Norðurland - 27.03.1907, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
35. blað.
S^LLUM þeim fjœr og
f J nœr, sem upp á ýms-
an hátt hafa heiðrað
minningu okkar hjart-
kœru dóttur Maríu Kr. Step-
hensen og tekið hlutdeild i
harmi okkar, vottum við okkar
innilegasta þakklæti.
Anna Stephensen.
Stephán Stephensen.
„Kong Tryggve“ sokkinn
norðaustur af Langanesi.
24 menn bjargast.
1 dáinn.
Óvíst um afdrif 7 manna.
Stutt verður nú á milli slysfaranna
á skipum þeim, er halda uppi sam-
göngum milli norðausturhluta lands
vors og útlanda, en til allrar ham-
ingju hefir þó mannbjörg orðið af
þeim að þessu. Petta slysið er að því
leyti miklu hörmulegra öllum hinum,
að manntjón hefir orðið og ef til vill
meira enn vissa er fyrir þegar þetta
er ritað.
Eins og frá var skýrt hér í síðasta
blaði, lagði skipið »Kong Tryggve«
af stað héðan frá Akureyri þriðjudag-
inn 19. þ. m., en um miðjan dag
daginn eftir fór það frá Húsavík. Um
kvöldið var það komið austur hjá
Rauðunúpum og þótti skipstjóra ekki
ráðlegt að halda áfram í náttmyrkrinu,
því viðbúið var að skipið mundi hitta
ís á leið sinni. Var því legið fyrir at-
kerum um nóttina. Á skipinu voru alls
32 menn, 19 skipverjar og 13 far-
þegar.
Snemma morguns var lagt upp aft-
ur. íslaust var að mestu og gekk
ferðin vel, en þegar kom austur hjá
Langanesi hittu þeir allmikinn ís og
var sá ís landfastur, en líkur þóttu til
að hægt væri að sigla fyrir hann. Var
þá siglt 4 danskar mílur til hafs og
var þá komið út í íslausan sjó. En
þá skall á voðalegt stórviðri og á-
gerðist það svo, að skipið lét illa að
stjórn, og svo bættist það við, að
myrkrið datt á.
Klukkan 2 um nóttina rak ísinn á
skipið og braut þegar aðra hliðina
og nokkuru síðar skrúfublöðin. Pá
kom og leki að skipinu og varð hann
brátt svo mikill, að sloknaði undir
kötlunum. Veðrið hélzt enn afskaplegt
og slotaði því fyrst þegar komið var
undir morgun. Skipið mun þá hafa
verið statt 50 — 60 mílufjórðunga suð-
austur af Langa esi, en nálægt því beint
í austur af Bakkafirði, um 40 mílu-
fjórðunga undan landi.
Úf í opinn dauöann.
Vatnið í skipinu óx óðum og var
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
Akureyri, 27. marz 1907.
þar ekki lengur til setunnar boðið.
Eina Iífsvonin voru bátarnir. Peir voru
þrír en nokkuð misstórir, einn þeirra
til muna minstur. Voru þeir settir
niður og fólkinu raðað í þá, en þeir
þó búnir út svo vel sem föng voru
á, bæði að vistum og vatni, seglum,
áttavitum og teppum. Alt fór fram
með reglu undir stjórn skipstjóra og
fáir mæltu æðruorð; munu þó flestir
eða allir hafa búist við dauða sínum
og svo hefir skipstjóri sagt frá og
fleiri förunautar hans, að vonlausir hafi
þeir á stað farið um það, að þeir
mundu ná landi lifandi. Skipstjóri tók
að sér stjórn á miðbátnum, en stærsta
bátnum stýrði 1. stýrimaður, en 2.
stýrimaður minsta bátnum. Fólkinu
var skift svo í bátana: í kafteinsbátn-
um voru:
Jensen skipstjóri,
Stefán Jónsson verzlunarstjóri,
frú Elin Jónsson kona hans,
Stefanía Jónsdóttir frá Sauðárkrók,
Pórunn Pálmadóttir frá Sauðárkrók,
Árni Stefánsson timburmeistari á
Seyðisfirði.
Helgi ísaksson frá Akureyri,
Sveinbjörg Jóhannsdóttir frá Akureyri,
Tryggvi Aðalsteinsson frá Akureyri,
Karl Jónasson frá Svínaskála,
ennfremur
1. þjónustustúlka og 3 hásetar,
í bát 1. stýrimanns voru:
Evensen 1. stýrimaður, færeyskur,
Jósep Jósepsson kaupm. á Akureyri,
Laufey Eðvaldsdóttir frá Akureyri,
María Guðmundsdóttir frá Eskifirði,
RagnheiðurMagnúsdóttirfráEskifirði,
og ennfremur
9 skipverjar, þar á meðal Hansen
1. vélameistari.
í þessum bát voru og peninga-
bréf og önnur bréf, er send höfðu
verið með skipinu.
í bát 2. stýrimanns voru brytinn,
matsveinn, 2. þjónustustúlka og 1
kyndari. Voru aðeins 5 í þeim bát.
För Jensens skipsfjóra.
Bátarnir fóru allir jafnt af stað, en
urðu fljótt viðskila hver við annan.
Pó hafði stærsti báturinn verið kom-
inn undir segl er þeir Jensen og föru-
nautar hans sáu síðast til hans, en
mlnsti báturinn ekki.
Pegar þeir höfðu siglt litla stund
hittu þeir ísspöng mikla og afréðu
að reyna að sigla suður fyrir hana.
Fóru þeir með henni í 4 klukkutíma
og var þá stefnt til lands. Sigldu þeir
allan daginn, en er kvöld var komið
sáu þeir fjallatoppa nokkura og þótt-
ust sjá að þeir væru út undan Reyðar-
firði. Um nóttina gerði hvassviðri og
stórsjó og rak veður og straumur bát-
inn til hafs. Undir morgun var aftur
byrjað að sigla til lands og snemma
dags sáu þeir aftur til lands út af
Seyðisfirði. Var bátnum þá stýrt undan
veðri og náðu þeir landi í Borgar-
firði, kl. 2 um daginn. Var báturinn
þá orðinn mjög skemdur af ísjökum.
Stefnið var því nær úr honum og
borðin sprungin, enda leki svo mik-
ill að varla varð haft undan að ausa.
Matvælin höfðu skemst af sjó skömmu
eftir að farið var af stað og varð
þeirra því lítil not. Fólkið var alt
furðu hrest eftir sjóvolkið og ekkert
þeirra kalið nema skipstjóri lítið eitt
bæði á höndum og fótum, en þó ekki
svo að mikill bagi værí að, enda
hafði hann Iengst af setið undir stjórn
og orðið fyrir mestri ágjöf. Hafði hann
verið sjúkur undanfarna daga og ekki
sofið neitt nær sólarhring áður en
hann kom í bátinn, en mjög var hann
lofaður fyrir vasklega stjórn af fé-
Iögum hans og þóttust þeir eiga
honum að þakka að þeir komust lífs
af. Svefnsamt mun fólkinu ekki hafa
orðið í bátnum; þó hafði skipstjóri
sofnað eitt sinn litla stund.
* *
*
Pegar til Borgarfjarðar kom var
hörmungarsaga fólksins á enda; fekk
það þar hinar beztu viðtökur hjá
Eiríki verzlunarstjóra og Helga kaup-
manni Björnssyni. Hraðboði var og
sendur til Seyðisfjarðar og sótti skip-
ið Morsö strandmennina þegar í fyrra-
dag og fóru skipverjar af K. T. utan
með því skipi f gærmorgun og það
fólk flest annað, er ætlað hafði til út-
landa.
Afdrif sfærsta báfsins.
I dag bárust fyrst fregnir af honum
hingað og munu þá flestir hafa verið
úrkula vonar um að frétta nokkuru
sinni af honum. Engar greinilegar
fregnir eru af volki því er fólkið mætti,
en bóndinn í Fagradal, sem hafði
verið að leita að bátunum, hafði séð
segl í hafi og því farið þangað og
var þar þá stærsti báturinn. Voru þá í
honum 10 manns lifandi en einn
skipverja hafði dáið. Bátur þessi hafði
hitt litla bátinn úti fyrir Héraðsflóa
og hafði þá Evensen stýrimaður, sem
er hinn mesti vaskleika maður, farið í
litla bátinn með 2 öðrum mönnum
en 2. stýrimaður, sem hafði verið
mjög þjakaður, aftur farið í stóra bát-
inn Eitthvað hafði fólkið verið kalið,
sem ekki er furða eftir 4 — 5 sólar-
hringa hrakninga; Ieið því mörgu illa
er síðast fréttist.
Minsti báfurinn
er enn ekki kominn fram þegar þetta
er ritað, en ekki talið ólíklegt að hann
hafi náð Héraðssandi, þó vissa sé
náttúrlega engin um það. Skipið
Lína sem nýkomið var til Eskifjarðar
frá Noregi hafði farið að leita í morg-
un og svo hafði og íslands Falk líka
ætlað að aðstoða við leitina.
Mótorbátar hafa og verið sendir
út frá Vopnafirði og ráðstöfun gerð
til þess að læknir væri nálægur niðri
á Héraðssandi. Hefir víst alt það
verið gert sem hægt var af hálfu út-
gerðarinnar til þess að veita skip-
brotsmönnunum hjálp og vfðast feng-
ið beztu undirtektir. Skipið Korsfond,
sem lá á Seyðisfirði brást þó alger-
lega. Vildi það ekki hætta sér norður
í ísinn, sem það þó hafði gefið á-
drátt um, er Morsö kom aftur með
strandmennina frá Borgarfirði.
* *
*
Frásögn þessa hyggjum vér rétta í
öllum aðalatriðum, en geta viljum vér
þess, að frásögunum hefir ekki ætíð bor-
ið saman og stundum reynst örðugt að
greina á milli. Höfum vér að mestu
farfð eftir frásögnum konsúls Tuli-
níusar, er hann hefir látið oss í té með
venjulegri lipurmensku, en sumt er þó
fengið annarstaðar að.
'í
2rá £jósauafnsfundinum.
Þingeyingar eru fundarhaldamenn
miklir. Þeir víla ekki fyrir sér að
halda marga fundi í röð um nær sama
efni. Mörgum þykir pólitfk þur fæða,
en Þingeyingar geta gert sér hana að
ljúfmeti; landsmálaáhuginn hjá þeim
er líka orðinn rótgróinn. Heima í sveit-
um höfðu þeir haldið fundi, hver hrepp-
ur, til mannkosninga á fundinn þann
hinn mikla að Ljósavatni, og augsýni-
legt var, að þeir hötðu rætt ítarlega
þegar á hreppafundunum þau málefni,
er fyrir lágu. Ljósan vott þess bar
meðal annars það, að læknir einn, er kom
sem hreppsfulltrúi á Ljósavatnsfundinn,
hafði meðferðis tillögur um kirkjumál-
in og allnákvæmar athugasemdir við
kirkjumálanefndarálitið fræga; var slíkt
ógerlegt öðrum en þeim, er hugsað
höfðu málið og rækilega gagnrýnt
nefndarálitið.
Á vetrum er allra veðra von. Dag-
inn áður höfðu menn safnast f nágrenni
við fundarstaðinn. Seinni hluta þess
dags var á hríð og stormur allharð-
ur blés í fang þeim, er áttu vestan
yfir Vaðlaheiði að sækja, en það voru
Akureyrarbúar nokkurir, er gista vildu
þenna landsmálafund, sem fyrstur var
haldinn á árinu 1907. Munaði ekki
miklu, að þeir grunuðu Þingeyinga
um gerninga og væri veðrið af þeirra
völdum. Rættist þó úr því á sæmileg-
an hátt. Náðu þeir Ljósavatni um
kvöldið undir náttmál og tóku sér
hvíldir að Arngríms bónda. Voru við-
tökur hinar beztu og allur greiði á
reiðum höndum; var þar etið og
drukkið, sofið og skrafað í góðu yfir-
læti.
Að morgni næsta dags, fundardag-
inn, var svo að sjá sem dimmviðrinu
væri af létt, en brátt syrti þó aftur