1. maí - Akureyri - 01.05.1929, Blaðsíða 1

1. maí - Akureyri - 01.05.1929, Blaðsíða 1
Akureyri. Miðvikudaglnn 1. Maí 1929. • ♦ « 4» •- • »-•♦•#• •• ••••• ••••♦•• • ♦-••• • ••••••• •••• • •••••••••• /. MaU 1. Maí. Verklýðsfélögin á Akureyri efna til samkomu í kvöld, í stóra sal Samkomuhússins. FER ÞAR FRAM: Ræðuhöld, Söngur, Upplestur. Allir þeir, sem verklýðsmálum unna, eru velkomnir á samkomuna. Sérstaklega er skorað á meðlimi verklýðsfélaganna að mæta. Aðgangur er ókeypis, en rauðu merkin fást við innganginn eins og vant er. — Samkoman byrjar kl. S1^ e. h. stundvíslega. — Minnumst öll hátíðisdags verka- lýðsins um gervallan heim. — Mætum öll! Forstöðunefndin. i. I dag er hátíðisdagur verkalýðs- ins um allan heim. f dag ganga herskarar öreig- anna fylktu liði gegnum stórboi’g- irnar, til að bera fram kröfur sín- ar um aukin réttindi, bætt lífs- kjör — jafnrétti við önnur jarð- arinnar börn. f dag réttir verkalýðurinn úr sér að fullu. — Einn einasta dag á árinu, og gefur til kynna á sýni- legan hátt, að hann viti að hann sé fæddur til sömu réttinda og aðrar stéttir þjóðfélagsins, og að hann ætli sér að taka þann rétt, sem frá honum hefir verið rænt. f dag flytja jafnaðarmannafor- ingjarnir eldiþrungnar ræður til verkalýðsins. Ræður sem kynda bál í augum æskulýðsins og fæða af sér stór heit í sálum þúsund- anna. Og frá munnum þúsund- anna stígur alheimsfriðarsöngur jafnaðarmanna — Intemationale — brimómur samstiltra sálna þess lýðs, sem finnur og veit aö framtíöin er hans. í dag fara kvalakippir um sjúkan líkama yfirstéttanna. Þær finna að jörðin kvikar undir fót- um þeirra. Hallirnar háreistu, sem bygðar eru á bognum bökum öreiganna, skjálfa frá grunni. Og hugur þeirra hvarflar til fall- byssukjaftanna, til eiturgassins, tiJ herskaranna með byssusting- ina á lofti — þessara einu tækja, sem hugvit síðustu »menningar«- tíma hefir gefið þeim í hönd, til að viðhalda óréttlæti, kúgun og kvöl í heiminum. Sumstaðar fær verkalýðurinn að vera í friði með hátíðahald dagsins. Yfirstéttirnar halda sig fjærri, annaðhvort af kænsku eða hræðslu. Annarstaðar er lögregl- an eða herinn látinn skjóta á múginn, foringjarnir handsamað- ir og hneptir í fangelsi. Á nokkr- um stöðum er verkalýðnum bann- að að sýna sig úti þenna dag. vair'sðu * - ífet.. *r' •N 7 , * ■ 124175

x

1. maí - Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Akureyri
https://timarit.is/publication/392

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.