Ingólfur - 08.05.1944, Blaðsíða 2

Ingólfur - 08.05.1944, Blaðsíða 2
2 INGÓLFUR Einar Jónsson myndliöggvari sjötugur INGÓLFUR Útgef.: Nokkrir ÞjóSveldissinnar Ritstjóri: HALLDÓR JÓNASSON — INGÓLFUR kemur út á hverj- um mántidegi og aukablöð eftir þörfum. Missirisvcrö kr. 12,00, i lausasölu 35 aura. Prentsmiðja Jóns Helgasonar BOÐSKAPUR KONUNGS Ingólfur liefur ekki hugs- að sér að skipta sér af þjóð- aratkvæðagreiðslunni 20.— 23. þ. m. eða hafa þar nein áhrif til eða frá. — Öllum er kunnug afstaða vor Þjóð- veldismanna gagnvart lýð- veldisstjórnarskránni. En um það eru skiptar skoðan- ir, hvort vænlegra er að fá þjóðina fyrir eða eftir at- kvæðagreiðsluna til að gera sér ljósan liinn mikla mun á stjórnarskrá fyrir höfuð- laust lýðveldi og lireinni þjóðveldisstjórnarskrá. En það sem vér með engu móti getum látið ómótmælt, er sú aðferð gagnvart kon- unginum, sem flokkarnir nu ýmist nota viljandi eða láta viðgangast. Menn geta að sjálfsögðu haft sína frjálsu skoðun á því hvort Kristján X. eigi að vera konungur Islands áfram eða ekki, og greitt um það atkvæði eins og þeim sýnist. En hitt stendur óhaggað, að á meðan gamla stjórnar- skráin er enn í gildi, er hann íslenzkur konungur sam- kvœmt íslenzkum lögum, og það á ekki að lialdast nein- um uppi að rangfæra boð- skap hans eins og gert heL ur verið. Konungur hefur ekki með einu orði óskað þess, að sam- bandsslitum við Dani verði frestað, eins og eitt hlaðið bjó til. Boðskap sinn sendir hann eingöngu sem íslenzk- ur konungur, sem sam- kvæmt íslenzkum lögum er aðili að hinni miklu breyt- ingu, sem fyrirhuguð er. Honum ber eigi aðeins rétt- ur, heldur og skylda til að heimta að þessi breyting fari löglega fram, eða að minnsta kosti fái hann að ráðgast við trúnaðarmenn þjóðarinnar um það, livað þeir telji lög- legt eða sæmandi um með- ferð málsins. Það er þ'etta, sem konung- ur hefur með hógværum en ákveðnum orðum krafist. En vegna þess að bæði hann og vér eigum það undir erlend völd að sækja, hvort vér ná- um fundi saman, óskar kon- ungur þess að „framkvœmd stjórnbreytingarinnar sé frestað“ þangað til persónu- legar viðræður hafi farið fram. Er nú nokkuð annað en fyllsta sanngirni í þessari kröfu konungs? — með leyfi að spyrja. Gat hann eiginlega, skyldu sinnar og sæmdar vegna komist hjá því að láta til sín heyra? Sumír segja, að hann liefði þá átt að gera það fyrr. En það gat hann tæplega gert, þegar af þeirri ástæðu, að það var ekki hann held- ur íslenzk völd, sem breyt- inguna höfðu gert. Það vai því þeirra að snúa sér til konungs, en ekki hans að blanda sínum áhrifum inn 1 meðferð málsins fyrr en út- séð var um að það yrði tii lykta leitt á viðeigandi liátt. Annað mál var það, að hefði konungur látið í Ijós, að hann mundi ekki vilja una breytingu stjórnarforms ins yfirleitt, þá hefði málið fengið nýtt viðhorf. En þetta hefur konungur alls ekki gert. Hingað til hef- ur hann aðeins krafist þess, að það sem gert yrði, færi viðurkvæmilega fram, og ef hann ætti að liætta að vera konungur á íslandi þá yrði talað við sig fyrst. Einnig frá íslenzku sjón- armiði er slík aðferð eigi aðeins rétt, heldur og æski- leg. — Konungur, sem er afsettur á fyrirhugaðan liátt, er líklegur til að telja sig vera áfram löglegan kon- ung, og hann hlýtur að hafa þar til sterkan stuðning úr ýmsum áttum. Af orðsendingu konungs verður ekki séð, að hann sé að reyna að hafa nein áhrif á fyrirætlanir Islendinga viðvíkjandi stofnun lýðveld- is í sjálfu sér. Óskir hans sýn ast eingöngu snúast um það, að framkvœmdin á breyt- ingu stjórnarformsins verði frestað, þangað til hún geti farið fram með fullri sæmd fyrir alla parta. En meðal annarra orða: Er það óhugsanlegt að hægt sé að fá leyfi til að senda nefnd á konungsfund jafn- vel eins og nú stendur á? Hefur það verið reynt? ----o----- ÍIIIIIIIISIIIIIIIIIIIISIIMIIIIIHM Útbreiðið Ingólf lllllllllll®IHIIIIIIIII®llllllllllll!5 i. Hinn 11. þ. m. verður Einar Jónsson myndliöggvari sjötug- ur. Svo að segja liver Islend- ingur, sem kominn er til vits og ára, kannast við Einar. Það er því ekki mikil þörf á því að segja ævisögu lians; rekja ætt lians og uppruna og þar fram eftir götunum, enda mun það ekki hér gert. En gera vildi ég nokkra tilraun til að lýsa Ein- ari sem manni, og list hans, að svo miklu leyti sem ég kann um hana að dæma. II. Þegar mér verður liugsað til Einars, kemur mér oft í liug, hversu sérstakur og sérkenni- legur maður hann í raun og veru er. Hann er eiginlega eng- um líkur — nema sjálfum sér. Er það eitt af því, sem gerir manninn jafn heillandi og liann er. Ekki er þetta þó at því, að Einar sé að reyna að vera öðru vísi en allir aðrir. Horfum er svo hjartanlega eðli- legt að vera það, að hann veit naumast af því. Þessi frumleiki Einars, ásamt óvenjulega elsku- legri listamannslund, er það, sem ég tel að einkenni hann einna mest sem mann. — En þótt Einar kjósi umfram allt að fara sínar eigin leiðir á öll- um sviðum, og sé því einför- ull maður og mjög sjálfstæður, fer því þó fjarri, að lxann sé þröngsýnn maður eða einstreng ingslegur. Hann vill leyfa öðr- um að fara sínar leiðir og kann vel að meta allt, sem vel ev gert, jafnvel þótt það hefði orðið eitthvað öðru vísi, ef það hefði farið í gegnum huga hans og liendur. — Einar er enginn einræðissinni, sem vill þrýsta stimpli siima eigin skoðana og viðliorfa á allt og alla. Þvert á móti. Hann telur, að fjöl- hreyttni skoðana og viðhorfa auðgi lífið og geri það skemmti legra. — Það er óvenjulega gaman að ræða við Einar í ró og næði, einmitt vegna þess ekki sízt, live laus hann er við allan þvergirðingsskap, og hve fús hann er til að hlusta, jafn- vel á það, sem hann er þó ekki samþykkur í hjarta sínu. Hann er og gæddur skemmtilegri kýmnigáfu og er ákaflega fjarri því að vera maður sjálfglaðui eða „merkilegur með sig“, eins og það er stundum orðað á slæniu máli. Svo yfirlætislaus er hann, að auðmýkt nálgast, og ljúfari manni og viðmóts- þýðari hef ég ekki kynnst. III. Einar er dulsinni („Mystik- er“). Gætir þess mjög í list hans, og hann hefur mjög gam- an af að tala um dulræn efni og hin huldu rök tilverunnar, enda fróður mjög í þeim efn- uni. — Hann er og skáldlineigð- ur maður og kann vel að meta líkingar, ekki sízt vegna þess, að ég hygg, að ýmis andleg sannindi er í rauninni ekki hægt að segja, svo að vel sé, nema á líkingamáli. Líkinga- mál hefur og það til 6Íns ágæt- is, að það þrengir ekki of mik- ið að þeirri liugsun, sem það á að lýsa, og er oft gætt sér- kennilegu, frjósömu lífi. Allt þetta er Einari vel ljóst, og notfærir hann sér það mjög í list sinni. — List lians er því fyrst og fremst táknræn (,symból8k‘) list og verða menn að skoða hana og meta með þeim skáldaugum, sem þeim eru gefin og fjalla um hana með hugarfari og hjartaafstöðu dulsinnans, ef þeir eiga að hafa hennar full not. — Því að þótt Einar sé listamaður „af Guðs náð“ og fegurðardýrkandi mik- ill, er liann þó ekki fagurkeri („æsthete“) í venjulegri merk- ingu þess orðs. Haim lieldur því fram, að listin og fegurðin eigi að þjóna göfugum mark- miðum — þjóna lífinu — enda held ég að næstum því hvert einasta listaverk Einars flytji einhvem göfugan og merkileg- an hoðskap. En sá boðskapui kemur venjulega fram á óbein- an, táknrænan liátt, og verður því aldrei í leiðinlegum og and- lausum prédikunarstíl. En svo mjög stendur Einar á verði gegn því, að list hans kunni að hafa einliver neikvæð áhrif, að sumum finnst við of og telja samvizku hans óþarflega vara um sig í þeim efnum. IV. Ein er sú liöggmynd Einars, er ég tel listaverk mikið, og mér verður löngum starsýnt á. Nefnir hann það „Hvíld“. Er þar um að ræða mannshöfuð, sem er að verða til innan í hrjúfum stuðlabergskletti. Rúmlega helmingur andlitsins kemur fram fullmótaður, en tæpur helmingur er ótilhöggv- inn klettur. Listamaðurinn stendur undir liöku andlitsins, liallast fram á hamar sinn og virðist vera hugsi. Hann er að livíla sig, og verkið verður að bíða á meðan. — Boðskapur þessarar myndar er mikill og merkilegur. Er ekki þama ver- ið að segja frá lilutverki lista- mannanna yfirleitt? — Eiga þeir ekki öðruin fremur að vera skyggnir á liina huldu fegurti og öðrum færari um að leiða liana í ljós? Sumar listastefn- ur nútímans yirðast ekki leggja mikla áherzlu á að uppgötva /u'ð fagra andlit í klettinum eða að afhjúpa það, nema þá að hálfu leyti eða ekki það, og er stundum engu líkara en að sumir nútímalistamenn hafi skilið við verk sín liálfgerð — gefizt upp. — Eiginlega gæti því þessi liöggmynd Einars ver- ið eins konar tákn þeirrar nú- tímalistar, sem virðist vera hálf skapnaSur einn, eða jafnvel ó- skapnaður, enda mun Einar sjálfur stundum liafa kallað þess konar „list“ — „hvíld í listum“ — og er það frumlega en nærgætnislega orðað. — Annars finnst mér, að þessi mynd Einars geti að sumu leyti verið táknræn fyrir líf lians og starf, að öðm leyti en því, að Einar skilur aldrei við verk sín hálfgerð. Ilann liefur alla sína æfi verið óvenju skyggn á það, sem fagurt er, og höggvið mikla fegurð út úr mörgum klettin- um, ef svo mætti að orði kveða. Engan íslenzkan listariiann veit ég liafa komizt eins langt i þeirri íþrótt, sem nefna mætti að láta steinana tala. Fyrir þetta stendur öll liin íslenzka þjóð í þakkarskuld við liann. Það er og liöfuðeinkenni á list Einars, að hann leggur áherzlu á það, sem mætti kalla liina innri fegurS, fegurS sálarinnar, fremur en á fegurS formsins, hina ylri fegurS, enda þótt ekk- ert skorti á, að um fagra og list- ræna meðferð sé að ræða á við- fangsefnum lians. — Einar sér í gegnum formið og opnai furðuheima á bak við það, — eins og svipt sé tjöldum frá fögru og heillandi leiksviði. V. Einar Jónsson er einn af þeim mönnum, sem ég lief ver- ið einna fljótastur að kynnast. Ég vil nota tækifærið til þess að þakka lionum fyrir margra ára vinátlu, sem allt af liefur verið jafn mikill Ijómi. yfir í vitund minni, og ég veit að ég mæli fyrir munn margra, er ég læt þá ósk í Ijós, að þessi hug- myndaríki liöfðingi í lieimi list arinnar eigi mörg ár eftir ólif- uð, og að 'hann megi enn um skeið auðga þjóð sína að fögr- um og innihaldsríkum lista- verkum. Gretar Fells. Vorharðindi liafa nú verið sumstaðar á Norðausturlandi undanfarið. — Hafa menn af þessu tilefni yfir vísu eftir Einar Svein frá Mýr- nesi svohljóðandi: Hvergi todda yddir á, allt er snævi þakið. Ljúfi drottinn láttu sjá og líttu í almanakið!

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.