Ísafold

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1874næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Ísafold - 19.09.1874, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.09.1874, Blaðsíða 1
1,1. Laiigardn^ 19. september 1874. — Ættjörð vor hefir í sumar átt að fagna merkilegum við- burði, svo merkiiegum, að hans finnst ekki getið í sögu nokk- urs lands eða nokkurrar þjóðar. J>að er því engin furða, þótt þessum viðburði, þúsund-ára-afmæli þjóðar vorrar, hafi verið mikill gaumur gefinn. Fjalikonan hvíta, er þrumir einmana hjer við heimskaut norður, flestum ókunn, og einkis virð, hefir { sumar verið á hvers manns vörum, og skáld og málskörungar um viða veröld keppzt hvor við annan að róma lofstír hennar. Frændur vorir og vinir hafa fiykkzt að oss úr öllum áttum til þess að tjá oss samfögnuð sinn og bera fram hamingjuóskir oss til handa um þúsund ár þau, er í hönd fara. Svo sem að líkindum ræður, höfum vjer íslendingar sjálfir fagnað þessum viðburði sem bezt vjer kunnum, og höfðum föng til, og hvert mannsbarn vor á meðal notið afmæiisgleðinnar með fjöri og áhuga. En jafnframt gleðinni hefir í brjósti hvers góðs íslend- ings hreift sjer harmur út af óhamingju og eymdarhag ættjarð- ar hans, og margur góður drengur hefur eflaust strengt þess heit, að verja öllnm mætti sínum til þess að vinna að viðreisn hennar úr ánauð örbirgðar og óstjórnar. En, þótt andinn sje reiðubúinn, er hoidið veikt. f>að fýsir jafnan í hið gamla flet ómennsku og áhugaleysis, og ofurselur sig ánauðaroki eigingirni, sundurlyndis og tortryggni. Við slíkan óvin verður að beita megnum særingum, og það að staðaldri. Beztu menn landsins og máttarstólpar þjóð- arinnar eiga að láta hana heyra rödd sína, hvetja lýðinn og örva til atorku og manndáðar, og leggja á ráðín til þess að framkvæmdirnar beri sem bezta ávexti. Og þeir sem á þess- ari þjóðhátíð hafa svarizt í anda í fóstbræðralag til þess að verja kröptum sínum fósturjörð vorri til viðreisnar og framfara, þurfa að geta talast við og borið saman ráð sín. Á þessu strjálbyggða og torfæra landi eru brjefaskipti að kalla eina ráðið til þess að geta talast við. Nú eru blöðin, sem svo eru nefnd, einkar-góð og hentug brjefaskipti. |>au eru eins konar opin brjef, ekki frá kansellíinu, heldur frá þjóð- inni og til þjóðarinnar, «frá öllum til allra». «ÍSAFOLD» á að verða þjóðblað í þeim skilningi, er nú bentum vjer á, ekki einungis blað fyrir þjóðina, heldur og frá þjóðinni, orðsending frá þeim mönnum meðal hennar, sem bezt eru færir um og finna hjá sjer hvöt til að leggja löndum sín- um holl ráð og fræða þá um það sem þeim erþarflegt að vita, einkum í þeim efnum, er lúta að verklegum framförnm þjóð- I lnilands minni. Eyja stendur upp úr sjó ein í norðursænum, ber á höfði bjartan snjó, búin möttli grænum. Hana drottinn bláu bjó belti um mittið forðum, girti hana söltum sjó, svo hún stæði í skorðum. Hvar í heimi hittist ey í hátíðlegri klæðum? og þessi fagra fjallamey á fjörugt blóð í æðum. Og hjartað, það er eldur einn, sem aldrei þarf að glæða; hvar er til svo harður steinn að hún kunni eigi’ að bræða? Yðar móðir eins og mín ísafold hún heitir, á fjöllum hennar frelsið skin og færist ofaní sveitir. arinnar, eða þá að skemmta mönnum á fallegan hátt. Starf ritstjórnarinnar ætti því ekki að þurfa að vera annað en að sjá um, að blaðið færi lesendum sínum sem minnst af því, er enginn fróðleikur eða gagn eða skemmtun er í. Leggi lands- menn slíka rækt við þjóðhátíðarbarn þetta, er mikil von að það dafni. Alþingiskosningarnar í haust. í kosningum til alþingis höfum vjer íslendingar margsinnis bakað oss mikið tjón með tómlæti voru og áhugaleysi. Til málsbóta oss höfum vjer talið, að alþingi væri ekki nema ráð- gjafarþing; nú væri ráðum þess enginn gaumur geflnn, og mætti því standa á sama, hvort þau væri góð eða ill, viturleg eða fávísleg. En þessi ástæða er bæði ill og skökk, sem hverj- um manni er auðsætt, þótt ekki förum vjer að útlista það, enda verður henni nú ekki komið við hjeðan af, úrþví alþingi er búið að fá löggjafarvald. |>ó mnn of snemmt að fara að hlakka til að sjá mikla ös á kjörfundum til alþingis. Menn eru þegar farnir að búa sjer til aðra afsökun til þess að komast hjá að rækja þá þýðingarmiklu skyldu sína, að nota sem bezt kosningarrjett sinn, eða þeir nota í rauninni sömu ástæðuna og áður, en víkja henni að eins ofur lítið við. |>eir segja, að vald það, er alþingi sje veitt í stjórnarskránni nýju, sje svo hræðilega lítið og rýrt, Sð stjórnin í Iíaupmannahöfn (ráðgjaf- inn islenzki) hafl bæði tögl og hagldir eptir sem áður. En þótt þetta sje hverju orði sannara, svo sem hver maður sjer, sem les stjórnarskrána ofan ( kjölinn, þá verður þó eigi borið á móti þvf, að ráðgjafanum er stórum mun meiri vandi á hönd- um við löggjafarþing en ráðgjafar. Tillögum ráðgefandi þings þykist stjórnin ekki þurfa að fara eptir fremur en henni Kzt; en til þess að brjóta á bak aptur vilja löggjafarþings þarf mikla fyrirhöfn. Eina ráðtö. fyrir stjórnina til þess að koma fram sínum vilja með hægu móti er því að búa svo um hnút- ana, að tillögur þingsins geti varla orðið öðru vísi en henni líkar. í því skyni er helmingur efri deildar alþingis látinn vera konungkjörinn, og jafnframt byggt upp á lið af 2—3 hræðum þjóðkjörnum, samkvæmt þvi sem reynzt hefur að undan- förnu. Lengra en þetta þarf ekki að fara til þess að sjá, að oss muni ekki vanþörf á að sækja rækilega kjörfundi í haust. Oss Menn hljóta að vakna á hverjum bæ, það lieimtar að vjer vinnum, svo fjöll og dalir finnist æ með frelsisroða á kinnum. Ógn er hvað jeg ann þjer heiít ísafoldin hvíta; af þjer skal mig ekki neitt og ekki dauðinn slíta. Blessi guð þig öld og ár, eins þá móti gengur, í þúsund sinnum þúsund ár og þúsund sinnum lengur. þessa móður minnar skál mun jeg drekka tóma; látið því með l(fi og sál lofsöng hennar hljóma. Hún mun taka undir enn með eldfjöllunum sínum: «Fagnið þjer nú, frjálsir menn, frelsisdegi mínumi» P. ó. I

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (19.09.1874)
https://timarit.is/issue/273029

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (19.09.1874)

Aðgerðir: