Kvennablaðið - 16.07.1915, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 16.07.1915, Blaðsíða 7
KVENNABLAÐIÐ 47 Veit þú oss kraft að sigra synd og þrautir, sendu oss mátt að styðja vilta og hrjáða! Hjálpa’ oss að ryðja nýjar betri brautir, ber þú oss afl að leysa fallna og þjáða! Sýn þú oss leiðir særðra að breyta högum-, Signdu hvert orð, hvern staf í vorum lögum: Kenn þú oss, guð, að krýna afli og blíðu kvisti til lífs, er fékst þú oss í hendur! Sign vora þjóð í sælu og í stríðu, sveipa þú armi tind sem yztu strendur! Lát þú oss tendra ljós í heimi stærra! Lyft þú oss, ástarfaðir, til þ(n hærra! María Jóhannsdóttir. Að síðustu hélt frk. I. B. eftirfylgjandi ræðu: Háttvirta samkoma! Það hefir þegar verið rakin saga þess máls sem við erum að minnast hér í dag og þarf eg því ekki neinu þar við að bæta. En nú mun margur spyrja, hvaða mál- efni vér konur ætlum þá sérstaklega að bindast fyrir þegar vér höfum fengið rétt vorn viðurkendan, til þátttöku, jafnt í opin- beru málunum sem heimilismálum. Mér hefir verið falið af kvenfélögum þessa bæjar, og fjölda annara kvenna, að svara þessari spurningu. Hingað til hefir það verið hlutverk kvenna, víðsvegar í heiminum, að hjúkra sjúkum og hlynna eftir mætti að öllu því, sem var veikt og ósjálfbjarga. Vér vilj- um ekki nú, er vér höfum öðlast kosn- ingarrétt og kjörgengi, svíkja þá köllun vora. Fyrsta málið, sem vér viljum vinna að og berjast fyrir, er stofnun Landsspítala. Vér munum starfa að þessu á tvenn- an hátt: 1. með sjóðstofnun og 2. með því að beita áhrifum vorum um land alt til þess að berjast fyrir þessu máli og fá Alþingi og landstjórn til þess að taka það til undirbúnings og framkvæmda. Um leið og eg lýsi þessu yfir fyrir hönd kvenna, óska eg máli þessu blessunar og sigurs. Eg drap á það áðan, að aðalhlutverk konunnar hefði frá alda öðli verið, að hjúkra sjúkum og bágstöddum; og annað er það líka, sem ekki mun verða af kon- um dregið, og það er: Að þær hafi kunn- að að elska. Hingað til hefir þessi ást konunnar ver- ið bundin ástvinahópnum. Þótt einstöku sinnum hafi það gerst í veraldarsögunni að konur hafi getað brot- ist út úr sínum þrönga verkahring, til þess að sýna ást sina á öllu því, sem þær hafa borið fyrir brjósti. Einstöku sinnum hefir einstaka þjóð átt því láni að fagna, að eignast kvenhetjur, sem börðust og létu jafnvel lífið fyrir land sitt og þjóð. Vér getum ekki allar orðið kvenhetjur og sennilegast verður engin okkar það, en eitt getum vér gert, það er: Að glæða ást- ina til lands og þjóðar og í þessu hygg eg, að við þurfum ekki að verða eftirbátar karlmannanna. — Því vil eg nú biðja ykkur konur að minnast fósturjarðarinnar á þessari sól- fögru hátíðisstund og strengja þess heit að ylja og glæða ástina til lands vors og þjóðar í hjörtum sjálfra yðar, og allra þeirra sem þér kunnið að hafa áhrif á! En minnist eins; ást þessi má ekki verða blind, svo að hún verði að þjóðar- hroka. Minnist þess, að vér íslendingar erum enn lítilmagnar, sem enn eigum eftir að ryðja oss braut meðal þjóðanna, og vér verðum að þroskast og magnast áður en vér getum stært okkur af nokkrum hlut. — Farið því með ást yðar til föðurlands- ins, eins og þér farið með ást yðar til ungbarnsins, sem situr á kjöltu yðar — hlúið að henni og gætið hennar með hægð og stillingu — í þeirra von að hún megi einhverntíma að gagni verða. Og loks er eitt, sem eg að síðustu vildi biðja yður að minnast, og það er sam- heldnin. í hinu fagra aldamótakvæði H. Haf- steins eru þessar ljóðlínur: Starfið er margt en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið pá og pá er blandið, pað er: að elska og byggja og treysta á landið.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.