Vísbending - 11.04.2011, Blaðsíða 1
11. apríl 2011
14. tölublað
29. árgangur
ISSN 1021-8483
1 Staðan eftirIcesave-kosningar
er óviss, en er hún
vonlaus?
Tryggvi Þór Herberts-
son skrifaði umtalaða
skýrslu ásamt Mishkin
árið 2006.
Gengi krónunnar
hefur sífellt veikst.
Skýringin er verð-
bólgan.
Í lýðræðisríki er það
sjálfgefið að meirihlut-
inn ræður. En hefur
hann alltaf rétt fyrir sér?
3
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál
V í s b e n d i n g • 1 4 . t b l . 2 0 1 1 1
2 4
Nú hefur þjóðin ákveðið að ganga ekki að samningum um Icesave-reikningana. Allir aðilar munu tala
digurbarkalega um hríð, en smám saman
sest rykið og við sjáum hvaða afleiðingar
atkvæðagreiðslan hefur, ef nokkrar. Mats-
fyrirtækin bíða átekta um sinn. Að vísu setti
S&P skuldabréf ríkisins á athuganalista. Það
er heldur betra en að vera í ruslflokki eða
meintur hryðjuverkamaður, en tryggir ekki
beinlínis forgang að lánum á ásættanleg-
um kjörum. Skuldatryggingaálag ríkissjóðs
og aflandsgengi krónunnar breyttust lítið
fyrstu dagana eftir atkvæðagreiðsluna. Þeir
sem ráðast á matsfyrirtækin með offorsi eru
í svipaðri stöðu og fallistarnir sem kenna
prófdómaranum um ófarir sínar.
Staða þrotabús Landsbankans
Fyrir atkvæðagreiðsluna kom fram að skila-
nefnd Landsbankans hefði metið það svo
að þrotabúið gæti greitt langstærstan hluta
forgangskrafna. Samninganefndin taldi að
líklegasti hlutur ríkisins væri 32 milljarðar
króna eftir að greitt hefði verið úr Trygg-
ingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta. Síð-
an hafa komið fram upplýsingar sem gefa
hugmyndir um að staða búsins sé enn betri.
Margt bendir til þess að mat á eignum bús-
ins sé varfærið, þó að réttilega hafi verið bent
á það, að ekki verði staðfest hvert verðmæti
er nema með sölu eigna. Á eftirmarkaði eru
skuldabréf gamla bankans metin á genginu
0,09 sem bendir til þess að kaupendur búist
við því að greiðsla upp í almennar kröfur
verði meiri en 9%. Miðað við það yrði Ice-
save-krafan greidd að fullu, þó að reyndar sé
óvissa um vexti.
Lars Christensen, forstöðumaður
greiningar deildar Danske Bank, kynnti
nýlega niðurstöður greiningar bankans
en í henni er því spáð að hagvöxtur verði í
milli 3 og 4% á næstu tveimur til þremur
árum, verðbólga haldi áfram að minnka og
forsendur séu til að gengi krónunnar muni
styrkjast um 25% á næstu árum. Hér horfir
Christiensen á núverandi raungengi krón-
unnar miðað við meðaltal á áratugunum
fyrir hrun. Gangi spár um styrkingu krón-
unnar eftir er von til þess að auðveldara verði
að greiða Icesave-kröfurnar því að krafan á
gamla Landsbankann er föst krónutala.
Eftir Icesave
Staða hins opinbera
Á myndinni sést hvernig greiðslubyrði hins
opinbera (án vaxta) dreifist á næstu ár. Hún
er langmest fyrst. Vegna peninga- og gjald-
eyrisstöðunnar er mikilvægt fyrir ríki og
sveitarfélög að endurfjármagna sig að hluta
til að minnsta kosti. Þetta er það sem veld-
ur mestum áhyggjum við viðbrögð mats-
fyrirtækja. Til eru aðilar sem vilja kaupa
skuldabréf í ruslflokki, en þá með vaxtaálagi
vegna áhættunnar sem þeim er talin fylgja.
Sem fyrr segir er skuldatryggingarálagið
sjálft svipað nú og fyrir atkvæðagreiðsluna,
en það er í sjálfu sér ekki nein trygging fyrir
því að lánveitandi finnist.
Þó að verðbréf séu í ruslflokki er ekki þar
með sagt að þau séu verðlaus. Það er einfald-
lega litið svo að hættan á því að bréfin verði
ekki greidd sé svo mikil að þau fara ekki í
gæðaflokk og margir fjárfestar forðast slík
bréf en þó ekki allir. Michael Milken varð á
sínum tíma frægur fyrir að raka að sér auð-
æfum með kaupum á ruslbréfum (að vísu
fékk hann líka innherjaupplýsingar, sem
minnkaði áhættu hans).
Áhættan við að kaupa skuldabréf ríkissjóðs
er nú talin hófleg samkvæmt Moody’s, flokk-
urinn „miðlungs“ og geti falið í sér ákveðin
einkenni áhættusækni. Flokkurinn þar fyrir
neðan er talinn fela í sér talsverða meðvit-
aða áhættu fjárfesta. Þess vegna er það sem
margir sjóðstjórar forðast að kaupa skulda-
bréf með þessari einkunn því að þá verður
þeim ekki núið um nasir að vera áhættu-
fíklar.
Hvers vegna vilja matsfyrirtækin setja
íslensk skuldabréf í ruslflokk? Hvað veldur
þessum meintu ofsóknum á hendur Íslands
eftir að meira að segja Lars Christiensen segir
að framtíðin gæti verið björt? Það er kannski
þrennt sem veldur svartsýni matsfyrirtækja:
1. Útlendir bankar töpuðu mörg þúsund
milljörðum króna á því að lána til Íslands.
2. Íslendingar, með fjármálaráðherrann og
þáverandi formann bankastjórnar Seðla-
bankans í fararbroddi, lofuðu haustið
2008 að semja um Icesave-kröfurnar, en
fella svo alla samninga.
3. Myndin sem sýnir dreifingu afborgana.
Ofan á þetta má örugglega bæta pólitískri
áhættu, en fyrir utan þá staðreynd að rík-
isstjórn getur ekki tryggt að hún standi við
samninga við önnur ríki, hafa ráðherrar lýst
því yfir að til greina komi að þjóðnýta fyr-
irtæki í eigu útlendinga og breyta efnahags-
legum grunni sjávarútvegs. Ísland flokk ast
ekki lengur með þeim ríkjum sem hafa stöð-
ugt stjórnarfar.
Mynd: Samanlagðar afborganir af lánum
ríkis og sveitarfélaga án vaxta
Heimildir: Seðlabanki Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, ársreikningar Orkuveitu Rvíkur og
Landsvirkunar.