Skátinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1931næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678
Tölublað

Skátinn - 01.07.1931, Blaðsíða 3

Skátinn - 01.07.1931, Blaðsíða 3
SKÁTINN 3 ur, en ekki eins mikiö um það, hverjir bæru fleiri vinninga úr býtum. Ef íslenskir skátar — sem jeg vona — bera gæfu til aó geta haft með sjer lands- mót, þá væri þ að gleðilegt að sjá þessa flokka keppa um þaó, hverjir væru »Bestu knattspyrnu-skátar Islands«. H. J. Fréttir. ^>Við skátavarðeldinn«. Fyrir bestu greinina meó þessu nafni ætl- ar »Skátinn« að veita verðlaun. Skilyrði til þátttöku í keppninni eru þessi: 1. Að sá, sem greinina skrifar sé skáti. 2. Að greinin sé um skátavarðeld og lýs- ing á skátalífi við bálið. 3. Greinin má ekki vera lengri en sem svar- ar tveim dálkum í blaðinu. 4. Greinar skulu sendast til til »Skátans« í lokuðu bréfi og auðkendar. Nafn böf- undar skal sendast ásamt greininni, einnig í lokuðu umslagi, merktu sama auðkenni og greinin. 5. Bréfin þurfa að vera komin til »Skát- ans« fyrir 15. ágúst næstk. Dómnefnd skipa skátahöfóinginn og ein- hverjir tveir aðrir er hann velur sér til að- stoðar. Verðlaunin verða hin ágæta bók Lord Robert Baden Powell’s, »Róður til sigurs«, hvort sem vill á ensku eða dönsku, (bókin er því mióur ekki til í ísl. þýðingu). Öski ein- hver að fá heldur íslenska bók, þá verður það »Skátabókin« (innb.). Bækurnar verða áritaðar af dómnefndinni og sendar til vinn- anda. (Hver fær Nobelsverólaunin?!). Alþjóðaráðstefna skáta verður háð í Vínarborg dagana 19. —23. júlí 1931. — Þar mæta fulltrúar frá ooooooooov.ooo^ooöov.oooooooooGoeðo SKÁTINN Mánaðarblað skátafélagsins »Ernir«. Verð 1,75 árg. B ITNEFND: Helgi .Tónsson, aðst.sveitaforingi R. S. Þórarlnn Björnsson, sveitarforingi I. sv. Baldur Jónsson, flokksforingi. AFGBEIÐSLA blaðsins er á Bárugötu 10, opin hvern íimtu- dag kl. 8—11 síðdegis. Utanáskrift: Skátablnðið »Skátinn«, Box 433, Reykjavik. O O o ts o o o g § o oOOOOO oOO v GGGGGGGÖGGGGOGGGOGG& «000 öllum löndum og ræða þar áhugamál skáta- hreyfingarinnar, þar á meðal verður ákvörð- un tekin um þaó, hvar næsta »Jamboree« verði háð. — Fulltrúi Islands er Hinrik Tliorarensen; hann fór utan með »Brúarfossi« 3. þ. mán. Skátabókin. Þið, skátar, sem ennþá hafið ekki keypt Skátabókina, ættuð ekki að láta það dragast lengur, því aó í henni er að finna mikinn og margvíslegan fróðleik, sem hverjum skáta er nauðsynlegur. Skátamót. I Svíþjóð verður haldið skátamót frá 10. til 21. þessa mánaðar. Þetta mót sækja fimm íslenskir skátar; tveir úr »Ernir« (Gunnar Thorarensen og Baldur Jónsson), tveir úr »Einherjar« á Isafirði (Halldór Magnússon og Ágúst Leós) og einn úr Væringjaféalginu (Tryggvi Bentsen). Þeir koma aftur 9. ágúst. Þá vonum við aó geta flutt einhverja frásögn af feróalagi þeirra og mótinu. Rovers. Nýlega var stofnuð Roversdeild innan skátafélagsins »Ernir«. Foringi hennar er Hörður Jóhannesson málari. Deildin starfar nú í þrem flokkum. Hefir starf hennar geng- ið að óskum, það sem af er. Blaóió óskar R. S. til hamingju og vonar, að þeir haldi áfram aó starfa eins ötult og vel eins og þeir hafa gert hingað til.

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (01.07.1931)
https://timarit.is/issue/357684

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (01.07.1931)

Aðgerðir: