24. júní - 24.06.1934, Blaðsíða 1

24. júní - 24.06.1934, Blaðsíða 1
Alþýðu- I flokkurinn SIGRAR! | 24. Júní. r Utgefendur: jafnaðarmenn í Eyjafjarðarsýslu. Ábyrgðarmaður: IBallclór Frið)ón§§on. lanosbokasait; 134622 XSXAíÍDS Sigur Alþýðu- flokksins er sigur þinn! I. árg. Akureyri í Júní 1934. 1. tbl V i ð h o r f i ð. Aldrei hefir hin íslenska þjóð geng’ið til alþingiskosninga,, þeg- ar meira hefir verið í húfi hver úrslitin verða en einmitt nú. öðru megin sækir fram Sjálf- stæðisflokkurinn, með Bænda- flokkinn og kommúnistaflokkinn sinn til hvorrar handar. Hinu megin lýðræðisflokkarnir, Al- þýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn berst til að ná hreinum meirihluta á Alþingi, og nýtur til þess stuðn- ings Kommúnistaflokksins, sem á að ná atkvæðum frá verkamönn- um, og Bændaflokksins, sem reyn- ir að lokka bændur frá Framsókn. Hvorugur þessara sprengiflokka hefir aðstöðu til að koma mönn- um áþing. ÖLL ATKVÆÐI, SEM Á ÞÁ FALLA, VERÐA ÓNÝT. En starf þeirra styrkir aðstöðuna fyrir Sjálfstæðisflokkinn og veik- ir að sama skapi hina flokkana. Hvað ætlar svo Sjálfstæðis- flokkurinn að gera, ef hann nær meirihluta á Alþingi. Hann hefir gefið þar um yfirlýsingu í tíma- ritinu »Stefnir«, heftinu, sem sent hefir verið í 15000 eintökum út. um land, sem kosningarit Sjálfstæðisflokksins. Þar er sagt skýrum orðum, að ef flokkurinn nái meirihluta á Alþingi, verði hann að hreinsa til í skólum landsins, — láta það ekki »af- skiftalaust hvaða lífsskoðanir eru boðaðar þjóðinni« —, en það þýð- ir skoðanakúgun og atvinnusvift- ingar, og »taka sér til fyrirmynd- ar þær þjóðir, sem rekið liafa »ramðu hættuna« af höndum sér«. en það er ítalía og Þýzkaland, þar sem bækur- eru brenndar, menn fangelsaðir fyrir að hafa aðra pólitiska skoðun en stjórn- endurnir aðhyllast, blaða og bóka- útgáfa bönnuð og þar fram eftir götunum. Auk alls þessa á svo að beita venjulegri hlutdrægni í em- bættaveitingum og starfi í opin- beru lífi. Það þarf engan spámann til að geta sér til hvernig ástandið verður í landinu, þegar á að beita þjóðina þessum og þvílíkum tök- um, og þess er vænst af íslensk- um kjósendum, að þeir með at- kvæði sínu 24. júní sjái svo um, að slíkur yfirtroðsluflokkur, sem Sjálfstæðisflokkurinn er, nái ekki aðstöðu til að framkvæma áætl- anir sínar. FARSÆLD OG FRELSl ÞJÓÐARINNAR LIGG- UR VIÐ. Háttvirtir Alþýðukjósendur munu þá spyrja, hverjum lýðræð- isflokknum, Framsókn eða AI- þýðuflokknum, þeir eigi þá að veita fylgi á kjördegi. Því er fljótsvarað hér í Eyja- fjarðarsýslu. Framsóknarflokkurinn er svo sterkur hér í sýslunni, að fram- bjóðendur hans verða kosnir með stórum meirihluta. Það er því langt frá að verkafólk við sjóinn eða Alþýðuflokksfólk í sveitum þurfi aö nokkru leyti að hugsa um framdrátt þessa flokks nú við kosningarnar. Aftur á móti getur alþýðufólk- ið, ef það er samhent og þekkir köllun sína, eignast sinn eigin fulltrúa nú við þessar kosningar, og bætt með því aðstöðu verka- fólks og smáframleiðenda á lög- gjafarþingi þjóðarinnar. Alþýðuflokkurinn er vaxandi flokkur í landinu. Eftir þessar kosningar mun hann verða næst- atkvæðaflesti flokkur landsins. Hvaðanæfa af landinu berast þær fregnir, að fylgi Alþýðu- flokksins fari hraðvaxandi. Jafn- vel í kjördæmum, þar sem ekki var áður vitað um teljandi fylgi við flokkinn, koma nú í ljós álit- legir hópar karla og kvenna, sem játa fylgi við flokkinn. Einkum er þaö þó unga fólkið, sem nú fær kosningarrétt í fyrsta sinn, sem skipar sér undir merki flokksins. Æskan til sjávar og sveita skilur og finnur það best, hver stjórn- málaflokkurinn á framtíöina og skipar sér í sveit eftir því. Þetta er ekki að undra. Á norð- urlöndum vex jafnaðarmenskunni fylgi með hverju ári. í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku verður j afnaðarmannaf lokkurinn í hreinum meiri hluta eftir næstu almennar kosningar. í Englandi vinna jafnaðarmenn hvern stór- sigurinn eftir annan, og í ýmsum löndum, þar sem hálfgildings ein- ræðisstjórn liggur eins og mara á alþýðunni og pólitískt frelsi er stórum takmarkao, eflist jafnað- arstefnan jafnt og þétt. Jafnvel í þjóðfélaginu, þar sem jafnaðar- menn eru líflátnir, pindaðir, fangelsaðir og landrækir gerðir, og öll alþýðusamtök eru bönnuð, vex hreyfingin með reginkrafti í áttina til úrslitabaráttunnar fyr eða síðar. Alstaðar er hið gróandi vor í þjóðlífinu á ferð. För þess verður ekki stöðvuð — aðeins tafin. Hér á landi er .vöxtur Alþýðu- flokksins í samræmi við hina á- berandi framsókn jafnaðarstefn- unnar í nágrannalöndunum. Hið vaxandi fylgi flokksins má nokk- uð marka á vexti Alþýðusam- bandsins. Árið 1930 voru meðlim- ir Alþýðusamandsins um 6000. Nú eru þeir yfir 10.000 og fer stöð- ugt fjölgandi. Og' þessi fjölgun er ekkert dægurfyrirbrigöi. Vöxtur- inn er jafn — eðlilegur — stans- laus. — Við bæjarstjórnarkosn- ingarnar sl. vetur fékk Alþýðu- flokkurinn eins mörg atkvæði í kaupstöðum landsins einum, eins og hann fékk samanlagt í öllu landinu við síðustu alþingiskosn- ingar. Æskan var komin á vett- vang og skipaði sér ótrauð undir merki flokksins, og klofningur sá, sem kommúnistar höföu myndað innan flokksins á síðustu árum, var þá þegar í rénun. Verkalýð- urinn farinn að sjá að sér. En nú sækir þó flokkurinn fram með meira afli en nokkru sinni fyr. Hin bætta aðstaða á vettvangi kosninganna, sem st jórnarskrárbrey tingin nýj a veitir, eykur þátttöku almennings, því nú vita kjósendur, aó hvcrt einasta akvæði. scm fellur á Al- þýðuflokkinn, hjálpar til að koma manni að á landslista, þó ekki vinnist kosning í kjördæmi. Að hvert einasta atkvæði, sem AI- þýðuflokknum er gefið, eru virk mótmæli gegn yfirráðum bur- geisavalds, fhalds, og hrópandi rödd frá almenningi um yfirráðin i hendur alþýðunnar. Það er teikn hins vaxandi máttar dreifðra ein- staklinga, sem stefna að sameig- inlegu marki. Kommúnistaflokkurinn hefir lát- ið mikið yfir sér hér í sýslunni undanfarið og valdið sundrung í þeim sívaxandi, hægfara fram- gangi alþýðusamtakanna, sem kjarni norðlenskrar verklýðs- Kommúnistar halda því frarn, að jafnaðarstefnan sé deyjandi stefna, en kommúnisminn sé í uppgangi með vestrænu þjóðun- um. Ósvífnari meðferð á sannleikan- um en þetta, getur ekki. Um öll Norðurlönd og víða annarstaðar fer hin hægara jafn- aöarstefna — stefna alþýðuflokk- anna — sigurför um löndin. Hér skulu tölurnar látnar tala. Sá raunveruleiki, sem ekki verður á móti mælt. Fyrir og um 1930 bar töluvert hreyfingar er vaxinn upp úr. Þessi flokkur, þó nú hafi menn í kjöri hér í sýslunni og víðar, get- ur alls ekki komið til greina, bæði fyrir það, að sjálfur liggur hann í innbyrðis heimskulegum deilum, er hrynjandi flokkur og getur alls engum manni komið að nú við kosningarnar. ÖLL ATKVÆÐI, SEM HONUM KUNNA ÞVÍ AÐ VERÐA GREIDD, VERÐA ó- NÝT. Það sýndi því sorglega lítinn skilning á viðhorfi þjóðmálanna nú, ef nokkrum alþýðukjósanda yrði það á að greiða kommúnista- frambjóðendunum atkvæði. Eins og fyr getur, er algerlega útilokað að Bændaflokkurinn geti komið að manni, enda er ekki hægt að gera ráð fyrir að nokkur alþýðukjósandi lendi yfir á þann flokk. Þegar nú allt það, sem að fram- an greinir, er athugað, ættu al- þýðukjósendur í Eyjafjarðarsýslu ckki að vera í miklum vafa á hvern hátt þeir eiga að fara með atkvæði sitt á kjördegi. Eins og skýrt verður síðar í þessu blaði, er innanhandar að koma öðrum hvorum frambjóðanda Alþýðu- flokksins í sýslunni að á lands- lista Alþýðuflokksins, ef hver og einn, sem ann viðgangi alþýðu- samtakanna í landinu, sækir kjör- stað 24. þ. m. og greiðir þeim at- lcvæði. Góðir kjósendur í alþýðustétt! Minist þess, að Alþýðuflokkur- inn er ykkar flokkur. Sýnið í verkinu 2!t. júní að þið vitið þetta og skiljið. Kjósið frambjóðendur Alþýðu- flokksins, BARÐA GUÐMUNDSSON og HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. á kommúnistum á Norðurlöndum. Þetta varð til að veikja alþýðu- flokkana og tefja framgang þeirra. ihaldið færðist í aukana að sama skapi. En við almennar kosningar í öllum þessum löndum tvö s. 1. ár, hefir alþýðuhreyfing- in risið til sóknar með regin krafti; íhaldið orðið að hörfa og kommúnistar nær því þui'kast út. Hér koma á eftir úrslit allra aðalkosninga á Norðurlöndum tvö síðastliðin ár: 1. Við bæjarstjórnarkosningar í Oslo í Janúar 1932 fengu: Jafnaðarmenn 62000 'atkvæði. Kommúnistar 695 atkvæði. Inn í fylkinguna. »Heyrið yfir höfin gjalla hornaslag hins nýja dags....«

x

24. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24. júní
https://timarit.is/publication/662

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.