Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
IBV tíunda
nafnið
NAFN íþróttabandalags
Vestmannaeyja er tíunda
nafnið sem er skráð á
skjöld meistaraliðs
kvenna í liandknattleik
innanhúss. Ármann átti
fyrsta meistaraliðið -
1940, en síðan hafa nöfn
Hauka, Fram, KR, Þrótt-
ar, FH, Vals, Víkings og
Stjörnunnar verið skráð í
meistarasögu kvenna.
2000
m FOSTUDAGUR 7. APRIL
BLAÐ
Leikmenn Gróttu/
KR sýndu hreysti
LEIKMENN Gróttu/KR urðu að fara sjó-
leiðina til Vestmannaeyja til þess að etja
kappi við IBV í þriðja leik liðanna á
íslandsmótinu í handknattleik kvenna.
Ekki var hægt að fljúga um morguninn
vegna þoku og útlit fyrir að fresta þyrfti
leiknum um kvödið ef leikmenn Gróttu/KR
kæmust ekki til Eyja, en úrslitakeppnin
hefur tafist talsvert vegna slitróttra sam-
gangna til og frá Eyjum undanfarnar vik-
ur. Sjólag hentaði ekki meyjunum í Gróttu/
KR og taldi Alla Gorkorian, sem er frá
Georgíu að þetta yrði hennar hinsta sjó-
ferð. Eva Þórðardóttir lét sig hins vegar
hafa ölduganginn enda alvanur háseti á
frystitogara en undanfarin sex ár hefur
hún starfað sem háseti á Þerney og Snorra
Sturlusyni. Skömmu eftir að Iiðið lagði af
stað létti til í Eyjum og flugvélar hófu sam-
göngur á milli lands og Eyja á ný.
Heimamönnum fannst mikið til koma að
gestirnir skyldu taka skipið og unnu stúlk-
urnar hjá Gtóttu/KR sér viðingu í Eyjum.
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson
Meistaradans í Eyjum
Geysilegurfögnuður braustút íVestmannaeyjum eftir að Eyjastúikurtryggðu sérfyrsta íslandsmeistaratitlinn. Hér dansa leikmenn
Eyjaliðsins, síðan var haldin mikil flugeldasýning í Eyjum og eftir það dönsuðu margir Eyjamenn fram eftir nóttu.
Ódýrara að hafa
eriendar stúlkur
pjórir eriendir leikmenn leika með
■ nýkrýndum íslandsmeistm-um
ÍBV í handknattleik kvenna, sem
lögðu Gróttu/KR í spennandi leik í
Eyjum í gærkvöldi, 19:17. Króatarn-
ir Lukrecija Bokan, sem stendur í
markinu, og miðjuleikmaðurinn
Amela Hegic eru að leika sitt annað
tímabil með liðinu en norsku stúlk-
umar Anita Andreassen og Mette
Einarsen komu til Eyja í haust. Aðr-
ar stúlkur í leikmannahópi IBV eru
Vestmanneyingar að sögn Sigbjörns
Óskarssonar þjálfara.
„Við höfum í gegnum tíðina reynt
mjög mikið að fá íslenskar stelpur af
meginlandinu til að koma og leika
með okkur en það hefur ekki gengið.
Ég held við höfum talað við hverja
einustu handboltakonu á Islandi í
sumar og haust, en það vildi engin
koma. Þetta er svo langt.
Við erum í vandræðum þar sem
við missum alltaf stelpur upp á land í
skóla og annað og ef við ætlum að
halda úti frambærilegu liði þurfum
við að styrkja hópinn hér. Fyrst eng-
ar íslenskar stelpur treystu sér til
Eyja varð niðurstaðan að leita út fyr-
ir landsteinana, frekar en að hætta.
Mér skilst nú reyndar á forráða-
mönnum félagsins að það sé ódýrara
að fá stúlkur frá útlöndum en ís-
lenskar. Erlendu stelpurnar hafa
staðið sig mjög vel, þær vinna með
þessu og hafa reynst okkur vel.“
Nú hafíð þið æft oft í viku síðan í
sumar, hvernig gengur stúlkunum,
sérstaklega mæðrunum í hópnum,
að sameina heimilishald og barna-
uppeldi svona miklum æfíngum?
„Það gengur fint held ég, altént
hef ég ekki þurft að kvarta undan
æfingasókn hjá þeim því það er
hundrað prósent mæting á æfingar.
Auðvitað fá þær frí á æfíngum þegar
þær eru veikar, en þá þurfa þær að
vera talsvert veikar," segir Sigbjörn
og segir það liðna tíð að stúlkurnar
taki helst allt fram yfir æfingar. „Það
er ekkert elsku mamma í þessu leng-
ur,“ segir hann.
„Ég held líka að stelpurnar sjái að
með auknum æfingum verður leikur-
inn betri, meiri umfjöllun er um leik-
ina í fjölmiðlum og í þjóðfélaginu og
fleiri áhorfendur koma til að fylgjast
með. Þetta allt er svo gaman að þær
leggja meira á sig við æfingar," segir
Sigbjöm.
hælir
Kristjáni
MARK J. Williams frá
Wales, stigaliæsti snóker-
leikari heims, bar lof á
Kristján Helgason eftir við-
ureign þeirra í 32 manna úr-
slitum skoska
meistaramótsins í Aberdeen
í fyrrakvöld. Williams sigr-
aði, 5:3, og það var fyrsta
tap Kristjáns í níu leikjum í
keppni atvinnumanna.
„Þetta er í fyrsta skipti sem
ég mæti Kristjáni en hann
virðist mjög öflugur. Það er
Uóst að andstæðingur hans
á heimsmeistaramótinu á
erfiðan leik fyrir höndum,"
sagði Williams við fréttavef
Sky Sports.
ÞAÐ er ekki tekið út með sældinni
að taka þátt í íþróttum á landsvisu
búi menn í Vestmannaeyjum.
Kvennalið ÍBV í handknattleik hefur
leikið fjóra leiki uppi á landi í úrslita-
keppninni og þrívegis hafa stúlkurn-
ar orðið veðurtepptar og orðið að
gista á hótelum í höfuðborginni og
fara síðan til Eyja daginn eftir og
einu sinni urðu leikmenn að fara með
Herjólfi. „Það fer öll hýran í þetta
vesen hjá okkur,“ sagði Sigbjörn
Óskarsson þjálfari liðsins í samtali
við Morgunblaðið. „Það er svona að
búa úti á landi og ég tala nú ekki um
á einhverri eyju þannig að ekki er
hægt að keyra heim,“ bætti hann við.
Sex sund-
menn til
Svíþjóðar
SEX sundmenn eru á förum til
Gautaborgar í Svíþjóð, þar sem
sundmennirnir taka þátt í
keppni í 50 m laug. Sundmenn-
irnir eru Lára Hrund Bjargar-
dóttir og Elín Sigurðardóttir
SH, Kolbrún Ýr Kristjánsdótt-
ir IA, Hjalti Guðmundsson og
Ómar Snævar Friðriksson SH,
og Friðfinnur Kristinsson, Sel-
fossi. Markmið ferðarinnar er
að sundmennirnir fái tækifæri
að keppa í 50 m laug og búi sig
undir keppni í Frakklandi í lok
maí, þai- sem atlaga verður
gerð að Ólympíulágmörkum.
KEFLAVÍKURSTÚLKUR FÖGNUÐU SIGRIÁKR/C3