Kvennablaðið - 16.07.1915, Blaðsíða 1
Kvennablftðið koit
ftr 1 kr. 60 ftu. inn-
anlandi, erlendii 2
kr. [66cent vestan-
hafi) */« verðiini
borgÍ8t fyrfram, en
a/» fyrir 16. júli.
Uppsögn skrifleg
bundin við ára-
mót, ógild nema
komin sé til út-
ge't. fyrir 1. okt
og kaupandi hafl
borgað að fullu.
21. ár.
Reykjavík, 16. Julí (915.
M 6.
Stjórnarskráin samþykt.
Konur viðurkendar iöglegir borgarar
þjóðféiagsins.
Þegar þessi gleðitíðindi komu hingað
með símanum 19. júní síðastl., þá var það
nær því að við konur gætum ekki trúað
þeim. Menn höfðu svo fastlega vonast eftir
staðfestingunni 17. júní, og þenna dag
höfðumvér frétt £að ráðherra legði af stað
frá Kaupmannahöfn.
En svo þegar þetta reyndist staðreynd,
en engin flugufregn, þá var farið að hugsa
um hvort ekki mundi vegur til að safna
Reykjavíkur konum saman til að fagna
þessum úrslitum.
Kvenréttindafjelag íslands og hið ísl.
kvenfélag bundust þá fyrir að haldin skyldi
einhver minningarhátíð í þessu tilefni, og
fengu með sér formenn flestra kvenfélaga
bæjarins. Kom öllum saman um að bezt
ætti við að þessi minningarhátíð yrði hald-
in samtímis og Alþingi væri sett, 7. júlí
siðdegis.
Mikill viðbúnaður var hafður til að gera
þessa hátíð sem skemtilegasta, og störfuðu
að því margar nefndir. Austurvöllur var
allur flöggum og fánum skreyttur þeim
megin sem vissi að þinghúsinu. Báðu-
megin við aðalhlið vallarins voru nýju ís-
lenzku flöggin, og ýms önnur flögg þar
út frá, ræðustóllinn var líka skreyttur ísl.
flagginu. Um kvöldið átti svo að vera
samkoma í stóra salnum í Iðnó sem var
allur skreyttur fánum og flöggum, einknm
nýju ísl. flöggunum. Þóttust menn ekki
hafa séð hann jafnvel skreyttan áður.
Kl. 5Vb síðdegis raðaði svo öll fylkingin
sér, í Barnaskólagarðinum, og hélt af stað.
Fremst gengu 200 litlarljósklæddarsmámeyj-
ar, allar með litil ný ísl. flögg í höndum sér.
Á eítir kom svoaðalfylkingin, og gengu3kon-
ur samhliða. Á undan fór hornaflokkur og
lék ýms íslenzk lög. Fór fylkingin um
Lækjargötu, Austurstræti, Pósthússtræti,
Ktrkjustræti og inn á Austurvöll og stað-
næmdist þar. Þaðan gekk svo sendinefndin,
sem færa átti Alþingi ávarpið inn í þing-
húsið. Sátu þeir forseti sameinaðs þings
og Ráðherra í sætum sínum en þingmenn
allir stóðu í kring.
Þingið tók á móti nefndinni í Neðri
deildarsalnum. Stóðu nefndarkonurnar á
miðju gólfi, en frk. I. Bjarnason las upp
skrautritað ávarp til þingsins, sem var í
mjög vönduðu skrautlegu skinnhulstri.
Forseti þakkaði ávarpið með stuttri ræðu
og sömuleiðis ráðherra. Síðast bað séra
S. Gunnarsson konur lengi lifa, og tók
allur þingbeimur undir það með ferföldu
húrra.
Þegar nefndin kom út úr þinghúsinu,
söng söngflokkur kvenna eftirfylgjandi
kvæði eftir Guðm. Magnússon.
Vér fögnum þér, bækkandi frelsisins öld!
Vér fögnum þér, lengi þráði dagur!
Vér vitum, að störf þú oss veitir þúsundföld,
og vonum, að þér fylgi bættur hagur.
Vér gleymum því mótdræga’ á genginni braut,
það geymist í liðna tímans sögum.
Oss gleður, að ísland þann góða orðstír hlaut,
að ganga með þeim fyrstu að þessum Iögum.
Er frelsið þá takmark? — Nei, fjarri Sé því.
Það fylgir því skylda til að vinna.
Og háskalegt vopn er það höndum þeirra í,
sem hjá sér hvorki dug né ábyrgð finna.
Og fyrst þá með sóma vort frelsi er krýnt,
er framar vér þokum okkar vonum,
og þjóðin vor fámenna fær þeim stærri sýnt,
að frelsið er til heilla gefið konum.