Gandur - 29.10.1951, Blaðsíða 2

Gandur - 29.10.1951, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA <* « iiAiin uuruuk „Mannshöfuð er nokkuð þungt... “ (!!) Kjarkmaður Kristinn E. Andrésson. Hann kynn- ir fimm hundruð manns, eða meir, á nýafstaðinni bók- menntakynningu Máls og menningar, væntanlega stefnubreytingu hinna yngri ljóðskálda, með upphafsorð- unum í bók Sigfúsar Daðason- sonar. „Mannshöfuð er nokkuð þungt, en samt skulum við standa uppréttir . . . .“(!!) Hitt er svo annað mál, hvor- um þeirra reynist það auð- veldara, Goethe, að hafa at- höfnina í upphafi, eða Kristni orðin? Hann gat þess að vísu áður, að lesinn yrði upp kvæðaflokkur Pablos Neruda, „Garðyrkjumaðurinn“, í þýð- ingu tveggja yngstu ljóð- skáldanna, þar sem vel mætti sjá „hvort „þau“ ættu ekki líka íslenzkt mál yfir hugsjónir og andlegt þor‘ ..... Því verður ekki neitað, þótt hinsvegar hljóti sú spuming að vakna, hvort áðurnefnd höfuðþyngsli séu ekki orsök þess, að þeir þýða slíkt kvæði, í stað þess að yrkja þau sjálf- ir?? Með hinu er sjálfsagt að taka undir, að ekkert „óveð- ur“ er hættulegt, nema ef vera skyldi „óttinn við á- byrgðina,“ sem er aðalorsök í viðbrigðalausri tjáningu þessa „andlega þors“. Það á að skrifa um bækur, eins og talað er um menn. Lengivel las maður rit- dóma, svo hættir maður að lesa ritdóma; en furðu seint, því það er erfitt að sættast þeirri vitneskju, að menn á- stundi lýgi, því lengi er mað- ur úngur, og lengi hjarir trú manns á stóra menn. Ekki er það undarlegt. Mér varð það á, að skrifa bók, skrítna bók, fulla af myrkviðum mannlegra við- fangsefna, fulla af göllum, og vitsmunalegri hártogun. Hún var sjúk í nekt sinni, enda sprottin af hatri gegn þessari rætnu áráttu mannsins, að ljúga, -- gegn þessari pláguðu mannfyrirlitningu, þarsem vitsmunir manna og mögu- leikar eru lagðir að jöfnu við eiginleika aumustu dýra sorpi, — þarsem lífsflótti og óendanlegur viðbjóður, þeirra sem ekki þola þó orði hallað um „eigin ágæti“, gína einsog kórónuð illmenni, yfir þverri vitsmunalegri viðleitni til skárri hluta —. Þessi bók kom út. Hún var ekki góð, og það var skrifað um hana; langar setningar um lesti hennar, — stóryrði um kostina. — Og ég sá að menn gátu ekki skrifað um bækur. — Nýlega las ég ritdóm í blaði — hann var í Tímanum, Hann var vondur, enda ólykt af honum. Hann var um konu í bók, og mn manninn sem skrifaði bókina. — Og aftur sannfærðist ég um fánýti þess að skrifa um bækur. Það var íslendingur sem skrifaði um bókina af mikilli dyrfsku — þarsem vitsmun- unum sleppir, upphefst dyrfskan — afturámóti er hún samin af ítala, og ritdóm- arinn því talið sér óhætt vegna fjarlægðar, enda ekki gott að segja hvaða litbreyt- ingum Italinn hefði tekið, hefði hann lesið Tímann. Það er umkomulaust nafn á bókinni, „Dóttir Rómar“, en ritdómarans að því skapi á- takameira. — Indriði G...... Þorsteinsson — enda undir ritdómnum. Það er nú svo. — Ritdómarinn svo til byrj- ar að segja manni, frá ánægj- unni af því, að svona bók skuli nú vera skrifuð, hún sé mikiðtil um ást, en ástin sé ekki annað en vessar. — Það vessar að vísu úr pistlinum, en ekki um of af ást ritdómar- ans, á vitsmunalegri umsögn. — Hér koma nokkrir þeirra. .... Og vegna þess að Adrí- ana er ekki haldin neinum rómantískum bábiljum, er bókin hreinþvegin af öllum grófleika, enda jafnnauða saklaus verknaður og samlíf karls og konu síður en svo fallinn til að standa undir miklu skáldverki, jafnvel þótt hann hljóti að fljóta með, þeg- ar rituð er saga vændiskonu". Ennfremur. — „Aríana er mjög skygn á samferðafólk sitt, og næstum því að hún sé of skygn af konu að vera, á því þrepi í þjóðfélaginu sem hún stendur á“. Og áfram heldur sá góði maður. „Les andinn verður fljótt var við, að signor Moravia gerir ekki víðreist til að leita þeirra or saka er hrekja Adríönu úti í götuviðskiptin, þess gerist heldur ekki þörf. Vændiskon- ur eru ekki pólitískt fyrir- brigði, og móðir Adríönu á- samt hennar eigin tilhneiging- um, að viðbættu hinu algenga fyrirbrigði sem sé lykkjufalli í sokk ástarinnar, valda henn- ar götumennsku.“........Og ennþá bætir hann við: „Hún hefur ekki tilhneigingu til að Nokkur orð um nútíma lýrik Það var tekið fram í aug- lýsingmn um bók Sigfúsar Daðasonar, að kvæði hans væru rímuð, og var full þörf á því, þar sem sú firra hefur komizt inn í fólk, að slakað sé á kröfu formsins í nútíma- lýrik. Flestar árásir, sem hín nýja ljóðagerð hefur orðið fyrír, byggjast á því að menn hafa þótzt sakna rímsins, og eíga þeir þar fyrst og fremst víð endarím, því svo einkennilega vill til, að margir standa í þeirri meiningu að annað sé ekki rím, og að þetta rím sé ofan í kaupið þjóðlegt, jafn- vel, þótt staðreyndir sýni, að það sé fyrst og fremst komið inn í íslenzkuna fyrir erlend áhríf. Islenzkan hefur mínna not af slíku rími en mörg önnur mál, þar sem hún hefur bundna áherzlu á fyrsta at- kvæðí orðanna. Stafarím (stuðiar og höf- uðstafír) eru henni eðlílegra. Við Islendingar eigum lengri bókmenntatradition en flestar aðrar þjóðir í Evrópu, og þótt undarlegt, kunni að virðast þá eigum við. í okkar bókmenntaarfleifð merkilega hliðstæðu við nútímalýrik. Þessi hliðstæða eru skálda- kvæðin íslenzku. Því hefur oft verið haldið fram, að fornskáldin hafi notað kenningar vegna þess að þær hafi gert þeim léttara fyrir með að ríma. Þetta er eflaust rangt, vegna þess að kenningarnar voru keppi- kefli skáldanna; þeir lögðu króka á sig til að ná í kenn- ingar, og notuðu þær án þess að nokkur bragfræðileg nauð- syn krefðist þess. Kenning- arnar höfðu sjálfar sitt eigið skáldskapargildi. Framhald á 4. síðu. þjást fyrir allan heiminn, og kannske eitthvað af næstu plánetum.“ Þegar svo ritdóm- arinn réttir úr bakinu, hrýtur úr penna hans: „Hann gerir ekki upp við persónurnar, og hvergi er reynt að hafa áhrif á skoðun lesandans. Honum er sjálfum falið að dæma.“ Niðurlagsorð pistilsins, hefði maðurinn átt að skrifa í upp- hafi, örlítið breytt, og hætta svo. Svo mörg eru þau orð. Eitt vildi ég ráðleggja manninum: Sé hann ekki hættur að skrifa um bækur, þá ætti hann að semja bók. Þá er ekki útilokað, að hann sjái hve hoplaust fyrirtækið er. J. P. GEIR KRISTJÁNSSON: SÖGUKAFLI i. Hann var sá eini í Stofnuninni, sem ekki var tölusettur. Það var bagalegt í matmálstímanum, þegar súpunni var útdeilt, því hann lenti alltaf síðastur í röðínni við eld- húslúkuna. Annars gilti það eínu, og hann var hættur að skammast sín fyrír að hafa þessa sérstöðu umfram aðra menn. Hann hélt fyrst að hann væri einn af þeim, sem sóp- uðu húsagarðana á morgnana, en þegaf til kom, voru sóparn- ir merktir á sama hátt og mennirnir, svö hann stóð þarna tómhentur mitt á meðal þeirra eins og fáráðlingur. Þeir héldu fyrst að hann væri eínhverskonar eftirlitsmaður og vönduðu sig, en þegar þeir komust að því, að svo var ekki, urðu þeír reíðir og ráku hann í burtu. Þá gekk hann einn fram með múrunum þar sem ekk- ert sást nema himininn og furðaði sig á því, að sér skyldi hvergi vera ætlaður staður. Stundum lék hann sér að þeirri hugsun að reyna að komast burt úr þessum stað, en þar sem hann gat ekki gert sér' neina grein fyrir þvi, hvað þá tæki við, skorti hann jafnan áræði, þegar á skyldi herða.. Enginn af þeím, sem hann talaði við, virtist þekkja til þess, sem f ólst handan múranna, og það var ekki svo> mikið sem þeír væru forvitnir. Sú hugsun að hægt væri að kom- ast eitthvað burtu var svo ný og ankanaleg fyrir þeím, að þeir misstu máliðr eða þá, að stafirnir í orðum þeirra voru vafðir innan í baðmull svo ómögulegt var að festa reiður á því, sem þeir sögðu. Hann var því löngu hættur ad spyrja tnn annað en það, sem þeir höfðu daglega fyrir augunum og gátu þreifað á, hvenær sem þá lysti. Hann hafði eytt nokkrum dögum í að leita að smugu á þessrnn steinvegg,, og fólkið hafði líðið framhjá honum eins og skuggar;, án þess að hann greirtdi mun á andlitum þess og vaxtarlagi og ánþess að hann langaði til að rétta: út eftir því hendurnar eða tala við það. Á nætumar svaf hann á Almenningnum, þar sem hann fékk súpuna. Verst var að flærnairtóku að sækja áJftann upp úr lánættihu og hoppuðu svo buldí í rekkjuvoðumim, þegar hann elti.þær með fingrunum. Þær voru litlar og. svartar og- hann varð að þola það átölulaust að þær sygjxr úr honum blóðið þangað til þær urðu mettar og nenntu ekM að VÆa. hann lengur. Morgnarnir voru ýmist biaiz- eða gráir eðá\ gulir af sóL Þeir- komu óvænt og óboðnir eins og þegar- rnenn styggja lygnan vatnsflöt með því að, stappa á bakkann. Umsjónærmaður svefnstofunnar gekk. á. milli rúmanna og gerði skarkala með tyelm potthlemmum^. Þegar hann heilsaði á. kjötmatsmeunm'a í hvítu slopp- unum, ýtti hann bognum skui'fufingri o'ndir nefbrjóskið svo ermirs á nankinjakkanum rann upp af hörundsflúrinu á úlnliðnum, þar sem gráfölt stúlkuanfjlit gægðist út úr rauðu mannshjarta. Seinna. kom hann með skjólu og kúst og pusaði gólfið eins; og það væri þilfar . Þegar hann steig á torgið frarnundan Almenningnum, gekk það í bylgjum af einmanaleik og lágar raðir húsanna úr rauðum múrsteini tóku að bifast fram og aftur eins og í vægum jarðskjálfta. Tindhvass'an, grannan klukkuturn bar skáhalt í sólina, með fuglum, sem sveimuðu og hnituðu alls- konar tákn uppi I bláu loftinu. Hann stóð lengi og horfði á þá, og það komu menn og stönsuðu hjá honum og fóru að horfa líka. Þegar þeir sáu ekkert óvanalegt, ýttu þeir lauslega við honum til að ganga úr skugga um, hvort hann væri lifandi og þegar hann leit á þá, löbbuðu þeir í burtu. Þeir gengu hoknir í hnjánum og álútir eins og þeir hnusuðu af jörðinni, og hann var feginn, þegar þeir voru farnir. Grjótið molnaði undan hamarshöggum sólarinnar og varð að hvítu dufti, sem fyllti sprungur og holur. Uppi, bak við gluggana, liðu kjötmatsmennirnir í hvítu sloppunum fram og aftur eins og þeir stæðu á flutnings- bandi. Skuggavísir klukkuturnsins þokaðist nærgætnislega yfir torgið og stanzaði, þegar hann horfði á hann.

x

Gandur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gandur
https://timarit.is/publication/892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.