Gandur - 29.10.1951, Blaðsíða 3

Gandur - 29.10.1951, Blaðsíða 3
3. BLADsíðA ea tm hí r+. M II V 41 ií BRIMAR ORMS : Þefta atriði er úr leikritinu „Vötn á himni", tragediu, í IV þáttum, sem kemur út nú um mánaðamótin ANNAK ÞATTUR 1. atriði. Stofan. Snemma morguns. Enn ekki bjart. Á borðinu liggur Biblía. í næsta herbergi er „Pains Angelus" spilað á tónmiðil. Hljómsveit. Frá því senan birtist, þar til Össur kemur, örlítil bið. Hildur — kemur ógreidd og þreytuleg. Óttafull — Hvert sem leita á værð þessa gamla húss, þá er einsog róskæð augu séu á reiki! — byrgir andlitið augnablik í höndum sér — Ég er ásótt og elt. Og þó heyrist ekkert sagt: en þessi nístandi kuldi! — Hann klýfur mig þessi kuldi! Einsog nísti mig ískalt stál og renni með beini! — lítur f ram - Hún leynir mig ekki lengur því sem hún vill! 1 öllu hennar fasi er falin fyrirlitning: og í svip hennar þessi ákafa eiturspurn! Um — um eitthvað! — Hún gengur af —! Guð minn góður! — réttir snöggt úr sér. Tryllingslega — En því þessi ógnun í ofvæni ástar minnar? Þó er hann nær mér í athöfnum mínum nú, og eyrðarleysi en nokkurntíma áður. Er ást mín þá einnig háð andstæðum óskum mínum? og andstæðum þörfum? Ég get ekki skilið þetta! Ég vil fara héðan! — eða kemst ég aldrei frá þessu? — rýkur að glugganum, rífur gluggatjöldin frá, en hörfar. IJti er engu bjartara. Hreyfingarlaus. Röddin annarleg Nóttin er löng, og skæð þeim, sem reikar um refilstigu huga síns. Áður var hún athvarf mitt. Nú gerist hún dómari minn! Úr misþyrmdri bernsku rísa myrkir hlátrar, og kæfðar óskir reika þar í tötnun, einsog ráfi langsoltin börn um rústir heimkynna sinna! — Ég get ekki hugsað um þetta! Vil ekki sjá það! I hverri ákvörðun sem ég tek er móðir mín! Hún brýnir mig gegn sér, dregur þó úr mér mátt! Það er aðeins þegar ég er nálægt honum, eða þegar ég bíð hans, veit ’ann er að koma, að óttinn hverfur! þá þokast þetta burtu! þó veit ég aldrei hvað yfirgefur mig, eða hvað kann að verða eftir? En geld ég einhvers ? Ég veit að ég geld einhvers. Kannske þess hvernig ég er? Væri ég öðruvísi, ef móðir mín væri önnur? — með þtmgum sársauka — Ég get eltki nálgast hana. Ég vildi geta nálgast hana! Ég get ekki skilið hana, því ég óttast hana! Að óttast hana er verra en að elska hana! Ég veit ekki hvort hún er verri en hún hefur verið? — dimmur hlátur kveður við, og Össur stendur í dyrunum vinstra megin. Hann hallar sér uppað dyrastafnum, útlits einsog eftir næturóreiðu. HILDUR hrekkur við — Össur ?! Össur. Þú? Hildur. Þú gerðir mig svo hrædda. Þú hlóst svo undarlega og óttafullt ? Það kvað við eins og dapurt viðlag í grárri morg- unskímunni. Össur. Allur okkar hlátur er aðeins viðlag. Vær’ ’ann ekki það, þá ... — yptir öxlum — Hildur. Þá hvað, bróðir minn? Össur. Þú ert góð stúlka, Hildur. — afsíðis — En ætli það bjargi henni? Eða grunar hana kennske, að bæði erum við bundin því boðorði, sem hefur öll hin í hendi sér? — upphátt Það er þægilegt að sjá þig! Hildur. Þægilegt? Ætli móður okkar finnist það? Össur — afsíðis. Hægt og grimmt — Hún! ? — við Hildi — Ussu! uss! Hún er merkiskona! Mesta merkiskona! Þú er áfeng, Hildur. Það er alltaf gaman að sjá þig. Þú freistar mín til að halda að til sé fólk! — glottir — Reyndar trúði ég á framtíð manna! — háðskur — En mig skortir víst 'hugrekki! Hildur. Hugrekki? Össur. Hugrekki er nafn á yfirhöfn, sem menn hylja með bleyðiskap sinn. Og menn ýmist tileinka sér það af ótta við álit fólks, eða eru hraktir til þess af grimmd. sem er sprottin af ótta við dauðann. Hvorttveggja er viðbjóðslegt! Hildur. Þú kemur mér til að efast um allt. Þú ánetjar mig. Þó finnst mér ég stundum vita hvemig þú ert? En ég vil ekki trúa því sem þú sagðir. Þú trúir því ekki sjálfur? Segðu mér að þú trúir því ekki sjálfur! Össur. Þú ert töluvert barn. Hildur. Barn? Kannske er ég barn. En ég veit það! Þú villt ekki svara mér. Börnum er aðeins gefið hafraseyði og þyrsk- lingur. Það var það sem þú vildir segja! En ég veit það. Menn berjast fyrir trú á það, sem er satt, það sem er rétt, og hugsjónir! Össur — háðslega — Rís ekki konan! Er nú sannleikurinn orðinn eitthvað öðruvísi en lygin? Rétt eitthvað annað en rangt? Þú ert ágæt! — Og hugsjónir! — hlær — tileinkaðu þér sem mest af því, sem þú þarft. Það leysir þig frá því helvíti að sjá og skilja! Hildur — æst — Þú segir — þú .... Össur. Uss. Uss. Hvað er þetta? Auðvitað getur hugsjón verið sönn. — Auðvitað getur hún það! En komi hún til framkvæmda þá ber hún ekki lengur keim sannleikans, heldur mannsins! Og því eiga menn ávalt hugsjónir, að þeir höndla þær aldrei! Hildur — eins og það kosti átak — En menn berjast? Össur — yptir öxlum — Á því sérðu það bezt. Þeir hafa ekkert nytsamara að fást við. Það er einfalt. Hildur — vanstillt — Nei, Össur! Ég vil þetta ekki. Þú fyllir mig skelfingu. Hvert orð sem þú segir grefur um sig í huga mínum. Og því meir sem ég berst gegn þeim, því betur vinna þau á. — snöggt — Össur!? Þú mátt þetta ekki! — með snöggu gráthljóði — Ég þarfnast þín! — Ég — Össur! — grætur — — Össur yptir öxlum. Gengur um, álútur. Lítur öðruhvoru snöggt á Hildi, einsog hann sé hræddur við að sjá hana gráta. Hreytir þjösnalega útúr sér — Össur. Hvað er þetta? — gremjufullri undrun — Hvurslags er þetta? Hildur — fast og annarlega — Ég á ást sem enginn tekur. Hún er ekki lituð óséðu eitri orða, engin hrakin flík! Hún er ég sjálf! össur — lítið eitt æstur. Fyrirlitlega — Ást! Er nú ástin orðin athvarf? Er nú sjálf hofróðan orðin dyggð? Er nú spillingin orðin náma fagurra áforma? Ha? í nafni ástar arinnar! Ha, ha, ha! Hvílík andstyggileg tileinkun! Hvað heldurðu að hún sé? — einhver göfugur ásetningur kannske lofsöngur? — gengur greitt um. Gefur Hildi gætur. Meinfýsinn — Ja, því ekki það ? Því skyldi hún ekki vera það ? — espast við sama svipinn á Hildi — Svo þú heldur það ? — snöggt — Það er lýgi! Viðbjóðsleg lýgi! Hún er óskapnaður! Ægilegur óskapnaður! Hún er eina torfæran á vitsmunalegri viðleitni manna! Hún er sprottin af grimmd, nærist á henni! Elskirðu, eitrast blóð þitt, og annaðhvort drepur það lífsgleði þína, eða þú tortímir henni sjálf, í baráttunni við að útrýma því! — Ást! Hildur — óttafull. Sterkt — Nei! nei! Það er ekki! Össur — æstur. Endar einsog hann vilji þurrka hana út — Er það ekki? Jæja! Jæja! Reyndu — reynd’ ’ana; og þú átt ’ana ekki lengur! Við hver atlot mun hún flýja þig, lengra og lengra, þar til þú sérð skugga hennar í aðförum maka þíns. — Gríptu hana, og þú munt þreifa á nöktum ruddaskap. Hún er aðall í kvalasjúkri fróun böðulsins. Veifaðu henni, og hún verður slitin úr höndum þér. Njóttu hennar, og þér verður nauðgað, og þú munt bíta frá þér í vitfyrrtri neyð. Gefðu þig alla, og þér verður misþyrmt á allan mögulegan hátt: Svívirt, fyrirlitin, seld, troðin undir fótum; að síðustu kastað fyrir svín! — Ást! Hildur — í örvæntingu — Össur ?! Hún getur ekki verið lýgi! Nei! Nei! Hún má það ekki! — grípur í Össur, skelfingu lostin — Segðu mér, hún sé það ekki! Segðu það, bróðir minn! — grætur ofsalega' — Össur — rekur upp þjösnalegan hlátur — Hvað er þetta? Hvur djöfullinn er þetta? Ert’ orðin vitlaus? Þegiðu! Þegiðu, segi ég! Burt! — hrindir henni frá sér, gengur frá. Fellur alltíeinu saman, gengur til hennar, strýkur henni um höfuðið. Segir innilega og umkomulaust — Systir mín! — hálfkák — Svona! svona! — kippist til, segir með hræðslublandinni undrun — Hvurslags er þetta? Höfundur þessa leikrits. KJARTAN GUÐJÓNSSON, list- málari, hefur g-engizt inn á að annast ristjórn á því myndlistar- efni, sem blaðinu kann að berast og skrifa sjálfur um sama efni. Kjartan er ágætlega ritfær og má búast við mörgu skemmtilegu frá hans hendi. Hann er nú nýkom- inn frá París, þar sem hann dvaldist um mánaðartíma í haust, og hefur því nóg að segja í frétt- um. Framhald á 4. síðu. í næsta blaði mun birtast sagan „Draumurinn, martröðin, vakan“, eftir Ástu Sigurðardóttur, sem öllum er kunn, sem liöfundur sögunnar „Frá mánudagsmorgni til sunnudagskvölds“, er birtist í „Líf og list“ síðastliðið vor. Ásta er óvenju fjölhæf, og umdeildust allra listamanna. GANDUft Vikublað um bókmenntir, listir og önnur menningarmál. Ritstjórar og útgefendur: Geir Kristjánsson Jóhann Pétursson Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.

x

Gandur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gandur
https://timarit.is/publication/892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.