Gandur - 29.10.1951, Blaðsíða 1
I. TÖLUBLAÐ
I. ÁRGANGUR
YIKUBLAÐ UM BÓKMENNTIR, LISTIR OG ÖNNUR MENNSNGARMÁL
Mánudagur 29. október 1951.
„Listaverk er eins og prent-
mynd af mannlegum huga11
Viðtal við Hörð Ágústsson, listmálara
HORÐUR AGUSTSSON
hefur nýlolcið sýningu á
málverkum og teikningum
í Listamannaskálanum.
Hörður er fæddur í Reykja-
vík 1922, stúdent frá M.R.
1941, stundaði nám í liand-
íðaskólanum í tvo vetur og
síðan erlendis, þar sem
hann hefur lialdið sýning-
ar og hlotið góða dóma.
Lengst hefur hann dvalizt
í París eða síðan vorið ’47.
Hörður mun vera mestur
„theoretiker“ allra okkar
ungu myndlistarmanna,
enda hefur hann bæði skrifað mikið um myndlist og flutt
fyrirlestra. Fáir hafa fengizt við listir af jafn mútulausri
alvöru og einlægni, og lék því blaðinu forvitni á að hitta
hann að máli.
Álítur þú að nútímalist sé
ofvaxin skilningi annarra en
fárra útvaldra?
Nei.
Ég held að almenningur í
dag sé jafn næmur fyrir list-
rænum áhrifum og kynslóð-
irnar á undan, en þjóðfélags-
hættir okkar og úrelt list-
form, sem verkar eins og
stífla, gera honum erfitt fyrir
með að átta sig á nýjungum.
Nútímalist er sprottin upp úr
okkar þjóðfélagsháttum sem
andsvar við þeim og mótmæli
gegn því óeðlilega. Þess vegna
skýrskotar hún til alls al-
mennings og kemur öllum við,
og þess vegna ættu sem flest-
ir að eiga þess kost að njóta
þessarar listar. Eg álít að
abstraktlist nútímans hafi
ekki síður möguleika á að
skýrskota til mannlegra til-
finninga en hin gamla natúr-
alístiska list. Ein grein nú-
tímalistar, kúbisminn, sem í
upphafi naut lítillar almenn-
ingshylli, hefur t. d. á yfir-
standandi tímum náð mikilli
útbreiðslu og vinsældum í
auglýsingabransanum, og
þannig mætti lengi telja.
Hin frjósömu víxl-áhrif
niilli listamannsins og fólks-
ins nauðsynleg.
Það er ekki nóg að eiga
menn, sem gera málverk og
höggmyndir. Höfuðatriðið er
að allt mnhverfi fólks sé tal-
andi vitni listrænnar hugsun-
ar, að það alist upp og starfi
í slíku umhverfi, og að til-
finning fyrir listrænum verð-
mætum seitli inn í blóðið og
verði því eðlileg. Þess vegna
er fögur borg miklu meiri
uppalandi en fullkomin heim-
ilis- og ríkislistasöfn. Það. má
segja, að sérhver hlutur, sem
er mótanlegur með höndunum
búi yfir fagurfræðilegum
möguleika og geti öðlast
tvennskonar gildi: annars
vegar notrænt- og hinsvegar
hugræntgildi (listrænt gildi).
Möguleikinn til að njóta list-
rænna verðmæta er séreign
mannsins og það sem framar
öðru skilur á milli hans og
dýrsins. Það er ekki nóg að
þessi möguleiki sé fyrir hendi,
heldur verða menn að nota
hann, menn verða að ástunda
það að sjá meira í hlutunum
en einungis hið hversdagslega
notagildi þeirra. Þegar hver
húsmunur, hver bolli, hver
stóll er gerður af þeirri nær-
gætni, sem felst í listrænni
hugsun, og þegar þeir, sem
handfjatla þessa muni dag-
lega, kunna að meta það og
þakka fyrir það, þá er náð þvi,
sem mér finnst vera hið sanna
inntak í því, sem kallað er
þjóðfélagslegt raunsæi í' list.
Listin gerir menn frjálsari
gagnvart umhverfinu en dýr-
in geta nokkumtíma orðið,
því í lífi mannsins eiga hlut-
irnir aldrei að drottna með
notagildi sínu einu saman.
Sjálft tjáningarform hinna
fögru lista skiptir ekki svo
miklu máli út af fyrir sig.
Er eitthvað hæft í því, að þú
hafir í seinni tíð hneigzt meir
og meir að því að mála
abstrakt?
Eg tel mig ekki vera ab-
strakt málara. Abstrakt eru
aðeins þeir málarar, sem
reyna að gefa útrás hugmynd-
um og tilfinningum, sem ekki
hafa neinn aflvaka í hinni
ytri náttúru, heldur koma
beint úr þeirra eigin sálar-
lífi, án tengsla við umhverfið.
Orðið abstrakt þýðir raun-
verulega allt það, sem hvorki
verður séð né þreifað á, og
þess vegna má til sanns vegar
færa að í allri list sé eitthvað
abstrakt.
Afstaða mín til viðfangs-
efnisins er framar öðru af-
staða ljóðskáldsins.
Máli ég t.d. sólflekk á hafi,
er það sjálfur liturinn 1 þess-
tun sólflekk, sem hefur áhrif
á mig, ekki umhverfi hans
eða hnattfræðilegar stað-
reyndir, og þessi áhrif eru
héðan að heiman og mótast
af því, að ég er Islendingur.
Myndir mínar eru ekki
hugsaðar fyrir fram, heldur
vaxa þær fram úr viðureign
minni við léreftið og litinn, og
eiga sér engin nöfn fyrr en
þær eru fullgerðar.
Samt er það ekki svo að
gleðin yfir línunni og litnum
sé í sjálfu sér nóg til að
hrinda mér til að gera slark-
færa mynd, heldur þarf einnig
eitthvað annað til að skapa
þann fögnuð hjá mér, sem er
nauðsynlegur til þess að úr
einhverju ákveðnu verki verði
listaverk.
Listaverk er objekt, er
hlutur, en það sem einkennir
það umfram aðra hluti er það,
að það er eins og prentmynd
af mannlegum huga. I lista-
verki er visst subjekt orðið að
objekti. Listaverk er fyrst og
fremst útrás hugans og þess
vegna er rangt að þrælbinda
það við ytra umhverfi eins og
gert er í hreinni eftirlíkingu
ópersónulegrar náttúru.
Hvaða afstöðu takið þið
yngstu málararnir til þess,
sem er að gerast í heimslist-
inni í dág?
Það sem er efst á baugi í
heimslistinni í dag eru reikn-
ingsskil við gamlan natúral-
isma. Sýn fortíðarinnar er
orðin ófrjó, af því að hún
er orðin að vana, og list er
fyrst og fremst andlegt átak.
Við ungu málararnir tok-
um þátt í þessum reiknings-
skilum, þótt við höfum aldrei
átt þennan natúralisma hér á
íslandi. (Það er t. d. ekki rétt
að telja Kjarval, Jón Stefáns-
son og Ásgrím natúralista,
því samkvæmt natúralistisk-
um skilningi Vestur-Evrópu
mundu þeir verka sem örg-
ustu klessumálarar). Við vilj-
um vera hvorttveggja í senn:
Islendingar og heimsborgarar.
að byggja þessa hlið menning-
arlífsins frá grunni eins og
landsnámsmenn, og alhr
þekkja örðugleika landnáms-
mannsins. Kosturinn er aftur
sá, að við höfum ekki í okk-
ur fordóma hinna, sem hafa
alizt upp við .þessa gömlu
myndlistarhefð. Landnáms-
maðurinn verður að kanna
jörðina, sem hann stendur á,
um leið og hann byggir og
verður þess vegna auðugri að
persónulegri reynslu en hinn,
sem fær allt upp í hendurnar
fyrirhafnarlaust.
Hvernig leizt þér á Septem-
hersýninguna?
Hún var prýðileg og eitt af
því fáa, sem bar vott um
menningarlíf í Reykjavík. Þar
sá maður bezt að Island er í
lifandi tengslum við það, sem
er að gerast í veröldinni í dag
í hstum.
En málaverkasafn ríkisins?
Mér leizt vel á myndirnar en
illa á húsið. Það er eins og
verksmiðja í útborg, með ótal
viðbyggingum, reistum eftir
hent’semi.
Viðtal okkar var á enda, en
að skilnaði segir Hörður:
Viltu svo biðja menn að hafa
vakandi auga á Listvinasaln-
um. Hann ásamt málverka-
safni ríkisins eru þáttaskil í
ísl. myndlist, og geta þeir trútt
um talað, sem á sínum tíma
þurftu að stelast eins og þjóf-
ar inn í einkahús til að seðja
myndlistarhúngur sitt.
G. K.