Ísafold - 07.02.1891, Blaðsíða 1
K.emur út á miðvikudögum og.
laugardögum. Verð árg. (um
100 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr
■Bmgist fyrir miðjan júlimánuð.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir i.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
X^III 11.
Reykjavík, laugardaginn 7. febr.
1891
i^r Me5 því svo margt hefir nú
f'ffitzt viú af nýjum kaupendum a5 ísa-
aö upplagið af I. bindi Sögusafns-
frá 1889, er þrotið, tilkynnist al-
^enningi lijer með, að Sögusafn þetta
^erður prentað upp aptur fyrir vorið.
m eitt stytt, til þess einkanlega, að
engir hinna nýju kaupanda verði af-
^kipta, þótt seint, haíi geíið sig fram,
e^a pó að þeir geri það hjer eptir; og
Verður eigi hetur boðið.
A5 öðru leyti geta nýir kaupendur
enn fengið þennan árgang ísafoldar
með áður auglýstum dæmalausum vild-
arkjörum: um 100 númer fyrir 4 kr.,
°S 3 Sögusafns-bindum í kaupbæti.
Gufaskipsferðirnar.
nþegar jeg gjöri ekki skipan húsbóndans,
er jeg barinn, og gjöri jeg skipan hans, þá
er jeg líka barinn«, sagði drengurinn.
þetta kom mjer í hug um daginn þegar
3eg fjekk sum ísl. blöðin með síðustu póst-
*erð, og las ákúrur þær, sem skipstjórinn á
»Thyru# fjekk fynr ofmikla viðleitni á að
skila vörum á Skagaströnd, er þangað áttu
a5 fara, mörgum farþegjum til kostnaðar-
anka; áður hefir skipstjórunum verið ámælt
fyrir of litlar tilraunir til að koma á ýmsa á-
kveðt>a staði.
Jeg hefi nú í 14 ár, á hverju ári, ferðazt
toeð gufuskipunum landa milla og kringum
landið, og tekið eptir, hvernig fram hefir far-
bæði hjá skipstjórum og farþegjum, og
k'ef opt heyrt misjafna dóma um ákvarðanir
þ®*, er skipstjórarnir hafi gjört.
l>egar þeir hafa beðið 1 eða 2 sólarhringa
Vegna íss eða þoku, fyrir einhverja höfn, 3em
^kveðin var í ferðaáætluninni, þá hafa þeir
Sagt, sem lengra ætluðu að halda, að það
v*ri fábjánaskapur að liggja þar svo lengi;
auðsjeð væri að ísinn eða þokan færi ekki
SVe> fljótlega; þegar skipstjóri svo hjelt af
stað, sögðu þeir, er vildu koma vörum í
i^nd eða fara sjálfir, að það væri »óðs manns
®5i«, að reyna ekki að bíða lengur. þegar
i,v° að landi var komið á næstu höfnum,
Var sagt, að skipstjórinn væri skeytingalaus
raslari, margir farþegjar væru búnir að bíða
ePtii? skipinu í nokkra daga fram yfir ferða-
kætluuÍHa. Og loks, þegar jeg síðar kom á
þá
staði, sem fram hjá var farið, var það
Saflað lydduskapur skipstjóra, að hann hafði
6l§i þorað að bíða lengur.
. Skipgtjðri hefir á margt að líta; með bézta
Vnja
l>arfi:
getur hann ekki gjört svo öllum líki;
^ ör þeirra, sem á skipinu eru.oghinna, er
andi bíða, eru svo gagnstæðar.
da ' ta 6r °S um hóyjasláttinn: sama
gifin vilja sumir hafa þurk, og hinir regn.
Fyrsta skylda skipstjórans er sú: að stofna
ekki skipi og lífi þeirra, er á því eru, í fyrir-
sjáanlega hættu, því líf manna verður eigi
keypt aptur.
þar næst á hann að sjá um, að póstbrjef
og sendingar glatist ekki, og komi á sem
flesta staði sem næst þeim tíma, er ákveð-
inn var. Fjölda manna myndi vera bagalegt,
ef skipið ræki á land á afviknum stað, svo
áríðandi brjef glötuðust, eður kæmi eigi til
viðtakanda fyrir en mörgum vikum síðar.
þriðja rim í skyldustiganum er sú: að
skipstjóri komi á alla staði, sem ákveðnir eru
í ferðaáætluninni, en þá jafnframt sém
næst þeim tima, er ákveðinn var, og einkum
að fara frá endastöðvunum á rjettum tíma
(Khöfn, Evík).
í fjórða lagi verður hann að hafa tillit til
þarfa farþegja, og þeirra, er vörur senda með
skipinu, hvort heldur þeir vilja að skipið
bíði lengur eða skemur, að svo miklu leyti
sem það ekki kemur í bága við aðal-skyldur
hans.
I fimmta lagi hefir skipstjóri samkvæmt
samningi sínum skyldur gagnvart skipseig-
endum, þegar vöruflutningur býðst m. fl.,
og þær verður hann líka að taka til greina,
þegar þær ekki koma í bága við aðal-skyld-
ur hans.
þannig hefir, skipstjóri í mörg horn að líta,
og má ekki hlaupa eptir því, sem hver ræð-
ur til, sjer til hagsmuna. Og hvort skipstjóri,
sem alinn er upp á sjó frá barnsaldri, eða
maður ofan úr dalabotnum, er færari til að
dæma um það, hvaða hætta er á sjó, eða
ráðlegt að gjöra í sjóferðum í það og það
skiptið, munu flestir sanngjarnir m'enn kunna
að meta. Sjálfsagt getur það borið við, að
skipstjórinn hafi afráðið eitthvað í svipinn,
sem svo verður sjeð á eptir að annað hefði
verið betra, en þar sem þeir, sem finna
mest að, hefðu ef til vill ekki orðið ráðsnjall-
ari, ef þeir hefðu átt fyrir að sjá. Ef menn
vilja viðurkenna, að líf manna sje mest vert,
þar næst skip og póstsendingar, að skipstjóri
hafi mörgum skyldum að gegna, og að þarf-
ir einstaklinga verði að víkja fyrir almenn-
ings þörfum, þá mun með tímanum minna
koma fram í blöðunum og manna á milli af
ákærum, þótt skipið ekki hafi getað komið
á einhvern afvikinn stað, til að skila 1 eða
2 farþegjum, eða nokkrum vörubögglum, eða
þó nokkrir farþegjar hafi þurft að greiða
fæðispeninga nokkrum dögum lengur. Menn
lærðu þá að líta á málið frá yfirgripsmeira
sjónarmiði. Jeg segi þó eigi, að það sje smá-
munir fyrir þá menn eða þá sveit, er fyrir ó-
happiuu verður, heldur að það sje smámunir
í samanburði við aðalatriðin.
þegar jeg les og heyri kurr landa minna
yfir gufuskipastjórunum, spyr jeg sjálfan mig,
hvernig á því standi, að undir eins og skip-
stjórar éða stýrimenn af póstskipunum hætta
ferðum kringum ísland, eru þeir vel metnir
menn, hvort heldur þeir eru í sjóferðum til
annara landa, eða í annari stöðu, og engin
umkvörtun heyrist, ekki einu sinni í þeim
blöðum, er setja út á allt og standa lægst í
blaða röð. Er þá þjóð mín svo auðvirðileg,
að skipstjórar gjöri sjer dælla við hana en
alla aðra, eða er hún svo naggsöm, að eigi
sje hægt að gjöra heuni til hæfis? Hvort-
tveggja er í mínum augum jafn niðurlægj-
andi.
Jeg hefi sagt það áður og segi það enn,
að undan skömmum láta að eins lítilmenni.
þegar menn vilja rjetta hlut sinn, skiptir
það mestu, að mótparturinn sannfærist um,
að þeir hafi á rjettu standa, að það sje
sanngjarnt, sem farið er fram á, og komi vel
þeim eða fleirum; en nú eru flestir svo gjörðir,
að þeir eiga bágt með að skilja og sannfær-
ast, þegar menn bera erindi sitt fram í
skömmum eða ásökunum. þeir skilja miklu
fljótar, ef slíkt er fram borið með hógværð
og gildum rökum. Jeg hefi fengizt við ýmis-
legt um dagana, og sumt ekki svo auðvelt;
jeg hefi því reynsluna að styðjast við, og
álít að sum blöðin heima gætu komið tals-
vert meiru til leiðar í gufuskipamálinu,
stjórnarskrármálinu og fleiri landsmálum með
öðrum rithætti.
Alþingi á og nokkurn þátt í þeim um-
kvörtunum, að póstskipin hlaupi fram hjá
ákveðnum viðkomustöðum, eða verji of
löngum tíma til að koma þar. það virðist
t. d. óráðlegt, að ákveða póstskipskomu í
októbermán. á Skagaströnd og líkar hafnir,
eður ætla skipunum norður fyrir land fyrstu
degana í apríl. þetta gekk vel næstliðið
vor, og getur gengið vel optar í góðum vor-
um ; en sú mun raun á verða, að þetta er
mikil hætta í hörðum vorum og ís-árum.
það er mjög eðlilegt, að hver sveit óski að
skipið komi þar í hverri ferð; en hjer fer
sem optar, að gagn einstaklinganna verður
að víkja fyrir gagni almennings. þegar ein-
hver höfn er svo af náttúrunni útbúin, að
útlit er fyrir töf eða hættu fyrir skipið að
koma þar, þá verður að fella þá höfn undan,
að minnsta kosti á hættulegum árstímum,
og jeg vil jafnvel segja, að slíkt sje betra
fyrir sveitarmenn sjálfa; geti skipið ekki náð
höfninni, þá eru þeir, sem ætluðu að fara
sjálfir eða senda vörur og brjef með því,
miklu ver farnir, heldur en ef skipið hefði
alls ekki átt að koma þar.
Jeg hef útvegað mjer skýrslu hjá stjórn
gufuskipafjelagsins um það, hversu miklir
vöruflutningar voru hafna á milli í landinu
sjálfu næstliðið sumar, fyrstu og síðustu ferð
póstskipanna; mjer virðist hún vera fróðleg,
og vil því setja hana hjer. Af henni má
sjá, hve mikið skipið var notað til innlendra
viðskipta vor og haust, og hvort það sje
mjög áríðandi vegna innlendra viðskipta al-
mennings, að senda póstskipið hættuför
snemma vors og seint á haustin.
En fremur má hafa hliðsjón af þessu, ef
menn vilja athuga, hvort ferðir innlends
flutningaskips kringum landið mundi geta
svarað kostnaði fyr en viðskipti landsmanna
margfalda3t.
Fargjald farþegja hefði átt líka að standa
hjer, en það hef jeg að eins svo ófullkomið,
að jeg get ekki tilfært það í þetta skipti.