Ingólfur - 08.05.1944, Blaðsíða 1

Ingólfur - 08.05.1944, Blaðsíða 1
I. árgangur Mánudaginn 8. maí 1944 1. tölublað Frjálst blad heiur göngn siiia Í12. tbl. Þjóðólfs 29 apr. s. 1., tilkynnti út- gáfustjórnin að blaðið hætti að koma út, en jafnframt mundu Þjóðveldismenn hyggja á útgáfu nýs blaðs, er héldi stefnunni fram. Af því að nokkuð skortir á að fullráðið sé um framtíðartilhögun blaðsins annast Halldór Jónasson einn saman útgáfu þess fyrst um sinn, og birtist hérmeð fyrsta tölublað þess undir nafninu INGÓLFUR. Þareð Þjóðveldisstefnan er í vissum skilningi landnámsstefna, þótti nafn fyrsta landnemans fara blaði hennar vel, og reyndar ekki spilla, þótt þjóðin hefði áður vanist nafninu sem blað- heiti. — Áformað hefur verið, að Ingólfur yrði bú- inn sterkara starfsliði bæði við ritstjórn og af- greiðslu, en Þjóðólfur var, og er vonandi að svo reynist, þegar blaðið er komið vel á laggir. Hjá oss Islendingum hef-1 ur þróunin í blaðaútgáfu orðið sú síðustu áratugina, að frjáls, óháð blöð, sem ræða vilja stjórnmál, liafa varla getað orðið til. Flokk- arnir liafa lagt undir sig þann vettvang stjórnmála- lífsins eins og alla aðra og er nú svo komið, að hér á landi fæst engin sú grein birt í liinum stærri blöðum, sem ekki fellur í kram einbvers flokksins. Hefur þetta aldrei komið betur í ljós en nú upp á síðkastið í sambandi við liið svokallaöa lýðveldismál. 1 desembennánuði s. 1. gerðu þrír stjórnmálaflokkanna liér, Kommúnistar, Sjálf- stæðismenn og Framsókn samtök með sér um það, að loka öllum þeim bliiðum, sem þeir liöfðu yfir að ráða, fyrir öllum skrifum sem ekki voru á ,,línu“ svokall- aðra ,,liraðskilnaðarmanna“. Þetta þýddi það, að engin grein fékkst birt í fjórum stærstu blöðum landsins — Vísi, Morgunbl., Þjóðviljan- um og Thnanum um stjórn- arskrármálið né skilnaðar- málið (ef hún var ekki á „línu“ þeirra). Alþýðublað- ið var þá eitt liinna stærri blaða utan þess samkomu- lags. En þegar svo allslierj- ar samkomulag flokkanna var gert í marzmánuði s. 1. bættist Alþýðublaðið einnig í hópinn, og þá lokaðist liringurinn alveg. Það ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum um, live stórhættulegt slíkt fyr- irkomulag er bverri þeirri þjóð, sem vill búa við liugs- ana- og skoðanafrelsi, enda eru það einræðissinnar, sem í þessu sem fleiru hafa tek- ið forustuna í starfsaðferð- um flokkanna. Þetta fyrirkomulag tíðk- ast bæði í Rússlandi og Þýskalandi, að blöðin fá fyr- irskipanir um það frá „liærri stöðum“ livað þau megi segja og livað þau megi ekki tala um, og nú er það einnig að komast á hér með „frjálsu samkomu- lagi“ flokkanna. Iíjá þeim þjóðum sem búa við sæmilegt frelsi, er þessu á alt annan veg farið. Þar kemur út fjöldi blaða — og mörg þeirra stórblöð — sem eru alveg óliáð stjórnmála- flokkum og sækjast eftir því að birta greinar um stjórn- mál þar sem ný viðliorf eru flutt almenningi og rædd. Mörg þessara blaða eru viku blöð, eða jafnvel mánaðar- rit. Þau starfa mörg með þeim liætti, að þau tryggja sér liina hæfustu menn, sér- fræðinga á ýmsum sviðum og stjórnmálamenn, sem ekki eru fjötraðir í flokks- böndum, til þess að skrifa greinar í blöðin og verða blöð þessi á þann liátt miklu veigameiri og áhrifameiri en jafnvel flokksblöðin. Þau eru keypt og lesin af 'mönn- um úr öllum flokkum og þau flytja liin nýju viðhorf með sér til þeirra, sem aldr- ei mundu annars eiga þess kost að kynnast þeim ef þeir sæju aldrei annað en flokks- blöðin. Hér á landi liefur verið skortur á slíkum blaðakosti. Hin stærri vikublöð, sem hér koma út og ekki eru gef- in út á vegum flokkanna, eru „ópólitísk“ — þ. e. ræða ekki stjórnmál, lieldur leggja meginálierzlu á ýmiskonar fróðleik og skemmtiefni með myndum. Af þeirri reynslu, sem fengist liefur upp á síðkastið af flokksblöðunum, er ljóst, að eigi ekki allt að fjötrast meir og meir í flokksviðjar verða menn að taka höndum saman um að koma á fót myndarlegu óháðu stjórn- málablaði. Verkefni fyrir slíkt blað er óþrjótandi. Þjóðin hefir og sýnt það á- þreifanlega, að hún hefur í ýmsu alveg gagnstæðar skoð- anir við flokkana eða for- yztu þeirra. Sást það bezt er um var að ræða þjóðkjör forsetans. Flokkarnir vildu Iiafa hann þingkjörinn og lögðu það til í stjórnarskrár- frumvarpinu. Ekkert flokks- blaðanna andmælti því eða þorði að liafa aðra skoðun. En þegar „Þjóðólfur“ Iióf að flytja greinar ýmsra manna um þjóðkjör forseta opnuðust augu almennings og þjóðin sjálf krafðist breytingarinnar. — Þingið þorði ekki annað en láta undan þeim kröfum þó það svifti forseta um leið öllu valdi. Þetta eina dæmi er næg sönnun fyrir nauðsyn slíks óliáðs blaðs. — ,,/ng- ólfur“ hefur ásett sér að fylla þetta skarð að ein- hverju leyti. Vonandi bregð- ast landsmenn svo vel við stofnun þessa óliáða blaðs, að það geti stækkað til muna innan skanuns svo að það geti því betur rækt liið mik- ilvæga lilutverk sitt. „Ingólfur“ er ekki blað neins flokks. Að lionum standa menn, sem skilja þýð- ingu þess, að þjó'öin er ein heild og að liún fær ekki staðist til langframa ef sí- feld borgarastyrjöld geisar í landinu milli fjaldsamlegra liópa manna, sem kalla sig flokka. „Ingólfur“ mun því setja heildarsjónarmiðið ofar öllu öðru og vinna að því að menn laki liöndum saman um lausn liinna stærri vanda mála án tillits til þess livar í flokki þeir telja sig, og vill efna til samstarfs með þjóðinni sem byggt sé á drengskap og lireinskilni. Mesta meinið í okkar stjórn- málum er nú drengskapar- leysið og undirhyggjan, því í kjölfar þess sigla óhjá- kvæmilega svik og ósann- indi, sem svo átakanlega hafa einkennt stjórnmál ís- lendinga síðustu árin. íslendingar! Fylkið ykkur um „Ingólf“ og gerið hann að því stórveldi í íslenzku þjóðlífi, sem flokkarnir fá ekki rönd við reist, og ef það tekst mun þess skemmra að bíða en margur liyggur, að andrúmsloftið í íslenzkum stjórnmálum hreinsist og meiri drengskapur og sann- leiksást verði ríkjandi í öll- um viðskiftum á þjóðmála- sviðinu en verið liefur. Æskilegt liefði verið að „Ingólfur“ liefði þegar í upp liafi getað orðið stærri en raun er á, en „gott er að fara stillt af stað“ segir forn orðskviður, og það er von þeirra, sem að blaðinu standa að ekki þurfi lang- ur tími að líða þar til það getur stækkað og sinnt bet- ur því mikilvæga hlutverki sem þess bíður með þjóð- inni, — að sameina liana um lausn hinna miklu vanda- mála, sem liennar bíða á næstu árum. U tgáfustjórnin, Þjód- deildm Gerið tillögur um kjörskipun! Þjóðdeildin, sem Þjóðveldis- menn vilja setja inn í þingið og sumir vilja kalla Lögréttu, á að vera skipuð eingöngu ut- anflokkamönnum, sem kunnugt er. Á liún og eingöngu að líta á heildarhag þjóðarinnar, en eftirláta lýðdeildinni (Neðri deild) að túlka öll sérhagsmuna mál. Þetta fyrirkomulag á þinginu vinnur stöðugt fylgi manna, einkum þeirra, sem óliáðir eru flokkum. Enda mun erfitt að finna þingskipun sem sameini það betur að vera náttúrleg og réttlát. En menn spyrja: — Hvaða kosningaskipun tryggir hezt, að beztu og þjóðhollustu menn nái sæti í þjóðdeildinni? Þessu verðum vér að svara svo, að vér liöfum ekki fundið neina þá aðferð, er tryggi þetta fullkomlega, enda muni hún ekki vera til. En þetta má ekki fæla oss frá því að finna upp nothæfa aöferö, sem alltaf megi að sjálf- sögðu endurbæta að fenginni reynslu. — Ingólfur er þakk- látur fyrir skynsamlegar upp- áslungur um þetta efni.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.