1. maí - Akureyri - 01.05.1929, Blaðsíða 2

1. maí - Akureyri - 01.05.1929, Blaðsíða 2
2 1. MAÍ • • ■ ♦•«»••••-•« »•»«■«• Þetta er í höfuðdráttum saga dagsins út um heim. Yður verður máske að spyrja: Hversvegna eyðir verkalýður- inn deginum í dag á þann hátt sem hann gerir? Hversvegna situr hann ekki að drykkju, áti og drabbi, »að höfð- ingja sið?« Hversvegna safnast hann ekki saman fyrir framan hallir auð- manna og konunga og syngur þeim lof fyrir stjórn þeirra? Hversvegna hættir hann sér fram fyrir byssukjafta hermanna og lögregluliðs? Eru ekki öll þessi umsvif verka- lýðsins 1. Maí verk »æsinga- manna« og einber hégómi? Svörin liggja fyrir studd af staðreyndum og rituð eldfingrum í sálir öreiganna um allan heim. Verkalýðurinn ver hátíðadegi sínum, eins og öðrum dögum, á þann hátt að alheimi verði sem mest gagn af. Hann fyrirlítur á réttan hátt ó- * hófsskemtanir yfirstéttanna og er upp úr því vaxinn að apa þær eftir. Hann hyllir ekki kúgara og böðla mannkynsins. Konungur ör- eiganna er höfðingi alheims jáfn- réttis og bræðralags. Hann einn hylla þeir og syngja honum söngva. Drunur drápvélanna skjóta verkalýðnum ekki skelk í bringu. Sá sem veit og skilur að hann er að vinna að framgangi réttra mála, gleymir að líta fyrst og fremst á sitt stóra eg. Til verkalýðsins er hrópað frá dyflissum , þar sem foringjar hans eru hneptir í fjötra fyrír það eitt, að þeir eru þjónar jafn- réttis og sannleika. Óþ og stunur olnbogabarnanna í fátækrahverf- um stórborganna óma sífelt í eyr- úm hans. Hrylliegustu myndir svífa fyrir sjónum hans. Hann sér börn stunda rán og stuld til að forðast hungurdauða. Hann sér móðurina ganga út frá börnunum til að' selja heiður sinn, svo hún geti haldið lífinu í þeim. Hann sér sál hennar engjast af kvölum blygðunar og skammar, þegar hún lítur í augu sakleysingjanna, og tár hennar streyma niður án afláts, þegar hún hugsar til þess hvaðá örlög bíða þeirra. Hann sér Örvasa gamalmenni rétta út hor- aðar hendur og biðja um brauð. ÁvÖxt þess sem þrotlaust lífsstarf í þágu annara hefir fært þeim. Hann sér ungar meyjar verða að fórnardýrúm varmenna, sem spillingin hefir gert að villudýr- um. — Hann sér heimilisleysingj- ana liggja helfrosna á húsatröpp- um auðborgaraiina, sem hafa rænt þá húsaskjóli. Frammi fyrir þessum stað- reyndúm gleymast byssukjaftar og borðalagðar sveitir þeirrar ó- þörfustu stéttar sem rangsnúið þjóðskipulag elur. Framferði öreiganna 1. Maí er ekki uþpæstur hégómi. Það er skylduverk þeirrar stéttar, sem finnur og veit hver skylda á henni hvílir, og er vöknuð til meðvitund- ar um mátt sinn: MÁTT ÖREIGANNA. SAMEINING ÖREIGANNA. II. Hvað gerúm vér hér heima? Vér sofu/m. Verkalýðurinn réttir ekki einu sinni úr sér í dag. Á nokkrumstöð- um kemur dálítill hluti verkalýðs- ins saman og minnist dagsins í ræðu og söng. Stór hluti verka- lýðsins þorir ekki að taka þátt í þessum samkomum. Hann hræð- ist sjálfan sig, hvað þá aðra. Nokkur hluti vor nemur óminn af samstiltum söng bræðra vorra úti 1 fjarskanum. Lengra erum vér ekki komnir. En hve langt verður að bíða þeirrar stundar að vér vöknum til fulls? Hvenær verðum vér svo þrosk- uð að vér finnum að vér erum öll þegnar í hinu eina og sama ríki — og högum oss þar eftir? Sú stund nálgast með hverju ári. Er máske nær en margan grunar. Þér sem eruð tvíráð, notið dag- inn í dag til að búa yður undir það hlutverk sem bíður yðar! ÖREIGAR ALLRA LANDA! SAMEINIST! ----o--- Það vorar. Fjelag ungra jafnaðarmanna á Akureyri var stofnað 3. maí 1928. Tilgangur fjelagsins var og er að safna saman ungum jafnaðar- mönnum, körlum og konum og kynna þeim kenningar jafnaðar- stefnunnar. Stofnendur fjelagsins hafa heldur ekki orðið fyrir von- brigðum, því fjelagið hefir auk- isi og eflst þetta eina ár, sem það hefir starfað. Fjelagatala er nú 40 og líklega bætast allmargir við á næstunni. Þegar litið er til baka yfir þetta fyrsta starfsár fjelagsins, sjest best hve mikil þörf hefir verið á þessum fjelagsskap meðal ungra jafnaðarmanna hjer í bæ. Mark- mið fjelagsins er það fyrst og fremst að kenna mönnum að láta skoðanir sínar í ljósi, kenna þeim að kasta hinni heimskulegu ó- framfærni til hliðar og að opna augu þeirra og eyru fyrir hinum fögru kenningum jafnaðarstefn- unnar. Meðlimir fjelagsins hafa rætt, með miklum áhuga, ýms merkileg mál, sem hafa verið á dagskrá á fundum fjelagsins þetta ár, og þeir munu allir játa að nýir heimar hafi lokist upp fyrir þeim, þeir hafi öðlast þekk- ingu á ýmsum málefnum og a^ sú þekking verði aldrei metin til fjár. Fjelag vort 4 að verða ein af leiðarstjörnum alþýðunnar í þessu landi, sú leiðarstjarna, sem allir

x

1. maí - Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Akureyri
https://timarit.is/publication/392

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.