Skátinn


Skátinn - 01.07.1931, Blaðsíða 1

Skátinn - 01.07.1931, Blaðsíða 1
SKÁTINN ÚTGEFANDI: SKÁTAFÉLAGIÐ »ERNIR« II. árg. Reykjavík, júlí 1931 6. tbl. Til lesenda. Meðferð tjalda. Nú hefir skátafélagió »Ernir« ráóist í aó gefa blaóió »Skátinn« út prentaðan, áóu hef- ir hann verið fjölritaóur og mestme^nis inn- anfélagsblaó. Við vonum að meó því nái blað- ió betur tilgangi sínum, aó kynna og útbreiða skátahreyfinguna meðal almennings. Kostn- aóurinn er miklum mun meiri meó því að prenta heldur en fjölrita blaóió, en þann við- bótakostnaó vonum við að fá jafnaðan með því að selja blaðió til almennings, hér í Reykjavík og eins út um land. Við munum kappkosta að hafa efni blaðsins þannig, að það endurgjaldi hverjum þeim er kaupir það þá fáu aura, er þaó kostar. — Við vitum að hverjum manni mun vera ljúft að styrkja þann félagsskap, meðal ungra drengja, er mióar að því að gera þá sjálfstæða og styrkja þá bæði andlega og líkamlega. Skátar! Ykkur þarf ekki að hvetja til þess að hjálpa okkur; við vitum að ykkur er ljúft bæði að kaupa blaðið og eins að hjálpa til að selja það öðrum. 1 þeirri vissu sendum við fyrsta prentaóa eintakið af blaðinu til alira, með skáta-kveðju. Ritnefndin. (Grein þessi er að nokkru leyti þýdd úr dönsku. Eg hefi slept mörgu úr, en bætt aft- ur inn ýmsu, sem mér fanst að við hefðum meira gagn af. -— H. J.) Tjaldið. Tjaldið er eitt af því nauðsynlegasta og verðmætasta af útileguútbúnaðinum. Þegar ending þess og fallegt útlit veltur mest á meðferó þess, er hverjum þeim, sem útilegur iðkar nauósynlegt að þekkja sem mest og best alla meðferð þess. 1 eftirfylgjandi grein er leitast vió að skýra helstu reglur, sem gilda um slíkt, svo sem uppsetningu, geymslu og fleira. Að reisa tjald. Vió að reisa tjald er hægt aó nota marg^ ar aóferóir, sem allar eru að mörgu leyti góðar, en þó mjög misjafnlega fljótlegar. Regla sú, sem hér verður skýrð, er að mínu áliti ein af þeim allra bestu, vegna þess að hún er bæði einföld og fljótleg. Aðalatriðið er að festa veggjunum fyrst, áður en stog- unum er fest, með því móti er maóur viss um að tjaldió fær strax sína réttu lögun og verð- ur mátulega strengt á alla vegu. Við að reisa þaktjald er best að nota eftirfylgjandi að- ferð: 1. Tjaldió er lagt á hlióina á jörðina. (Ef LANCS8ÓKASAFN

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.