Norðurland - 29.12.1906, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
20. blað. j Akureyri, 29. desember 1906. J VI. ár.
Verzlun okkar hefir á boðstólum mikið af
niðursoðnum vörum ss. Sardínur, Anchiovis
fiskibollur o. fl.
Reyktax pylsur mjög góðar.
Ostar af mörgum tegundum.
Epli á 0.25 og 0.30 aura pd.
Kartöflur á 8.00 pr. tunnan.
Engin verzlun í bænum býður betri kjör, eða gefur hærra verð fyrir
íslenzkar vörur.
Sf. Sigurðsson & £. Sunnarsson.
iE' iF iK iF' iF Ý' iK iF iF
Tíminn — þjóðin — stjórnir).
Aftur og aftur má lesa greinar í
enskum blöðum, með svipuðum fyrir-
sögnum eða efni eins og þessi orð
benda tii. Aldrei hefir saga mannkyns-
ins verði eins stórfeld og stórstíg í
breytingum einsog á 19. öldinni og þær
breytingar fara hvergi þverrandi, held-
ur sívaxandi. Gervalt mannfélagið, þó
hægt virðist fara, er að umskapast
fyrir allsherjar bylting, ótalsinnum víð-
tækari en hin franska stjórnarbylting
var. Þessu öllu valda fyrst og fremst
framfarirnar í vísindum og kunnáttu-
heimfærsla og hagnýting hinna stór-
feldu uppfundninga. Nýr himinn og ný
jörð má segja, að aftur hafi skapað
verið >á sex dögum«. Siðgæði verald-
arinnar eða allsherjar breyting manna
þjóða hefir einnig stórum ummynd-
ast og batnað á rúmum 100 árum.
JJ°ðirnar hafa færst saman eins and-
ega eins og líkamlega, svo æ fleiri
þeirra finna, að ein má ekki annara
án vera, enda vex innbyrðis þekking
árlega árs með samskiftunum, einkum
þar allir hlutir lækka í verði fyrir hægri
°g hægri samgöngufæri. Hinar fornu
viðsjár, ofmetnaður og úlfbúð, minkar
æ og þverrar, ásamt ótal öðrum hleypi-
dómum; konungar hætta að stjórna
einir og í sínu natni, en þjóðirnar taka
við; eins klerkar og kirkjur — helgi-
völdin, sem áður réðu öllu, eru hnigin
úr öndvegi, en sætin fylla fulltrúar og
beztu menn landanna, sem fylgja nýj-
um þörfum og kröfum, miða við ný
réttindi. ný markmið, nýjar frumregl-
ur og yfir öllu lýsir sú hugsjón, sem
kallast aiþjóðasamhugi (iniernational-
ismi). Víðar og víðar eru nú í verkinu
yiðurkend mannréttindi frönsku bylt-
mgarinnar og hinnar amerísku stjórnar-
skrár: jafnrétti manna, manngildi og
persónunnar, en sérílagi ágæti
v/nnustarfsins og virðing verkalýðsins.
®Ur var vinnan kölluð syndastraff;
nu skilja menn, að hún er vor æðsti
er,ðaréttur á þessari jörð. Og fyrir
lna verklegu nýju siðmenningu þykj-
nú hinir vitrustu menn sjá fram
Ur ögöngum samkepni og stóriðnaðar,
°S strfðsins milli stóreigna og mark-
aðar. Ráðið er að menta fjöldann til
samráða, þótt vitaskuld sé, að slfkt
stórvirki er ófæra nema í hinum stjórn-
rJálsustu og mentuðustu löndum, og
Pö því að eins, að trú manna á rétt-
«eti og góðleik yfirgnæfi alt, sem hingað
' hefir verið mest metið, en það er:
°mt vit og hyggindi. Góðir stjórn-
Ur hafa jafnan komist lengra en
agrir> því kærleikurinn er ennþá gáf-
ri en >gáfurnar«, o: vitsmunir og
eraldarhyggja. Þessi hugsun kom fram
n°kkurs konar alþingi enskra iðnaðar-
og verkmanna fyrir skemstu. Einn maður
komst svo að orði: »Vér, sem mynd-
um meiri hlutann í mannfélaginu, lát-
um oss eigi lengur lynda gullvog vís-
indanna, sem vegur oss út birgðir og
þarfir, né járnreizlu vinnuveitenda
vorra; vér æskjum að fá meira en
daglegt brauð; vér þurfum efna víð,
til að efla sjálfir stétt vora — ella
verður hún af blessan allra annara
framfara; vér heimtum vorn hlut hinna
æðstu gæða siðmenningarinnar: mentað
og frjálslegt uppeldi fyrir börn vor,
hluttöku í listum og bókmentum —
öllu því, sem fegrar og sykrar lífið.
Til þess erum vér að berjast við að
stofna félög um alt land, að vér mætt-
um standa öðrum stéttum jafnfætis eða
fremur í allri frjálsri og drengilegri
háttsemi.«
Og hvað mundi hindra þessa hina
voldugustu stétt allra landa (ef hún
skiidi vald sitt), frá því að ná sið-
menningu hinna stéttanna? Hið forna
konga- og klerkaríki er á förum, lýð-
stjórn er að taka við völdum konung-
anna og hrein guðstrú að taka ráðin
af kirkjum, klerkum og kreddum; þræla-
hald er úr lögum numið, lénsvald og
bændakúgun. Hvað er ef tir ? Svar:
mentun alþýðunnar, ekkert annað!
En stjórnin — hvað á hún að gera ?
í fljótu máli sagt á hún að greiða úr
öllum tafala, stýra og stjórna lögum
og réttindum, eða: gæta jafnvægisins
á lýðrélti og löghlýðni. En stjórnvísindi
eru engin ákveðin vísindi; öll stjórn
verður að synda milli skers og báru,
og má hvergi grípa mjög fast f tauma.
Nýjar skyldureglur eru að myndast fyrir
stjórnirnar. Eins og lýðsins hugur má
ekki allur snúast um réttindi, heldur
einnig og engu síður um skyldur, eins
má hugur hvcrrar stjórnar ekki snúast
einungis um völdin, heldur engu síður
um réttindi Iýðsins. Alt vald er voði,
sé því ofboðið. Góðvilji og lempni á
alstaðar við, og í því stjórnarformi má
enn betur sýna rögg og skörungskap,
en með hörku og ofríki. Mannfrelsi og
mannhelgi má aldrei gleyma eða mis-
bjóða. Nú, þegar konungarnir hafa að
miklu leyti afsalað sér hinum fornu
völdum, nú er eins og þeir eygi ný
völd, sem þeim láðist eftir að sjá áður.
Það er góðvilji og persónuleg friðar-
afskifti. Óumræðilega margt og mikið
verkefni er lagt hverri stjórn í hendur,
auk löggjafar- og framkvæmdarvalds,
en kjarni þess verkefnis eða starfsemi
er efling alls mannfrelsis óbeinlínis —
efling um fram alt, sannleika, dreng-
skapar, sanngirni og samlyndis, ment-
unar og mannúðar. Því að þeir, sem
völd og álit hafa, eru sjálfkjörnir for-
vígismenn, hvata- og sáttamenn í öllu,
sem mest varðar mannfélagið. ^ ,
„Kong Inge“ strandaður
við Flatey á Skjálfanda.
í gœr kom hingað sendimaður af
Flateyardal til afgreíðslumanns Thore-
félagsins hér, Ottó Tulinius konsúls
og flutti þœr illu fregnir að Kong
Inge væri strandaður við Flatey.
Skipið fór héðan á föstudagskvöldið
var, en slisið vildi til um kl. 5 morgun-
inn eftir. Lenti skipið norðvtstan á
eyjunni. Sent var þegar hingað til þess
að skýra frá strandinu, en vegna ill-
viðra komst sendimaðurinn ekki fyr
en þetta yfir Flateyjardalsheiði. Þegar
farið var, var skipið mjög brotið og
eru lýkur til þess að það sé nú alt
komið i spón, en menn björguðust allir
og sömuleiðis póstflutningur. Öðru
mun ekki hafa verið búið að bjarga
þegar sent var, svo um drægi og lík-
tega hefir það orðið litið.
X
Borsrarafund
á að halda í kvöld í stóra templara-
salnum. Verða þar tvö stórmál til um-
ræðu: Fánamálið og berklaveikishœlið.
Fundinn boðar nefnd sú er kosin var
til þess á fulltrúafundinum um fána-
málið 9. desember og svo læknarnir
og bæjarfógetinn. Frummælendur verða:
héraðslæknir Guðmundur Hannesson um
berklaveikishælið og alþingismaður Stef-
án Stefánsson kennari um fánamálið.
Fyrsti íslandsfáninn í bænum.
Um jólin hefir nýr fáni, gjörður eftir
uppdrætti Stúdentafélagsins, blakt á
stöng fram undan húsum verzlunar-
stjóra Hallgríms Davíðssonar og er
eign sona Þorv. sál. bróður hans. Fán-
inn er prýðis fagur og sker vel af
við snjóskýjabólstrana og snævi þakið
landið.
Skarlatssóttin.
Stjórnarráðið gerði þá ráðstöfun rétt
tyrir jólin að skarlatssóttarbannið hér
á Akureyri skyldi upphafið.
Vearna jólaleyfis
prentsveinanna er í þetta sinn ekki
hægt að gefa út nema hálfa örk af Nl.
Kafli úr bréfi.
.. . „Viðvikjandi pólitíkinni, sem auðvit-
að gnœýir yfir alt annað, þetta: Sjálfstœtt,
alfrjálst ríki er auðvitað takmarkið, sem
við hiklaust verðum að stefna að. Alt ann-
að er kák, sem ekki er viðunandi, sizt með
vaxandi framförum, sem vér teljum visar.
Það skiftir að sjálfsögðu í tvö horn, annað-
hvort sjálfstœtt ríki, sem að öllu leyti sér
um sig sjálft (getur eigi að siður haft
sameiginlegan konung með öðru riki),
eða alger innlimun í einhverri mynd“.
Kafli þessi er úr bréfi frá einurn af
fróðustu mentamönnum landsins. Ef allir
hugsuðu eins skýrt og hann, vœri ánægiu-
legra að fást við stjórnmálin en nú gerist
og framtiðarharjur vorar betri en þcer nú
eru.
„Perwie"
fór frá Seyðisfirði í gær. Ætlaði til Vopna-
fjarðar. Reynt verður að ná sanibandi við
Voþnafjörð héðan, ef hægt verður með sím-
anum og fá Penvie til að flytja strandmenn-
ina hingað.
iðvikudaginn 19. þ.
m. þóknaðist algóð-
um guði að burtkalla
mína elskulegu dótt-
ur og systur, Þórunni
Brynhildi Jósepsdóttur.
Þetta tilkynnist hérmeð vinum
og vandamönnum.
Jarðarförin fer fram laugardag-
inn 5. janúar 1907.
Akureyri 22. des. 1906.
Jósep Jóhannesson.
Margrét Jósepsdóttir.
Jósep Jósepsson.
^p\ ^p\ ^p\ ^p\ ^p\ ^p\ ^p\
Veðurathusranir
Möðruvöllíim í Hörgárdal. Eftir Sigír. Þorsteinsson.
1Q06. Des. Um miðjan dag (kl. 2). Æ £ d =11 ■gy.1
O r-I í E Hiti (C.) -< 3*0 •8^ Skýmagn | Úrkoma j
Fd. 14. 74.8 — 8.3 0 3 —11.0
Ld. 15. 75.3 — 8.5 0 0 — 11.0
Sd. 16. 73.4 — 1.8 SV 2 5 s —13.o
Md.17. 74.5 0.5 VSV 2 3 — ó.o
Þd. 18. 74.6 - 2.5 0 8 — 6.5
Md.19. 75.0 O.o VSV 2 5 s — 6.8
Fd. 20. 74.r 2.2 0 10 s — 4.o
Fd. 21. 76.2 — 3.o VSV 1 0 —- 4.o
Ld. 22. 74.8 - 2.8 VSV 1 10 s — 6.*
Sd. 23. 76.o —lO.o NV 2 4 s -10.5
Md.24. 76.3 — 19.8 0 0 — 19.5
Þd. 25. 77.o — 13.5 NV 1 3 —20.5
Md.26. 77.2 - 9.5 N 1 8 s — 15.2
Fd. 27. 77.9 — 11.6 N 1 8 — 12.9
iK fF Ý'
Þeir meðlimir Jarð-
rœktarfélags Akur-
eyrar, sem vilja fá
útlendan áburð eða jarrðyrkjuverk-
færi á næstkomandi vori, fyrir milli-
göngu Ræktunarfélags Norðurlands,
verða að senda skrá yfir það fyrir
5. janúar n. k. til undirskrifaðs.
Frb. Steinsson.
Sölubúð
Gudmanns Efterfl.
verzlunar
verður lokað frá 6. til 20. jan-
úar næstkomandi.
Qóð mjólkurkýr (f góðri
nyt) óskast nú þegar, léð eða
til sölu. Semja má við Jóhannes
Stefánsson verzlunarstjóra á Oddeyri.
Svendborg eldavélarnar
eru nú nýkomnar. Flýtið yður, áður
en þær verða uppseldar.
Eggert Laxdal.
ALFA^
Smjörlíki
er ágætt til að
steikja og baka
við.
Reynið og dœmið.