Ísafold - 19.09.1874, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.09.1874, Blaðsíða 2
2 veitir sannlega ekki af, að allir þeir, sem þjóðin má kjósa að lögum, verði sannir íijóðfulltrúar. Og eigum vjer að geta náð sem bráðast viðunanlegum ráðum banda alþingi, eða komið fram þeim bótum og breytingum á stjórnarskránni, er ting- vallafundurinn tjáði konungi í sumar að vjer óskuðum, verð- um vjer að beita sem ódeigast því litia valdi, er þingið hefur þegar fengið; en til þess liggur Iífið á að vanda kosningarnar í haust, enda er vonandi að allir kjósendur hafi það hugfast. |>að lítur svo út, sem mörgum hætti við að meta þing- menn mestmegnis eptir því, hvað vel þeir eru máli farnir eða hversu málgefnir þeir eru á þingi. Oss minnir eigi betur en vjer höfum sjeð þá skoðun koma fram í blöðum hjer, optar en einu sinni, að það væri óhæfur þingmaður, sem sjaldan segði annað í þingsalnum en já eða nei. En slíkt er töluverður misskilningur. J>að eru opt og tíðum ljelegustu þiugmennirnir, sem mest skrafa. Hver skyldi vera nýtari þingmaður, sá sem allt af þarf að vera að tala í þingsalnum, til þess að nafnið hans sjáist á hverri blaðsíðu í þingtíðindunum, en sem aldrei vinnur handarvik utan þingfunda, kemur aldrei á nefndarfundi, o. s. frv., — eða hinn, sem er vakinn og sofinn við þingvinnu allan þingtímann, býr málin svo undir í nefndum, að þeim verður gatan miklu greiðari en ella gegnum þingið, en þótt hann sitji iengstaf þegjandi í þingsalnum? |>ar sem eru mörg hundruð fulltrúar á þingi, svo sem víða erlendis, hentar eigi að allir sjeu fjölorðir, enda lýkur allur helmingurinn ekki upp munni allan þingtímann nema við atkvæðagreiðsluna, og kem- ur engum til hugar að hneykslast á því. J>að eru optast fá- einir menn úr hverjum þingflokki, sem bezt eru máli farnir, er svörum halda uppi á þinginu fyrir alla fjelaga siua. Yjer ætlum ekki að fara að reyna að telja upp, hvaða kosti þingmannaefni þurfi að hafa til þess að þeim sje trúandi fyrir að flytja erindi þjóðarinnar á þingi, en leyfum oss að eins að taka það fram, að oss virðist mjög ríða á, að fá góða verkamenn og ötula á þing, Þingtíminn er stuttur, en ákaf- lega mikið að vinna, því að vjer þurfum að jafna það upp á sem skemmstum tíma, er vanrækt hefur verið meðan oss hef- ur verið varnað sjálfsforræðis þess, er oss hefur borið eigi síð- ur en samþegnum vorum í Danmörku. Að laka upp hinn útlenda sið, að halda próf-fundi á undan kosningunni, er að vorri hyggju ógjörningur víðast bvar hjer á landi. Úr því kjósendur eru ekki vanir að sækja kjörfund- ina sjálía nema úr nágrenninu við fundarstaðinn, má nærri geta, að það væri ofætlun, að menn færu að gjöra sjer ferðir hvora ofan á aðra, ef til vill margar dagleiðir. Heldur væri takandi í mál, að þingmannsefnið ferðaðist um kjördæmið á undan kosningunni og lofaði þeim, sem vildu, að hafa tal af sjer, eða hann sætti færi að hitta marga kjósendur sainan í einu, svo sem við kirkju, og flytti þá erindi fyrir þeim. Uagiiiálastaði' og eyktarstaíír. Sem kunnugt er, kannaði Leifr, son Eiríks rauða, íslenzkr maðr, fyrstr land það í Ameríku, er liann kallaði Vínland. Hafn og Finnr Magnússon hafa í Antiquitates Americanae, Gronlands hiuoriske Mindesmcerker og í Annaler for nordisk Oldlcyndighed 1840—1H41 reynt tii að kveða á, hvert land í Ameríku það iand hafi verið, er Leifr kallaði Vinland. J>eir hafa ætiað, að Leifr hafi lent í Ameríku milli 41. og 42. stigs norðrbreiddar, og ráða þeir það einkum af þessum orðum í Grœnlendingaþætti (Flateyjarbók I 53930); »Sól hafði þar (o: þar sem Leifr og félagar hans höfðu gjört sér búðir) eylctar- stað ok dagmálastað um skammdegi«. Hér er komið undir, hver merking er lögð f orðin skammdegi, dagmálastaðr og eyktarstaðr. Menn hafa tekið hér orðið skammdegi i sömu merkingu og skemstr dagr, og er líklegt að það eigi að merkja það hér; enn eigi er það alveg víst, þvíað skammdegi merkir venjulegu þann tíma ársins, er dagar eru skammir og getr innibundið 3 eða 4 mánuði. Menn hafa sagt, að sól i dagmálastað samsvaraði kl. 7 '/2 f. m. og sól í eyktarstað samsvaraði kl. 4‘/2 e. m. Skemstr dagr við Leifsbúðir í Vín- landi haft því verið 9 tímar, og eftir þessu hafa menn útreiknað norðrbreidd staðarins, er hafi verið 4l°,24',10". J>að er Finnr byskup Jónsson, sem hefir gefið orðunum dagmálastaðr og eyktarstaðr hina fyrrnefndu merkingu; enn skýring hans styðst við þenna stað í Snorra Eddu I 510 (á 103. bis. í útg. Svein- bjarnar Egilssonar): Frá jafndægri er haust, til pess er sól sezt í eykðarstað; pá er vetr til jafndcegris; pá er vor til fardaga; pá er sumar til jafndcegris. Nú segir Finnr byskup í kirkjusögu sinni I 155, að sól gangi undir í Skálholti kl. 4'á e. m. 17. október eða eftir öðrum reikningi 10. nóvember (4. Idus Novembr.); enn um það leyti byrji vetrinn; og eftir hinu sama hafi menn tekið í Reykholti, þar sem Snorri hafi að öllum líkindum samsett Eddu. Sól í eykðarstað sé því sama sem kl. 4'/a e. m.; eykt sé sama sem nón eða kl. 3. e. m., enn eykt sé einnig þriggja stunda tími, er nái frá kl. 1 '/2— 4 '/2, 0g eyktarstaðr sé endir þessa tíma = kl. 4'/2 e. m. Dagmál segir hann að einnig hafi tvær merkingar, 1) = kl. 9 f. m., og 2) = þriggja stunda tími frá kl. 7'/2 til 10'/2 f. m.; í orðinu dagmálastaðr sé staðr = byrjun þessarar eyktar eða þriggja stunda tíma. Að Snorri Sturluson hafi ritað alla Snorra Eddu, svo sem hún er nú í handritunum, verðr alls eigi sannað; og sé hin tilfœrðu orð úr Snorra Eddu upphaf- lega rituð á einhverjum öðrum stað en Reykholti, þá verðr víst eigi mikið af þeim sannað, þvíað á sama degi ársins gengr sól undir á ýmsum tímum dagsins á ýmsum stöðum eflir landslagi og breiddarstigi. Orðin dagmálastaðr og eykt- arstaðr geta eigi heldr með nokkuru móti haft þá merkingu, sem Finnr byskup leggr í þau. Staðr getr eigi haft tvær alveg Frelsl og- íostiirjörð. Eptir E. M. Arndt. Og á þessum tímum eru upp risnir kaldbrjóstaðir og volaðir vitringar; þeir segja í tómleik hjarta síns: ■•Fósturjörð og frelsi! ekki annað en orðin tóm, glymjandi Isljómur og hvellandi bjalla til þess að ginna glópinn. Fóstur- jörð mannsins er þar, sem vel fer um hann, og frelsi hans blómgast bezt þar sem minnst þjakar að honum». J>essir menn eru eins og skynlausar skepnur; þeir hugsa ekki um annað en magann og fýstir sínar. J>eir hafa aldrei orðið varir við vorblæ hins himneska anda. þeir kýla vömbina eins og skepnurnar, og trúa hvorki nje treysta á annað en það sem vitum þeirra er þægilegt. J>ess vegna býr lygin sjer hreiður í hjegómaþvættingi þeirra, og hefud lýginnar fæðist úr kenningum þeirra. Skepnurnar unnast; en slíkir menn kenna aldrei áslar; þeir bera að eins utan á sjer mynd guðs og innsigli guðlegrar skynsemi. En manninum er ætlað að elska fram í dauðann, og að skilja aldrei við það sem hann ann. J>að geta skynlausu skepnurnar ekki, því að þeim er gleymigjarnt, og skepnur í manns mynd geta það ekki held- ur, því að þær unna ekki öðru en því, sem vitum þeirra er þægilegt. J>ess vegna átt þú, maður! fósturjörð, helga storð, hjart- fólgið land, er þú mænir jafnan eptir ástaraugum. J>ar sem sól guðs skein fyrst á þig, þar sem stjörnur himinsins lýstu þjer fyrst, þar sem reiðarþrumur hins alvalda birtu þjer almætti hans í fyrsta skipti, og stormvindar hans skutu þjer helgum skelk í bringu,— þar dvelur hugur þinn ástbundinn, þar er móðurjörð þín. J>ar sem þú sástí fyrsta skipti ástblítt mannsauglit lúta að þjer í vöggu þinni, þar sem móðir þín hampaði þjer í keltu sjer í fyrsta sinn, og faðir þinn rótfesti í hjarta þjer orð vizkunnar og sannindí kristinnar trúar,— þar dvelur hugur þinn ástbund- inn, þar er móðurfold þín. Og þótt það sjeu berir hamrar og eyðilegar eyjar, og þú eigir þar sambúð við örbirgð og armæðu, þú hlýtur þó að unna landinu aiia daga þína; því að þú ert maður, og gleymir ekki því, sem þú annt, heldur varðveitir það í hjarta þínu. Frelsið er ekki heldur tómir draumórar eða helber hje- gómi; í því magnast bugur þinn og manndómur og vís vitund þess, að þú sjert kominn af hæðum. Frelsi er þar, sem þú mátt lifa svo sem hugprúðum mönn- um líkar ; þar sem þú mátt búa við lög og landsiðu feðra sinna ; þar sem þú ert sæll við það, sem fornfeður þínir nutu sældar við; þar sem enginn erlendur böðull á yfir þjer að segja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.