Ísafold - 07.02.1891, Blaðsíða 2
Vöruflutningar með póstskipunum hafna á milli á íslancLi fyrstu, og síðustu ferð þeirra
sumarið 1890.
Thyra í Thyra í
apríl 1. apríl 1
ferð frá ferð irá
Seyðisfirði Rvík til
, til Rvíkur Eskif.
Frá Eshifirði til Seyðisfj., Isafj., Eyjafj., Skagastr., Evíkur 4,60
— Seyðisfirði til Eyjafj., Sauðárkr., ísafj., Evíkur... 74,00 .......... 14,64
— Vopnafirði til Eyjafj.,Skagastr.,ísafj.,Dýrafj.,Sth.,Ev................. 28,59
— Eyjafirði til Sauðárkróks, Isafjarðar.............
— -----til Skagastrandar, Dýrafjarðar, Evíkur .
— Siglufirði til Sauðárkróks, Eeykjavíkur . . .
— Sauðarhrók til Siglufjarðar, ísafjarðar, Eeykjavíkur
— Skagaströnd til Eeykjavíkur .......................
— ísafirði tíl Dýrafj., Arnarfj., Patreksfj., Evíkur .
— Önundarfirði til Stykkishólms, Eeykjavíkur . .
— Dýrafirði til Patreksfj., Stykkishólms, Eeykjavíkur
— Arnarfirði til Patreksfj., Stykkishólms, Evíkur
— Patreksfirði til Stykkishólms, Eeykjavíkur . . .
— Stykkishólmi til Beykjavíkur.......................
— Beykjavík til Dýrafj., Isafj., Sauðárkr., Siglufj.,
Thyra í Laura í
sept -okt. október
frá Eskif. frá Rvík
tilRvíkur tilDjúpav.
8,37 .........
40,11 .......... 148,58
16,32 ..................
17,17 .......... 287,37
................ 142,71
17,88 ........... 84,75
1,00 ........... 10,14
7,00 ........... 32,57
................ 19,15
................. 24,57
................. 65,73
Eyjafj., Vopnafj., Seyðisfj., Eskifj., Djúpav . 140,99 162,78
Dýrafirði til Isafj., Sauðárkróks, Eyjafjarðar . 33,45 8,73
— Önundarfirði til ísafjarðar 15,57
— tsafirði til Sauðárkróks, Eyjafjarðar . . . 112,60 30,98
— Siglufirði til Eyjafjarðar 1,00
— Sauðarkrók til Seyðisfjarðar 22,09
— Eyjafirði til Seyðisfjarðar, Eskifjarðar . 16,88 36,51
— Vopnafirði til Seyðisfjarðar 2,50
— Seyðisfirði til Eskifjarðar 7,75 6,50
Kr. 178,08 333,76 867,17 264,57
Næstliðið sumar var eitt af beztu árum Að endingu skal jeg geta þess, sem jeg
póstskipanna; á ferðum þeirra kringum landið álít sje mest um vert, þegar áætlun póstferð-
fengu þau optast fullan farm af vörum og anna er samin :
engar hindranir af ís; þó voru innlendir
vöruflutningar ekki meira en þetta, og líkt
hefir verið áður.
Vörusendingar kaupmanna til og frá land-
inu hafa öll undanfarin ár verið aðaltekjur
póstskipanna ; verður því að fara mjög var-
lega, þegar ferðaáætlunin er gjörð, að skerða
xnikið aðaltekjurnar, með því að gjöra vöru-
sendingarnar kostnaðarmeiri eða erfiðari;
hjá því verður ekki komizt, ef ferðaáætlunin
verður gjörð svo, að eitt skip fer að eins
kringum landið, en annað skip á svo að
taka þær til þess að flytja þær milli landa.
það er misskilningur, að láta sjer vera sama,
hvort eígendur póstskipanna — hverjir sem
eru —, græða eða tapa, og enda fárast yfir
ef þeir græða.
Ef árlega væri skaði af ferðunum, yrði
þeim fækkað, eða landið þyrfti að leggja
til meira fje til þeirra. En þegar reynslan
sýnir, að ágóði er af þeim, er hægra að fá
ferðunum fjölgað, eða fá aðra til að taka
þær að sjer, ef það þykir hentugra.
Mikið hefir verið ritað um illa meðferð á
farangri farþegja; en eptir því sem jeg hef
tekið eptir, á mínum mörgu ferðum með
póstskipunum, þá hefir það, sem aflaga hefir
gengið, mest verið að kenna ljelegum um-
búðum og ónákvæmum auðkennum. En
þegar svo ber til, að það er skipverjum að
kenna, að eigur manna glatast, þá er meiri
von um að skaðabætur fáist, ef kært er fyrir
skipstjóra og afgreiðslumönnum skipanna,
höldur en ef farið er með langa grein í
blöðin.
f>að, sem fyllsta ástæða hefir verið til að
kvarta um, er annað farþegarúm á »Thyru«.
Jeg hef opt skorað á stjórn fjelagsins, að
breyta því. Nú verður ráðin bót á þessu.
I vetur verður þessu farþegarúmi breytt til
batnaðar; og nýir gufukatlar standa tilbúnir
í skipið, áður en það byrjar sínar íslands-
ferðir í vor.
1. Að póstskipin fari ekki norður fyrir
land mjög snemma á vorin og ekki á ótryggar
hafnir seint á haustin.
2. Að eigi sje dregið af 18000 kr. árstil-
lagi úr landssjóði til gufuskipaferðanna, en
ákveðnar 5 ferðir eða fleiri kringum landið.
3. Að ferðunum sje hagað þannig, að
sem flestir hafi þeirra not, þar á meðal al-
en þingismenn, skólasveinar og kaupafólk.
4. Að vörur þær, sem sendar eru með
skipunum, geti farið til landsins og frá því
með sama skipi, svo ekki þurfi að flytja þær
í land eða yfir í annað skip, sem flytur þær
svo til þess staðar, sem þær eiga að seljast.
Kaupmannahöfn 16. janúar i8qi.
Tbyggvi Gunnabsson.
Bæjarvinna — að steinleggja stræti.
Eins og kunnugt er, hefir hjer í Evík verið
talsverð atvinna síðan í haust er leið og til
þessa tíma við vegagjörð, sem bærinn hefir
látið vinna að vegi þeim, er lagður hefir ver-
ið frá Vesturgötu suður í svo nefnt Kapla-
skjól, og hafa helzt þurfamenn bæjarins unn-
ið að þessari vegagjörð, og með því móti
unnið fyrir sjer og fjölskyldum sínum, sem
bærinn hefði að öðrum kostum mátt til að
leggja eða lána til lífsviðurhalds. |>etta er
því lofsvert fyrirtæki af bæjarstjórninni, hvort
heldur það varð til þess, að halda mönnum
frá að þiggja sveitarstyrk, og að verða fyrir
það sjálfstæðari menn, eða frá hinu, að sam-
tengja þennan hluta bæjarins við aðalbæinn
og styðja atvinnuvegi þessara bæjarbúa, með
greiðum samgöngum.
Einnig má hin heiðraða veganefnd úr bæj-
arstjórninni, sem að miklu leyti hefir ráðið
fyrir þessari vegagjörð, njóta þess sannmælis,
að hún hefir leyst starf sitt vel af hendi.
En enn þá er langur tími eptir af vetrin-
um, þar til menn almennt fara að stunda
sjó, og væri því öll þörf á, að sumir af hin-
um fátækari mönnum hjer í bæ gætu fengið-
nokkra atvinnu.
Jeg hefi fyrir nokkru minnzt á það í þessu
blaði, að nauðsynlegt mundi vera að brú-
leggja strætin með grjóti, einkum um miðbik
bæjarins, þar sem fjölfarnast er, í stað þess,
að bera ár eptir ár einhvern ofaníburð í
göturnar, sem kostar mikið fje árlega. Vil
jeg nú hjer með endurnýja þessa bendingu
mína, einkum af því, að nú finnst mjer hent-
ugur tími til að byrja á því, þar eð nú er
þörfin fyrir atvinnuna, og ef tlðarfarið helzt
líkt og það hefir verið andanförnu, má vinna
að grjótverki líkt og á sumardag væri.
það væri því æskilegt, að hin heiðraða
bæjarstjórn vildi verja nokkru fje til þess, að
láta hina fátækari menn bæjarins, þurfamenn-
ina fyrst og fremst, kljúfa og höggva grjót,
og búa til brústeina eptir máli. Grjótið mætti
geyma til vors, eða næsta sumars, og leggja
það þá niður, þegar jörð er orðin klakalaus.
Jeg er sannfærður um, að þetta getur aldrei
orðið álitið öðruvísi en mikil framför frá því,
sem tíðkazt hefir; og þótt sumir kynnu að
segja, að bærinn væri ekki fær um þetta
efnahagsins vegna, þá verð jeg að álíta, að.
það sje ekki rjett álitið, því bærinn má til
að hjálpa sínum þurfamönnum um viðurværi
hvort sem er, þegar þá brestur það; og er
þá ekki betra, bæði fyrir þá, að geta unnið
fyrir því, er þeir þarfnast, í stað þess að fá
styrk eða lán af bæjarfje, og þurfa að brúka
það án þess að starfa nokkuð, og fyrir bæj-
arfjelagið, að fá uunið þarft verk fyrir þá
sömu peninga, sem það veitti sem styrk eða
lán, og sem máske aldrei yrðu endurgoldnir ?'
Jeg treysti því fastlega, að hin heiðraða
bæjarstjórn og hinir heiðruðu bæjarbúar líti
eins og jeg lít á þetta mál.
Rvík 2. febr. 1891.
Helgi Helgason.
Bjargráðamál.
Kæru sjómenn ! Vetrarvertíð er þegar
byrjuð sunnanfjalls, og nálgast vana-tími
hennar víða, leyfi mjer þess vegna að ávarpa
yður og bjargráðanefndirnar, að þjer sam-
huga leggizt á eitt, að gjöra hvað eina það
er, að atvinnuvegi yðar lýtur, með þeirri að-
gæzlu og árvekni, sem tryggi líf og eíni.
Gleymið ekki að vinna < bróðurlegum kær-
leika og biðja guð fyrir yður og hver fyrir
öðrum, og neyta alls þess, sem til liðs og
framfara getur orðið.
Lýsi eða olíu ættu allir að hafa á sjó með.
sjer, og þar sem það er nú almennt viðhaft,
er það illa gjört af þeim sem það forsóma,
að leiða aðra til að hafa það eigi, því ef illa
tekst til, er ekki ólíklegt að formanni og
skipshöfn verði kennt um, að vera sjálfir
valdir að dauða sínum, hafi þeir ekki haft
lýsi með sjer. Ef formenn athuga þá ábyrgð,
sem á þeim rjettilega hvílir, mundu þeir
hika við að fara nokkurn tíma á sjó án
þess að hafa það lffs-hjálparmeðal með sjer,
sem viðurkennt er um allan heim og sem
svo margri skipshöfn hefir orðið til lífs.
Ef manntjón verða, ættu bjargráðanefndir
að komast að vissu um, hvað valdið hafi,
og ætti yfirvaldið að láta sjer annt um það,
eins og aðrar siðaðar þjóðir gjöra að venju
að fá upplýsingar um atvikin; það kynni að
Jeiða til þess, að óhæfir menn ljoku sjer