- pall fyrir íslenskar vörur yfir í önnur lönd i Suður-Ameríku. Tilgangur ferðar Sverris var að koma á samstarfi íslenskra og chileskra fyrirtækja á þessu mark- aðssvæði og styrkja viðskiptasam- bönd. Einnig að kanna möguleika á sölu notaðra fískiskipa til Suður- Ameríku og að styðja við það und- irbúningsstarf sem þegar hefur verið unnið. Sverrir hélt utan um miðjan marsmánuð en ráðning hans til Útflutningsráðs er nýjung þar sem viðskiptafulltrúar verða ráðnir tímabundið í verkefni er- lendis á vegum ráðsins. Sverrir sagðist hafa heimsótt fjölda fyrirtækja og reynt að kynn- ast skoðunum aðila á þessu svæði. „Möguleikarnir fyrir íslenskar vör- ur í Chile eru töluverðir og þá aðallega það sem snýr að vörum fyrir fiskveiðar, fískvinnslu og fískeldi. Sala á fiskiskipum er frek- ar langtímamarkmið sem áhuga- vert er að skoða nánar. Fiskiðnað- ur í Chile er öðruvísi samansettur en okkar, uppsjávarfískur er aðal- lega veiddur og mjölvinnsla er um 40%. Það væri þá spuming um sölu á nótaveiðiskipum en það þyrfti að styðja við það undirbún- ingsstarf sem fyrirtækið Icecon hefur verið brautryðjandi í.“ Sverrir sagði að einnig væru möguleikar varðandi pökkun og vinnslu á grænmeti, það væri miklu stærra skref en engu að síður áhugavert. Að sögn Sverris er efnahagslíf í Chile tiltölulega stöðugt. Vöru- skiptajöfnuður hefur verið hag- stæður undanfarin ár, verðbólga er í kringum 15-20% á ári og at- vinnuleysi um 6%. Námaiðnaður er mikilvægastur í útflutningi Chile-búa en sjávarútvegur var 14% af útflutningstekjum landsins á síðasta ári. Sjávarútvegur er þriðja mikilvægasta tekjulind landsins. Sverrir sagði að íslensk fýrir- tæki hefðu ekki gert mikið af því að flytja út vörur á þetta markaðs- svæði en menn væru að þreifa fyrir sér. „Það þarf að fylgja þess- ari ferð vel eftir og leggja enn meiri vinnu í þetta. Ég sé Chile sem stökkpall fyrir hin Suður- Ameríkulöndin og á ég þá aðallega við Argentínu, Urúgvæ, Perú og Brasilíu. Chile höfðar vel til okkar með tilliti til þess hvernig fólkið er og væri góður staður fyrir bæki- stöð því ekki er nema um 1-2 klukkustunda flug til hinna land- anna.“ Sverrir skilaði skýrslu um ferð sína til Útflutningsráðs og geta íslensk fýrirtæki sem áhuga hafa á markaðnum í Chile og Suður- Ameríku fengið eintak af henni. Þá verður Sverrir til viðtals á skrif- stofu Útflutningsráðs næstkom- andi föstudag. Vextir á Islandi og í OECD-löndum Raunávöxtun skammtímalána 13,7% Raunávöxtun ríkisskuldabréfa 8,3% Spariskírteini rikissjóðs, meðaltal raunvaxta m.v. verðbólgu skv. lánskjara- visitölu, 6,5% Sjá nánarí umfjöllun í Torginu á bls. 8 B íslandsbréf 7,9%* - án bindingar Þú þarft ekki að festa fé þitt í langan tíma til að njóta góðrar ávöxtunar. íslandsbréf, góður kostur fyrir þig. Ráðgjafar Landsbréfa og umboðsmenn í Landsbanka íslands um allt land. LANDSBRÉF H.F. * Raurtávöxtun sl. 3 mánuði á ársgrundvelli. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Viðskipti/Atvinnulíf (09.07.1992)
https://timarit.is/issue/124870

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Viðskipti/Atvinnulíf (09.07.1992)

Aðgerðir: